Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 49
1
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 49
I
»
g
I
0
J
í NEW York í helgarferð hjá Halldóru Rútsdóttur. Halldóra og
Guðrún Á Símonar eru hér með eiginmönnum sínum ásamt höfundi.
Ci
I
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
MEÐ sonum sínum, Ugga og Úlfí.
í einu bréfinu lýsti hún fyrir mér
kveðjustund á járnbrautarstöðinni í
Osaka, þegar hún með foreldrum
sínum kvaddi elsta bróðurinn, sem
hafði verið kvaddur í herinn til að
beijast í Mansjúríu gegn Kínveijum,
en kveðjusöngur hermannanna var
um að fá að fórna lífi sínu fyrir
keisarann og föðurlandið og koma
aftur heim sem aska í krukku.
Við héldum í drauma okkar þó
að stríðsblikan yrði æ dimmari og
ógnþrungnari.
Á þeim misserum innlimaði Hitler
Austurríki í Þriðja ríkið og var hug-
ur minn fullur af ruglingslegum
slitrum úr þeim hrunadansi sem var
orðinn örlagadómur Evrópu.
Bréf frá Amildu héldu áfram að
berast, en erfiðleikar sem ég átti í
vegna veikinda og dvalar á Vífíls-
stöðum ollu því að allar skýjaborgir
hrundu og smám saman urðu bréfin
stijálli, þegar ekkert svar barst frá
mér, uns þau hættu með öllu að
berast og sonettutímabilinu lauk við
brostnar vonir
Grunaður um morð
Það var skemmtun í skólanum
sem ég fór á eitt kvöldið að áliðnum
jólum, en þótti hún heldur innantóm
þegar á leið, svo að ég ákvað að
fara heldur á bar í nágrenninu sem
kallaður var sænski barinn. Var ég
þar drykklanga stund og hélt síðan
heim. Oft var ég vanur að sjá sjón-
varpsmynd fyrir svefninn, sérstak-
lega framhaldsþátt um glæpahyski
A1 Capone, þar sem aðalhetja lög-
reglunnar var Elliot Ness, mikil
hetja, en f þetta sinn var ég of
seint á ferðinni og fór því beint í
rúmið.
Daginn eftir fór ég seinna á fæt-
ur en venjulega, en þegar ég kom
niður stigann sagði húsvörðurinn
við mig, að tveir menn biðu mín í
anddyrinu. Kom það mér á óvart,
hélt kannski að einhveijir íslending-
ar væru þar á ferð. Mennimir voru
dökkklæddir eins og bankastarfs-
menn, en þegar þeir sýndu mér skil-
ríki sín kom í ljós að þeir voru frá
rannsóknarlögreglunni FBI. Sögðu
þeir mér umbúðalaust að ég væri
grunaður um morð nóttina áður.
Eg rak upp hlátur af undmn og
spurði hvemig þeim gæti dottið
annað eins í hug.
Þeir sögðu að þeir hefðu gengið
í hvert hús í hverfinu og húsmæður
hefðu tekið eftir grunsamlegum
manni sem ætti við lýsingu á mér.
Ég gengi með svarta baskahúfu,
sæist alltaf aleinn á ferli, án nokk-
urs félagsskapar og gengi alltaf
sömu leiðina, oft með viðkomu í
kirkjugarðinum þar á aðra hönd við
götuna. Hvað væri ég að gera í
kirkjugarðinum?
Ég sagði þeim að ég hefði gaman
af að virða fyrir mér íkornana sem
stykkju fimlega á milli greinanna
og kæmu niður á jörðina til mín
þegar ég væri með hnetur handa
þeim.
Það fannst lögreglumönnunum
sýnilega furðulegt uppátæki. Þeir
báðu um að fá að koma inn í her-
bergi mitt í leit að einhveiju grun-
samlegu.
Ég var ekki mótfallinn því, þó
að þeir hefðu átt að vera með hús-
rannsóknarheimild.
Þeir lituðust um í herbergi mínu
og spurðu hvort ég hefði nokkurt
eggjárn í fórum mínum. Framið
hefði verið kynferðislegt ódæðisverk
á þeim myrta.
Þá kom í ljós nýlegur blóðblettur
á handklæði og var ég beðinn skýr-
inga á honum.
Ég sagði að ég hefði skorið mig
við rakstur.
— Þú hefur þá verið skjálfhentur,
spurði annar þeirra.
Ég játti því.
— Hversvegna varstu skjálfhent-
ur?
— Kannski vegna þess að ég fékk
mér aldrei þessu vant nokkra
viskýsjússa í gærkveldi. Ég var á
skemmtun leiklistarskólans.
Þar var ég kominn í dálitla
klemmu, því á þessari skemmtun
höfðu ekki verið veittir áfengir
drykkir.
Ég sagði þeim að ég hefði komið
við á bar á leiðinni heim.
Ég sá að þeir voru hróðugir yfir
að hafa stillt mér upp við vegg.
— Á hvaða bar?
— Á sænska barnum, varð ég að
viðurkenna.
— Nú á þeim alræmda bar, þú
hefur verið orðinn drukkinn?
Ég bar á móti því.
— Þvl varstu að reyna að hylma
yfir það að þú hefðir verið á sænska
bamum?
— Ég var ekki að hylma yfir neitt,
ég sagði að ég hefði komið þar við,
það var allt og sumt.
— Jú, þú ert orðinn tvísaga.
Ég reyndi að leiðrétta þessa óná-
kvæmni mína, en þeir báðu mig að
koma með sér á stöðina til frekari
yfírheyrslu.
Mennirnir í móttökunni ráku upp
stór augu þegar þeir leiddu mig út
í bílinn.
Á stöðinni var ég settur á fremur
óþægilegan stól og ljóskastarar
lýstu hvor á sinn vanga til að fylgj-
ast með svipbrigðum mínum við
spumingum þeirra.
Þeir spurðu mig hversvegna ég
gengi með húfu í stæl við terrorista.
Ég sagði að þetta væri baskahúfa
sem ég hefði keypt á Spáni.
— Hér um slóðir gengur enginn
með terroristahúfu.
Næst fóru þeir að spyija mig um
einkalíf mitt, hversvegna ég væri
alltaf einn á ferð, hefði ég haft
einhver geðræn vandamál, tæki ég
einhver deyfilyf, en róandi pillur
höfðu þeir fundið í skúffu skrif-
borðs míns. Ég sagði að þetta væru
engin deyfilyf heldur aðeins svolítið
róandi sem ég hefði stundum á
ferðalögum með mér til að láta
ekki skrölt í járnbrautarlestum og
annan næturhávaða halda fyrir mér
vöku.
Ætti ég enga kunningja?
Ég hugsaði mig um.
Hvemig væri kynlíf mitt, hvers-
vegna var konan ekki með mér.
Eg sagði þeim að hún gætti sona
okkar heima.
Og ég væri að heiman mánuðum
saman, væri það ekki nokkurs kon-
ar skilnaður?
Ég fór að verða dálítið dasaður,
sérstaklega af sterku ljósinu á and-
lit mér og hitanum af því.
Þeir spurðu mig hvort ég hefði
verjð í meðferð hjá sálfræðingi.
Ég hristi höfuðið. Þeir héldu
áfram að spyija mig í þaula og
báðu um leyfi, til að setja á mig
lygamæli.
Ég spurði hvort hann væri hund-
rað prósent öruggur, en þeir svömðu
að hann gæti gefið vissar vísbend-
ingar þegar ég væri spurður um
eitthvað sem vekti hjá mér óróa við-
brögð.
Eg sagði þeim að ég væri sérlega
næmur og margt gæti komið mér
úr jafnvægi.
Þeir sögðu að það væri engin
hætta á því ef að ég væri saklaus.
— Það er ljóst að þið vitið ekki
hvað næmi er . . .
Ég var allt í einu orðinn öskureið-
ur, spurði þá hvort að þeir héldu
að Fulbright—styrkurinn frægi væri
veittur vangefnum vesalingum og
morðingjum, ég myndi kæra þá fýr-
ir State Department í Washington,
ambassador íslands í Washington
myndi sömuleiðis skerast í málið,
auk þess væri ég kunnur rithöfund-
ur í heimalandi mínu og myndi
skrifa greinar um gáfnastig amerí- "
skra lögreglumanna og heimskra
húsmæðra sem hata útlendinga og
gruna mann um mannsmorð af því
að hann gengi með baskahúfu. Ég
hefði alltaf haldið að Ameríkanar
væru bestu skinn, en svona fram-
koma opnaði augu mín fyrir því, að
þeir væru heimskir hræsnarar. Ég
var orðinn svo æstur að orð komust
ekki til skila.
Þá sáu þeir sitt óvænna, reyndu
að róa mig, ég væri alls ekki ákærð-
ur um neitt, en þeir yrðu að ganga
úr skugga um að ég væri alsaklaus. ^
Skildum við með það sáttir að kalla.
Ég spurði annan yfirheyrslu-
manninn hvort hann héldi virkilega
að ég væri morðingi og hann svar-
aði dálítið kankvís á svipinn: — Who
knows...
En næstu vikumar á eftir fann
ég að það var haft auga með mér
og fór það óneitanlega dálítið í taug-
amar á mér.
Morðgátan var áfram óleyst.
• Bókarheiti: í vagni tímans,
352 bls. Höfnndur Agnar Þórðar-
son. Útgefandi er Mál og menn-
ing. Bókin gefin út bæði inn-
bundin (leiðb. verð 1.980 kr.) og
sem kilja (leiðbein. verð 980 kr.) ___
Kringlan, s. 568 6244 • Laugavegi 95, s. 552 1444 • Brekkugötu 3, s. 462 7708.
.990
'2L.
-
Alcot kjóll
kr. 5.790