Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 57 FRÉTTIR Fyrirlestur um hjálpar- hugtakið JÓN Björnsson, framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félags- mála hjá Reykjavíkurborg heldur fyrirlestur mánudagskvöldið 9. des- ember kl. 20.15 á vegum Siðfræði- stofnunar og Framtíðarstofnunar um hjálparhugtakið. „Á síðustu áratugum hafa menn þóst sjá ýmiskonar veikleikamerki á velferðarkerfum Evrópu, jafnvel að þau hafi brugðist hlutverki sínu með öllu. í erindinu er fjallað um hugtakið „hjálp“, sálfræðilegar og samfélagslegar forsendur þess að fólk hjálpist að í samfélaginu. Vel- ferðarkerfínu er lýst sem verkfæri til að veita þeim einstaklingum og hópum hjálp sem hennar þurfa. Sú tilgáta er sett fram að „skrifræðis- legt velferðarkerfí“ mæti ekki þeim sálfræðilegu forsendum sem þurfa að vera til staðar svo fólk annars vegar vilji veita hjálp, og hinsvegar að fólk geti nýtt sér hjálp,“ segir í fréttatilkynningu. Jón hefur ritað fjölmargar grein- ar í tímarit og bækur; einkum um félagsmál almennt, öldrunarmál, atvinnuleysi og jaðarsvæði sálfræði og heimspeki. Ennfremur hefur hann haldið erindi m.a. á fjölmörg- um norrænum ráðstefnum. Þá hef- ur hann ritað bók um hugmyndir manna um frelsi viljans og örlaga- hugtakið (Af örlögum mannanna 1991). Fyrirlesturinn er haldinn í Odda, stofu 101. Hann er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. -----♦ ♦ ♦----- Jólafundur hjá Styrk HINN árlegi jólafundur Styrks, samtaka krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, verður í Kiwanishúsinu á Engjateigi 11 í Reykjavík fimmtudaginn 5. desem- ber kl. 20.30. Félagar í Stómasam- tökum íslands og Nýrri rödd eru sérstakir gestir. Þessi fundur er í boði Kiwanisklúbbsins Esju, sem sér um veitingar. Fyrst á dagskrá er að Friðrik Erlingsson, rithöfundur, les úr nýrri bók sinni um sr. Pétur Þórar- insson og Ingibjörgu Sigurlaugs- dóttur. Síðan les Helga Jónsdóttir leikari ljóð eftir Davíð Stefánsson en nýlega er kominn út geisladisk- ur með lestri Helgu og bróður henn- ar, Arnars Jónssonar. Þá flytur Ingileif Malmberg hugvekju en hún er sérmenntuð í sálgæslu sjúkra. Styrkur gefur útjólakort STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra hefur gefíð út jólakort. Á kortinu er pastelmyndin „Þjóðsaga" eftir Jón Reykdal, listmálara, en hann gaf samtökunum birtingarrétt á myndinni. Kortin verða til sölu hjá Krabbameinsfélaginu. MYNDIN er tekin í kapellu Skjóls þar sem kertastjakarn- ir sjást. Kertasljakar horfnir frá Skjóli TVEIR kertastjakar hurfu í síðast- liðinni viku úr kapellu í Hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Stjakarnir eru úr messing, 38 sm háir með kertastandi og vega um 6 kg hvor. Formið er stuðla- bergsdrangur og upp úr honum miðjum rís hæsta súlan og myndar krossmark 25 sm hátt með sex- strendum diski sem kerstastandur- inn er greyptur í. Þeir, sem einhveijar upplýs- ingar gætu gefið um hvar þessir stjakar eru nú, hafi vinsamlegast samband við Rannsóknarlögreglu ríkisins. Jólakort Félags eldri borg-ara ÚT ERU komin jólakort Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni með mynd af Dómkirkjunni og Alþingishúsinu í vetrarbúningi. Kortin eru ein mikilvægasta fjár- öflunarleið félagsins og fást á skrif- stofu FEB, Risinu, Hverfisgötu 105. Umræðufundur Islenskrar ættleiðingar FÉLAGIÐ íslensk ættleiðing hefur nú hleypt af stokkunum þeirri nýj- ung að hafa umræðufundi fyrir félagsmenn í hveijum mánuði. Næsti fundur verður laugardaginn 7. desernber kl. 10-12 og verður þá rætt og frætt um sjálftraust og jákvæða sjálfsímynd barna og unglinga undir stjórn Snjólaugar Stefánsdóttur, uppeldis- og fjöl- skylduráðgjafa, sem einnig er kjör- móðir. Fundurinn er haldinn á skrifstofu félagsins á Grettisgötu 6. Þátttökugjald er 500 kr., kaffi innifalið og er fólk beðið að til- kynna þátttöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.