Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 9
FRÉTTIR
Frumvarp
um lífeyrisréttindi
Lítil gagn-
rýni á þingi
FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráð-
herra, mælti fyrir frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar um breytingar á lögum
um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkis-
ins á Alþingi s.l. þriðjudag. Frum-
varpið miðar að breytingum á tvenn-
um lögum; annars vegar um Lífeyris-
sjóð starfsmanna ríkisins og hins
vegar um Lífeyrissjóð hjúkrunar-
kvenna.
Ekki kom fram gagnrýni á nein
grundvallaratriði frumvarpsins í um-
ræðum þingmanna um það, sem þó
urðu tímafrekar, nema frá Pétri H.
Blöndal, sem sagði frumvarpið
byggjast á forsjárhyggju.
Eins og áður hefur fram komið í
fréttum er fyrsta markmið frum-
varpsins að tryggja að lifeyrisgreiðsl-
ur til ríkisstarfsmanna verði ekki
miklu hærri en sem nemur iðgjalda-
greiðslum þeirra, eins og staðan er
með núgildandi reglum. Annað
helzta markmiðið er að sögn fjár-
málaráðherra að færa lífeyriskerfi
ríkisstarfsmanna nær því, sem gildir
fyrir flesta aðra launþega í landinu.
Þannig verði tekinn upp útreikningur
réttindaávinnings ríkisstarfsmanna,
sem miðast við stigakerfi líkt og hjá
almennu lífeyrissjóðunum. Einnig er
það nýmæli, að iðgjaldagreiðslum er
ætlað að reiknast af heildarlaunum,
ekki aðeins daglaunum eins og hing-
að til.
------»♦ ♦------
Beingreiðslur
til bænda
Hátt í fimm-
hundruð býli
fá yfir 200
þúsund
TÆPLEGA fjórum miiljörðum
króna, sem varið var til beingreiðslna
til framleiðenda mjólkur og kinda-
kjöts á verðlagsárinu 1995-1996,
skiptust niður á 3.246 lögbýli.
Þar af fengu 476 býli beingreiðsl-
ur sem námu yfir 200 þús. kr. á
mánuði. Þetta kemur fram í skriflegu
svari landbúnaðarráðherra við fyrir-
spurn Svanfríðar Jónasdóttur alþing-
ismanns um beingreiðslur til bænda,
sem dreift var til þingmanna í vik-
unni.
Ekki kemur fram í svarinu, hvern-
ig greiðslurnar skiptast á kjördæmi
landsins eða hvernig þær skiptast
milli mjólkur- og sauðfjárbænda. í
þeim tilgangi að fá nánari skýringu
á þessum atriðum hefur Kristinn H.
Gunnarsson, Alþýðubandalagi, lagt
fram aðra fyrirspurn til landbúnaðar-
ráðherra, þar sem æskt er upplýsinga
um beingreiðslur, sundurliðað eftir
kjördæmum og tekjuflokkum og að-
greint milli sauðfjárbænda og mjólk-
urframleiðenda.
Pósthússtræti 13 v/Skólabrú Sími 552 3050
Samkvæmispils
Samkvæmisbuxur
Verð frá
7.500,-
TISKUVERSLUN
Kringlunni 8-12 sími: 553 3300
w
Borðstofuborð
Stakir stólar
/ntíB
-Utofnnö l<?7+ muntt
Glæsilegt úrval af fallegum
húsgögnum og gjafavörum
Antik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977
minn i Alþingi
er á fimmtudögum
frákl.9.00 til 10.30.
Frekari upplýsingar
í síma 563 0900
Guðmundur Halivarðsson
10. þingmaður Reykvíkinga
,/ tí I fw /' ö t i n
Rauðir skokkar 3.890
Blússur frá 1.590
Drengjabuxur 1.990
Drengjavesti 1.990
Kjólar frá 1.990
Úrvaljólagjafa
frá kr. 1.500
hj&O&GafithUdi
Engjategi 5 • 105 Reykjavík • Sími 581 2141
Opið virka daga firá kl. 10-18.30 og nk. laugardag frá kl. 10-18.
KRlNGLUNNf, SIMI 5887230
Glæsilegar
KÁPUR