Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 59 FRÉTTIR HIN nýkjörna stjórn Hvatar, fremri röð frá vinstri: Ásgerður J. Flosadóttir, Margrét K. Sigurðardóttir, formaður, Helga Jóhanns- dóttir. Efri röð frá vinstri: Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Beck, Unnur Jónasdóttir, Ríkey Ríkharðsdóttir og Edda Baldursdóttir. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt Margrét K. Sigurðardótt- ir endurkjörin formaður SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉLAG- IÐ Hvöt hélt aðalfund sinn 7. nóvem- ber sl. en á honum var Margrét K. Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur, endurkjörinn formaður. Samkvæmt lögum félagsins gengu þrjár konur úr stjórn þess og voru þrjár kosnar í þeirra stað. Hina nýju stjórn Hvatar skiga eftirfarandi konur auk formanns: Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaformaður, Helga Jóhannsdóttir, gjaldkeri, Ríkey Rík- arðsdóttir, ritari og meðstjórnenedur eru Aðalheiður Jóhannsdóttir, Edda Baldursdóttir, Guðrún Beck, Guðrún Jónsdóttir og Unnur Jónasdóttir. Að loknum hefðbundnum aðal- fundarstörfum ávarpaði Árni Sigfús- son, borgarfulltrúi fundinn og ræddi um stöðu borgarmála. Fyrir nýrri stjóm liggja næg verk- efni. Fyrst skal telja hinn árlega jólafund sem haldinn verður að Hót- el Sögu 8. desember. Síðan verður 60 ára afmæli Hvatar minnst í febr- úar nk. Formaðurinn Margrét K. Sigurðardóttir sagði í ávarpi sínu að Hvatarkonur gætu glaðst yfir að rödd þeirra hafi náð eyrum foryst- unnar. Það sýndi yfirskrift nýliðins landsfundar flokksins „Einstaklings- frelsi, jafnrétti í reynd ..Nú þarf að fylgja þeim meðbyr sem málflutn- ingur Hvatar hefur fengið með öflugu starfi á nýju starfsári,“ sagði Margrét. Framtí ðarhorf- ur í Evrópuum- ræðunni HÁDEGISVERÐARFUNDUR verður haldinn í dag á veitingahús- inu Litlubrekku við Lækjarbrekku og hefst kl. 11.45. Fundarefni er framtíðarhorfur í Evrópuumræð- unni á íslandi. Erindi flytur Aðal- steinn Leifsson, stjórnmálafræðing- ur og formaður Evrópusamtakanna. Fundurinn er framhald af fund- arþema Félags stjórnmálafræðinga um framtíðarhorfur í íslenskum stjórnmálum. Þann 22. október sl. var haldinn fundur um stjórnmál 21. aldarinnar og í byijun næsta árs er gert ráð fyrir fundi um fram- tíðarhlutverk fjölmiðla í íslenskum stjórnmálum. Kyrrðarstund Sólstöðuhóps í Háteigskirkju SÓLSTÖÐUHÓPURINN er nú að hefja sitt þriðja starfsár. Hefst það með friðarstund fyrir fjölskylduna í Háteigskirkju föstudaginn 6. des- ember kl. 20. Sólstöðuhópurinn hefur fengið fjölda listamanna til liðs við sig. Má þar nefna sellóleikarann Gunnar Kvaran og Léttsveitina; kvennakór undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdótt- ur. Þá munu sjö ára börn úr Æf- ingadeildinni flytja helgileik og Herdís Egilsdóttir lesa jólasögu. Hópur unglinga úr Laugalækja- skóla mun flytja verk sem var frum- flutt á Skrekk; Ævintýrið í Eden, ung stúlka að nafni Melkorka Ólafs- dóttir mun leika á þverflautu og Andrés Ragnarsson flytja hug- vekju. Friðarstund fjölskyldunnar er opinn öllum er áhuga hafa á að njóta kyrrðar í upphafi vetrar. Börn og unglingar er líka velkomin. Að- gangseyrir er 500 kr. og frítt fyrir börn yngri en 12 ára. ■ ESKIMO MÓDELS verður með bás í Kringlunni dagana 6. og 7. desember. Tilgangurinn er að finna og skrá fólk á öllum aldri fyrir sjón- varpsauglýsingar og aðrar auglýs- ingar. Leitað er eftir fólki á aldrin- um 2-75 ára. Myndir verða teknar á staðnum, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. LEIÐRÉTT Aldrei búsettur í Grindavík VEGNA máls kynferðisafbrota- mannsins, sem er í gæsluvarðhaldi á Akureyri, og kæru sem barst frá félagsmálayfirvöldum í Grindavík til sýslumanns í Stykkishólmi árið 1992 skal tekið fram að maðurinn mun aldrei hafa verið búsettur í Grindavík, eins og hermt var í for- ystugrein á þriðjudag. Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi. Meint brot var talið hafa verið framið gagnvart ungri stúlku sem dvaldi um tíma í Stykkishólmi. Hún var hins vegar búsett í Grindavík og vöknuðu grumsemdir um fyrr- nefnt athæfi gegn henni er hún kom heim eftir dvölina vestra. Aðstand- endur stúlkunnar höfðu þá samband við félagsmálayfirvöld í Grindavík, sem sneru sér til sýslumanns í Stykkishólmi. Elín R. Ragnheiður Líndal Elfa Þor- steinsdóttir MYNDAVÍXL Þau mistök urðu við vinnslu blaðs- ins í gær, að myndir af höfundum víxluðust. Með grein Ragnheiðar Elfu Þorsteinsdóttur, „Kvennabar- átta í kreppu?“, birtist mynd af Elínu R. Líndal, en grein hennar „Halló, jafnrétti" var neðar á blað- síðunni. Réttar myndir af höfundum eru því birtar hér. Þeir og lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökun- um. Verðlaun víxluðust Þau mistök urðu við vinnslu blaðs- ins í gær að í myndatexta stóð að Hanna Kristín Hannesdóttir og Salome Huld Gunnarsdóttir hefðu fengið þriðju verðlaun á sýningu á kökuskreytingum en Una Nikulás- dóttir og Vala Hrönn Pétursdóttir hafi fengið önnur verðlaun. Hið rétta er að Salome og Hanna fengu önnur verðlaun en Una og Vala fengu þriðju verðlaun. Beðist er velvirðingar á þessu. Ef vill -pá er hægt að snúa Valby hornsófanum í hvora átt sem er. -Láttu það eftir þér- og komdu og sxoðaðu Valby strax í dag. Við tökum vel á móti þér. . VERIÐ VELKOMIN Verðdæmi á Valby 3-1-1 eða Valby 2H3 til 24 mán. Meðalafborgun Kr. 7.850,- á mánuði með vöxtum og kos,naði- ii|*i(||) Við opnum alltaf kl. 9 HÚSGAGNAHÖLLIN Bildshöfði 20 -112 Rvik - S:587 1199 sóiasett eða hornsóia fyrir iólin? Ef svo er, þá skaltu koma og líta á Valby sófasettið því það er bæði vandað og þægilegt sófasett. Hátt bak og nautsterkt leður á slitflötum gerir það að verkum að Valby sófasettið er frábær kostur fyrir íslensk heimili. Margir leðurlitir. 152.320,- 2H3 kr. 158.640,- 3ja 1 stóll 1 stóll kr. 158.640,- 3ja 2ja 1 stóll kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.