Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Bildt lætur af störfum
í Bosníu eftir áramót
Fáir í fyrstu
ferðinni um
Ermarsunds-
göngin
FÁIR farþegar fóru með
fyrstu lest Eurostar um Erm-
arsundsgöngin eftir að þeim
var lokað vegna eldsvoðans,
sem varð inni í þeim 18. nóv-
ember. Þessir japönsku
ferðalangar duttu hins vegar
í lukkupottinn því að þeir
fengu að sitja í fyrsta farrými
þótt þeir hefðu keypt miða í
almennt farrými. Ferðir
Eurostar lágu niðri í tvær
vikur á meðan unnið var að
viðgerðum dag og nótt.
Myndin var tekin skömmu
fyrir brottför frá Waterloo-
stöð í London.
Kaupmannahöfn. Morgnnblaöið.
JOHN Major forsætisráðherra
Breta tilkynnti í gær á fundi í
London um uppbygginguna í
Bosníu að Carl Bildt yfirumsjónar-
maður uppbyggingar Bosníu léti
af störfum snemma á næsta ári.
Tilkynningin kom á óvart, því
búist var við að fundurinn sam-
þykkti að veita Bildt aukin völd
og hann mundi sitja fram á vor.
Skilaboð Mayors til Bosníumanna
voru að aðstoð yrði skilyrt því að
þeir styddu friðarferlið betur en
hingað til, bæði Bildt, Mayor og
fleiri gagnrýndu leiðtoga Bosníu
fyrir að vinna fremur með en á
móti skiptingu Bosníu.
Carl Bildt formaður sænska
Hægriflokksins og fyrrum for-
sætisráðherra hefur eindregið
sagst snúa aftur til sænsks stjóm-
málalífs, en ekki var búist við að
það yrði fyrr en á miðju næsta
ári. Bildt hefur kosið að tilkynna
ekki hvenær hann hætti, því það
kynni að grafa undan starfi hans.
Legið hefur í loftinu að Banda-
ríkjastjórn sætti sig ekki við starf
hans að öllu leyti og iðulega hefur
borist hörð gagnrýni þaðan.
Flokksmenn og stuðningsmenn
Hægriflokksins fögnuðu í gær
fréttum af heimkomu Bildts, því
Jafnaðarmenn væru of einráðir í
sænskri stjórnmálaumræðu. Þótt
Hægriflokkurinn standi vel í skoð-
anakönnunum sagði einn af leið-
andi þingmönnum flokksins í sam-
tali við Morgunblaðið að óhjá-
kvæmilega færi fjarvera Bildts að
bitna á flokksstarfínu.
Óvíst er um eftirmann Bildts,
en í sænska blaðinu Dagens Ny-
heter um helgina voru þau Uffe
Ellemann-Jensen fyrrum utanrík-
isráðherra Dana og Gro Harlem
Brundtland fyrrum forsætisráð-
herra Noregs nefnd sem hugsan-
legir eftirmenn og sjálfur nefndi
Bildt hana til í gær að sögn sænska
útvarpsins. Ellemann-Jensen hef-
ur áður sagt í samtali við Morgun-
blaðið að hann hafi ekki áhuga á
starfinu, þar sem það sé aðeins
tímabundið og þingkosningar í
Danmörku verða ekki seinna en
haustið 1998.
Reuter
AÐBORÐ
Frá 29. nóvember til 23. desember
bjóðum við okkar ljúffenga
jólahlaðborð.
Verð kr. 1490.- í hádeginu
og 2290.- á kvöldin.
Pantið tímanlega í síma 568-9566
Munið skötuhlaðborðið
í hádeginu á Þorláksmessu.
HÓTEL ESJA
ICELANDAIR HOTELS
Matargestir eru sjálfkrafa þátttakendur
í ferðahappdrætti.
Jóhannes Páll páfi ávarpar Asíuþjóðir
Skorar á Kínverja
að tryggja trúfrelsi
Páfagarði. Reuter.
JOHANNES Páll páfi hefur hvatt
kommúnistastjórnina í Kína til að
setja lög sem heimila kaþólsku
kirkjunni að starfa í landinu og
leyfa kínverskum kaþólikkum að
iðka trú sína án takmarkana.
„Lærisveinn Krists getur iðkað
trú sína við hvaða stjórnskipulag
sem er, svo fremi að stjórnvöld
virði rétt hans til að hegða sér í
samræmi við samvisku sína og
trú,“ sagði páfi í sérstakri útvarps-
sendingu til Asíu á þriðjudag. Til-
efni ávarpsins var að 70 ár eru
liðin frá því fyrsti kínverski bisk-
upinn var vígður í Róm og hálf
öld síðan kaþólsk kirkja var form-
lega stofnuð í Kína.
Páfi hvatti kínverska ráðamenn
til að „hræðast hvorki Guð né
kirkju hans“. „Eg bið þá þess
vegna, í fullri virðingu, að virða
hið sanna frelsi, sem er réttur allra
karla og kvenna frá fæðingu, og
heimila þeim, sem trúa á Krist,
að beita orku sinni og hæfileikum
í þágu þjóðarinnar."
Viðurkenna ekki vald páfa
Kínverskum kaþólikkum hefur
verið meinað að iðka trú sína
nema þeir séu félagar í Kaþólska
föðurlandssambandinu, sem
kommúnistaflokkurinn hefur lagt
blessun sína yfir. Sambandið víg-
ir eigin biskupa og viðurkennir
ekki vald páfa. Fjórar milljónir
Kínveija eru í sambandinu og
talið er að nokkrar milljónir ka-
þólikka séu utan þess.
Páfi hvatti alla kínverska
kaþólikka til að sýna Páfagarði
hollustu og bað biskupa óopinberu
kirkjunnar í Kína að freista þess
að ná sáttum’ við kirkjuna, sem
stjórnvöld hafa lagt blessun sína
yfir. Hann kvaðst ennfremur
vonast til þess að geta heimsótt
Kínveija einhvern tíma í framtíð-
inni.
Á ýmsu hefur gengið í sam-
skiptum Páfagarðs og Kína frá
því Kínveijar slitu sambandinu á
sjötta áratugnum eftir að Páfa-
garður viðurkenndi sjálfstæði
Tævans. Kínverska stjórnin hefur
neitað að sættast við Páfagarð
nema tengslin við Tævan verði
rofin og Páfagarður krefst þess
að Kínveijar viðurkenni kirkju-
vald páfa.
címcat
SEVERLY HiLLS
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!
Zaire að
hrynja?
SÓKN uppreisnarmanna í
austurhluta Zaire hélt áfram
í gær og stjórn landsins sak-
aði Úgandamenn um innrás í
landið. Nokkrir uppreisnar-
menn frá Úganda, sem hafa
bækistöðvar í Zaire, réðust á
hermenn Úganda og var hart
barist á landamærunum í gær
og mikið mannfall. Beitt var
þungavopnum og fjöldi
óbreyttra borgara hefur flúið
á brott. Erlendir stjórnarerin-
drekar í Kinshasa, höfuðborg
Zaire, segja að ríkið sé í reynd
að klofna í einstök héruð sem
fari nú sínu fram.
Sauðfé bjarg-
ar skógum
SKÓGARBÆNDUR í Ástral-
íu telja sig hafa fundið ráð
til að tryggja vöxt og viðgang
dýrmætra furutijáa sem seld
eru sem jólatré. Breskt sauðfé
frá Shropshire, sem flutt hef-
ur verið til landsins, bítur
snyrtilega allt gras sem vex
umhverfis fururnar og heldur
þannig skógarbotninum
hreinum en lætur litla furu-
sprota eiga sig. Innlenda féð
hagar sér öðruvísi, það étur
allt sem tönn á festir og getur
valdið miklu tjóni á skóginum.
Mannskæð
umferð í
Rússlandi
MEIRA en 24.000 manns fór-
ust í bíl-, járnbrautar- og flug-
slysum fyrstu tíu mánuði árs-
ins í Rússlandi, að sögn Itar-
Tass-fréttastofunnar. Um
200 manns létu lífið í flugslys-
um, þrisvar sinnum fleiri en
árið á undan. Á hinn bóginn
fækkaði bílslysum um 14%,
alls týndu 28.000 lífi á vegum
landsins og hefur bílum þó
fjölgað mjög hratt. Sérfræð-
ingar segja að skortur á fjár-
munum til viðhalds sé aðalor-
sök aukinnar slysatíðni í flugi.
Sviss vísaði
30.000 flótta-
mönnum burt
KOMIÐ hefur í ljós við kann-
anir á svissneskum skjölum
að þarlend stjórnvöld létu vísa
á brott a.m.k. 30.000 manns
sem reyndu að flýja þangað
undan ógnarstjórn nasista á
íjórða og fimmta áratugnum.
Flestum var hafnað þegar á
landamærunum. Þess má
geta að Svisslendingar veittu
um 230.000 flóttamönnum
landvist en samt þykja upp-
lýsingarnar varpa skugga á
fortíð þjóðarinnar; áður hafði
verið fullyrt að aðeins um
10.000 manns hefði verið
hafnað.
Snemmbær
lending
GEIMFERJUNNI Kólumbíu
verður snúið til jarðar í dag,
fimmtudag, einum degi fyrr
en áætlað var, vegna slæmrar
veðurspár. Bilun hefur orðið
í siglingartækjum geimferj-
unnar og hætta varð við geim-
göngu þar hurð geimfeijunn-
ar varð ekki haggað.