Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Ást og örlög“ BOKMENNTIR Gndurminningar BLÁU TRÉN í FRIÐHEIMUM eftir Liliane Zilberman Þóroddsson í þýðingu Sigurlaugar Bjarnadóttur. Fjölvi 1996.268 bls. FRÁSöGN Liliane Zilberman skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn ber titilinn „Ástarævintýri á ís- landi“ og spannar tímabilið frá 1963 til 1974. Seinni hlutinn er stuttur og greinir frá heimsókn höfundarins til landsins 1994, tutt- ugu árum síðar. Sumarið ’63 kemur Liliane Zil- berman, franskur lyfjafræðinemi af gyðingaættum, til íslands til að upplifa eitthvað nýtt, eða eins og hún skrifar foreldrum sínum: „Eg vil uppgötva ókunn lönd til að svala forvitni ferðalangsins. Mig langar til að víkka sjóndeildar- hring minn, skapa mér eigin hug- myndir um menn og málefni og um leið að rækta með mér sjálf- stæðan tjáningarmáta." (Bls 14). Eins og mörgum útlendingnum sem lítið þekkir til landsins bregð- ur Liliane í brún við komuna og finnst ísland vera kaldranaleg auðn, „tunglrænt, annarlegt en fagurt í tómi sjálfs alheimsins." (bls .18) (Orðið „tunglrænt" hefur undirritaður ekki rekist á áður og vakti það takmarkaða hrifningu, eins og reyndar margt annað í þýðingu Sigurlaugar sem verður minnst á síðar í þessari um- sögn.) Liliane er hrifnæm og upplifir landið og náttúruna á mjög sterkan og tilfinninga- ríkan hátt. Lýsingar hennar eru oft for- vitnilegar, stundum rómantískar en því miður oftar upphafnari og hástemmdari en góðu hófí gegnir. Á stundum steypist lýsingarorðaflaumurinn yfír síðurnar og færir nánast allt í kaf. Eftir því sem frásögninni vindur fram verða þessar lýsingar einhæfar og áberandi endurtekn- ingarsamar. Líkt og til að fullkomna hina rómantísku upplifun kynnist hún fyrir tilviljun „ljóshærðum víkingi“ í dagsferð sem hún fer til að skoða Gullfoss og Geysi: Víkingur þessi heitir Njáll Þóroddsson, garðyrkju- bóndi og kennari í Friðheimum í Liliane Zilberman Þóroddson Óhreinn andi BOKMENNTIR Unglingaskáldsaga HÉRÁ REIKI eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur, Mál og menning, 1996 - 166 bls. EINHVER óhreinn andi kemur mjög við sögu í bókinni Hér á reiki eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Þetta er skáldsaga, einkum ætluð ungl- ingum. Hún er öðrum þræðinum þroskasaga hinnar 13 ára gömlu Mettu sem í upphafí sögu hefur lent smá- vægilega upp á kant við foreldra sína og samfélag og send af barnaverndarnefnd og foreldrum sínum í af- skekktan fjörð og á bæ þar sem Gafl nefnist. Ábúendur á Gafli reka ferðamannaþjónustu sem byggist á því að fá ferðamenn í bænda- gistingu undir því for- orði að á staðnum séu fornir búskaparhættir hafði í öndvegi. Þarna tekst Metta á við sjálfa sig en einn- ig óhreinan anda sem að henni sækir. En Gafl er fornt ættaróðal Mettu og draugurinn er gömul ættarfylgja sem raunar hrakti ætt hennar úr byggðinni. Höfundur leggur mikla áherslu á uppeldisgildi bókarinnar. I henni eru einnig ýmsar lýsingar á fornum búskaparháttum og alls konar þjóðlegum fræðum, allt frá draugasögum og huldufólkssögum til upplýsinga um vatnaskil, hvern- ig ijómi var þeyttur með tveimur göflum eða hvernig plankar voru klofnir í borðvið fyrir daga sagar- innar svo að nokkuð sé nefnt. Þótt allnokkur draugagangur sé í sögunni er þó frásagnarhátturinn raunsær og textinn fremur látlaus og aðgengilegur. Nokkrar góðar hugmyndir eru í bókinni og snotur- lega útfærðar. Framvinda sögunn- ar er rökleg og stígandi uns yfír lýkur þótt nokkuð sé söguefnið endurtekningarsamt á köflum. Gunnhildur Hrólfsdóttir Skáldsagan er samt engan veg- inn án veikleika. Að mínu mati leggur höfundur of lítið upp úr persónusköpun. Að nokkru leyti stafar það af eðli frásagnarinnar. Ábúendur á Gafli eru alltaf að fá nýja og nýja gesti í gistihús sitt þannig að persónur sögunnar verða nokkuð margar. En auk þess eru þær sjaldnast dregnar mjög skýrum dráttum og verka stundum á mann eins og málpípur höfundar. Þó er bagalegust brotalöm í undirbygg- ingu aðalpersónunnar. Metta hefur mátt þola einelti og sjálfsmynd hennar er svo brotin að hún lendir í vondum félagsskap og leyfir félögunum að geyma þýfí í bílskúr foreldra sinna. Þegar upp kemst og hún neitar að segja til þjófanna bregða foreldrarnir, studdir af barnavernd- arnefnd, á það ráð að senda hana í sveit. Látum vera þótt þessi viðbrögð foreldr- anna og nefndarinnar séu með ólík- indum hörð af ekki stærra tilefni. Margt gerist kúnstugra í veruleik- anum og hvað þá í skáldsögu. Hitt gengur þó öllu verr upp að um leið og stúlkutetrið er komið í sveit- ina er hin brotna sjálfsmynd lækn- uð. Þetta stökk verður því miður ótrúverðugt og við kynnumst fyrir bragðið í raun aldrei þeirri veik- lyndu stúku með brotnu sjálfs- myndina sem sagan byrjar að fjalla um heldur einungis atorkusamri stúlku sem reiðubúin er að takast á við hin erfíðustu verkefni af dirfsku og þori. Og þar með er lesandi raunar rændur þroskasögu stúlkunnar. Að þessu leytinu til gengur sag- an ekki almennilega upp. Hins vegar kann Gunnhildur að magna spennu og segja sögu og hún dreg- ur upp ýmsar fróðlegar myndir af hverfandi búskaparháttum og öðr- um þjóðlegum arfi. Skafti Þ. Halldórsson Biskupstungum, og er nítján árum eldri en hún. Þau kynni eru upphafið að ástarsam- bandi, vináttu og hjónabandi sem varði í ellefu ár. Frásögn Liliane af samdrætti þeirra (sem á sér stað „andspænis ólýsanlegri nátt- úrufegurð landsins") er hárómantísk og sver sig að sumu leyti í ætt við velþekkta formúlu afþreyingar- bókmennta. Orfáum mánuðum seinna eru þau gefin saman úti í Frakklandi, skella sér í heimsreisu og hefja síðan gróðurhúsarækt í Friðheimum. Liliane greinir frá ólíkum upp- runa þeirra og verður tíðrætt um bakgrunn sinn. Hlutskipti gyðinga er henni hugleikið, foreldrar henn- ar eru rúmenskir gyðingar sem settust að í Frakklandi og hún rekur sögu fjölskyldunnar nokkuð ítarlega. Hún dáir föður sinn og viðurkennir að, „það var ekki fyrr en löngu seinna, að ég gerði mér ljóst að ég hafði gifst ímynd föður míns.“ (Bls. 91) Á árunum fram til 1969 byggja þau upp Friðheima af miklum dugnaði, reisa stórt nýtískulegt hús, byggja sundlaug og rækta stóran skrúðgarð. Njáll er dulspekitrúar og sérlundaður og þau hafa takmarkað samneyti við sveitunga sína. Liliane þráir að eignast börn en þeim verður ekki barna auðið. Þáu verða ásátt um að taka fósturbarn en tæpum tveimur árum síðar fær Njáll vitrun og heldur til Banda- ríkjanna. Ástæðuna útskýrir hann í bréfí til Liliane: „Það var sjálfur Skaparinn sem kvaddi mig fyrir- varalaust burt frá Friðheimum. Ég gerði þetta ekki fyrir sjálfan mig af neinni sjálfselsku, heldur af fórnarlund fyrir æðra markmið. Ég er ekki annað en verkfæri í höndum Skaparans." (Bls 210) Liliane verður að bjarga sér eins og hún best getur á meðan Njáll sinnir erindum Skapara síns. Þegar Njáll snýr svo aftur tæpu ári síðar, einstrengingslegri í trúnni en nokkru sinni fyrr, og vill taka upp þráðinn að nýju, sættir Liliane sig ekki við hve breyttur hann er. Hjónabandið leysist upp og leiðir skilja. Liliane verður að skiljast við fósturbarn sitt og fer til Israels þar sem hún dvelur fram til 1987 en þá flytur hún aftur til Frakklands. Um frásögnina í heild má segja að hún er helst til langdregin og endurtekningasöm. Á það sérstak- lega við um lýsingar á mönnum og málleysingjum. Sem dæmi má nefna keimlíkar lýsingar á Dr. Uzer Zilberman, föður höfundar- ins, og athöfnum hans í stríðinu, þar sem tíundaðir eru nákvæmlega sömu hlutirnir (bls. 71-76, 186, 198). í tengslum við sögu fjöl- skyldunnar á stríðsárunum má geta þess að á einum stað segir Liliane að hún hafi verið 3-4 ára í stríðsbyijun (bls. 72) en á öðrum segist hún hafa verið 12 til 13 ára þegar Helförin hófst! (Bls. 186) Sama er uppi á teningnum kem- ur að persónuleika Njáls. Hann er óneitanlega vel af Guði gerður en síendurteknar lýsingar á hinum ýmsu góðu eiginleikum hans verða þegar á líður æði þreytandi. Frásögnin er skipuleg framan af en þegar komið er aftur fyrir miðja bók slaknar á taumunum og höfundurinn fer meira úr einu í annað. Fyrir vikið eiga áherslurn- ar til að verða undarlegar, eins og til dæmis lýsingin á sundlaug- arferð í 25. kafla sem á þar engan veginn heima en hefði passað ágætlega með öðrum „sundlaug- arsenum.“ Þýðingin finnst mér ekki nógu góð. Vissulega eru ágætir kaflar innan um en víða tekst ekki nógu vel til. Orðfærið er einhæft og á stundum beinlínis vafasamt (sbr. „tunglrænuna" hér að ofan). Erf- itt er að meta hversu stóran þátt frumtextinn á í slíku en ljóst að honum hefur verið fylgt of ná- kvæmlega. Helsti gallinn á stíl þýðandans er kannski sá hvimleiði eignar- fallsstíll sem Þórbergur Þórðarson kallaði „uppskafningu" og veldur óskaplegri tilgerð í annars ágæt- um texta. Fyrri hluti setningarinn- ar sem er tekin hér sem dæmi er eðlilegur og hljómar ágætlega en seinni hlutinn uppskrúfað mál- skrúð sem börnin myndu segja að væri „algjör steypa!“ „Getur nokkur verið ónæmur fyrir fegurð landsins, kyrrðinni, víðáttunni, mikilleik þess, svo stór- brotnu í algildi sínu.“ (Bls. 192) Með hliðsjón af náttúrulýsing- um bókarinnar yrði svarið trúlega jákvætt hjá mörgum. Það er vissu- lega hægt að verða „ónæmur.“ íslendingar hafa löngum haft áhuga á vita með hvað augum gestir líta land og þjóð, minnugir þess að glöggt er gests augað. Endurminningar Liliane eru settar saman fyrir þá sem ekkert þekkja til íslands og verður oft forvitni- legt að skoða þá leið sem hún kýs að fara, hvað það er sem hún vel- ur að segja frá. Má jafnvel segja að sá þáttur frásagnar Liliane Zil- berman réttlæti útgáfu bókarinn- ar. Með þeim orðum er ekki verið að fella neinn dóm yfir minningum eða lífshlaupi höfundarins annan en þann að bókin er einfaldlega ekki nógu vel skrifuð. Og þegar við bætist misjöfn þýðing og til- gerð í stíll er fátt ánægjulegt eftir fyrir lesandann. Kristján Kristjánsson. Halldór Ármann Sigurðsson Nýjar bækur • KRÁKUSTAÐAÆTT inniheldur ættársögu, niðjatal og framættir hjónanna sem bjuggu á Krákustöð- um í Skaga- firði á seinni hluta 19. ald- ar, Sigur- bjargar Margrét- ardóttur og Guðvarðar Þorsteins- sonar. Höfundur bókarinnar, Halldór Ármann Sigurðsson, hefur verið kennari við Háskóla Islands frá 1988, síðustu árin sem prófessor í almennum málvís- indum. Halldór hefur samið bækur og fjölmargar greinar um málvísindi í innlend og erlend tímarit og einnig skrif- að greinar um ættfræði og persónusögu. Krákustaðaætt brýtur, að sögn útgefanda, blað í ís- lenskum ættfræðirannsókn- um að því leyti að þar er að- ferðum sagnfræðinnar beitt á ættfræðileg efni. í kynningu segir: „Kráku- staðaætt er ekki aðeins saga fólksins í ættinni heldur einn- ig tveggja alda þjóðarsaga Islendinga í hnotskurn." Utgefandi erÞjóðsaga ehf. Bókin er 328 bls. og hana prýðir fjöldi mynda. • VÍST var það hægt er saga Krýsuvíkursamtakanna fyrstu tíu árin, mest í formi viðtala við þá sem stóðu í eldlínunni og nokkra af þeim sem notið hafa góðs af starf- inu. „Baráttan fyrir tilurð og lífi þeirrar meðferðar- stofnunar sem nú starfar í Krýsuvík var erfið og oft tvísýn. Það er ekki einfalt mál að breyta rúmlega tvöþúsund fermetra niðurníddum steinkumbalda í vistlegt meðferðarhúsnæði, sérstaklega ef engir peningar eru til,“ segir í kynningu. Nú, á tíu ára afmælinu, eru á milli 20-30 manns í með- ferð í Krýsuvík og stofnunin nýtur vaxandi virðingar. Ragnar Aðalsteinsson er höfundur bókarinnar. Krýsu víkurforlagið gefur bókina út, sem er 208 bls., prentuð íPrenthúsinu. Ljós- mynd á kápu ereftirMats Wibe Lund. Ragnar Ingl Aðal- steinsson Gelgjuskeiðshúmor BOKMENNTIR Sálfræðilcg lilraun BESSASTAÐABÆKURN- AR Gunnar Smári Egilsson bjó til prent- unar Útg. Dægradvöl 1996 - 123 bls. ÞAÐ er mörgum kunnugt að á haustnóttum hóf Alþýðublaðið að birta svokallaðar dagbækur nýs forseta lýðveldisins. Auðvitað var vitað að þetta var ekki skrifað af forsetanum og til að byija með fannst mörgum þetta fyndið. Þegar dagbækurnar héldu áfram að birt- ast fannst sumum nóg um og fannst sem forsetanum og embætt- inu væri sýnd lítilsvirðing og fyndnin væri heldur að þynnast út. Nú hafa dagbækurnar verið gefnar út á bók þar sem skilmerki- lega greinir frá fyrstu 100 dögum í lífi forsetans í embætti. Og er það heldur innihaldslaust og leiðinlegt líf eftir „dagbókunum“ að dæma. Á annarri bók Gunnars Smára Egilssonar er bókin tíund- uð sem hans verk svo ég skil ekki almennilega þá stæla að láta líta svo út fyrir að hann hafi ekki skrifað þær. Fyrir fáeinum árum hefði verið óhugsandi að nokkrum dytti í hug að skrifa slíkt og það hefði þá að minnsta kosti ekki fengist birt og loks hefði birtingu fljótlega verið hætt; lesendabréf og þjóðarsálin hefðu gengið end- anlega af göflunum. En ekki hefur heyrst um þrýsting frá forseta- skrifstofu svo kannski okkar nýi forseti hafi bara gaman að öllu saman. Ég geri ráð fyrir því að það sé upp á skopskyn hvers og eins komið hversu sniðugar hon- um finnst dagbækurnar. En að því frátöldu veit ég ekki hvort þetta á að vera ádeila á forseta- embættið, á þetta að sýna fram á fánýti þess og innihaldsleysi? Eða kannski hégómagirnd forsetans? Eða allt í senn. Dagbækurnar eru oft hnyttilega skrifaðar en margt verður ansi mikil tugga upp aftur og aftur og gelgjuskeiðshúmorinn verður hálfþreytandi; endalausar hárlokkshugleiðingar, endalaust spjall við spegilmyndina, enda- lausar háðsglósur um Korní. Þetta verður dálítið bla bla þegar fram í sækir. Jóhanna Kristjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.