Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 57

Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 57 FRÉTTIR Fyrirlestur um hjálpar- hugtakið JÓN Björnsson, framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félags- mála hjá Reykjavíkurborg heldur fyrirlestur mánudagskvöldið 9. des- ember kl. 20.15 á vegum Siðfræði- stofnunar og Framtíðarstofnunar um hjálparhugtakið. „Á síðustu áratugum hafa menn þóst sjá ýmiskonar veikleikamerki á velferðarkerfum Evrópu, jafnvel að þau hafi brugðist hlutverki sínu með öllu. í erindinu er fjallað um hugtakið „hjálp“, sálfræðilegar og samfélagslegar forsendur þess að fólk hjálpist að í samfélaginu. Vel- ferðarkerfínu er lýst sem verkfæri til að veita þeim einstaklingum og hópum hjálp sem hennar þurfa. Sú tilgáta er sett fram að „skrifræðis- legt velferðarkerfí“ mæti ekki þeim sálfræðilegu forsendum sem þurfa að vera til staðar svo fólk annars vegar vilji veita hjálp, og hinsvegar að fólk geti nýtt sér hjálp,“ segir í fréttatilkynningu. Jón hefur ritað fjölmargar grein- ar í tímarit og bækur; einkum um félagsmál almennt, öldrunarmál, atvinnuleysi og jaðarsvæði sálfræði og heimspeki. Ennfremur hefur hann haldið erindi m.a. á fjölmörg- um norrænum ráðstefnum. Þá hef- ur hann ritað bók um hugmyndir manna um frelsi viljans og örlaga- hugtakið (Af örlögum mannanna 1991). Fyrirlesturinn er haldinn í Odda, stofu 101. Hann er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. -----♦ ♦ ♦----- Jólafundur hjá Styrk HINN árlegi jólafundur Styrks, samtaka krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, verður í Kiwanishúsinu á Engjateigi 11 í Reykjavík fimmtudaginn 5. desem- ber kl. 20.30. Félagar í Stómasam- tökum íslands og Nýrri rödd eru sérstakir gestir. Þessi fundur er í boði Kiwanisklúbbsins Esju, sem sér um veitingar. Fyrst á dagskrá er að Friðrik Erlingsson, rithöfundur, les úr nýrri bók sinni um sr. Pétur Þórar- insson og Ingibjörgu Sigurlaugs- dóttur. Síðan les Helga Jónsdóttir leikari ljóð eftir Davíð Stefánsson en nýlega er kominn út geisladisk- ur með lestri Helgu og bróður henn- ar, Arnars Jónssonar. Þá flytur Ingileif Malmberg hugvekju en hún er sérmenntuð í sálgæslu sjúkra. Styrkur gefur útjólakort STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra hefur gefíð út jólakort. Á kortinu er pastelmyndin „Þjóðsaga" eftir Jón Reykdal, listmálara, en hann gaf samtökunum birtingarrétt á myndinni. Kortin verða til sölu hjá Krabbameinsfélaginu. MYNDIN er tekin í kapellu Skjóls þar sem kertastjakarn- ir sjást. Kertasljakar horfnir frá Skjóli TVEIR kertastjakar hurfu í síðast- liðinni viku úr kapellu í Hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Stjakarnir eru úr messing, 38 sm háir með kertastandi og vega um 6 kg hvor. Formið er stuðla- bergsdrangur og upp úr honum miðjum rís hæsta súlan og myndar krossmark 25 sm hátt með sex- strendum diski sem kerstastandur- inn er greyptur í. Þeir, sem einhveijar upplýs- ingar gætu gefið um hvar þessir stjakar eru nú, hafi vinsamlegast samband við Rannsóknarlögreglu ríkisins. Jólakort Félags eldri borg-ara ÚT ERU komin jólakort Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni með mynd af Dómkirkjunni og Alþingishúsinu í vetrarbúningi. Kortin eru ein mikilvægasta fjár- öflunarleið félagsins og fást á skrif- stofu FEB, Risinu, Hverfisgötu 105. Umræðufundur Islenskrar ættleiðingar FÉLAGIÐ íslensk ættleiðing hefur nú hleypt af stokkunum þeirri nýj- ung að hafa umræðufundi fyrir félagsmenn í hveijum mánuði. Næsti fundur verður laugardaginn 7. desernber kl. 10-12 og verður þá rætt og frætt um sjálftraust og jákvæða sjálfsímynd barna og unglinga undir stjórn Snjólaugar Stefánsdóttur, uppeldis- og fjöl- skylduráðgjafa, sem einnig er kjör- móðir. Fundurinn er haldinn á skrifstofu félagsins á Grettisgötu 6. Þátttökugjald er 500 kr., kaffi innifalið og er fólk beðið að til- kynna þátttöku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.