Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 62

Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 62
.62 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vlynd s( uppá ti! HASKOLABIO SÍMI552 2140 Háskólabíó GEIMTRUKKARNIR DEnniS STEFHEn DEE HOPPEfi ODfiFR* fl |p| 'M* \ .... I' ■ '' 1-4 ^ .. j DE8I CHRfilES ÍZRfi-. ■DRHCE nn IDOLBYI , DIGITAL ' % „ -' ENGU LlKT ■jSa- ■ // ■ Tj*_ TILBOÐ KR 300 ID28 (Innrásardagurinn 28. nóv. er runninn upp). Jarðarbúar eru búnir að hertaka himinngeiminn að fullu og geimtrukkarnir flytja geimbúum lifsnauðsynjar. Heimsfriðnum er ógnað af vélmennum sem eru forrituð til að eyða öllu því sem á vegi þeirra verða. Spenna og taeknibrellur. Aðalhlutverk Dennis Hopper (Apocalypse Now, Waterworld) Stephen Dorff (Backbeat, Judgement Night). Sýnd kl 5, 7, 9 og 11 B.i. 12. KLIKKAÐI PRÓFESSORINN D 0 könlklk®®® ADtft^nBKKalSÍ? á) OBíBBSllii] \7D§> g©kt&BBdlia SwnH lcl S 7 Q DEpnnom Tim cuium TILBOÐ KR 300 mnt Verndarenglarmr er spennu- og gamanmynd í anda Les Visiteurs enda gerð af sama leikstjóra og handritshöfundi, Jean-Marie Poire. Þeir Gerard Depardieu og Christian Clavier (Les Visiteurs) eru ærslafullir i þessari mynd sem kitlar hláturtaugarnar verulega og léttir lund í skammdeginu. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. B.i. 12. ALLTI GRÆNUM SJO Sagt er að hörðustu brimbrettagæjar heims séu i suður-Englandi. Þetta eru gj brjálaðir Lundúnarbúar sem l ■ ferðast suður til að kljúfa stórhættulegar öldur reifa allar nætur og lifa eins hratt og mögulegt er. Biue Juice er ) kröftug, spennandi og j , rennandi blaut kvikmynd með JiSMBWíf Ewan McGregor úr R 300 Trainspotting i aðalhlutverki. * . I | I I < - TILBOÐ KR 300 Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. B.i. 12 Ekki missa af þessari frábæru kvikmynd. Sýningum fer fækkandi!! BRIMBROT Vissir bú v i/n ....að Háskólabtó er stærsta * kvikmyndahús landsins með alls 5 sali sem eru allir stórir. Það skiptir þvt ekki máli í hvaða sal myndin er sýnd, ' r> þú færð alltaf FYRSTA FLOKKS BÍÓ. STAÐGENGILLINN Ævintýraheimur — þó raunverulegur Margrét Kristín Sigurðardóttir er texta- og lagahöfundur á nýjum hljómdiski sem ber heitið Fabula. Hún segir frá æsk- unni, námsárunum, ástvinamissi og hinu flókna einfalda lífi. Nýjar plötur HVERS vegna heitir diskurinn Fabula? „Ég var að leita að ein- hveiju heiti sem bæði lýsti tónlistinni og hljómaði fallega,“ segir Margrét Kristín, Magga Stína. „Fabula getur merkt fantasíufrásögn, dramatískt hljóð, jafnvel leikrit; Það lýsir vel inni- haldi disksins.“ En hvar og hvemig byijar svona niðurstaða? Lærði hún á hljóðfæri? Var hún dugleg að æfa sig? „Já, ég lærði á píanó,“ svarar Magga Stína, „en ég var löt að æfa mig. Ég hafði svo margt annað að gera. Það var erfítt að einbeita sér að Béla Bartók, þegar „Danny Wild“ beið á tröppunum. Það var Gilli í næsta húsi og við vorum í leynilöggu- leikjum og alls konar leikjum. Við bjuggum í Frostaskjóli og þá var eng- in byggð þar í kring. Við áttum þetta land - allt niður að sjó. Á gagnfræða- skólaárunum söng ég með Æskulýð- skór KFUM og K, sem pabbi - Sig- urður Pálsson guðfræðingur - stjóm- aði um tíma. Ég heillaðist mest af negrasálmunum, þeir kveiktu svo blúsáhugann hjá mér, en blúsinn var í fyrirrúmi þegar ég byijaði að semja.“ Trommunám „Svo lagði ég tónlistina að mestu á hilluna á meðan ég var í mennta- skóla, en þegar honum lauk var ég farin að sakna hennar. Mig hafði alltaf langað til að læra á trommur og fór í nám hjá Gulla Briem í einn vetur.“ Varstu þá búin að ákveða að snúa þér að tónlistinni? „Nei. Mér fannst alltaf svo langt þangað tii ég yrði stór og hafði ekk- ert velt því fýrir mér hvað ég vildi læra. Einu sinni ætlaði ég þó að verða rithöfundur, þegar ég yrði stór. Ég skrifaði tvær stílabækur og var alltaf að sýna mömmu. Hún hrósaði mér og hvatti. Svo varð ég leið á þessu, kláraði söguna og sýndi mömmu. Hún gerði einhveija athuga- semd við að ég skyldi ljúka sögunni svona snubbótt. Ég varð svo sár að ég faldi söguna. Hún hefur aldrei fundist. Ég gat ekki tekið gagnrýni og þama lauk mínum rithöfunda- ferli.“ í bili? „Já, kannski í bili. Kannski, þegar ég verð stór . . .“ Mannætuóperan „En eftir stúdentspróf byrjaði minn glæsilegi háskólaferill. Ég vissi ekk- ert hvað ég vildi, lærði þýsku í eitt ár, síðan byijaði ég í sálarfræði og var þar í hálft eða eitt ár. Þá ákvað ég að verða kennari og fór í Kennara- háskólann. Tónlistin var samt farin að toga enn meira í mig og ég fór líka að fá aukinn áhuga á leiklist - þótt ég hefði aldrei verið í neinum leiklistarfélögum. Nema þegar ég var krakki. Þá bjó ég til mitt leikfélag, eins og krakkar gera. Við vinkonum- ar ferðuðumst á milli bamaheimila með sýningu sem hét Mannætuóp- eran. Þetta var ekki bara leiksýning og ópera, heldur ballett að auki. Seinna var okkur sagt að þetta hefði verið mjög spaugilegt. Við vom tvær mjög seinþroska, litlar og alveg eins og spýtur í laginu, en ein okkar há og líkamlega bráðþroska. Við vorum víst ansi fyndnar, spriklandi um á bikini. Ég sé það eftir á, hvað það hefur haft marga kosti í för með sér að vera seinþroska - og það vorum við. Allavega fullorðnuðumst við seint. Við vorum að laumast með Barbi- edúkkur heim til hvorrar annarrar í myrkrinu, langt fram eftir gagn- fræðaskóla. En leikimir höfðu vissu- lega breyst í mikið ástardrama. Það má eiginlega segja að ég hafí verið nýbúin að leggja Barbiedúkkunum þegar ég gifti mig um tvítugt. Svo setti ég saman bílskúrshljóm- sveit ásamt fjórum vinum mínum. Hún hét Ljónið og ég lék á trommur. Ljónið varð þó innlyksa í bílskúmum, því við komum ekki fram nema einu sinni, þá íklædd heimalituðum JSB nærfatadressum.“ Til Noregs Eiginmaður Möggu Stínu er norsk- ur. Þau kynntust hér á landi en eftir að hún lauk námi í Kennaraháskólan- um flutti hún með honum til Noregs. „Mig var farið að langa í leiklist. Ég fann deild við háskólann í Þránd- heimi, sem var blanda af leiklist og kvikmyndun. Þetta var eins og hálfs árs nám og inn í það blandaðist tón- list mjög mikið. Þá vissi ég að ég vildi annað hvort vinna við leiklist eða tónlist. Námið gekk mikið út á að „impróvísera," en líka að skrifa hand- rit og klippa, lýsa og leikstýra. Við fengum kennslu í þessu öllu. Þetta var að vísu stutt nám, en gaf mér mjög mikið. Ég lék með stúdentaleik- húsinu í Þrándheimi á þessum tíma. Stúdentamir þar eiga stórt húsnæði sem er eins og hringleikahús í laginu, félagslífíð er mjög öflugt, fólk býr þama nánast. Þama er ljósmynda- klúbbur, leiklistarklúbbur, tónlistar- klúbbur og allir mögulegir og ómögu- legir klúbbar. Svo var ég að kenna í forföllum við grunnskólann í Þrándheimi, spil- aði líka á trommur með gospelkór, var sjálf farin að semja dálítið og setti saman blúshljómsveit. Ég tók við og við söngtíma hjá söngkennara í Þrándheimi og seinna hér heima. Eitt haustið fór ég til Ítalíu til kennar- ans hennar mömmu, Euginiu Ratti, en mamma - Jóhanna Möller - er klassísk söngkona og hefur sungið fyrir mig síðan ég var egg.“ Hvað var maðurinn þinn að gera á íslandi? „Hann ákvað að vera hér í eitt ár að læra íslensku. Hann kom hingað beint úr herþjónustunni, til að gera eitthvað fáránlegt áður en alvaran tæki við. Svo hittumst við og hann fann út að það væri sniðugt að læra jarðfræði á íslandi. Að því loknu fór hann í jarðverkfræði í Þrándheimi. Síðan höfum við búið til skiptis í Noregi og á íslandi. Ég var alltaf með annan fótinn hér heima, dvaldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.