Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ __________________LISTIR Tveggja heima sýn BOKMENNTIR Endurminningar JÚRÍÚR NEÐRA eftir Ej^vind Erlendsson og Júrí A. Resetov. Útg. Fjölvi. Prentun: Grafík hf. Reykjavík, 1996. Verð kr. 3.680. SENDIHERRA Rússa á íslandi kemur ekki fyrir sjónir eins og við ímyndum okkur dæmigerðan diplomat. Miklu fremur minnir hann á fastmæltan íslenskan bónda, dálítið svona vinnulegan og veðurbarinn, einbeittan á svip, gætinn í orðum. Þeirra hluta vegna gæti hann allt eins verið hreppstjóri norður í Húnavatns- sýslu. Að sendiherra erlends ríkis skuli tala íslensku - og tala hana svona vel - það telst ekki síður til nýlundu. Af endurminningum þessum ræð ég að Júrí A. Resetov sé menntamaður fremur en stjórn- kerfismaður. Feril sinn hóf hann líka sem attaché culturel. Síðan kleif hann tröppurnar upp eftir stiganum hefðinni samkvæmt, upp í sendiherrastöðuna. Til Sovétríkjanna litum við á sínum tíma sem fjarlægs heims og lokaðs. Nú er þar allt opið og frjálst. Þá mun aftur kominn tími til að minnast skyldleikans. Orðið Rússland er norrænt, rússi merkir ræðari. Norrænir víkingar, sem vanir voru að komast leiðar sinnar á skipum, notuðu stórfljót Rúss- lands sem samgönguleiðir. Þeir stofnuðu Garðaríki. Islenskir vær- ingjar fóru um Rússland til Mikla- garðs og settust þar að sumir hveijir. Þar var Grettis hefnt. Norrænt útlit margra Rússa minnir á upprunann. Eyvindur Erlendsson er rússne- skumælandi, menntaðist í Sovét- ríkjunum gömlu og veit því hvað hann er að færa í letur. Þetta er ekki ævisaga í venjulegum skiln- ingi heldur er bókin »byggð á ferli« Resetovs eins og segir á titilsíðu. Reyndar stendur ýmislegt fleira á titilsíðunni. Meðal annars segir að þetta sé saga með útúrdúrum og það er hverju orði sannara. Sjálfur þarf skrásetjarinn að fá nokkuð fyrir snúð sinn, sýna hvað hann getur! Hann er sem sé stílisti ágætur og fimleikamaður í andan- um. í texta hans kennir margra grasa, meðal annars nýnefna og orðaleikja auk ýmiss konar per- sónulegra tilbrigða við ný og göm- ul stef í tónstiga tungunnar. Til að mynda heiti bókarinnar! Borg Resetovs hét frá fornu fari Nishni Novgorod eða Neðri-Nýibær, í daglegu tali þar um slóðir kallað / Neðra. Örugglega vita þeir báð- ir, sögumaður og skrásetjari, hvaða hugrenningatengsl þetta / neðra vekur með íslenskum le- sanda. Ekki geri ég mér fullljóst hvort heldur beri að skilja þetta sem grínið einbert ellegar verið sé að sneiða að kerfinu gamla. Nema hvort tveggja sé? Skemmst er þó frá að segja að maður verður hvergi fyrir von- brigðum við lestur þessarar bókar. Hún er stór í sniðum eins og land sögumanns, sums staðar dálítið torlesin en yfirhöfuð að tala borin uppi af sterkri undiröldu. Resetov hefur lifað og starfað á umbrota- tímum, ekki aðeins í sögu þjóðar sinnar heldur og heimsins alls. Hann er í senn dulur og opinskár, vafalaust líka tilfinninganæmur, hvarvetna með augun opin fyrir því mannlega og metur manngild- ið augljóslega meir en orður og titla. A tímum Sovétríkjanna varð starfsmaður í utanríkisþjón- ustunni að hegða sér í einu og öllu eins og til var ætlast stöðu hans samkvæmt. Dýrt spaug að víkja frá því! Það var harður skóli, en góður á sinn hátt. Resetov reyndi þó að fara »framhjá huliðs- hjálmsklæddum riddurum skýrslu- gerðanna« og njóta frelsisins, víkka sjónhringinn og afla sér reynslu með persónulegum kynn- um við fólk í löndum þeim sem hann gisti; og tókst það furðuvel. En Sovétborgari, sem hélt til Vest- urlanda, kynntist vissulega nýjum lífsháttum. Eftir það mátti segja að honum gæfist sýn til tveggja heima. Hvað svo helst vekur athygli í þessum frásögnum Resetovs? Það er vant að greina þar sem hann . ' ** , jjpgpt. w 8 k 1 m ' ^iw .\f? Eyvindur Erlendsson Júrí A. Resetov hefur víða farið, margt reynt og hefur þar af leiðandi frá mörgu að segja. Lýsingar hans sem ungs manns á daglega lífinu í heima- landinu, Sovétríkjunum, eru sann- arlega merkilegar því þar er öllu lýst innan frá. Fróðlegt er að bera endurminningar Resetovs saman við frásagnir andófsmanna sem komust í kast við kerfið og flýðu til Vesturlanda. Sögur þeirra voru auðvitað sannar frá þeirra sjónar- miði séð en tæpast alveg hlutlæg- ar þar sem þeir höfðu sagt sig úr lögum við kerfið og þar með dag- lega lífið. Maður eins og Resetov, sem ólst upp í og með kerfinu og bjó sig síðan undir að ganga í þjón- ustu þess, hlaut að horfa til þess með annars konar hugarfari. Meðan landið var lokað - utan frá að sjá - gerði maður sér í hugarlund að lífið mundi vera þar í meira lagi stíft og ópersónulegt, áhættulaust fyrir þann sem hlýddi yfirvöldunum, en jafnframt gleði- snautt. En þar sannaðist að ímyndunaraflið um- breytir einlægt því sem hulið er. Eðli mannsins er nú einu sinni hið sama hvar sem er og hvenær sem er. Unga fólkið hlust- ar á foreldra og aðra yfirboðara en hlýðir rödd hjartans þegar til kastanna kemur. Ekkert kerfi er svo sterkt að það megni að bæla manneðlið til lengdar. Sovétkerfíð reyndist líka veikara en sýndist. í bókinni gefur að líta dæmi þess hversu glæsilegar áætlanir gátu verið slaklega undirbúnar og árangurinn þar með orðið minni en skyldi. Hvað þetta kerfi var og hvernig það var? Því svarar bók þessi býsna vel svo langt sem hún nær. Þótt vegsemd og virðing fylgi sendiherrastarfinu er vandinn oft ekki minni. Bók þessi greinir ekki aðeins frá manninum Resetov og reynslu hans heldur einnig frá störfum hans og hugsjónum að því leyti sem það tvennt gat farið saman. »Hún er einnig,« eins og segir á einum stað, »um tilvistar- kreppu og að nokkru um sigur þeirrar kynslóðar, sem brátt fer að hugsa til þess að ljúka dags- verki.« Embættismaður í stóru og víðlendu ríki gleymist um leið og hann lætur af störfum. íslendingar eru fáir og leggja allt á minnið. Maður eins og Júrí A. Resetov getur því orðið langlífur í landi voru. Erlendur Jónsson BÓKMENNTIR Smásögur OLNBOGABÖRN eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur, HV-útgófan, 1996 - 80 bls. SMÁSÖGUFORMIÐ er furðu rúmgott. Innan þess rúmast jafnt örsögur sem lengri sögur, ævintýri sem raunsæisverk, rómantík sem módernismi. Þó nóg sé til af formúl- um um það hvernig smásagan skuli vera er þó staðreyndin sú að smá- saga er tiltölulega fijálst bók- menntaform. Smásögur Hrafnhild- ar Valgarðsdóttur í bók hennar Olnbogabörnum eru t.a.m. sér- kennileg blanda af rómantískum ævintýrum með raunsæislegum frásagnarhætti og táknsæjum og módernískum sögum. Frásöguháttur Hrafnhildar er vitaskuld ekki alltaf eins. En stund- um einkennist hann af einfaldri og allt að því barnslegri frásögn sem minnir á stundum á dæmisögu eða listræn ævintýri. Dæmi um slíkar frásagnir eru sagan um konung kattanna sem hafði þá einu köllun að beijast, sigra og falla í barátt- unni um konungstitilinn eða tákn- sagan um ævistarf listamannsins, listaverkið sem bráðnaði þegar það Glerheimur hafði verið fullkomnað o g eftir urðu þrír pollar með blóði, svita og tár- um. Aðrar sögur eru framandlegri. Þær eru gjaman sagðar í 1. persónu eintölu og minna um sumt á kafkaískan frásagnar- heim, t.a.m. Hús ekkj- unnar, sagan um stúlk- una sem fær að búa í glæsilegu húsi ekkju einnar án þess að nokkurs sé krafíst í staðinn að því er virð- ist. Sagan einkennist af óvissu stúlkunnar um stöðu sína og tilveru í þessu húsi og framandleika hennar and- spænis þeirri tilvera. Megineinkenni sumra slíkra sagna er að þær hverfast á vissan hátt fremur um myndheim sinn en frásögnina. Sumum lýkur þannig á mynd sem eftir stendur í huga les- enda. Þannig er t.a.m. verðlauna- sagan Jólagjöf heilagrar Maríu. Sagan endar á því að hinn fagri Davíð, táknmynd hreinleikans og feg- urðarinnar, leggur á flótta undan mannleg- um tilfinningum frá spítalanum þar sem honum hefur verið komið fyrir. Hann hverfur í hríðarbyl og sést aldrei meir. Enn sterkara er þetta einkenni í sög- unni Himnabrúður sem segir frá ungri stúlku sem upplifir dauða aldraðrar vin- konu sinnar. Gagnvart þeirri sýn fínnst henni hún verða eins og hvalur að kafna á þurru landi: „Vaknaðu. Setta. Eg er að breyt- ast í hval. Líkaminn þenst út. Gólf- ið togar í mig. Ég lek niður, renn stjórnlaust eftir gólfum, yfir þrö- skulda, yfír spotta, tvinnakefli og tölur. Ég er hvalur. Hvalur að kafna á þurru landi. Flæðandi hval- ur.“ Víða grípur Hrafnhildur til sterkra meðala í lýsingum sínum, teflir fram andstæðum og persónur eru dregnar skýrum dráttum. Eitt megineinkenni margra þessara per- sóna er að þær eru olnbogabörn vegna sérkenna sinna og veikleika og oft bera kenndir þeirra og hátt- erni vott um sjúkleika. Davíð í sög- unni um jólagjöfína er svo gjörsam- lega sviptur veruleikatengslum að hann er ósjálfbjarga. Heilög María í sömu sögu býr við svo bælt tilfinn- ingalíf að öll mannleg tengsl henn- ar verða bjöguð og prestsefnið í sögunni Dóttir Satans er það bæld- ur kynferðislega að hann átelur barnsmóður sína um að hafa tælt sig og ber þær sakir á hana yfir líki barnsins þeirra að hún sé dótt- ir Satans. Mikilvægustu söguefni Hrafn- hildar kalla jafnvel stundum á hugsanatengsl við nýrómantíkina, einkum glíma hennar við fegurð- arímyndina. Hún nálgast hana einkum á tvennan hátt. Annars vegar skoðar hún persónur sem lifa í kristalskenndum blekkingar- heimi, persónur sem eru þá jafnvel viðfang fagurkerans, þess sem upplifir fegurðina. Þegar fegurðar- Hrafnhildur Valgarðsdóttir heimurinn rofnar og veruleikinn flæðir inn rofnar grundvöllur til- verunnar með. Um hinn saklausa og fagra Davíð sem hvarf út í myrkur jólanætur er spurt: „Hver var hann? Var hann aðeins goð- sögn í vondum heimi? Var hann aðeins ósk sem rættist um stund? Eða var hann bara hugarfóstur stritandi kvenna?“ Hins vegar skoðar Hrafnhjldur svo persónur sem halda dauðahaldi í þennan fegurðar- og blekkingar- heim en út frá þeim neikvæðu for- sendum að veröldin sé drullupyttur og fegurðarheimurinn það eina sem sé einhvers virði. Eða eins og heilög María, yfirhjúkrunarkona spítalans, þar sem Davíð dvaldi, orðar það: „Ég segi það enn og aftur; heimurinn er drullupyttur, en enginn drullupyttur er dýpri og drullugri en mannshugurinn." Ein- mitt þetta fólk heldur dauðahaldi í blekkingarheim fegurðarímynd- arinnar í sínum kalda glerheimi. Að mínu mati er eftir allnokkru að slægjast í smásagnaheimi Hrafnhildar Valgarðsdóttur. Mér þykja viðfangsefni hennar áhuga- verð og tök hennar á efninu prýði- leg. Skafti Þ. Halldórsson Ærslabelgir BÓKMENNTIR Unglingasaga VE^IBTA BESTA SKÓLAÁR 7 X ALLRA TÍMA Höfundur: Barbara Robinson. Þýðing: Jón Daníelsson. Umbrot og frágangur: Skjaldborg ehf. Prentun: Singapore. Útgefandi: Skjald- borg ehf. 1996.133 síður. ÞAÐ er ekki hollt fyrir flensusjúka að fá slíka bók í hendur, því höfundur kitlar les- endur svo að þeir ráða sér ekki fyrir hlátri. Svo fór mér, gömul lungu báðu sér hrein- lega vægðar. Hér segir frá Herdman-systkinunum sex, skelfum miklum, svo kennarar og skóla- stjóri Woodrow Wilson-skóla flytja þau milli bekkja, hvort sem þau hafa til prófsins unn- ið eða ekki. Engum væri sú refsing bærileg að hafa tvö þeirra saman í bekk, hvorki kennara né nemum. Þú skilur, er þú heyrir lýsingu höfundar á þeim: „Þau voru hvorki heiðarleg, skemmtileg, dugleg, samvinnuþýð né hrein. Þau sögðu ósatt, reyktu vindla, kveiktu í hinu og þessu, börðu smákrakka, bölvuðu og skrópuðu í skóla hvenær sem þeim datt í hug. Og þegar þau komu í skól- ann var það ekki til að læra neitt.“ Af slíkri lýsingu má öllum vera ljóst, að nóg er álag- ið að glíma við eitt, hvað þá tvö eða fleiri. Skýrir kannski líka, hví faðirinn flýr að heiman, eftir að Gladys, telpan hans yngsta, bætist í hópinn. Hvaða kverkatökum þau beittu karlinn, hefi ég ekki hugmynd um, því höfundur býður lesanda ekki í stofu heimilisins, heldur leyfir honum aðeins að gægjast yfír netlugerðið er umlykur skúr- inn, heimilið. Hitt er af lýsingum bókar ljóst, að Lína langsokkur og Emil í Kattholti hefðu vel getað farið í skóla til þeirra Herman- systkina og kattar þeirra: Þau ræna barni, skreyta á því koll, og selja aðgang að lista- verkinu; þau reyna að þvo kattargreyið í þvottavél við vígslu nýs þvottahúss, og í írafárinu lendir kvikindið undir kvoðubursta rakarans, sem hélt viðskiptavin í stól; væri boðið til veizlu, þá var eins víst að veizlugest- ir væru leiddi að borðum, þar sem „nöguð bein og sleiktir diskar" biðu þeirra; nú kæm- ust froskar í drykkjarvatn, „dauðar mýs“ í kennarapúlt eða heilar bekkjarsagnir legð- ust í rúm af hræðslu einni, svo fátt eitt sé nefnt, þá þurfti enginn að leita sökudólgs- ins, allir „vissu“ að þar hefðu Herdman- systkini verið á för. „Þegar alþjóð einum spáir óláns, rætist það ...“ segir Stephan G., ef mig mis- minnir ekki, í ljóði sínu Jón hrak, víst er um það, og margt gerðu þau systkin sem til knytta er talið. Beth, sem söguna segir og á eitt þeirra systkina, Imogene, sem bekkjarsystur, fær rnig til að minnast urðarkattanna er leituðu í hlýju hverahitans austur í Ölfusi, þá ég var ungur. Þeir bitu og klóruðu meðan þeir vissu ekki hvað blíðustroka var, en voru undrafljótir að breytast í malandi stofudýr, þá þeim var sýnd vinsemd og skilningur. Eins mun um þau systkin, og í frásögn telp- unnar urðu þau mér kær, ég hreinlega skammast mín fyrir, hve mörgum börnum eru búin sömu kjör og þeim. Þýðing Jóns er á fögru, ljúfu máli. Sértu að leita bókar sem gleður, kætir, en vekur um leið spurnir, þá skaltu fletta þessari. Hún svíkur engan. Hafí allir er að unnu þökk. Sig. Haukur. I i \ \ \ \ I I : I [ I L : ; i í i c i ! í í I í I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.