Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996
euphorbia pulcherrima
Staðsetning: Plantan þarf að njóta góðrar
birtu. Kjörhitastig er um
20°C.
Vökvun: Haldið moldinni rakri.
Áburðargjöf er ekki
nauðsynleg á blómgunar-
Athugið: Plantan er viðkvæm fyrir
dragsúg og kulda, því er
nauðsynlegt að söluaðilar
pakki henni vel inn fyrir
viðskiptavini sína.
Blómaframleiðendur
AÐSEIMDAR GREINAR
Sálræn umfjöllun um
Reykjavíkurflugvöll
NÝLEGA birtist grein hér í blaðinu
eftir einn þeirra ágætu manna sem
tóku þátt í að byggja Reykjavíkur-
flugvöll, en hann vill nú völlinn burt.
Staðreyndir virðast ekkert þvælast
fyrir greinarhöfundi, enda komið nóg
af slíku, að hans mati.
Greinarhöfundur minntist á flug-
slys sem varð nærri Hringbrautinni
við Tjarnarendann. Þótt bílslys yrði
á svipuðum stað, dytti fáum í hug
að kenna Hringbrautinni um, og
ennþá síður að leggja niður Hring-
brautina til að forða við slysum.
Óþarft er að rekja þær sálrænu
tilfinningar sem tengst hafa umræðu
um flugvöllinn, en sú umræða hefur
ekki farið framhjá neinum.
Niðurstaða er nú fengin í málinu;
völlurinn verður endumýjaður þótt
dýrt sé, enda ljóst að allar aðrar
lausnir á flugsamgöngum Reykjavík-
ur eru mun dýrari en sú sem endan-
lega hefur verið valin.
Samgönguráðherra og borgar-
stjóri hafa þar komist að sameigin-
legri niðurstöðu.
Flughræðslan
Það sem eftir stendur óhaggað,
er flughræðsla sem hrjáir nokkra
íbúa borgarinnar. Ekki tjáir að
rökstyðja það að borgarbúum stafi
meiri hætta af flestum öðrum farar-
tækjum en flugvélum, og varla get-
um við byggt yfir þá flughræddu í
ÍKJÖLFAR
„Manga með svartan vanga“ og „Fólk og fvrnindi“
er komin út bókin
MANNLÍFS
^STIKLUR
shki,iik
SPAMAOUKINH
(UJI.U )R1N(ÍIRNÍR
()(, li.URA I Ól K
w\
í fv-
; ;
Ljósmynd: Sigurjón Ragnar
Nú fer Ómar hringferð
um landið á „Skaftinu"
um stórbrotið landslag
og tyllir sér niður
til að kynnast
ógleymanlegum
persónum.
w
RAGNARSS
ON
Uppi á íjalli við Hellisheiði við torfbæ hjónanna sem þar bjuggu í níu ár
í Svínadal í Skaftártungu • Efst á Jökuldal
Við Náttfaravíkur • í Gauksdal • í Haga
Frá Bifröst í Borgarfirði spinnst litskrúðug saga
„gulldrengjanna", Husebys, Torfa, Clausenbræðra
og félaga, sem gerðu garðinn frægan.
FRÖÐI
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
MORGUNBLAÐIÐ
Stefán
Sæmundsson
flugvernduðu umhverfi fjarri flug-
völlum - eða hvað?
Við fáum því ekki breytt að í flug-
vélum er fólk, og flugslys verða allt-
af til staðar hversu vel sem að öllum
öryggismálum er staðið.
Hinsvegar er hægt að gera margt
til að stuðla að auknu öryggi í flugi,
og það mun ég reyna að renna stoð-
um undir í sem fæstum orðum.
Flugráð sendi nýlega frá sér álykt-
un varðandi ástand Reykjavíkurflug-
vallar. Ekki til að hræða fólk, heldur
til að fræða fólk. Eigi veldur sá er
varar, segir í gömlu máltæki.
Nú er svo komið að ástand flug-
vallarins er ekki lengur ásættanlegt,
flugbrautir eru orðnar nánast bót við
Ekkert brýnna
verkefni er nú á
flugmálaáætlun, segir
Stefán Sæmundarson,
en að endurbyggja
Reykj avíkurflugvöll.
bót og akstursleiðir meðfram braut-
um nær allar ófærar jafnt vetur sem
sumar.
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Tvær tveggja km brautir, sem
samsvara fjórbreiðum steyptum vegi,
er það sem þarf til að tryggja sam-
göngur í lofti til og frá Reykjavík.
Flugbrautir, þótt stuttar séu, hafa
þann makalausa eiginleiga að tengja
saman fjariæga staði á hagkvæman
hátt.
Nýlega var lyft grettistaki með
því að tengja hringveginn að nýju
eftir náttúruhamfarir sem öllum eru
kunnar.
Á Reykjavíkurflugvelli hefur nátt-
úran unnið skemmdir á annan hátt,
en vonandi þarf ekki eldgos til að
ýta við ráðamönnum svo vatnsflóðið
á flugvellinum verði brúað.
Flugmálaáætlun
Hver sá sem ferðast með flugvél
greiðir skatt sem rennur til flug-
málaáætlunar, bæði beint og óbeint.
Skattur er á flugvélaeldsneyti,
flugrekendur greiða lendingargjöld í
hvert sinn sem hjól flugvélarinnar
renna um flugbrautir og þú og ég
greiðum flugvallarskatt þegar við för-
um til útlanda. Þetta fé skal lögum
samkvæmt nýta til flugmálaáætlunar.
Ekkert brýnna verkefni er nú á
flugmálaáætlun en það að endur-
byggja Reykjavíkurflugvöll. Það er
eins með hringveginn og flugvöllinn,
hann nýtist ekki fyrr en verkinu er
lokið (og því fyrr því betra).
Sú framkvæmd sem að mínu áliti
mundi enn frekar stuðla að öryggi á
Reykjavíkurflugvelli, er að lengja
braut 14/32 til vesturs yfir Suðurgöt-
una, þá leið sem Fokkerinn fór forð-
um daga. Þá væri hægt að minnka
flugumferð yfir borgina og nýta oft-
ar flugleiðir yfír Skeijafjörðinn.
Langt er síðan áætlun var gerð fyrir
slíka framkvæmd, sem nánast er eini
raunhæfi möguleikinn á lengingu
flugbrauta.
Væri ekki ráð að hætta allri um-
ræðu um að forða slysum með því
að flytja flugvelli, en stuðla frekar
að því að bæta öryggið strax á
Reykjavikurflugvelli?
Fordómar og flughræðsla mega
ekki firra okkur allri skynsemi í þess-
um umræðum.
Höfundur er flugmaður.