Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Lyfjanotkun mínni á íslandi
en öðrum Norðurlöndum
RÁÐUNEYTI heilbrigðismála
stefnir að því að spara 400 milljón-
ir í lyfjaútgjöldum á næsta ári.
Þetta kom m.a. fram í viðtali við
Þóri Haraldsson, aðstoðarmann
heilbrigðisráðherra, í Morgunblað-
inu hinn 20. október sl. Einnig seg-
ir í viðtalinu að jafnframt hafi sú
stefna verið mörkuð að hækka ekki
almennt hlutdeild sjúklinga í lyfja-
kostnaði. Þetta eru athyglisverð
markmið og umhugsunarverð.
Samkvæmt opinberum skýrslum
er lyfjanotkun á íslandi miðað við
hvern íbúa lægri en á nokkru hinna
Norðurlandanna. Er þá miðað við
lyfjaskammta en ekki lyfjakostnað.
Þetta er samkvæmt nýjustu fyrir-
liggjandi upplýsingum eða frá
1992. Verður fróðlegt að sjá nýrri
upplýsingar þar um en þær munu
væntanlegar. Varðandi lyfjaverð
hér á landi hefur nefnd á vegum
heilbrigðisráðuneytisins komist að
þeirri niðurstöðu að mismunur okk-
ur í óhag sé að stærstum hluta
útskýranlegur með smæð og að-
stæðum hér á markaði.
„Sparnaðurinn" hefur ávallt
orðið að mestu á kostnað
sjúklinga
Á undanförnum árum hefur hvað
því hvað eftir annað verið lýst yfír
að gripið skuli til spamaðar á lyfja-
kostnaði ríkisins. Ávallt
hefur verið tekið fram
að þessi sparnaður eigi
ekki að verða á kostnað
sjúklinga heldur eigi að
spara í álagningu, bæði
í smásölu og heildsölu.
Einnig eigi að kaupa lyf
ódýrar inn.
Sannleikurinn er
hins vegar sá að þessi
sparnaður ríkiskassans
vegna lyijakaupa hef-
ur ávallt verið að meg-
inhluta á kostnað
sjúklinga. í dag nemur
kostnaður sjúklinga í
lyíjakostnaði 30-32%.
Nokkrar sveiflur hafa
verið á þessu hlutfalli en lægst mun
það hafa verið árið 1983, þá 11%.
Ríkið greiðir „sparnað“
T ry ggingastofnunar í
gegnum sjúkrahúsin
Einnig má nefna aðra svokallaða
„sparnaðarleið". Hér er nefnt ein-
falt dæmi en þó raunhæft. Ef
ákveðið er að um það bil 36 ein-
staklingar sem hver um sig notar
lyf fyrir 30 þúsund krónur á dag,
séu lagðir á sjúkrahús, í stað þess
að búa á heimilum sínum og taka
virkan þátt í þjóðfélaginu, þá hefur
þessi 400 milljóna króna spamaður
náðst. Á þennan hátt
má „stoppa upp í 400
mpóna gat“ Trygg-
ingastofnunar ríkisins.
En í stað þess að ríkis-
sjóður greiði lyfin í
gegnum Trygginga-
stofnun greiðir hann
það nú í gegnum
sjúkrahúsin. Þessi
meinti sparnaður er því
aðeins millifærsla á
milli gjaldaliða en ekki
raunverulegur sparn-
aður.
Einhverjum finnst
kannski að hér sé stórt
mál einfaldað um of en
staðreyndin er sú að
dæmið er rétt. Þannig er farið að
því að „spara“ í lyfjaútgjöldum, án
þess að draga úr lyfjagjöf til sjúkl-
inga sem þarfnast kostnaðarsamra
lyfja, né auka hlut sjúklinga í lyfja-
kostnaði. Sé þessi leið farin (og hún
hefur verið farin) þá má ekki
gleyma því að innlögn á sjúkrahús
kostar auðvitað stórfé til viðbótar
lyfjakostnaðinum og eykur enn
heilbrigðiskostnaðinn.
Lyf eru ódýrasta úrræðið til
að fást við sjúkdóma
Umræður um lyíjamál og lyfja-
kostnað hafa verið mjög umfangs-
Lyf eru ódýrasta leiðin
til lækkunar kostnaðar
í heilbrigðiskerfinu,
segir Guðmundur
Hallgrímsson og aukin
lyfjanotkun á undan-
förnum árum og ára-
tugum, hefur sparað
mikla fjármuni.
miklar á undanförnum misserum
og árum. Þar hafa mörg stór orð
fallið og margir ráðamenn tilkynnt
vilja sinn til að lækka lyfjakostnað.
Þessi lyfjaumræða hefur ávallt
tengst umræðum um heilbrigðismál
og útgjöld ríkisins af þeim.
Hlutfall lyfja í heildarheilbrigðis-
kostnaði hér á landi mun vera um
10-12% af heilbrigðiskostnaði eftir
því hvernig reiknað er. En lyf eru
ekki aðeins kostnaðarauki. Lyf eru
líka ódýrasta leiðin til að fást við
sjúkdóma eftir að þeir leggjast á
fólk. Þannig er mjög auðvelt að
sýna fram á að aukin lyfjanotkun
Guðmundur
Hallgrímsson
á undanförnum árum og áratugum
hafi verið sá hluti heilbrigðiskerfis-
ins, sem mest hafa sparað þjóðinni
fé.
Magalyfin fækkuðu innlögnum
og uppskurðum um 90%
Einfalt og þekkt dæmi um sparn-
að af nýjum lyfjum eru til dæmis
magalyfin sem komu fram síðari
hluta áttunda áratugarins. Áður
en þau voru tekin upp voru lagðir
inn á sjúkrahús um 200 sjúklingar
árlega vegna magasjúkdóma. Þar
af þurfti að skera upp um það bil
100. í dag eru lagðir inn um 20
sjúklingar á ári og þar af um helm-
ingur skorinn upp. Þessi árangur
að fækka innlögnum og aðgerðum
um 90% er nýjum lyijum að þakka.
Af þessu varð gífurlegur beinn
peningasparnaður fyrir ríkissjóð.
Sparnaður í vinnustundum, lífs-
hamingju og velferð viðkomandi
einstaklinga er hér ótalinn enda
ekki á dagskrá í þessum stutta
pistli en þann sparnað má aldrei
vanmeta. Fleiri dæmi í sama dúr
mætti nefna.
Sparnaður sjúkrahúsanna
eykur eyðslu
Tryggingastofnunar
Að lokum vil ég vekja athygli á
lítilli frétt sem birtist nýlega hér í
blaðinu. Þar sagði frá því að nú
stæði yfír könnun hjá Trygginga-
stofnun ríkisins um það hversu
mikið lyfjakostnaður stofnunarinn-
ar hefði hækkað vegna sparnaðar-
aðgerða sjúkrahúsa. í fljótu bragði
mætti halda að þarna væri verið
að vinna að spamaði. Svo er alls
ekki eins og bent hefur verið á.
Höfundur er lyfjafræðingur.
Q.‘
íiiniiiiiiiiiiii
Traðarkot, Hverfisgötu 20, gegnl Þ{óðleikliusinu.
Ve.sturgata 7, innke\Tsla fni Vesturgölu uin Miáslræli.
Bergstaðir, á horni Bergstaðastrætis og SkólavörðusU'gs.
Kolagortið,\iðJijkofn£ieg^sJainiðSeðlabarfi<a^
Vitatorg, bflahús með innkeyrslu frá Vitastíg og Skúlagötu.
Ráðhús Reykjavíkur, innkeyrsla í kjallara frá Tjamargötu.
Staðsetnin
bilastæða er
götukortur
Urval bílastæða
Velkomin í miðborgína
Veist þú að frá
miðastæðum og
bílahúsum er mest
þriggja mínútna
gangur hvert sem
er í miðborgina?
, Jólaumferðin er
,\ framundan og þörfín
jf á bílastæðum eykst.
* Þú getur þó áhyggju-
laus lagt leið þína í
miðborgina því þar er
mikið framboð
af bílastæðum. Bílahús,
miðastæði eða stöðu-
maelar. Þitt er valið!
Bílahúsin eru opin í —-
samræmi við afgreiðslu-
tíma verslana í desember.