Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 37
36 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STEFNUMOTUN í VÍMUVÖRNUM RÍKISSTJÓRNIN hefur kynnt heildstæða áætlun fram til aldamóta í fíkniefna-, áfengis- og tóbaks- vörnum. Verður verulegu fé varið til áætlunarinnar, lögreglumönnum og tollgæzlumönnum fjölgað, tækja- kostur bættur og forvarnastarf endurskipulagt. Ýmis nýmæli felast í þessum ráðstöfunum, m.a. verður sér- stök forvarnamiðstöð í heilbrigðisráðuneytinu. Alþjóð- legt samstarf í baráttunni gegn fíkniefnum verður auk- ið. Reglur um upptöku fíkniefnagróða verða hertar mjög. Þungamiðja aðgerða ríkisstjórnarinnar beinist að því að koma í veg fyrir, að ungmenni ánetjist hvers kyns vímugjöfum. Framtak ríkisstjórnarinnar er tímabært og í samræmi við þá miklu umræðu um fíkniefnavandann, sem fram hefur farið síðustu mánuði og misseri. Allt bendir til þess, að ísland fari ekki varhluta af þeirri þróun, sem orðið hefur í nágrannalöndum í þessum efnum, en þar hafa fíkniefnasalar beint spjótum sínum æ meir að ungmennum. Ekki má gleyma því, að ísland er orðið í alfaraleið og þátttaka í alþjóðlegum samskiptum hefur stóraukist síðustu árin, að ekki sé minnst á umfang ferðalaga landsmanna utanlands. Aðeins eru nokkrir dagar frá því að Christer Brannerud, fulltrúi í fíkniefna- deild alþjóðalögreglunnar, Interpol, varaði íslendinga við því í heimsókn sinni hér, að miklar líkur væru á því, að alþjóðlegir glæpahringar reyni að smygla fíkni- efnum um ísland á markaði í Evrópu. Hann kvað reynsl- una sýna, að ætíð verði eitthvert magn fíkniefna eftir á stöðum, sem séu notaðir sem millistöðvar smygl- hringa. Brannerud taldi eftirlit á Keflavíkurflugvelli ekki nægilegt til að fást við þennan vanda og minntist þar sérstaklega á eftirlit með svonefndum áningarfar- þegum. Óhjákvæmilegt er að taka viðvaranir Interpol-fulltrú- ans alvarlega og þess vegna er það fagnaðarefni, að fjölgað verður í tollgæzlu og löggæzlu og tækjabúnaður bættur til að herða fíkniefnaeftirlit. Þá verður keyptur hundur til leitar. Fjárveiting verður til aukins forvarnastarfs, m.a. í skólum, og jafnframt til stuðnings við ungmenni og foreldra þeirra í áhættuhópum. Mikilvægt atriði í barátt- unni gegn fíkniefnasölum er lagabreyting, sem gerir dómurum kleift að ákveða upptöku á ávinningi þeirra af lögbrotunum. PUNKTAKERFIVIÐ UMFERÐARLAGABROT DÓMSMÁLARÁÐHERRA leggur á vorþingi fram frumvarp um nýja aðferð til að ákvarða refsingar vegna brota á umferðarlögum, sem gagnast hefur vel erlendis, einkum í baráttu gegn umferðarlagabrotum yngstu ökumannanna. Gert er ráð fyrir því, að hver einstaklingur, sem hefur ökuréttindi, fái ákveðinn fjölda punkta í ökuferilsskrá sína, sem síðan fækkar við hvert nýtt brot. Hverfi punktarnir allir vegna ítrekaðra um- ferðarlagabrota missir viðkomandi ökuréttindi tíma- bundið. Missi menn punkta en brjóti ekki af sér næstu þrjú árin fá þeir á ný „fullt hús punkta“. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra nefndi í viðtali við Morgunblaðið í gær dæmi af nítján ára ökumanni, sem hefur verið sektaður 27 sinnum fyrir umferðarlagabrot. Hann greiðir sektir sínar jafnharðan en heldur upptekn- um ökuhætti. Með punktakerfi því, sem nú er rætt um að taka upp, væri búið að svipta hann ökuréttindum. Þetta nýja kerfi hefur reynzt vel í Ástralíu, Bretlandi og Þýzkalandi. í Þýzkalandi fækkaði slysum, sem ung- ir ökumenn valda, um langleiðina í fjórðung. Heild- arfækkun umferðarslysa nam um sex af hundraði. Þetta er mikill og eftirsóknarverður árangur. Við þurfum að nýta öll fyrirbyggjandi ráð til að fækka umferðarslys- um, sem kosta okkur að meðaltali tvö mannslíf í mán- uði hveijum, auk gífurlegs eignatjóns. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1997 Stefnt er að hallalausum rekstri Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1997 verður lögð fram á fundi borgarstjómar í kvöld. Vinna við fjárhagsáætlunina hefur verið með nokkm öðm móti en áður, og í umfjöllun Krístínar Gunnarsdóttur koma fram helstu nýjungar sem stefnt er að í rekstri og stjómun borgarinnar. Samanburður á heildarskuldum, yfirdrætti og vaxtagjöldum 1991-97 Heildarskuldir. ■. , , . .■- s> » m I Yfirdráttur } a arslokaverðlag, 1996 § | | | Vaxtagjöld á meðalverðlagi 1996 g Milljón króna 7.824 C) 5.331 1.544 15 1.491 0 ■u N 1991 1992 - S 1 mL 1993 8I lo 1994 8 8 1995 1996 1997 Fjarfestingar á meðalverðlagi 1996 Risnukostnaður borgarsjóðs 1991 -96 AÐ SÖGN Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgar- stjóra er gert ráð fyrir að rekstur borgarinnar verði hallalaus í fyrsta sinn síðan árið 1990. í fjárhagsáætluninni er ekki gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu. Gert er ráð fyrir að heildartekjur borgar- innar verði 18,8 milljarðar, þar af eru skatttekjur rúmar 13,7 milljarðar en gjöld eru rúmir 17 milljarðar. Borgarstjóri sagði á blaðamanna- fundi þar sem hún kynnti fjárhags- áætlunina að undirbúningur og vinna við hana hafi verið með nokkru öðru móti en áður. Hver borgarstofnun fékk úthlutað rekstrarramma sem þeim var gert að fylla út og semja um starfsáætlun. Starfsáætlunin var unnin í samráði við forstöðumenn stofnana og nefndir og ráð borgarinn- ar og er þar lýsing á starfsemi næsta árs og hvemig henni verður fram- fylgt. „Það verður að segjast eins og er að ákveðnir hlutir standa útaf hjá nefndunum, sem þær treysta sér ekki tii að framkvæma með þá fjármuni sem þær hafa,“ sagði Ingibjörg. „Við gerðum ráð fyrir því og settum 400 miiljónir til hliðar í upphafi, sem við ætlum að nota til forgangsröðunar og verður þeim úthlutað til stofnana á milli umræðna um íjárhagsáætlunina. Þessar 400 milljónir eru inni í rekstr- arútgjöldunum núna og breyta ekki þeirri tölu.“ Breytingar í stjórnsýslu Borgarstjóri sagði að í fjárhags- áætluninni væru boðaðar talsverðar breytingar í stjórnsýslu borgarinnar og vinnulagi. Markmiðið væri að skila hagkvæmari rekstri, betri nýtingu á skattfé borgarinnar og jafnframt betri þjónustu við borgarbúa. „Það sem er markverðast er að íjárhagsáætlunin er lögð fram hallalaus," sagði Ingi- björg Sólrún. „Það er með öðrum orð- um ekki gert ráð fyrir nýrri lántöku í þessari áætlun og það hljóta að vera talsverð tíðindi. Eg held að það hafi ekki gerst síðan 1990.“ Borgarstjóri benti á að heildarskuldir, yfirdráttur og vaxtagjöld hafi dregist saman síð- ustu ár eins og súluritin sýna. Enn- fremur hafi verið unnið verulegt átak í iækkun vaxtabyrða. Fram kom að yfírdráttur í Landsbanka Islands hafi yfirleitt verið 1,5 milljarðar í áslok á árunum 1991-1994 en var 719 millj- ónir árið 1995, 200 milljónir árið 1996 og er reiknað með að hann verið 100 milljónir árið 1997. „í stað þess að nýta yfirdráttinn sem lántökuform er hann notaður sem sveiflujöfnunartæki innan hvers mánaðar og hafa vaxta- gjöld auðvitað lækkað verulega," sagði hún. Rekstrargjöld sem hlutfall af skatt- tekjum voru að sögn borgarstóra fremur lág á árunum 1991-1992 en borgarsjóður tók þá engu að síður talsverð lán vegna mikilla fjáfestinga eða 5 milljarða fyrst og fremst vegna Ráðhússins. „Við höfum verið að reyna að ná betri tökum á fjármálum borgarinnar og ekki síst lánastýring- unni því eins og allir gera sér grein fyrir, sem sjá þessar skuldir sem borg- in er með, skiptir það verulegu máli að vera sífellt að huga að hvar boðið er upp á hagstæð lán og hagstæða vexti og vera sífellt að breyta skuldum borgarinnar með tilliti til þess,“ sagði borgarstjóri. „Við teljum að á næsta ári munum við ná árangri og áætlun- in bendir til að ekki komi til ný lán- taka. Ég verð þó að segja svo öllu sé til haga haldið að líklega munar 40-50 milljónum, sem kalla má nýja lántöku, en það er 0,4% af veltu borg- arsjóðs og í raun innan skekkju- marka.“ í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að rekstrargjöld án vaxta sem hlutfall af skatttekjum verði 82% að teknu tilliti til grunnskólans en hann kemur inn í reksturinn í ár og er hlutfallið því það sama og verið hefur undanfarin tvö ár. Hlutafélag um leiguíbúðir Borgarstjóri sagði að tillaga, sem hefur verið vísað til borgarstjðmar um stofnun sérstaks hlutafélags í eigu borgarinnar um leiguíbúðir borgarinn- ar, geri það að verkum að fjárhags- áætlunin er hallalaus. „Við gerum ráð fyrir að þetta hlutafélag leysi smátt og smátt til sín þessar íbúðir sem borg- in á,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „íbúðim- ar em metnar á um 5 milljarða og mjög litlar skuldir hvíla á þeim en við höfum gert ráð fyrir að þetta félag leysti til sín ‘/6 af þeim íbúðum sem við eigum á næsta ári. Það verður þá um milljarður og við áætlum að af miiljarðinum séu 200 milljónir skuldir, en það er ríflega áætlað.“ Á undanfömum árum hefur borgin keypt 20 leiguíbúðir á ári og sagði Ingbjörg Sólrún að þær hafi ekki dug- að til að mæta eftirspurn. „Hugmynd- in að baki stofnun hlutafélags er að reyna að skapa hreyfingu á þessum íbúðum þannig að þeir sem bíða úti í kuldanum núna eigi möguleika á að komast inn og að hinir sem em inni greiði sanngjama húsaleigu sem mið- ast við efni og aðstæður hveiju sinni,“ sagði hún. „Þannig að ekki verði sjálf- krafa niðurgreiðsla í leiguíbúðum borg- arinnar fremur en í leiguíbúðum á leigumarkaði, en meðal leiga í þessum íbúðum er í dag milli 12-18 þúsund á mánuði. Auðvitað þjuggu margir sem farið hafa inn í þessar íbúðir við erfið- ar aðstæður en svo hefur hagurinn vænkast og eftir sem áður halda menn íbúðunum og þessari leigu.“ Sagði borgarstjóri að ekki væri gert ráð fyr- ir að fólk þyrfti að flytja úr íbúðunum, en leigan yrði látin miðast við tekjur. Það ætti ekki að vera happdrættisvinn- ingur fyrir lífstíð að fá inni í leiguíbúð hjá borginni. Helstu framkvæmdir á árinu I fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að byggð verði sundlaug í Graf- arvogi. Hugmyndir eru uppi um að gera Tryggvagötu 15, sem er í eigu borgarinnar, að safnahúsi sem mun hýsa Borgarbókasafnið, Borgarskjala- safnið og Ljósmyndasafn Reykjavík- urborgar. Að sögn borgarstjóra er hugmyndin að selja Aðalstræti 6 ef af verður, en til stóð að flytja Borgar- bókasafnið þangað. Tveir nýir leik- skólar verða byggðir á árinu og nokkr- um eldri leikskólum verður breytt þannig að þeir geti tekið inn heilsdags- böm. Gert er ráð fyrir að 818 millj. verði varið til skólamála. Þar af er gert ráð fyrir byggingu Engjaskóla fyrir um 351 millj. og kostnaði við bygging Rimaskóla sem er áætlaður 220 millj. Ennfremur að byggt verði við Grandaskóla fyrir 125 millj. auk annarra verkefna sem tengjast ein- setningu skólanna, en gert er ráð fyr- ir að þeir verði allir einsetnir á næstu 5 árum. Borgarstjóri sagði bjartara fram- undan í atvinnumálum borgarinnar. Miklar líkur væru á að ráðist yrði í virkjunarframkvæmdir á Nesjavöllum á næsta ári. Þá hafi aldrei verið meiri eftirspum eftir ióðum hjá Reykjavík- urhöfn en á þessu ári í 80 ára sögu hafnarinnar. Það ætti reyndar ekki eingöngu við um höfnina, því aukin eftirspurn væri eftir atvinnuhúsnæði almennt í borginni. Nýjar leiðir í rekstri íþrótta- og tómstundaráð hefur leit- að nýrra leiða í rekstri. Gerður hefur verið samningur við KSÍ um byggingu stúku við Laugardalsvöll og rekstur vallarins. Sagði borgarstjóri að hug- myndir væru uppi um fleiri samninga og er verið að ljúka samningl við Bandalag íslenskra atvinnuleikhópa um rekstur á Tjamarbíói. Dagvist bama hafi einnig farið þessa leið og samið við Félagsstofnun stúdenta um rekstur á einum leikskóla og sagði borgarstjóri að fyrirhugað væri að Risna hefur lækkað um 30 milljónir RISNA Reykjavíkurborgar hefur lækkað um 30 milljónir síðan árið 1992 en það ár var hún 45 milljónir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að tölur sem tengdust risnu borgarinnar væru alltaf athyglisverðar. „Risna er það sem gjarnan er spurt um,“ sagði hún. „Við höfum stefnt að því á ýmsum sviðum að skera niður eða spara eins og dæmi er um risn- una. Hún hefur lækkað úr 45 milljónum árið 1992 í 15 milljónir árið 1996. Vel hepnaður sparnað- ur. Þetta segi ég til marks um sparnað sem menn hafa ekki fundið fyrir. Þetta er kannski breytt stefna í því hvernig maður tekur á móti sínum gestum því ég held að móttökum hafi ekki fækkað heldur er staðið að þeim með öðrum hætti en áður var.“ gera rekstrarsamning um hjúkrunar- heimili og félagsmiðstöð í Suður- Mjódd, sem tekin verður í notkun á næsta ári. Ingibjörg sagðist vilja leggja áherslu á að með þessari flárhagsáætlun væru innleiddir nýir stjómarhætti hjá borg- inni. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta snúist ekki um að sljóma vexti heldur að stjóma breytingum,“ sagði hún. „Við leggjum áherslu á að borgar- stofnanir skilgreini sig ekki sem stjóm- vald heldur sem þjónustustofnanir við borgarbúa. Við munum auka mjög stjómendafræðslu hjá borginni með markmið árangursstjómunar að leiðar- ljósi. Það má geta þess að allir yfir- menn í Ráðhúsinu hafa verið á nám- skeiði í stjómendafræðslu, þar sem þeim hefur verið kennd vinnuaðferð árangursstjórnunar." Þverpólitísk samstaða um framtíðarsýn Ingibjörg sagði að borgarfulltrúum yrði boðið upp á árangursstjómun þar sem reynt yrði að leita eftir pólitískri samstöðu þvert á flokksbönd um að móta Reykjavíkurborg framtíðarsýn. „Það er mín skoðun að mjög mikil- vægt sé fyrir borg eins og Reykjavik að hafa framtíðarsýn sem menn geta verið sæmilega sáttir við þvert á alla flokkapólitík,“ sagði hún. „Síðan geta stjómmálamenn sett sitt mark með því að hafa mismunandi skoðanir á því hvaða leiðir séu að markmiðinu en menn varða að hafa sæmilega sátt um markmiðin og hvert við stefnum sameiginlega með þessari borg.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg HELGA Jónsdóttir borgarritari, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri, Kristín Árnadóttir aðstoðar- kona borgarsljóra og Jóhannes Hauksson fjárhagsáætlunar fulltrúi. Leggja hita- veitu í huganum Morgunblaðið/Helgi Bjamason NÝ sundlaug verður á forgangslista bæjarsljórnar Stykkishólms ef hægt verður að nýta heita vatnið frá Hofsstöðum. Hér standa Rúnar Gíslason forseti bæjarstjórnar til vinstri og Ólafur Hilmar Sverrisson bæjarstjóri, með Högna Bæringsson, bæjarverksljóra og væntanlegan „hitaveitustjóra", á milli sín. Hólmarar gera sér vonir um að heitt vatn sem nýlega fannst skammt frá Stykkishólmi bæti búsetuskilyrði og auki atvinnu þannig að fólki fjölgi. Sumir telja að líkja megi ástandinu við gull- æði. Forystumenn bæj- arfélagsins eiga fullt í fangi með að halda aftur af fólki. Helgi Bjarna- son kynnti sér málið. RARIK og Stykkishólmsbær stóðu saman að jarðhitaleit með þeim árangri að útlit er fyrir að hægt verði að ná allt að 100 sekúndulítrum af 87 gráða heitu vatni í landi Hofsstaða í Helgafellssveit, um 5 kílómetra frá miðju Stykkishólmsbæjar. Á næstu mánuðum verður borholan prófuð og efnainnihald vatnsins rannsakað. Mikilvægt að lækka húshitunarkostnað „Við sjáum ekki fyrir alla möguleik- ana, þeir koma í ljós með tímanum," segir Ólafur Hilmar Sverrisson bæjar- stjóri í Stykkishólmi þegar blaðamað- ur ræddi við hann og Rúnar Gíslason forseta bæjarstjórnar. Þeir eru sam- mála um að fyrst þurfi að kanna hag- kvæmni þess að nota jarðhitann til húshitunar. Hús í Stykkishólmi eru flest hituð með rafmagni, ýmist beint með þilofnum eða með rafhitun á vatni. Er húshitun í Stykkishólmi því dýr, þó rafmagnið sé niðurgreitt af ríkinu. Aðeins allra dýrustu hitaveitur koma verr út í samanburði á lands- vísu. „Það yrði mikilvægast fyrir okk- ur ef það tækist að lækka húshitunar- kostnaðinn með hitaveitu en einnig geta skapast möguleikar á nýjungum í atvinnulífinu," segir Ólafur. Á næstu mánuðum verður borholan prófuð og efnainnihald vatnsins rann- sakað. Vitað er að salt er í því en ekki hve mikið. „Gæði vatnsins geta haft afgerandi áhrif á arðsemi notkun- ar þess til húshitunar. Ef það er of salt til þess að hægt sé að nota það beint á ofna þarf varmaskipti, annað hvort fyrir hvert hús eða einn fyrir allt bæjarkerfið. Það myndi auka mjög stofnkostnað og hugsanlega einnig rekstrarkostnað veitunnar," segir Ól- afur. Rúnar segir að töluverður stofn- kostnaður sé við hitaveitu. Vatnið þurfi að vera samkeppnisfært í verði við niðurgreidda raforku í upphafi og menn vonist til að það geti síðan lækk- að þegar tekist hafi að grynnka á skuldunum. Þetta sé reynslan í öðrum bæjarfélögum. „Fólk horfir til staða sem hafa ódýra hitaveitu og sér hvaða möguleika það gefur,“ segir hann. Ólafur bendir á að undirbúa þurfi málið vel, því þó menn sjái staði sem blómstri vegna ódýrrar hitaveitu verði menn líka að muna eftir hitaveituæv- intýrum sem ekki hafi endað eins vel. Sundlaug og ferðaþjónusta Rúnar bendir á að vatnið sé fimm- falt meira en nota þurfí til húshitunar í Stykkishólmi. Það skapi ýmsa mögu- leika. Þegar bæjarstjórinn og forset- inn eru spurðir að því hvaða hugmynd- ir hafi helst verið í umræðunni nefna þeir möguleika á að þurrka sjávarfang og gufusjóða skelfisk. Einnig aukna möguleika í ferðaþjónustu, byggingu gróðurhúsa til ylræktar og fleira. „Við fáum sömu möguleika og aðrir sem búa við jarðhita. Þetta ræðst af því hvaða hugmyndir menn fá og hvemig tekst að fjáirnagna fram- kvæmd þeirra," segir Ólafur. Töluverð uppbygging hefur verið í ferðaþjónustu í Stykkishólmi á undan- förnum árum. Hún hófst með bygg- ingu Hótels Stykkishólms fyrir tutt- ugu árum. Síðan hefur ýmislegt bæst við, Eyjaferðir hafa verið að byggja upp afþreyingu og margt fólk notar nýju Breiðafjarðarfeijuna. Bæjaryfir- völd hafa reynt að fylgja þessu eftir með því að stuðla að endurbyggingu gamalla húsa og uppbyggingu hafnar- innar þar sem tekist hefur að flétta saman notkun hennar fyrir fiskiskip og ferðafólk. Þá er níu holna golfvöll- ur við hótelið. Rúnar og Ólafur segja að strax hafi verið farið að tala um byggingu nýrrar sundlaugar. Hægt yrði að nota vatnið beint í hana og ef efnainnihald vatnsins gæfi tilefni til yrði hægt að koma upp heilsuböðum í tengslum við laugina, í líkingu við Bláa lónið í Grindavík. Þetta mætti tengja þeirri þjónustu sem fyrir er í bænum og hugsanlega lengja ferðamannatím- ann. Rúnar telur að nýir atvinnu- og búsetumöguleikar geti stuðlað að fólksfjölgun í Stykkishólmi. Notkun heita vatnsins gæti laðað að fólk með aðra þekkingu og áhugamál en þar býr í dag. Á siðasta ári fjölgaði tölu- vert í Hólminum, eða um 2,4% sem er langt yfir landsmeðaltali. íbúar voru 1296 1. desember fyrir ári og forystumenn bæjarins vonast til að þeir nái þrettánda hundraðinu nú en það er svipaður fjöldi og búsettur var í Stykkishólmi um 1980 þegar íbúarn- ir voru sem flestir. Undir „öðru Helgafelli" Ekki hefur verið ákveðið hvernig staðið verður að virkjun jarðhitans á Hofsstöðum. Jarðhitaleitin og borunin var samstarfsverkefni Rafmagn- sveitna rikisins og Stykkishólmsbæj- ar. Vitað hefur verið um jarðhita á Þórsnesi í mörg ár en ekki hefur tek- ist að finna heitt vatn áður. Sú vinna sem nú stendur yfir hófst fyrir tveim- ur árum er RARIK spurðist fyrir um áhuga Stykkishólmsbæjar á að taka þátt í jarðhitaleit. RARIK hafði áhuga á að draga úr raforkunotkun til að fresta lagningu nýrrar línu á Snæfells- nes og vildi athuga hvort það væri hægt að gera með því að nota heitt vatn til húshitunar. Bæjarstjórn Stykkishólms ákvað að taka þátt í verkefninu til jafns við RARIK, og var Stykkishólmur eina bæjarfélagið á Nesinu sem það gerði. Forystumenn í Stykkishólmi sjá ekki eftir því nú þó kostnaður hafi verið talsverður, en hann er áætlaður um 30 milljónir kr. alls. Kristján Sæmundsson, jarðfræð- ingur á Orkustofnun, stjómaði jarð- hitaleitinni. Hann segir að lengi hafi verið grunur um jarðhita í nágrenni við Stykkishólm og víðar á norðan- verðu Snæfellsnesi en ekki hafi tekist að finna heitt vatn þegar leitað var í Stykkishólmi fyrir allmörgum árum. Að þessu sinni var notuð ný tækni við leitina. Boraðar voru margar til- raunaholur, víðsvegar um Þórsnes þar til ákveðið var að bora eftir vatni í landi Hofsstaða í Helgafellssveit. Heimamönnum fannst athyglisvert þegar jarðfræðingamir töluðu um að þar væri „annað Helgafell". Kristján útskýrir það þannig að Helgafell sé gamalt innskot bergs sem stóð eftir þegar jökullinn mótaði landið. Fleiri slík innskot séu á þessum slóðum, meðal annars þar nærri sem holunni var valinn staður. Mikið af vel heitu vatni kom upp þegar borinn náði 855 metra niður í jörðina. Mikíl eftirvænting Ólafur bæjarstjóri segir að sam- starfið við RARIK hafi gengið vel og þó að sveitarfélagið hafi forgang að virkjun fyrir bæinn hafi bæjarstjórnin mestan áhuga á að vinna áfram að málinu í samstarfi við RARIK. Segir hann þó ýmis ljón í veginum, meðal annars vantaði heimild í lög til að RARIK mætti stofna félag með öðr- um. Rúnar og Ólafur segja að mjög skemmtilegt hafi verið að fylgjast með jarðhitaleitinni. „Við höfum haft mjög færa menn til að vinna að þessu máli. Það hefur til dæmis allt gengið eftir sem Kristján Sæmundsson sagði okk- ur í upphafí," segir Rúnar. Eftirvæntingin hefur verið mikil í bænum og segir Rúnar að menn hafi verið farnir að leggja hitaveitu í hug- anum löngu áður en vatnsæðin fannst. „Maður hefur verið í því að reyna að draga úr væntingum manna en ekki varð við neitt ráðið þegar svona mikið vatn fannst. Enn verðum við að segja fólki að bíða eftir niðurstöðum efna- greiningar því þær geta ráðið svo miklu um það hvort hægt verður að nýta vatnið á arðbæran hátt,“ segir Rúnar Gíslason. Enn vonir í Grundarfirði RARIK hefur einnig staðið fyrir jarðhitarannsóknum í Grundarfirði og Snæfellsbæ. Kristján Sæmundsson segist ekki vera búinn að missa vonina um að finna vatn í Grundarfirði og standa rannsóknir þar enn yfir. Hins vegar séu minni vonir um árangur í Snæfellsbæ eins og málin standi nú. í Dalasýslu var borað eftir heitu vatni í Reykjadal fyrir nokkrum árum. Vatnið sem þar fékkst er rúmlega 80 gráðu heitt en tæpast nógu mikið í hitaveitu til Búðardals en þangað eru rúmlega 20 kílómetrar frá holunni. RARIK hefur nýlega komið inn í hita- veitumál Dalamanna og staðið fyrir frekari rannsóknum, bæði nær Búðar- dal og í Reykjadal. Niðurstaða þeirra rannsókna er að sögn Kristjáns að hitaveita frá Reykjadal sé vænlegasti kosturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.