Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 ERLEIUT MORGUNBLAÐIÐ Leiðtogafundur ESB í Dublin í næstu viku Bretar halda fast í neitunarvaldið Brussel, París, London. Reuter. BRETLAND hyggst hindra fram- gang tillagna, sem hafa þau áhrif að neitunarvald einstakra ríkja Evrópusambandsins veikist, á leið- togafundi ESB í Dublin í næstu viku. David Davis, aðalsamninga- maður Breta á ríkjaráðstefnu sam- bandsins, segir að Bretar geri ráð fyrir að írska ríkisstjórnin, sem situr nú í forsæti ráðherraráðs ESB, muni leggja fram „miðstýr- ingar- og samrunaplagg" á fundin- um. Samstaða er meðal allra ríkja á ríkjaráðstefnunni nema Bretlands um að fækka verði þeim málaflokk- um, þar sem krafizt er samhljóða samþykkis allra aðildarríkja. Þorri aðildarríkja telur að beita verði atkvæðagreiðslum í ráðherraráð- inu í auknum mæli, ella verði það nánast óstarfhæft er aðildarríkjum ESB fjölgi. Bretar standa hins vegar fast á sínu. „Við munum ekki undir nein- um kringumstæðum samþykkja að dregið verði úr neitunarvaldi eða það útþynnt," sagði Davis á fundi með brezkri þingnefnd á þriðjudag. Deilt um neitunarvald, stærð framkvæmdastjórnarinnar og sveigjanlegan samruna Leiðtogafundur ESB í Flórens síðastliðið sumar fól írlandi að leggja fram drög að endurskoðuð- um stofnsáttmála á fundinum í Dublin. Þrátt fyrir spádóm Davis um „miðstýringar- og samruna- plagg“ er búizt við að ekki verði tekið á helztu deilumálunum á ríkjaráðstefnunni í drögum írsku stjórnarinnar, heldur lagt fram uppkast að lagatexta um þau atr- iði, sem almenn samstaða er um. Helztu deilumálin eru, auk neitunarvaldsins, fjöldi fram- kvæmdastjórnarmanna og „sveigj- anleikagreinin" svokallaða. Mörg ríki ESB vilja fækka í fram- kvæmdastjórninni og afnema þá reglu að einn maður frá sérhveiju aðildarríki sitji í stjórninni og tveir frá stærri ríkjum. Með sama áfram- haldi verði framkvæmdastjómin of fjölmenn. Ekki sé hægt að skipta málaflokkum endalaust á milli æ fleiri framkvæmdastjórnarmanna. Sum smærri ríkin telja þessar tillög- ur munu draga úr áhrifum sínum. Þá vilja Þýzkaland og Frakkland að sett verði í sáttmála ESB klausa um „sveigjanlega samrunaþróun", þ.e. að sum ríki geti haldið áfram á braut samruna, þótt önnur vilji ekki fylgja þeim. Þetta er nú þegar raunin í sumum málum, t.d. standa sum aðildarríki ESB utan Scheng- en-vegabréfasamkomulagsins og tvö ríki hafa fengið undanþágu frá þátttöku í væntanlegu myntbanda- lagi. Bretar eru hins vegar ekki hrifnir af „sveigjanleikagrein“, þar sem þeir telja að með slíku væri óbeint verið að afnema neitunarvald einstakra ríkja í ýmsum málum. Önnur ríki telja að slík samnings- grein skapi hættu á að til verði „harður kjarni" nokkurra aðildar- ríkja, sem geti haft önnur útundan í ýmsu samstarfi. Stilla saman strengi Helmut Kohl, kanzlari Þýzka- lands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, hafa hitzt á tveimur óformlegum fundum undanfarið til að stilla saman strengi sína fyrir leiðtogafundinn. Eitt umræðuefni þeirra var stöðugleikasáttmálinn svokallaði, sem tryggja á trúverðug- leika hinnar nýju Evrópumyntar. Major vísar blaðafréttum á bug Ætlar ekki að útiloka EMU-aðild London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, vísar á bug fréttum þarlendra blaða, m.a. The Daily Telegraph og Financial Times, um að hann hygðist á næstu mánuðum gefa yfirlýsingar, sem svo gott sem útilokuðu aðild Bretlands að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu ,(EMU). „Ég hef lesið fréttir í fjölmiðlun- um síðastliðna daga og flestar verðskulda þær Booker-verðlaunin fyrir skáldskap,“ sagði Major. Major hefur reynt að sætta and- stæðar fylkingar innan íhalds- flokksins með því að „bíða og sjá“ hvernig undirbúningi EMU vindur fram. Hann ítrekaði í fyrirspurna- tíma í þinginu á þriðjudag að þessi stefna væri óbreytt og að ríkis- stjóm hans myndi ekki taka ákvörðun af eða á fyrir þingkosn- ingarnar, sem verða haldnar eigi síðar en í maí 1997. Major benti á að Kenneth Clarke fjármálaráðherra hefði fyrr í vikunni fengið staðfest hjá ráð- herrum annarra ESB-ríkja að ákvæði væntanlegs stöðugmála- sáttmála EMU-ríkjanna tæki ekki til Breta, hvað snerti fjárlagahalla og sektir við honum, stæðu þeir utan EMU. Þægileg löt á þína krakka BARNASTIGUR BRUM’S 0-14 SÍÐAN 1955 - SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461 Reuter PJIXÍIIUML OOWNWITH MIUTARISM Reuter NAMSMENN frá Búrma mótmæla við sendiráð landsins í Tókýó og lýsa yfir stuðningi við stúdentamótmælin í Rangoon. Suu Kyi bannað að fara af heimili sínu „Olöglegri frelsis- sviptmgu“ mótmælt Rangoon. Reuter. AUNG San Suu Kyi, stjórnarand- stöðuleiðtogi í Búrma, mótmælti í gær þeirri ákvörðun herforingja- stjórnarinnar að banna henni að fara af heimili sínu í Rangoon vegna mótmæla námsmanna í borginni. Herforingjastjórnin ákvað á þriðjudag að loka Suu Kyi inni á heimili sínu þótt hún hefði neitað því að flokkur hennar, Lýðræðis- bandalagið, væri viðriðinn mót- mæli námsmannanna. „Við ætlum að mótmæla þessari ólöglegu frelsissviptingu. I hvert sinn sem efnt er til mótmæla hefjast ein- hverjir strax handa við að setja upp vegatálma,“ sagði hún við fréttaritara Reuters. Líkt við stofufangelsi Suu Kyi kvaðst telja að herfor- ingjastjórnin óttaðist að upp úr syði vegna mótmælanna og hefði því ákveðið að loka hana inni og banna fólki að heimsækja hana. Hún sagði að stuðningsmenn sínir væru ekki viðriðnir mótmæli námsmannanna en bætti við að þeir væru tengdir siðferðislegum böndum þar sem þeir berðust allir fyrir réttlæti og mannréttindum. I Aðstoðarmenn hennar sögðu að í | raun hefði herforingjastjómin hneppt hana í stofufangelsi að nýju. Tvö þúsund námsmenn mótmæla Um 2.000 námsmenn efndu til mótmæla í Rangoon á mánudag og þriðjudag til að krefjast þess ) að lögreglumönnum, sem mis- þyrmdu nokkrum stúdentum í október, yrði refsað. I Þetta eru fjölmennustu götu- mótmæli í borginni frá því í sept- ember 1988 þegar andóf lýðræð- issinna var bælt niður af mikilli hörku. Lögreglan handtók um 300 námsmenn á þriðjudag en flestum þeirra mun hafa verið sleppt fljótlega. , Reykvíkingar! Reglulegum fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur sem haldinn verður í dag, fimmtudag kl. 17:00, verður útvarpað á Aðalstöðinni FM 90.9. Sólarkaffi FORYSTUMENN Evrópusam- bandsins í umhverfismálum fengu sér á þriðjudag kaffisopa, sem hellt var upp á með hjálp sólarorku í Brussel. Greenpe- ace-umhverfisverndarsamtökin buðu upp á kaffið til að vekja athygli á baráttu sinni fyrir auknum framlögum ESB til rannsókna á endurnýtanlegri orku. Á myndinni fá írski orku- málaráðherrann Alan Dukes, Christos Papoutsis, sem fer með orkumál í framkvæmdastjórn ESB, og Aphrodite Mourelatou, pólitískur ráðgjafi ESB, sér kaffi í rigningunni. Þungbúið veðrið kom ekki í veg fyrir að sólarrafhlöðurnar nýttust, en umhverfisverndarsinnarnir gripu samt til varaafls úr raf- hlöðum sem hlaðnar höfðu verið með sólorku. Dómari sakar Lúkashenko um laga- leg skemmdarverk Minsk. Reuter. ) VALERY Tikhinya, sem sagði á þriðjudag af sér sem forseti stjóm- lagaréttar Hvíta-Rússlands, sak- aði í gær Alexander Lúkashenko, forseta landsins um einræðistil- burði og skemmdarverkastarf- semi. Auk Tikhinya sögðu þrír aðrir dómarar réttarins af sér en í honum eiga sæti ellefu dómarar. Tikhinya hélt blaðamannafund í gær þar sem hann gagnrýndi Lúkashenko harðlega fyrir að heija í gegn þjóðaratkvæða- greiðslu um aukin völd forsetans; sem dómstóllinn var andvígur. I kjölfarið stóð forsetinn að laga- , breytingum sem m.a. gera honum ' kleift að skipa helming dómaranna í stjórnlagaréttinum og reka for- seta hans. Varaði hann dómara réttarins við því að þeir myndu ekki halda embættum sínum nema þeir létu af „pólitískri hlutdrægni". Kvaðst Tikhinya ekki geta unað lagalegum skemmdarverkum á , borð við aðgerðir forsetans. Var- ' aði hann við því að dómararnir I sjö, sem enn sitja í stjórnlagarétt- ) inum, kynnu að fylgja fjórmenn- ingunum. [
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.