Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Upplestur
á Sóloni
Islandusi
UPPLESTUR verður í kvöld á
Sóloni íslandusi kl.20.30. Þar
munu eftirtaldir rithöfundar
lesa úr nýútkomnum bókum
sínum;
Bjarni Bjarnason les úr
Endurkomu Maríu, Einar Öm
Gunnarsson úr Draugasinfó-
níunni, Elísabet Jökulsdóttir
úr Lúðrasveit Ellu Stínu, Gerð-
ur Kristný úr Regnboganum í
póstinum, Ólafur Gunnarsson
úr Blóðakri, Ólafur Haukur
Símonarson úr Rigning með
köflum. Kynnir er Ólafía
Hrönn Jónsdóttir leikari.
Aðgangur er ókeypis og em
allir velkomnir.
Sýning í
Hornstofu
HANDSPUNA- og ptjónahóp-
ur Þingborgarkvenna ásamt
Kembivélarhópi Þingborgar,
heldur sölusýningu í Homstof-
unni 6.-8. desember í húsnæði
Heimilisiðnaðarfélags íslands,
Laufásvegi 2.
A boðstólum verða lyppur
og kembur, handspunnið band,
sérlitað band og prjónles úr
Þingborgarlopa. Sérstök at-
hygli skal vakin á því að til
sýnis verður stærsta handsp-
unna peysa í heimi.
Sýningin er opin föstudag
og laugardag frá kl. 10-18
og sunnudag frá kl. 13-18.
Halaleikhópurinn
Síðustu
sýningar á
Gullna
hliðinu
UM næstu helgi verða þijár
síðustu sýningar Halaleik-
hópsins á Gullna hliðinu eftir
Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi.
Halaleikhópurinn er áhuga-
leikhópur sem starfar eftir
kjörorðinu „leiklist fýrir alla“
og er þetta fjórða starfsár leik-
hópsins.
25 manns standa að sýning-
unni, fatlaðir og ófatlaðir, fólk
á öllum aldri undir leikstjóm
Eddu V. Guðmundsdóttur leik-
ara. Þetta er í þriðja sinn sem
Edda stýrir hópnum.
Næsta sýning verður föstu-
daginn 6. desember kl. 20.30
og á sunnudag verða tvær
sýningar, kl. 15 og 20.30.
Fyrirlestur í Ný-
listasafninu
„Bylting til-
finninganna“
KRISTÍN Ómarsdóttir rithöf-
undur heldur fyrirlestur í Ný-
listasafninu, Vatnsstíg 3b, í
dag fímmtudag 5. desember
kl. 20.30.
Fyrirlesturinn nefnist:
„Bylting tilfínninganna - Einn
dag verða allir menn frálsir.
Einn dag mun réttlætið sigra
ogjafnvægið komast á... Bylt-
ing tilfínninganna er fyrirlest-
ur um tilfinningar..."
Aðgangur er ókeypis og all-
ir velkomnir.
Smávinir listarinnar
MYNPLIST
Gallerl Fold
MÁLVERK
Samsýning. Opið kl. 10-18 virka
daga, kl. 10-17 laugard. ogkl. 14-17
sunnud. tii 8. des.; aðgangur ókeypis.
í LISTSÖGUNNI má lesa fróð-
legar frásagnir um upphaf listsýn-
inga, þar sem öllum hinum mennt-
aða almenningi gafst kostur á að
skoða þá myndlist, sem unnin var
í samtímanum. Lengst af var skipu-
lag slíkra sýninga í höndum þeirra
sem skipuðu listakademíurnar, þ.e.
í höndum viðurkenndustu lista-
manna dagsins. Vald þessa kerfís
var ekki véfengt fyrr en á síðustu
áratugum 19. aldar, og riðlaðist
síðan fullkomlega nokkru síðar.
Samsýningar listafólks hafa þó
lifað góðu lífi allt til þessa dags,
°g þá gjama á gmndvelli sameigin-
legs félagsskapar og sýningar-
nefnda listafólks. Lengi voru sýn-
ingar á vegum Félags íslenskra
myndlistarmanna (FÍM) merkir at-
burðir í listheiminum, og haustsýn-
ingar félagsins gáfu gott yfírlit
yfír hvað var að gerjast meðal lista-
manna.
Nokkuð er síðan slíkar sýningar
lögðust af og hvort sem það er
vegna nennuleysis eða minnkandi
félagskenndar hafa samtök lista-
manna nær alveg horfíð af vett-
vangi sem drifkraftar í sýningar-
haldi. Þar hafa aðrir þurft að taka
upp merkið og hér er komið að
sýningu sem gerir það með einföld-
um en skemmtilegum hætti.
I boði til sýningarinnar voru li-
stafólki aðeinst sett tvenn ytri
mörk: stærð myndanna skyldi vera -
innan ákveðinna marka og verði
þeirra stillt í hóf. Með þetta vega-
nesti voru send nær 400 verk til
skoðunar, og úr þeim fjölda völdu
forráðamenn staðarins tæplega tvö
hundruð verk eftir fjörutíu og átta
listamenn til sýningar. Hér er því
saman komið mikið úrval fjöl-
breyttra verka, sem rúmast þrátt
fyrir allt ágætlega í þeim sal sem
Gallerí Fold býður upp á.
Við fyrstu yfirsýn vekur einkum
athygli hversu vel listafólkið hefur
náð að nýta sér hið þrönga form
lítilla flata til að skapa fullgild lista-
verk. Það er mikil fjölbreytni í því
sem einstakir listamenn hafa fram
að færa og oft má raunar tala um
myndaflokka fremur en stakar
myndir; sjálfstæði þeirra er einnig
vel undirstrikað með því nána sam-
býli sem hér á sér stað á veggjun-
um.
Það væri að æra óstöðugan að
ætla að nefna einstök verk úr þess-
um fjölda. Þó er vert að benda á
að hér er að finna mörg skemmti-
leg framlög, en meðal þeirra má
nefna verk þeirra Þorgerðar Sig-
urðardóttur, Söru Vilbergsdóttur,
Daða Guðbjömssonar, Hörpu
Björnsdóttur, Ernu og Evu G. Sig-
urðardætra, Sonju Hákansson, De-
rek Karls Mundell, Sigríðar Gísla-
dóttur, Sossu og Brynhildar Óskar
Gísladóttur. Hér er mikill fjöldi
eigulegra mynda, þannig að ljóst
er að þátttakendur hafa unnið vel
úr því veganesti sem þeir fengu til
undirbúnings þessarar sýningar.
Hlutfall kynjanna í hópi sýnenda
vekur nokkra athygli en þar eru
konur fímm á móti hverjum einum
karlmanni. Þetta er auðvitað hærra
hlutfall en í listheiminum almennt,
þó konur séu alls staðar orðnar í
meirihluta meðal félagsmanna í
samtökum listafólks. Hitt kann að
vera mikilvægara að hér njóta allir
sín jafnt; með því að laga sig að
þeim forsendum sem hér ráða ferð-
inni er listafólkið að takast á við
afmörkuð form sem draga fram
markvissa og skemmtilega þætti
listarinnar hjá flestum.
Með þetta í huga er rétt að benda
fólki á að líta inn og skoða þessa
smávini listarinnar, einkum ef það
er í lista-verka-kaupa-hug, þrátt
fyrir takmörkuð fjárráð!
Eiríkur Þorláksson
Síðasta sýn-
ingarhelgi
Rögnu
í OKTÓBER var opnað nýtt mynd-
listarhús í garði Hlaðvarpans að
Vesturgötu 3. Þar hefur myndlist-
arkonan Ragna Róbetsdóttir sýnt
undanfarnar vikur og ber sýning
hennar hafnið Tehús.
Nú er komið að lokum þeirrar
sýningar og er komandi helgi síð-
asta sýningarhelgi. Sýningin verð-
ur opin laugardaginn 7. desember
milli kl. 14 og 17 og tekur Ragna
þar á móti gestum.
Sýningunni lýkur á sunnudag.
------» ♦ ♦------
Síðasta sýning-
arhelgi
SÝNINGUM Finns Arnars, Ingi-
leifar Thorlacius og Guðrúnar
Halldóru í Nýlistasafninu, Vatns-
stíg 3b lýkur nú á sunnudag.
Finnur Arnar sýnir í neðri sölum
safnsins og Ingileif Thorlacius í
efri sölum, Guðrún Halldóra er
gestur safnsins í setustofu að
þessu sinni.
Sýningarnar eru opnar frá kl.
14-18.
„Geðklofínn gamanleik-
ur“ á Breiðumýri
Atli Vigfusson
ANITA, Gaui og Tryggvi (Þorgerður Sigurgeirsdóttir, Ingólfur
Víðir Ingólfsson og Sverrir Guðmundsson.)
Laxamýri. Morgunbiaðið.
LEIKDEILD Eflingar í Reykjad-
al sýnir um þessar mundir á
Breiðumýri leikritið Himnaríki
eftir Árna Ibsen og er þetta í
annað sinn sem verkið er sett
upp hér á landi.
„Himnaríki-geðklofinn gam-
anleikur" var upphaflega skrif-
að fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið
Hermóð og Háðvöru og sett þar
upp síðastliðinn vetur. Þar sló
það í gegn, fékk frábæra dóma
og var sýnt 85 sinnum. Leikfé-
laginu var síðan boðið með verk-
ið á leiklistarhátíðir í Bergen,
Bonn og Stokkhólmi.
Höfundurinn Árni Ibsen hef-
ur verið tilnefndur af íslands
hálfu til Leikskáldaverðlauna
Norðurlanda 1996 ogákveðið
hefur verið að setja það upp á
þremur stöðum í Noregi á næst-
unni.
Uppsetning verksins er
óvanaleg á þann hátt að leiksvið-
ið er staðsett á miðju gólfi sýn-
ingarsalarins og áhorfenda-
svæðin eru tvö. Verkið skiptist
í tvo þætti sem leiknir eru sam-
tímis og skiptir ekki máli hvorn
þáttinn fólk sér á undan. Því
þarf að skipta um sæti eftir hlé
og ekki að neita að undrunar-
svipur hafi komið á marga gesti
þegar þeir uppgötvuðu þetta
leikhúsform.
Leikmyndina fékk leikdeild
Eflingar að láni og gekk vel að
koma henni upp í samkomuhús-
inu á Breiðumýri.
Hlutverkin sem eru sex eru
leikin af Freydísi Önnu Arn-
grímsdóttur, Herði Benónýs-
syni, Ingólfi Víði Ingólfssyni,
Jóhönnu Magneu Stefánsdóttur,
Sverri Guðmundssyni og Þor-
gerði Sigurgeirsdóttur. Leik-
stjórn annast Arnór Benónýsson
og var honum, höfundindum og
leikendum klappað lof í lófa í
lok frumsýningar.
Kaldalónskvöld
TÓNLIST
Gcrðarsafn í
Kópavogi
SAMSÖNGUR
Jónas Ingimundarson við slaghörp-
una og söngvaramir Sigrún Hjálm-
týsdóttír, Óskar Pétursson, Björgvin
Þórðarson, Friðbjöm G. Jónsson,
Eiríkur Hreinn Helgason, Kristinn
Hallsson og karlakór fluttu söngva
eftir Sigvalda Kaldalóns. Þriðjudag-
urinn 2. desember, 1996.
SIGVALDI Kaldalóns gaf sín
fyrstu lög út árið 1916 og þar var
að fínna lög eins og Þú eina hjart-
ans yndið mitt, Sofðu, sofðu, góði,
Á Sprengisandi, Ég sit í kvöld, og
Draumur hjarðsveinsins. Ári seinna
komu út þtjú lög og í því hefti var
eitt af dramatískari lögum Sig-
valda, Alfaðir ræður. Þriðja heftið,
sem gefíð var út 1918, inniheldur
tíu lög og meðal þeirra eru mörg
af vinsælustu sönglögum hans, eins
og t.d. Heimir, Svanurinn minn
syngur, Ég lít í anda liðna tíð,
Brúnaljósin blíðu, Ég gleymi því
aldrei og Bíum, bíum, bamba.
Ekki verður ráðið af útgáfu
Kaldalóns útgáfunnar neitt um
frumútgáfuár seinni laga Kaldalóns
og er það í raun nokkur galli en
hann átti eftir að bæta í safnið lög-
um eins og Leitin, Þú mildi vorsins
vindur, Stormar og Leiðsla, sem
bæði eru meðal sérkennilegustu
laga hans, Svanasöng á heiði, Þótt
þú langförull legðir, Erla, Lofíð
þreyttum að sofa, Mamma ætlar
að sofa, Hamraborgin, Suðurnesja-
menn, Nóttin var sú ágæt ein, Betli-
kerlingin, Plágan hafði gengið,
Einn dunandi dans og síðast en
ekki síst, Ave María.
Þetta er í raun ótrúlegt safn
ágætra laga og stíll þeirra mjög
samfeildur. Lagferlið er oft sér-
kennilega samstætt og er athyglis-
vert að við lauslega athugun fann
undirritaður sex lög, sem öll hefjast
á upptakti á dóminant og stökkva
upp á mediant, þ.e., í C-dúr, frá g
upp á e (stór sexund). Þessi glað-
legu lög eru; Þú eina hjartans ynd-
ið mitt, Eg sit í kvöld, Ég gleymi
því aldrei, Þú mildi vorsins vindur,
Ég reið um sumaraftan einn og
Vorsins friður. Þá er Medianttónn-
inn (e í C-dúr) mikils ráðandi í upp-
hafi nokkurra laga og í upphafi
dramatískari laga, eins og Kveldrið-
ur, Stormar og Betlikerlingin, er
upphafíð á lágum dóminant og kem-
ur þessi tónstaða einnig fyrir inni
í miðjum lögum, eins og t.d. í
Hamraborginni. Þtjú önnur lög sem
hefjast á lágu tónsviði (frumtóni)
eru Heimir, Alfaðir ræður og
Leiðsla. Þannig hefur tónskipanin
ráðist af textanum og er það eitt
af því sem gerir lög Kaldalóns svo
sérstök, að lagferli og merkingtext-
ans er oft eins og tvinnað í eitt.
Þennan galdur kunna fáir að magna
upp, með sama glæsibrag og Sig-
valdi Kaldalóns gerði og þar í sækja
söngvarar og hlustendur sína
músikupplifun.
Tónleikarnir „Við slaghörpuna“
voru að því leyti til við mörk þess
vafasama að karlakórinn var heldur
svona slakur, enda trúlega lítið
samæfður. Einsöngvararnir voru
Sigrún Hjálmtýsdóttir, er söng
mjög vel, Svanurinn minn syngur,
Svanasöng á heiði, Ég gleymi því
aldrei, Vögguljóð á hörpu og svo
Ave María, en önnur lög eins og
Ti) næturinnar, Máninn, Kossavís-
ur, getur enginn söngvari sungið
vel, vegna þess að þau eru einfald-
lega ekki góð söngverk. Óskar Pét-
ursson söng margt vel, eins og t.d.
Þú eina hjartans yndið mitt, Eg lít
í anda liðna tíð, þó það væri allt
of hægt sungið, bókstaflega slitið
í sundur, Vorvindur og Hamraborg-
in. Friðbjörn G. Jónsson söng Bær-
ist varla blað á grein og Eiríkur
Hreinn Helgason, Suðurnesjamenn,
báðir með karlakórnum og gerðu
það ágætlega. Björgvin Þórðarson
söng tvö lög en í öðru laginu, Storm-
ar, lék Jónas allt of sterkt á píanó-
ið. Kristinn Hallsson söng með í
karlakórnum og einnig einsöng í
Plágan hafði gengið og náði með
einstaklega skýrri framsetningu og
leikrænni túlkun, sem er hans að-
all, að lyfta laginu upp á hærri
pallinn.
Þrátt fyrir að margt væri vel og
þokkalega gert á þessum Kalda-
lónstónleikum, var heildarsvipurinn
einum of nærri áhugamennskunni,
sem er alls góðs makleg. Sigvaldi
Kaldalóns á það svo sem inni hjá
íslenskum flytjendum, að þeir héldu
að minnsta kosti eina glæsilega
„portrett" tónleika með völdum
söngverkum eftir hann.
Jón Ásgeirsson