Morgunblaðið - 05.12.1996, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 59
FRÉTTIR
HIN nýkjörna stjórn Hvatar, fremri röð frá vinstri: Ásgerður J.
Flosadóttir, Margrét K. Sigurðardóttir, formaður, Helga Jóhanns-
dóttir. Efri röð frá vinstri: Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Beck,
Unnur Jónasdóttir, Ríkey Ríkharðsdóttir og Edda Baldursdóttir.
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
Margrét K. Sigurðardótt-
ir endurkjörin formaður
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉLAG-
IÐ Hvöt hélt aðalfund sinn 7. nóvem-
ber sl. en á honum var Margrét K.
Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur,
endurkjörinn formaður.
Samkvæmt lögum félagsins
gengu þrjár konur úr stjórn þess og
voru þrjár kosnar í þeirra stað. Hina
nýju stjórn Hvatar skiga eftirfarandi
konur auk formanns: Ásgerður Jóna
Flosadóttir, varaformaður, Helga
Jóhannsdóttir, gjaldkeri, Ríkey Rík-
arðsdóttir, ritari og meðstjórnenedur
eru Aðalheiður Jóhannsdóttir, Edda
Baldursdóttir, Guðrún Beck, Guðrún
Jónsdóttir og Unnur Jónasdóttir.
Að loknum hefðbundnum aðal-
fundarstörfum ávarpaði Árni Sigfús-
son, borgarfulltrúi fundinn og ræddi
um stöðu borgarmála.
Fyrir nýrri stjóm liggja næg verk-
efni. Fyrst skal telja hinn árlega
jólafund sem haldinn verður að Hót-
el Sögu 8. desember. Síðan verður
60 ára afmæli Hvatar minnst í febr-
úar nk. Formaðurinn Margrét K.
Sigurðardóttir sagði í ávarpi sínu
að Hvatarkonur gætu glaðst yfir að
rödd þeirra hafi náð eyrum foryst-
unnar. Það sýndi yfirskrift nýliðins
landsfundar flokksins „Einstaklings-
frelsi, jafnrétti í reynd ..Nú þarf
að fylgja þeim meðbyr sem málflutn-
ingur Hvatar hefur fengið með
öflugu starfi á nýju starfsári,“
sagði Margrét.
Framtí ðarhorf-
ur í Evrópuum-
ræðunni
HÁDEGISVERÐARFUNDUR
verður haldinn í dag á veitingahús-
inu Litlubrekku við Lækjarbrekku
og hefst kl. 11.45. Fundarefni er
framtíðarhorfur í Evrópuumræð-
unni á íslandi. Erindi flytur Aðal-
steinn Leifsson, stjórnmálafræðing-
ur og formaður Evrópusamtakanna.
Fundurinn er framhald af fund-
arþema Félags stjórnmálafræðinga
um framtíðarhorfur í íslenskum
stjórnmálum. Þann 22. október sl.
var haldinn fundur um stjórnmál
21. aldarinnar og í byijun næsta
árs er gert ráð fyrir fundi um fram-
tíðarhlutverk fjölmiðla í íslenskum
stjórnmálum.
Kyrrðarstund
Sólstöðuhóps í
Háteigskirkju
SÓLSTÖÐUHÓPURINN er nú að
hefja sitt þriðja starfsár. Hefst það
með friðarstund fyrir fjölskylduna
í Háteigskirkju föstudaginn 6. des-
ember kl. 20.
Sólstöðuhópurinn hefur fengið
fjölda listamanna til liðs við sig.
Má þar nefna sellóleikarann Gunnar
Kvaran og Léttsveitina; kvennakór
undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdótt-
ur. Þá munu sjö ára börn úr Æf-
ingadeildinni flytja helgileik og
Herdís Egilsdóttir lesa jólasögu.
Hópur unglinga úr Laugalækja-
skóla mun flytja verk sem var frum-
flutt á Skrekk; Ævintýrið í Eden,
ung stúlka að nafni Melkorka Ólafs-
dóttir mun leika á þverflautu og
Andrés Ragnarsson flytja hug-
vekju.
Friðarstund fjölskyldunnar er
opinn öllum er áhuga hafa á að
njóta kyrrðar í upphafi vetrar. Börn
og unglingar er líka velkomin. Að-
gangseyrir er 500 kr. og frítt fyrir
börn yngri en 12 ára.
■ ESKIMO MÓDELS verður með
bás í Kringlunni dagana 6. og 7.
desember. Tilgangurinn er að finna
og skrá fólk á öllum aldri fyrir sjón-
varpsauglýsingar og aðrar auglýs-
ingar. Leitað er eftir fólki á aldrin-
um 2-75 ára. Myndir verða teknar
á staðnum, segir í tilkynningu frá
fyrirtækinu.
LEIÐRÉTT
Aldrei búsettur í Grindavík
VEGNA máls kynferðisafbrota-
mannsins, sem er í gæsluvarðhaldi
á Akureyri, og kæru sem barst frá
félagsmálayfirvöldum í Grindavík
til sýslumanns í Stykkishólmi árið
1992 skal tekið fram að maðurinn
mun aldrei hafa verið búsettur í
Grindavík, eins og hermt var í for-
ystugrein á þriðjudag. Beðist er
velvirðingar á þessu ranghermi.
Meint brot var talið hafa verið
framið gagnvart ungri stúlku sem
dvaldi um tíma í Stykkishólmi. Hún
var hins vegar búsett í Grindavík
og vöknuðu grumsemdir um fyrr-
nefnt athæfi gegn henni er hún kom
heim eftir dvölina vestra. Aðstand-
endur stúlkunnar höfðu þá samband
við félagsmálayfirvöld í Grindavík,
sem sneru sér til sýslumanns í
Stykkishólmi.
Elín R. Ragnheiður
Líndal Elfa Þor-
steinsdóttir
MYNDAVÍXL
Þau mistök urðu við vinnslu blaðs-
ins í gær, að myndir af höfundum
víxluðust. Með grein Ragnheiðar
Elfu Þorsteinsdóttur, „Kvennabar-
átta í kreppu?“, birtist mynd af
Elínu R. Líndal, en grein hennar
„Halló, jafnrétti" var neðar á blað-
síðunni. Réttar myndir af höfundum
eru því birtar hér. Þeir og lesendur
eru beðnir velvirðingar á mistökun-
um.
Verðlaun
víxluðust
Þau mistök urðu við vinnslu blaðs-
ins í gær að í myndatexta stóð að
Hanna Kristín Hannesdóttir og
Salome Huld Gunnarsdóttir hefðu
fengið þriðju verðlaun á sýningu á
kökuskreytingum en Una Nikulás-
dóttir og Vala Hrönn Pétursdóttir
hafi fengið önnur verðlaun. Hið
rétta er að Salome og Hanna fengu
önnur verðlaun en Una og Vala
fengu þriðju verðlaun. Beðist er
velvirðingar á þessu.
Ef vill -pá er hægt að snúa Valby
hornsófanum í hvora átt sem er.
-Láttu það eftir þér-
og komdu og sxoðaðu Valby strax í dag.
Við tökum vel á móti þér. .
VERIÐ VELKOMIN
Verðdæmi á Valby 3-1-1
eða Valby 2H3 til 24 mán.
Meðalafborgun Kr. 7.850,-
á mánuði með vöxtum og
kos,naði- ii|*i(||)
Við opnum alltaf kl. 9
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bildshöfði 20 -112 Rvik - S:587 1199
sóiasett eða hornsóia fyrir iólin?
Ef svo er, þá skaltu koma og líta á Valby
sófasettið því það er bæði vandað og
þægilegt sófasett. Hátt bak og nautsterkt
leður á slitflötum gerir það að verkum
að Valby sófasettið er frábær kostur
fyrir íslensk heimili. Margir leðurlitir.
152.320,-
2H3
kr.
158.640,-
3ja
1 stóll
1 stóll
kr.
158.640,-
3ja
2ja
1 stóll
kr.