Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MACROTEL MACROTEL Símakerfi og símsvörunarbúnaður Þar sem góðir kostir sameinast Macrotel MT-I6H er öflugt símkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Möguleikar á stækkun eru fyrir hendi og kerfið getur stærst orðið fyrir 8 bæjarlínur og 16 símtæki, par sem blanda má saman venjulegum og sérbyggðum símtækjum. Auðvelt er að tengja þráðlausa síma, höfuðheyrnartól, módem, o.fl. við símakerfið. Bandarískt hugvit og hönnun sem sameinar hagstætt verð, stækkunar- möguleika, aðlögunarhæfni og auðvelda notkun. Yfir 600 notendur á íslandi. Macrovoice MVX-200 símsvörunarkerfið býður upp á fjölda notkunarmöguleika. Kerfið getur verið símsvari fyrir alla aðila í fyrirtækinu, annast svörun þegar mikið álag er á skiptiborð, verið 2. þrepa innval og gefið þeim sem hringja inn í fyrirtækið valmöguleika t.d. deildic Kerfið er mjög sveigjanlegt og í raun er það aðeins hugmyndaflugið sem takmarkar notkunarmöguleikana.. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Síðumúla37 -1 0 8 Reykjavík Sími 588 - 2800 - Fax 568 - 7447 NY SAGNFRÆÐIRIT Veglegar bækur fyrir alla áhugamenn um þjóðleg fræði og sögu þjóðarinnar. ALFTANESS SAGA Anna Ólafsdóttir Björnsson HElMIRt’OM.ElFSS°N pÓSTSAöM ÞJÓÐSACA POSTSAGA ÍSLANDS 1776-1873 Heimir Þorleifsson J® LAIMDIÐ Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ÞURIÐUR Guðmundsdóttir við nokkrar vörur sínar. Heilsukrem í Vatnsdalnum I Hvammi nýt- ist „illgresið“ til góðs Blönduósi - Á bænum Hvammi II í Vatnsdal er nýlega hafin fram- leiðsla á heilsu- og snyrtikremum sem að mestu eru unnin úr íslensk- um jurtum. Vallhumall og haugarfi eru þær jurtir sem grunnur fram- leiðslunnar er byggður á, jurtir sem sumir kalla illgresi en gegna alls ekki því nafni í Hvammi. Það er húsfreyjan, Þuríður Guð- mundsdóttir, sem telst vera í for- svari fyrir þessari framleiðslu, en eiginmaðurinn, Gunnar Ástvalds- son, er ekki fjarri í.orði og verki. Framleiðslu sína kynna þau hjón undir vörumerkinu Móa. Auk þess að hafa hafist handa við framleiðslu á heilsu- og snyrti- kremum hafa þau hjón Gunnar og Þuríður haft mikinn áhuga á því að byggja athvarf fyrir langveik börn og rennur 5% af söluandvirði snyrtikremanna til þessa. Að sögn þeirra hjóna eru allmiklar líkur á því að þetta áhugamál verði að veruleika, því í þessum mánuði stendur fyrir dyrum að stofna sjálfseignarfélag um byggingu húss fyrir langveik börn í Hvammi. At- IHeimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500 46 46 hvarfinu eða hvíldarheimilinu hefur verið valið nafnið Fjóluhvammur og er ætlað að rísa nyrst í Hvamms- landi. Þetta verður kúluhús á þrem- ur hæðum og verður grunnflötur byggingarinnar rúmir sjö hundruð fermetrar. Að stofnun sjálfseignarfélagsins standa samtökin Umhyggja, en það er félag sem hefur umsjón með um tíu félögum langveikra barna. Að sögn Þuríðar og Gunnars verður fyrsta verkefni sjálfseign arfélags- ins að standa að fjármögnun bygg- ingarinnar en þau áætla að hún muni kosta að minnsta kosti 50 milljónir króna. Þau hjónin ætla að 6-8 börn geti dvalið þarna í lengri eða skemmri tíma, ýmist ein eða með foreldrum, allt eftir því hvað við á hverju sinni. Móa skyiyar mátt móans Kremin sem Þuríður í Hvammi framleiðir eru merkt nafninu Móa. „Móa er kona sem skynjar mátt móans,“ sagði Þuríður Guðmunds- dóttir, „og umgengst hann af virð- ingu“. Þær jurtir sem eru megin uppistaðan í kremframleiðslunni eru vallhumall og haugarfí. Fleiri plöntutegundir koma við sögu, en í minna mæli, en úr plöntunum vinnur Þuríður olíur sem mýkja, næra og græða. Gunnar, sem ekki vildi hafa sig mjög í frammi varðandi kremfram- leisluna, sagðist hafa veitt því at- hygli hversu snarrótargrasið, sem flestir bölva, hafi mikinn gljáa og alveg einstakt þol í íslensku um- hverfí. Fékk hann konu sína til að vinna olíu úr snarrótinni og gera úr henni krem. Reynsla hans er sú að snarrótarkrem sé einhver sá besti handáburður sem hann hefur reynt svo ljóst er að þetta „óþurftar- gras“ í túnum bænda kemur að gagni. Þau hjón voru sammála um það undirbúningur að svona framleiðslu tæki langan tíma og í mörg horn væri að líta. Hönnun umbúða og gerð vörumerkis tekur langan tíma og kynning og markaðssetning ger- ist ekki á einum degi, heldur er hér um eilífðarverkefni að ræða. Gunn- ar nefndi sem dæmi að bara það eitt að fá viðbótarlínu fyrir símann kæmi til með að kosta þau um 120 þúsund krónur. „Þennan kostnað þyrftum við ekki að bera ef við værum í þétt- býli, en þessi kostnaður helgast af því að engin lína er til ráðstöfunar í Vatnsdalnum austanverðum sem stendur," sagði Gunnar að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.