Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kvótakerfið ekki vistvænt HANN varð óvenju illa fyrir barðinu á kerfinu, honum var grýtt þrisvar fyrir borð. . . 200 millj. kr. tapast á rekstri strandstöðva Pósts og síma árlega Reksturinn í endurskoðun F' Húsnæðisnefnd Fram- kvæmda- sljóri ráðinn •BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Arnald Mar Bjarnason fram- kvæmdastjóra Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. Aðrir sem sóttu um og ekki óskuðu nafnleyndar voru Ásta M. Eggerts- dóttir, Birgir Guð- jónsson, Birgit Rasehhofer, Bryn- hildur Bergþórs- dóttir, Drífa Sig- urðardóttir, Einar Baldursson, Guðmundur Þór Guð- mundsson, Hafdis Hansdóttir, Hall- dór Vídalín Kristjánsson, Haukur P. Finnsson, Hjördís Hendriksdótt- ir, Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir, Jakobína Ólafsdóttir, Kristín Sig- urðardóttir, Marínó Þorsteinsson, Óskar Þorsteinsson, Óskar Sveinn Þorsteinsson, Sigurbergur Árna- son, Sigurður Ingólfsson, Sverrir Bjartmarz, Trausti S. Harðarson, Guðmundur R. Ingvason og Erling- ur Einarsson. Arnaldur Mar er fæddur árið 1942. Hann hefur m.a. gegnt starfi sveitarstjóra í Mývatnssveit, bæj- arstjóra í Vestmannaeyjum og verið atvinnufulltrúi í landbúnaði. UM 200 milljónir króna tapast árlega á rekstri strandstöðva Pósts og síma; loftskeytastöðvanna sem reknar eru í Gufunesi, í Reykjavík, á ísafirði, Siglufirði, Homafirði og í Vestmannaeyjum. Nefnd á vegum Pósts og síma og samgönguráðu- neytisins vinnur nú að athugun á því „hvemig unnt er að koma þess- um rekstri betur fyrir,“ eins og Guðmundur Bjömsson, aðstoðar- póst- og símamálastjóri segir. Ekki ákveðið að fækka stöðvum Guðmundur segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um málið og hann vill aðspurður ekki ræða hvort til umræðu sé að leggja niður strandstöðvamar og sinna þessari þjónustu eingöngu frá Gufunesi. „Við emm að ræða hvemig við getum gert þessa þjón- ustu ódýrari, án þess að það bitni á gæðum hennar,“ sagði Guð- mundur Bjömsson. „Þetta er eins og hver annar rekstur hjá okkur, það þarf að reka þessa starfsemi eins vel og hægt er.“ Hann sagði að málið stæði ekki í beinum tengslum við fyrirhugaða hlutafé- lagsstofnun um rekstur Pósts og síma. Strandstöðvarnar fimm skila Pósti og síma um það bil 50 m.kr. tekjum árlega en rekstur þeirra kostar um 250 m.kr. Um fimmtíu manns starfa við allar stöðvarnar. Tæknilega óþarfar Tæknilega er ekkert því til fyrir- stöðu að veita skipum og bátum þá fjarskiptaþjónustu sem stöðv- amar veita frá einum stað á land- inu, að sögn Guðmundar, en hann segir að menn hafi orðið þess varir að ýmsir hafi áhyggjur af örygg- isþættinum, verði stöðvunum fækk- að. „Ef þjónustunni verður breytt hlýtur það að verða ein af forsend- unum að öryggið sé áfram tryggt,“ sagði Guðmundur Bjömsson. Nefnd geri tillognr um jákvæða notkun myndmiðla Hugað að hlutverki skóla MENNTAMALARAÐHERRA hefur skipað starfshóp til að kanna og gera tillögur um hvemig standa mætti að því að efla fræðslu og aðra starfsemi sem stuðlar að jákvæðri notkun myndmiðla meðal bama og ung- menna. í starfshópnum eru: Karl J. Jeppe- sen, forstöðumaður ijarskóla Kenn- araháskóla íslands, formaður, Böðvar Bjarki Pétursson, umsjónarmaður Kvikmyndasafns íslands, Einar Már Guðvarðarson, myndhöggvari og Margrét Sverrisdóttir, verkefnis- stjóri. Markmiðið er að hamla gegn ásókn og áhrifum af grófu ofbeldisefni í kvikmyndamiðlun og efla þekkingu á kvikmyndum sem listgrein. Kann- aðir verði möguleikar á að ná þessu markmiði með aukinni skipulegri fræðslu og bættri aðstöðu fyrir ungl- inga til að kynnast kvikmyndamiðlun með skapandi starfi. Sérstaklega verði hugað að hlutverki skóla og tómstundamiðstöðva æskufólks í þessu tilliti, segir í fréttatilkynningu. Starfshópnum er falið að kynna sér tilhögun og áætlanir á þessu sviði í nágrannalöndunum þ.á m. á nor- rænum vettvangi og að skila ráðu- neytinu álitsgerð sinni fyrir 1. maí 1997. Er stefnt að þvi að tillögumar geti m.a. orðið til hliðsjónar við þá námskrárvinnu sem framundan er fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. Fastafulltrúi í Genf í þrjú ár Skýra og verja málstað Islands GUNNAR Snorri Gunnarsson, sendi- herra, lætur af embætti fastafulltrúa ís- lands hjá Sameinuðu þjóð- unum og öðram alþjóða- stofnunum í Genf nú um áramótin. Hann flytur til Brassel og tekur við stöðu sendiherra íslands hjá Evr- ópusambandinu, Belgíu og Lúxemborg. Hvað er fastanefnd ís- lands í Genf stór og hvað gerir hún? „Við eram þrír diplómatar og tveir rit- arar. Mé_r til aðstoðar era Haukur Ólafsson sem fylg- ist með starfi Sameinuðu þjóðanna og EFTA og Guð- mundur B. Helgason sem fylgist með starfi Heim- sviðskiptastofnunarinnar (WTO) og Afvopnunarráðs- stefnunnar, Svanlaug Ida Þráinsdóttir og Catherine Berger. WTO tók við af GATT. Starf hennar er mun umfangsmeira og meira tímakreíjandi en GATT. Við sitjum þar fyrir svöram varðandi samningsskuldbindingar okkar við aðrar þjóðir, skýram okkar málstað og verjum hann. Þar tókum við til dæmis höndum saman við Kanada, Chile og Perú til þess að koma í veg fyrir að Frakkar fengju því framgengt að aðeins franskur hörpudiskur væri seldur undir nafninu Coquilles St. Jacques. Þeir vildu að allur annar hörpudiskur yrði seldur sem Pétongles sem er samheiti yfír litlar skeljar og eng- inn neytandi kannast við. Það náð- ist samkomulag um að hörpudiskur frá þessum löndum er áfram seldur sem Coquilles St. Jacques en það er tekið fram á pökkunum hvar hann er veiddur, á íslensku pökk- unum stendur Chlamys Islandica. Innan WTO standa nú yfír aðild- arviðræður, meðal annars milli Rússlands og Kína. Undanfarið hefur einnig farið mikill tími í að undirbúa ráðherrafund stofnunar- innar sem verður haldinn í Singap- ore í desember. Þar verður lagt mat á starfsemi stofnunarinnar undanfarin tvö ár og lagt á ráðin um framtíðarstarf hennar." Hefur mikilvægi EFTA hér í Genf ekki minnkað síðan stór hluti starfs fríverslunarsamtakanna flutti til Brussel? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Starfsmönnum EFTA hefur fækkað, áður störfuðu hátt á ann- að hundrað manns hjá samtökun- um hér. Þeir eru nú samtals um 60, 40 þeirra eru í Brassel. Sam- starf EFTA við ESB fer fram þar. Samskiptum við önnur ríki er sinnt héðan. 12 ríki hafa gert fríverslun- arsamning við EFTA og gerð hefur verið samstarfsyfírlýsing við 5 ríki til viðbótar. Það eru almennir fund- ir með fulltrúum frá __________ þessum ríkjum einu sinni á ári og sérfræð- ingafundir þess á milli. Það eykur vinnuálagið Gunnar Snorri Gunnarsson ► GUNNAR Snorri Gunnars- son er fæddur 1953. Hann er stúdent úr MR og MA í enskum bókmenntum og heimspeki frá Edinborgarháskóla. Hann kenndi í menntaskólanum og tónlistarskólanum á ísafirði í eitt ár og stundaði einnig há- skólanám í Madrid áður en hann hóf störf í utanrikisþjónustunni árið 1979.Hann hefur starfað í sendiráði Islands í París og Brussel og hjá fastanefnd Is- lands þjá NATO. Hann var gerð- ur sendiherra 1991 þegar hann tók við stjóm viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. í ruslakistu heilbrigðis- stofnunarinnar og hafa meðal annars fundist í þorskalýsi. Annað dæmi um mikilvægi þess að fylgjast með starfí alþjóðastofn- ana varðar ársskýrslu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar. Þar var ríkjum skipt í 3 flokka, 1. flokk ríkja sem uppfylla allar kröfur stofnunarinnar, 2. flokk ríkja sem standa sig ekki eins vel og 3. flokk ríkja, hálfgerða raslakistu, þar sem bamadauði er hár. ísland var í 3. flokki af því að stofnunin ákvað að það væri ekki mark takandi á upplýsingum frá ríkjum með færri en 500.000 íbúa, ekki vænlæg staða fyrir ríki sem hyggur á út- flutning heilbrigðisþjónustu. Ís- land, Malta og Lúxemborg tóku málið upp og stofnunin varð að biðjast afsökunar." Island skiptir litlu máli hjá Sam- einuðu þjóðunum í samanburði við stórþjóðirnar. Finnur þú fyrir því í starfi? „Við höfum náttúralega lítið til málanna að leggja þegar rætt er skipulag hjálparstarfs í Rú- anda/Zaire eða ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Við fylgjumst þó með __________ því sem hér kemur fram og sendum skýrslur heim í ráðu- neyti. Starf Sameinuðu þjóðanna í Genf beinist en fundimir gera okk- ur kleift að halda betri tengslum við þau en við myndum annars gera.“ Það eru um 7.000 fundir hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf á ári. Hvemig getur lítið aðildarríki eins og ísland tekið fullan þátt í slíku starfí? „Við mætum auðvitað ekki á alla fundi. Við sækjum megin fund- ina, þ.m.t. aðalfundi alþjóðastofn- ana og fylgjumst sérstaklega með málefnum sem snerta ísland beint. íslendingar hafa til dæmis beitt sér fyrir ströngum ákvæðum í alþjóða- samningi varðandi þrávirk lífræn efni sem fara í sjóinn frá iðnríkj- um. Slík efni berast út um öll höf einkum að félags-, efnahags-, mannúðar- og mann- réttindamálum. ísland hefur sama rétt og önnur aðildarríki en við höfum ekki fé eða mannafla á borð við stóru ríkin. Við verðum að velja og hafna og einbeita okkur að málum þar sem við getum látið til okkar taka. Við höfum ekki sömu ijárráð þegar kemur að mannúðar- málum eins og til dæmis frændur vorir Norðmenn. Við ræktum hins vegar tengslin við Flóttamanna- stofnunina og Rauða krossinn og leggjum af mörkum það sem við getum. Við höfðum í sumar milli- göngu við Flóttamannastofnunina við komu um 30 flóttamanna frá Bosníu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.