Morgunblaðið - 03.12.1996, Side 68

Morgunblaðið - 03.12.1996, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Aðventuljós- in tendrað ASI og BSRB hafa rætt um sameiningu Stefnt að frek- ari viðræðum AÐVENTAN gekk í garð síðast- liðinn sunnudag og var þá efnt til hátíðar í flestum kirkjum landsins. Á myndinni sést Vig- fús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, njóta að- stoðar nokkurra ungra sóknar- barna sinna við að tendra fyrsta ljósið á aðventukransinum í Grafarvogskirkju. ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, telur mikilvægt að öll sam- tök launamanna á íslandi sameinist í ný heildarsamtök launafólks. Hann segir að umræður hafi farið fram milli ASÍ og BSRB um sam- einingu, en viðræðurnar séu ekki enn komnar inn í markvissan far- veg. Bæði Ögmundur og Benedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti ASÍ, hvöttu til aukins samstarfs laun- þegahreyfinganna í ræðum sem þeir fluttu á þingi ASÍ sl. vor. Ög- mundur sagði að umræður milli sambandanna hefðu haldið áfram síðan. Fleiri samtök komi að málinu „Það er fullur vilji til þess að taka upp viðræður verkalýðshreyf- ingarinnar í heild sinni. Ég tel mjög brýnt að það verði gert. Því fyrr sem sú vinna verður markviss og skipulögð því betra. Það hafa orðið miklar breytingar á okkar réttinda- umhverfi. Þau skil sem hafa verið á milli opinberra starfsmanna ann- ars vegar og almenna markaðarins hins vegar hafa verið að minnka. Mörgum stofnunum ríkisins hefur verið breytt í hlutafélög. Þetta og fleira kallar á að verkalýðshreyfing- in í heild sinni endurskoði skipu- lagsform sín. Ég tel mikilvægt að öll helstu samtök launafólks á vinnumarkaði komi að þessu, BHMR, Kennara- samband íslands og Samband ís- lenskra bankamanna." Ögmundur sagðist ekki telja að viðræður um sameiningu þyrftu að taka mjög iangan tíma. Það væri hins vegar ljóst að menn tækju engar endanlegar ákvarðanir fyrr en að undangengnum rækilegum umræðum um alla þætti málsins innan verkalýðshreyfingarinnar. Kynferðisbrotamálið á Akureyri Fjöldi myndbanda og yfir 1.000 disk- lingar í rannsókn VIÐ húsleit hjá manni á sextugs- aldri á Akureyri, sem játað hefur kynferðisbrot gagnvart þremur stúlkum á aldrinum 7, 8 og 9 ára á Akureyri, fannst verulegur fjöldi af myndbandsspólum og yfir 1.000 tölvudisklingar, m.a. með klám- myndum og þar á meðal barna- klámi. Þá fann lögreglan myndband þar sem maðurinn hefur kynferð- ismök við stúlkubörn. Hann hefur við yfirheyrslur hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri einnig viðurkennt að hafa miðlað klámefni til annarra á alnet- inu. Björn Jósef Arnviðarson sýslu- maður á Akureyri segir ekki ljóst hvort maðurinn hafi dreift efni af myndbandinu sem hann tók af sjálf- um sér og stúlkunum á alnetið. Maðurinn var úrskurðaður í 10 daga gæsluvarðhald 21. nóvember sl. og var gæsluvarðhaldsúrskurð- urinn síðan framlengdur um 45 daga, eða til 13. janúar nk. Björn Jósef segir að yfirheyrslur standi yfir og eins séu í undirbún- ingi yfirheyrslur yfir börnum. Auk þess er verið að skoða allt það efni sem fannst við húsleit hjá mannin- um, myndbönd og tölvudisklinga. „Við vitum ekki hvort á öllum þess- um disklingum og spólum sé ein- göngu um klámefni að ræða og því er ómögulegt að segja til um hvað þessi skoðun á eftir að leiða í ljós,“ sagði Björn Jósef. Áður grunaður um kyn- ferðisafbrot gagnvart bcirni Maðurinn hefur áður verið grun- aður um kynferðisbrot gagnvart barni. Hann flutti til Akureyrar frá Stykkishólmi árið 1992 og hefur búið þar síðan. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður í Stykkishólmi, segir að embættinu hafi borist kæra á manninn fyrir kynferðisbrot 6. maí 1992 og hafi hún komið frá félags- málayfirvöldum í Grindavík. Málið var sent Rannsóknarlögreglu ríkis- ins 21. maí það sama ár, sem sendi málið til ríkissaksóknara, að lokinni rannsókn. Af hálfu embættisins var ekki talið tilefni til frekari aðgerða og ekki var ákært í málinu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru barnaverndaryfirvöld á Akureyri látin vita af því að maðurinn hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot til sýslumannsemb- ættisins í Stykkishólmi, er hann flutti til bæjarins. Félagsmálayfir- völd á Akureyri hafa hins vegar ekki viljað staðfesta það, eða tjá sig um þetta mál við fjölmiðla. ■ Fjallað um frumvarp/10 Morgunblaðið/Kristinn Eftirlits- myndavélar í Landsbanka VERIÐ er að setja upp mynda- tökuvélar í útibúi Landsbankans við Suðurlandsbraut 18. Alls verð ur komið fyrir vélum í sjö útibúum bankans á þessu ári. Friðrik Weisshappel, forstöðumaður ör- yggismála Landsbankans, segir að eftirlitsmyndavélum hafi smám saman farið fjölgandi í útibúum bankans frá árinu 1975, en þá var þeim fyrstu komið fyrir í Banka- stræti. Ríkisstj órnin mótar stefnu í fíkniefnamálum Höfum margoft bent á nauðsyn eftir- lits með biðfarþegum, segir yfirmað- ur fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík RÍKISSTJÓRNIN tekur líklega ákvörðun í dag um stefnumörkun og aðgerðir í ávana- og fíkniefnamálum, í samræmi við tillögur samstarfs- nefndar ráðuneytanna. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, segir að með stefnumörkuninni verði tekið á aðgerðum á vegum tollgæslu og styrkingu löggæslu. Þorsteinn sagði aðspurður að ugg- laust væri það rétt mat hjá Christer Brannerud, lögregluforingja hjá Int- erpol, sem ræddi m.a. við íslensk tollgæslu- og lögregluyfirvöld í síð- ustu viku, að huga þyrfti að ýmsum þáttum í toilgæslu og löggæslu. „Ríkisstjórnin hefur flallað um þessi mál að undanförnu og ég vænti þess að lokaafgreiðslunnar sé ekki langt að bíða,“ sagði dómsmálaráðherra. Oft bent á nauðsyn eftirlits Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að hann væri sammála því áliti Christers Branneruds að hafa þyrfti afskipti af biðfarþegum á Keflavíkurflug- velli. „Við höfum margoft bent á nauðsyn slíks eftirlits, enda eru sann- anir fyrir því að fíkniefni hafa verið flutt milli landa með viðkomu á ís- landi. Elstu dæmi um slíkt eru nokk- urra ára gömul." Björn sagði einnig nauðsynlegt að fylgjast betur með svokölluðu feiju- flugi, en fjöldi lítilla flugvéla kemur hér við á flugi yfir hafið. „Það vant- ar töluvert upp á eftirlit með feiju- fluginu nú,“ sagði Björn. Hönnun í samráði við sérfræðinga Pétur Guðmundsson, flugvallar- stjóri, sagði að við hönnun Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar hefði verið leitað til bandarískra sérfræðinga í örygg- ismálum og haft fullt samráð við þá. „Við fáum heimsóknir af og til frá mönnum, sem starfa á sama sviði og lögregluforinginn frá Interpol, sem ég hitti að vísu ekki, og við höfum aldrei fengið athugasemdir af því tagi, sem hann setti fram.“ Tveir stofnar inflúensu INFLÚENSA hefur gert vart við sig hérlendis en þijú tilfelli voru nýlega greind á veiru- rannsóknardeild Ríkisspítal- anna. Tvö tilfelli greindust í ungum börnum í Reykjavík og það þriðja í unglingi á Hvols- velli. Að sögn Gunnars Gunnars- sonar sérfræðings á veirurann- sóknardeild er um að ræða tvo stofna sem líklega hafa borist hingað til lands frá Evrópu og Kanada, „B-stofninn er mun vægari en A-stofninn en sjúk- dómseinkennin eru þó svipuð; hár hiti, bein- og vöðvaverkir, höfuðverkur og kvefeinkenni," sagði Gunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.