Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 52

Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR Bókhald/laun Er bókhaldið, fjármálin eða launin í ólagi? Þarftu aðstoð? Tek að mér allt sem hugsast getur. Kem á staðinn ef óskað er. Upplýsingar í síma 568 8758 eftir kl. 17.00, Ragnheiður. Ósló - „au pair“ Norsk fjölskylda með tvö börn (3ja ára og tæplega 2ja ára) óskar eftir „au pair“ frá áramótum. Flugfar greitt báðar leiðir. Vinsamlegast skrifið til Turid Nerdrum, Uranienborg terasse 5, 0351 Ósló, Noregi. Snyrtivöruverslun Starfskraftur, vanur afgreiðslustörfum, ósk- ast strax í hlutastarf. Æskilegur aldur 23-40 ára. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 17.00 þann 6. desember, merktar: „Lengri tími - 18200“. Framkvæmdastjóri Laust er til umsóknar starf framkvæmda- stjóra markaðs- og kynningarsviðs Flugmála- stjórnar á Keflavíkurflugvelli. Auk umsjónar með samningum við rekstrar- aðila, mun starfið felast í skipulagningu og umsjón með markaðssetningu og kynningu verslunar og þjónustu í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og Keflavíkurflugvallar. Um nýtt, fullt starf er að ræða sem verður í senn áhuga- vert og krefjandi fyrir framsækið fólk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsækjendur skulu hafa víðtæka reynslu og þekkingu á viðskiptum og markaðsmálum. Þeir skulu einnig hafa fullt vald á ritaðri og talaðri íslensku, mjög gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli. Æskileg er kunnátta í frönsku eða þýsku. Laun verða samkvæmt kjarasamningum starfsmanna ríkisins. Umsóknum, ásamt meðmælum, skal skila án sérstakra eyðublaða til utanríkisráðuneyt- isins, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, fyrir 18. desember nk. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Flugmálastjórinn íKeflavíkurflugvelli. Fataframleiðslu- fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða iðnlærðan einstakling á sníðadeild. Þarf að hafa góða þekkingu á sníðagerð, graderingu og saumaskap. Reynsla æskileg. Vinsamlegast leggið inn umsóknir og allar nauðsynlegar upplýsingar á afgreiðslu Mbl. fyrir 15. desember nk., merktar: „Iðnaður - 18197“. Öllum umsóknum svarað. Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar Hjúkrunarfræðing og sjúkraliða vantar til starfa í Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði. Mikil áhersla er lögð á heilbrigðiseflingu og faglega uppbyggingu fræðslu- og teymis- vinnu. Heilsustofnun stendur í fögru umhverfi með ótal möguleikum til heilsuræktar og útivist- ar. Möguleiki erá íbúðarhúsnæði á staðnum. Nánari upplýsingar gefur Gunnhildur Valdi- marsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 483 0322 eða 483 0300. Vel þekkt tískuvöruverslun • Ert þú á aldrinum 20-40 ára? • Tilbúinn að takast á við mikla vinnu? • Með góða söluhæfileika og þjónustulund? • Áreiðanlegur og snyrtilegur? Leitað er eftir starfskrafti til framtíðarstarfa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni. Mynd fylgi umsókn. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Jón Baldvlnsson, Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309. fax 588 3659 Sölufólk óskast Viljum ráða harðduglegt sölufólk til starfa fram að jólum, síðdegis eða á kvöldin. Æskilegt er að sölumenn hafi bíl til umráða eða séu nokkrir saman um bíl. Góð sölulaun í boði. Tilvalið fyrir skólafólk eða þá, sem vilja auka tekjur sínar. Áhugasamir hringi í síma 894 4305. Lagerstarf Iðnfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu óskar eftir að ráða samviskusaman og röskan starfs- mann á lager. Starfið felst í að taka til vörur og sjá um lager- inn að öðru leyti. Einnig þarf viðkomandi að aðstoða í verksmiðju eftir því sem tími vinnst til. Einhver tölvukunnátta æskileg. Mjög góð vinnuaðstaða. Laun eftir samkomulagi. Umsóknum, sem tilgreini aldur og fyrri störf og annað sem máli skpti, skal skila til af- greiðslu Mbl. fyrir 10. desember, merktum: „LA - 700“. Ferðamálafulltrúi Ferðamálanefnd Hafnarfjarðar óskar eftir starfsmanni í tímabundið starf frá 1. janúar til 1. september 1997. Helstu verkefni eru markaðs-, upplýsinga- og útgáfumál, samskipti við ferðaþjónustu- aðila og tilfallandi verkefni fyrir ferðamála- nefnd. Óskað er eftir ferðamálafræðingi eða ein- staklingi með góða þekkingu/reynsiu á ofan- greindum sviðum. Góð tölvu- og tungumála- kunnátta er nauðsynleg og þekking á málefn- um Hafnarfjarðar er æskileg. Nánari upplýsingar veitir ferðamálafulltrúi í síma 565 0661 og starfsmannastjóri í síma 555 3444. Umsóknir, sem tilgreini menntun og fyrri störf, sendist ferðamálanefnd, Vesturgötu 8, 220 Hafnarfirði, fyrir 8. desember nk. Ferðamálanefnd Hafnarfjarðar. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Félagsmálaráðuneytið Starfsmenntasjóður Félagsmálaráðuneytið auglýsir hér með opinn fund starfsmenntaráðs, sem haldinn verður í Borgartúni 6 fimmtudaginn 5. desember nk. kl. 16.30. Á fundinum verður fjallað um úthlutun styrkja úr starfsmenntasjóði vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, skv. lögum nr. 19/1992, og framtíð sjóðsins. Þá verða haldin tvö stutt erindi um starfs- menntun í atvinnulífinu. Félagsmálaráðuneytið, 29. nóvember 1996. Fríkirkjan - jólafundur Kvenfélag og Bræðrafélag Fríkirkjunnar í Reykjavík halda sameiginlega jólafund í Safn- aðarheimilinu á Laufásvegi 13 fimmtudaginn 5. desember kl. 19.30. Fjölbreytt dagskrá, jólamatur, happ- drætti, kórsöngur o.fl. Munið jólapakkana. Stjórnir félaganna. ATVINNUHÚSNÆÐI Laugavegur- lager Gott ca 300 fm lagerhúsnæði til leigu í mið- bænum á hagstæðu verði. Getur hentað vel verslunum við Laugaveg eða í miðbæ Reykjavíkur. Áhugasamir vinsamlegast leggi inn upplýs- ingar á afgreiðslu Mbl. merktar: „10“. TILKYNNINGAR Hluthafafundur í Meitlin- um hf.f Þorlákshöfn Áður boðaður hluthafafundur verður haldinn í Meitlinum hf., Hafnarskeiði 6, Þorlákshöfn, í kaffistofu starfsmanna þann 7. desember nk. kl. 14.00, en ekki í veitingahúsinu Dugg- unni eins og áður var auglýst. Vilborgarsjóður starfs- mannafélagsins Sóknar Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóði hefst föstudaginn 6. desember nk. og stendur til 19. desember 1996. Upplýsingar um úthlutunarreglur og afgreiðslu fæst á skrifstofu Sóknar, Skipholti 50a, í síma 568 1150. Stjórn starfsmannafélagsins Sóknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.