Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norðurlandamót í dansi á Islandi um næstu helgi Morgunb!aðið/J6n Svavarsson ÍSLENSKU keppendurnir sem þátt taka í Norðurlandamóti í dansi 1996. Heimsþekkt pör dansa í Hafnarfirði NORÐURLANDAMÓTIÐ í dansi fer fram laug- ardaginn 7. desember nk. í Iþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Skipulagi keppninnar er lokið og hefur gengið vel að koma hlutunum heim og saman að sögn framkvæmdanefndar- innar. Mörg af allra sterkustu danspörum í heiminum eru frá Norðurlöndunum og ætla þau að koma til íslands að taka þátt í þessari keppni. Þessi keppni er án efa langsterkasta dan- skeppni sem hefur verið haldin hér á landi og er þetta einstakt tækifæri fyrir áhugafólk um dans að koma og sjá þessi sterku pör með eig- in augum. Má nefna pör eins og Sten Lund og Mie Bach, Holger Nitche og Charlotte Eg- strand, svo einhver séu nefnd. Sunnudaginn 8. desember fer fram opin keppni og keppa þar flest pörin sem taka þátt í Norðurlandamót- inu og er vonast til að þessi keppni fari fram árlega, fyrstu helgina í desember. Nýliðið haust hefur verið ákaflega árangurs- ríkt í dansíþróttinni hér á landi. íslenzkir dansarar hafa gert það mjög gott á erlendri grundu og hefur árangurinn aldrei verið betri. Er ætlunin að rekja hér í stuttu máli þær keppn- ir sem íslendingar hafa tekið þátt í og þær keppnir sem íslenzk pör eiga hugsanlega eftir að taka þátt í í vetur. Opna Árósakeppnin í Árósum í Danmörku var haldin hin árlega Aarhus Open 14. og 15. september, sem er mjög sterk_ alþjóðleg danskeppni og þar kepptu systkinin Árni Þór og Erla Sóley Eyþórsböm og náðu þeim frækilega árangri að komast i 6. sæti og er það bezti árangur sem íslenzkt par hefur nokkurntímann náð i flokki áhuga- manna. Dagana 12.-17. okt. sl. tóku sextán íslenzk dansgör þátt í nokkrum alþjóðlegum danskeppn- um. Árangurinn varð betri en nokkur hafði lát- ið sig dreyma um að ná. Opna Lundúnakeppnin Fyrsta keppnin var London Open. Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir unnu þar til bronsverðlauna í flokki 11 ára og yngri í suður-amerískum dönsum og til silfurverðlauna í standard-dönsum, svo sannarlega glæsilegur árangur það. í flokki 12-15 ára sigruðu Bene- dikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir í suð- ur-amerísku dönsunum og komust alla leið í undanúrslit í standard-dönsunum. í flokki Night of 100 stars er eingöngu boðskeppni og er einungis sex pörum í tveimur aldursflokk- um boðið til leiks. I ár var keppt í flokki 11 ára og yngri í standard-dönsum og í flokki 16-21 árs, í suður-amerískum dönsum. Einu íslenzku pari var boðið til Ieiks, þeim Davíð Gill Jóns- syni og Halldóru Sif Halldórsdóttur. Er þetta í annað sinn sem íslenzku pari er boðið að taka þátt í þessari keppni og er mikill heiður fyrir dansinn á íslandi að eiga pör í þessari keppni. Imperial-keppnin Imperial-keppnin var þriðja keppnin í þessari mótaröð. Benedikt Einarsson og Berglind Ing- varsdóttir héldu áfram að gera það gott og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í suður-amer- ísku dönsunum í flokki 12-15 ára. Einnig tóku íslenzkir dansarar þátt í liðakeppni, þar sem fjögur danspör áttu að taka þátt, tvö sem dansa suður-amerísku dansana og tvö sem dansa standard-dansa. Hafnaði íslenzka liðið í 4. sæti. í flokki áhugamanna, 16 ára og eldri, komust tvö íslensk pör í 24 para úrslit. Það voru systkin- in Árni og Erla og Víðir Stefánsson og Magda Pozarska, sem nú nýlega eru farin að keppa fyrir hönd íslands. Internatlonal-keppnin Síðasta keppnin og jafnframt sú stærsta og sterkasta í þessari röð, var International-keppn- in. Keppnin fer fram á þremur dögum og er keppt í öllum flokkum. Fyrsta daginn keppa allir i suður-amerískum dönsum, annan daginn keppa allir í standard-dönsum og þriðja daginn keppa 48 efstu pörin frá fyrstu tveimur dögunum í flokki áhuga- og atvinnumanna til úrslita og fer sú keppni fram í Royal Albert Hall. í flokki 11 ára og yngri náðu Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir þeim glæsilega árangri að sigra í suður-amerískum dönsum og unnu til fimmtu verðlauna í standard-dönsum. í flokki 12-15 ára fullkomnuðu Benedikt og Berglind „þrennuna" sína í suður-amerísku dönsunum og er það svo sannarlega framúrskar- andi góður árangur. í flokki 16-21 árs komust Árni og Erla í undanúrslit og í flokki 16 ára og eldri náðu þau að skipa sér sess meðal 24 beztu danspara í heiminum í dag í flokki áhuga- manna. Eru þau fyrstu íslendingamir sem dans- að hafa í Royal Albert Hall á Intemational keppn- inni. Árangur íslenzku paranna í þessum keppnum vakti mikla athygli. Fyrrum unglingameistarar á íslandi; pörin Brynjar Öm Þorleifsson og Ses- selja Sigurðardóttir og Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir vöktu einnig at- hygli, í þessum keppnum, fyrir góðan dans, en þau vom að keppa í flokki áhugamanna í fyrsta skipti. Heimsmeistaramót í Þýzkalandi Árni Þór og Erla Sóley tóku þátt í heims- meistaramótinu í flokki áhugamanna, sem fram fór í Kasel í Þýzkalandi 11. nóvember. Þau náðu góðum árangri og enduðu í 25. sæti og eru alltaf að fikra sig ofar á heimslistann. Síð- ast þegar listinn kom voru þau í 22. sæti, sem er frábær árangur. Alþjóðleg keppni 1997 UK-keppnin í Bournemouth á Englandi 21.-23. janúar. 14.-16. febrúar Copenhagen Open í Kaup- mannahöfn í Danmörku. 15. mars, heimsmeistaramót fyrir 35 ára og eldri, í Wolfsburg í Þýzkalandi. 31. mars - 5. apríl, Blackpool Junior Dance Festival í Blackpool á Englandi. 11. apn'l, heimsmeistarakeppni í standard- dönsum í flokki 16-18 ára, í Maribor í Slóveníu. 12. apríl, heimsmeistarakeppni í suður-amer- ískum dönsum í flokki 16-18 ára, í Ljubljana í Slóveníu. 19. apríl, Evrópumeistarakeppni í 10 dönsum í flokki áhugamanna, í Graz í Áusturríki. 26. apríl, heimsmeistarakeppni í 10 dönsum í flokki áhugamanna í Nice í Frakklandi. 23.-30. maí Blackpool Dance Festival, í Blackpool á Englandi. 21. júní, Evrópumeistarakeppni í suður-amer- ískum dönsum í Saarbruchen í Þýzkalandi. 20. -22. ágúst, Opna Þýzkalandskeppnin í Þýzkalandi. 12. -13. september, Opna Árósakeppnin í Aar- hus í Danmörku. 13. september, Evrópumeistarakeppni í stand- ard-dönsum í flokki áhugamanna, í Aarhus í Danmörku. 4. október, heimsmeistarakeppni í suður— amerískum dönsum í Gautaborg í Svíþjóð. 4. október, opna Lundúnakeppnin, á Englandi. 5. október, Imperial-keppnin í London á Eng- landi. 7. -9. október, International-keppnin í London á Englandi. 8. nóvember, heimsmeistaramót í standard- dönsum í flokki áhugamanna, í Karlsruhe í Þýzkalandi. 9. nóvember, Dutsch Open í Slagharen í Hol- landi. Auðvitað er þessi listi ekki tæmandi, en þetta eru helztu keppnimar á næsta ári og verður án efa gaman að fylgjast með íslenzku pörunum og árangri þeirra á komandi ári. Jóhann Gunnar Arnarsson Vesturbyggð Fagna afsögn bæjar- stjóra BÆJARFULLTRÚAR Al- þýðuflokksins í Vesturbyggð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem afsögn Gísla Ólafs- sonar bæjarstjóra er fagnað, enda sé vanhæfni hans sem bæjarstjóra ein meginástæðan fyrir versnandi fjárhagsstöðu bæjarins. Þar er jafnframt lýst furðu á því að í kjölfar afsagnarinn- ar hafi sjálfstæðismenn sagt upp meirihlutasamstarfi við Alþýðuflokkinn. Afsögn Gísla var af hálfu Alþýðuflokksins skilyrði fyrir áframhaldandi samstarfí, og telja bæjarfull- trúar flokksins að samkomu- lag hafi legið fyrir um þau efni. Reyna að skjóta sér undan ábyrgð „Mér fínnst það hálfbroslegt þegar fyrrum samheijar mínir eru að reyna að skjóta sér undan allri ábyrgð og ýta henni yfír á mig og Sjálfstæð- isflokkinn," segir Gísli. „Þeir útgjaldaliðir sem farið hafa fram úr áætlun hafa verið ræddir í bæjarráði. Bæjarfull- trúar Alþýðuflokksins voru meðvitaðir um hvað hefði mátt betur fara. Þetta er ekki eina sveitarfélagið á íslandi þar sem áætlanir um einstakar stofnanir standast ekki. Það eru margvíslegar ástæður fyr- ir því að slitnaði upp úr sam- starfinu og þær eru ekki bein- línis viðkomandi fjárhagsáætl- uninni, en ég vil ekki fara nánar út í þær.“ Gísli segir að farið hafí ver- ið 7-8 prósent fram úr fjár- hagsáætlun, og er það minna en verið hefur á síðustu árum. „Meðal liða sem farið hafa fram úr áætlun eru áhaldahús- ið, yfirstjórnin og leikskólarn- ir. Það sjá samt allir sem skoða ársreikninga 1995 og 1994 að staða sveitarfélagsins hefur batnað þegar á heildina er lit- ið, en þetta er erfíður rekstur og erfið skuldastaða." Salmonellan á Landspítalanum Nokkrir fengxi bætur NOKKRIR einstaklingar sem smituðust af salmonellu á Landspítalanum í febrúar síð- astliðnum hafa fengið greiddar bætur m.a. vegna vinnutaps sem þeir urðu fyrir vegna sýk- ingarinnar. Á annað hundrað manns smituðust af salmon- ellu sem rakin var til ijóma- bolla frá Samsölubakaríinu. Að sögn Karls Kristinsson- ar, sérfræðings á sýkladeild Landspítalans, hafa rannsókn- ir á þeim sem smituðust leitt i ljós að enginn þeirra er leng- ur með salmonellu í saur, en síðastliðið vor voru nokkrir ennþá með salmonellu í saurn- um. Þeir voru þá frá störfum, en Karl sagðist ekki vita til þess að neinn þeirra sem smit- uðust væri enn frá störfum. Hann sagði að einhveijir þeirra kynnu að vera með ein- hver liðeinkenni ennþá, en salmonellusýking getur valdið liðverkjum og liðbólgum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.