Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRÐUR Sveinsson, yfirlæknir, faðir Agnars, í
flauelsjakkanum og kettlingurinn sofandi á borðinu.
IVAGNI
TÍMANS
Rithöfunduinnr Agnar Þórðarson hefur lif-
að tímana tvenna. Hann fæddst í lok fyrri
heimsstyrjaldar, glímdi ungur við þann mikla
vágest berklana, gengur í þjónustu Breta í
seinna stríði og starfar síðan sem rithöfund-
ur í erfíðu andrúmslofti kalda stríðsins í
Reykjavík eftirstríðsáranna. í nýrri minn-
ingabók sinni, I vagni tímans, rifjar hann
upp minnisstæð atvik í lífí sínu og segir frá
kynnum við fjölda fólks. Morgunblaðið birtir
hér tvo kafla, annars vegar upphafskafla
bókarinnar og hins vegar kafla þar sem
Agnar segir frá þvi þegar hann er grunaður
um morð í New York ...
eftir Topelíus í mörgum
bindum læstar inni í
heiðursskáp með gleri,
engan okkar hefði þá
órað fyrir því að Eyþór
ætti sjálfur eftir að
verða frægur herlæknir
í Vietnamstríðinu, sem
hann skrifaði þó ekkert
um, frekar en svo
margt annað sem á
daga hans dreif í fjar-
lægum heimsálfum,
þrátt fyrir mikla rithöf-
undarhæfileika og
skarpskyggni.
Hann var fráneygur,
otureygur sagði Ed-
varda í Pan um Glan
liðsforingja, tvírætt
bros lék oft um varir Eyþórs sem
AGNARá
Kaupmanna-
hafnarárunum.
dóm minn
lýsingu hjá Helga Ing-
varssyni lungnalækni
sem ég setti allt mitt
traust á.
Fannst mér þó hálft
í hvoru, þegar mér varð
litið til gamla mennta-
skólahússins við
Lækjargötu að ég væri
að svíkjast um, þama
sætu jafnaldrar mínir
og hlustuðu af skyldu-
rækni á kennara sína
meðan ég gat sofið út
á morgnana og verið
sjálfs mín herra mest-
allan daginn. Það
óbragð kom þó oft í
munn mér að ég hefði
framkallað lungnasjúk-
til að sleppa undan ýms-
Asíðustu vetrardögum það
herrans ár 1939 fannst
skaparanum kominn tími
til að svipta dulum frá
gluggum lífs míns og sýna mér
dýrð daganna sem horfið höfðu
sjónum mínum um sinn.
Úfið blýgrátt hafið blasti við þeg-
ar landið var sokkið í djúpið líkt og
goðsögnin um Atlantis hermir, horf-
inn heimur með minningar fyrri tíð-
ar á hafsbotni gleymskunnar.
Ég stóð við borðstokkinn á stál-
skipinu sem klauf breiða undiröld-
una og skildi í kjölfarinu ólgandi
rönd eftir skrúfuna sem knúði far-
kostinn áfram yfir ómældar víddir
hafsins.
Skyndilega barst mér að eyrum
jarmur sjófugla sem fögnuðu manni
-' með hvíta stromphúfu sem kom aft-
ur á skutinn og dembdi matarleifum
úr fötu í iðandi röstina. Þetta var
veislugleði fastagesta skipsins yfir
hafið.
Ég var kominn á leið til Danmerk-
ur, ættlands móður minnar, þar sem
ég átti að dveljast hjá skyldmennum
mér til hressingar.
Ég var á öðru farrými og hafði
lent í káetu með breskum skipbrots-
mönnum sem vöknuðu um miðjar
nætur til að fá sér smók. Ég kvart-
aði við þá að ég ætti bágt með að
sofa fyrir reykjarsvælu í klefanum,
en það fannst þeim einskær óhemju-
gangur og varð ég að þola reykinn
þar til þeir fóru í land í Aberdeen.
Á öðru plássi voru líka nokkrar
stelpur um tvítugt á leið til Kaupin-
hafnar að freista gæfunnar og héldu
að kreppan væri eitthvað skárri í
kóngsins borg en á Fróni.
Á þilfarinu hittust farþegar af
báðum farrýmunum og eins á bar
fyrsta farrýmis þann tíma sem hann
var opinn.
Spjátrungslegur Englendingur
gekk um þilfarið á hvítum sel-
skinnsskóm keyptum í túristaversl-
un í Reykjavík og sagði í óspurðum
fréttum að hann væri að flýta sér
heim til að taka þátt í vömum lands
síns. Loftvarnabyrgi úr sandpokum
hefðu verið reist í lystigörðum Lund-
únaborgar og hann sagðist hlakka
til að taka þátt í því að skjóta niður
nokkrar þýskar flugvélar. Sjálfsagt
yrði þetta stutt en spennandi stríð
og kæmi nú Bretum vel að vera
meiri sportmenn en Þjóðverjar.
Þessi glaðbeitti sjálboðaliði hreif
stúlkumar með yfírlætisfullri ver-
aldarmennsku og — kenndi þeim
að segja I love you með réttum
áherslum.
Ástir og stríð hafa löngum farið
saman í rómantískum sögum og
vorið var í nánd. Vorið 1939, síð-
asta vorið sem friður hélst enn í
■"* Evrópu áður en glumdi í þýskum
járnhælum á brústeinum Kaupin-
hafnar.
En ég var að koma úr annars
konar stríði, langvinnu stríði við
skæðan vágest. A þeim árum var
úrskurður um berklaveiki álíka dóm-
ur um einangrun og eyðni nú á tím-
um, því að hún var smitsjúkdómur
óg engin lyf þekktust þá sem dugðu
gegn berklabakteríunni. Sjúkling-
arnir voru því einangraðir á hælum
sem reist höfðu verið víðsvegar um
Evrópu, einkum í fjalllendi eins og
kastalar gegn innrásarher.
Slík eru og vettvangur margra
þekktra bókmenntaverka, svo sem
A Töfrafjallsins eftir Nóbelsskáldið
" Thomas Mann og verk margra ann-
arra höfunda.
Ég hafði sökkt mér í bókalestur
á þeim árum þegar ég hafði ekki
annað að fýst við en að láta tímann
líða við sem minnsta áreynslu. Kom
sér þá vel að hafa kynnst sérlega
næmum bókmenntamanni sem var
Eyþór Dalberg, síðar læknir, nokkr-
um árum eldri en ég og bróðir Hall-
gríms Dalberg síðar ráðuneytis-
stjóra. Eyþór hafði fengið berkla í
fjórða bekk Menntaskólans og misst
ár úr námi, en þó ekki farið á Vífíls-
Ástaði. Kveikti hann áhuga minn fyr-
ir fagurbókmenntum svo að mér
upplaukst heimur þar sem Viktoría
Hamsuns, Ásta Sóllilja, Edvarða úr
Pan, Karamazovbræðumir, Ra-
skolnikoff og fleira ógleymanlegt
fólk heimsbókmenntanna náði tök-
um á mér.
Þar á heimili þeirra Dalbergs-
bræðra voru Sögur herlæknisins
gat búið yfir óvæntri athugasemd.
Við Hallgrímur fylgdumst að í
skóla þó að ég tæki ekki önnur próf
í menntaskóla en stúdentspróf
vegna þrálátra bólgubletta í lung-
um.
Faðir minn, Þórður Sveinsson á
Kleppi, las með mér frönsku og lat-
ínu, en hann var alltaf við höndina
í stól sínum eftir að mænan í honum
skaddaðist svo hann gat ekki fram-
ar gengið. Samt var faðir minn allt-
af glaðlegur í viðmóti og sat við
skrifborð sitt, helst með latneskar
bækur og blöð fyrir framan sig, eða
bækur um spíritisma og sagðist
bæta sér upp hömlun sína með
draumferðum um aðra heima.
Hallgrímur færði mér tíðindi úr
skólalífinu og hélt ég sambandi við
ýmsa félaga okkar, þó utan skóla
væri, en fór mánaðarlega í gegnum-
um kvöðum unglmgsáranna sem
mér þóttu hvimleiðar og mikil frels-
isskerðing.
Faðir minn hvatti mig til að skrifa
niður drauma mína, hélt hann því
fram að ég hefði sérlega sálræna
hæfileika, og lét ég það gott heita,
en hafði mjög takmarkaða trú á því
tali. Stundum las ég fyrir hann
drauma mína sem ég hafði fært í
bók og hann sýndi því mikinn áhuga,
sem ég naut á vissan hátt en
kannski líka til að sleppa billega frá
honum þegar hann var í latínu ham
og reyndi að troða beygingum lat-
neskra sagna inn í hausinn á mér.
Seinna var ég þó þakklátur fyrir
þá undirstöðu í latínu við nám í
öðrum tungumálum.
Þegar ég á stúdentsprófi kom upp
í munnlegri náttúrufræði stóð í mér
að svara spurningu sem kennarinn
hélt mikið upp á: Hvað er líf? Svar-
ið stóð ekki í kennslubókinni og var
ég því á gati. Þögnin varð ógnþrung-
in, ég reyndi að rifja upp spakmæli
um hverfulleika lífsins en það gerði
aðeins illt verra. Svarið sem ég átti
að kunna lét hann sjöttubekkinga
skrifa hjá sér á hverjum vetri, svo
þeir hefðu það á hreinu, en nú af-
hjúpaðist fákunnátta mín og hyskni.
Ég heyrði gegnum rúðumar um-
ferðardyninn neðan af götunni og
þrumandi rödd kennarans eins og
úr skýjum ofar: Ég votera ekki um
yður, þér fáið núll — og rak mig
frá prófborðinu.
Ég hélt ég væri fallinn, en svo
illa fór þó ekki.
En aldrei gleymi ég þessari veiga-
miklu spumingu sem ég gat ekki
svarað á stúdentsprófí og gæti það
ekki enn.
Á þessum áram vora eyðingaröfl-
in í Évrópu að sækja í sig veðrið,
spánska borgarastyijöldin var þá
komin í algleyming.
Vaknaði þá áhugi minn á alþjóða-
málum, en hugur minn var lengi
reikull í þeim efnum. Nóg var af
áróðurspésum til hvatningar stétta-
baráttu öreiganna eða til viðvöranar
spillingaröflum óæðri kynstofna. Ur
mörgu var að velja, en heldur fékk
það allt lítinn hljómgrunn hjá mér.
Fannst mér mestur ljómi vera yfir
anarkistum en vissi þó sáralítið um
þá stefnu. Af hendingu rak ég aug-
un í bók á Alþýðubókasafninu um
anarkisma eftir Krapotkin í danskri
þýðingu. Ekki varð ég þó margs
vísari af þeim lestri, var sennilega
of seinþroska til að melta slík fræði.
Yfír þjóðlöndum Evrópu var loftið
þá lævi blandið og lýsti sér á ýmsan
hátt í sálarlífí manna. Mér er minn-
isstætt að í svefnrofum sá ég tví-
höfðað finngálkn draga skugga fyr-
ir sólu og spúa úr nösum sér eldt-
ungum á varnarlaust flóttafólk á
tvístringi um eyðiland. Sennilega
var það afskræmt minni frá liðnum
sumardegi þegar flugfarið Graf
Zeppelin birtist skyndilega á bláum
himninum yfír Kleppsholtinu. Ég
var í heyvinnu á Kleppsbúinu í brak-
andi þurrki og allir sjúklingar sem
vettlingi gátu valdið vora drifnir út
á töðuvöllinn til að snúa heyi og fá
lit á sig af sólinni eftir langa inni-
setu, hrífurnar gengu ótt og títt þó
að þær gætu stundum krækst sam-
an á tindunum og valdið smá mis-
klíð. Einn sjúklinganna sem kallaður
var Abbi vildi vera út af fyrir sig
með sinn flekk og gekk aftur á bak
í varúðarskyni við að snúa heyinu.
Það var forkunnargott veður og
þó að hópurinn væri sundurleitur
kepptust allir við að þurrka heyið
þó að ekki væra allir í takt. En þá
í miðjum klíðum kom upp á heiðan
vesturhimininn eitthvert ferlíki sem
enginn hafði fyrr augum litið og var
kannski fyrirboði válegra tíðinda.
Öllum féll verk úr hendi og hópurinn
beið í ofvæni hvað úr þessu myndi
verða, kannski heimsendir? Þessi
ókennilegi fyrirburður stefndi beint
til okkar, það mátti búast við hinu
versta. Einn sjúklinganna, gætinn
og tærilátur maður, vísindalega
sinnaður hafði verið að fræða mig
um hættulega geisla frá símastaur-
um sem vora skammt frá okkur,
en nú lagði hann í skyndi frá sér
hrífuna og forðaði sér ofan í hálf-
þornaðan skurð, eins og hermaður
í skotgrafahemaði, en Abbi gamli,
fyrsti sjúklingur hælisins lét sér
nægja að beygja sig í bakinu þegar
skrímslið flaug yfir svo hann yrði
ekki fyrir hnjaski, en kvenfólkið
með hvíta klúta um höfuðið til varn-
ar sólbruna og ullarsokkana í
hlykkjum niður um sig þyrptist sam-
an eins og hræddir hænsnfuglar sem
skynja hættu af aðvífandi fálka í
vígahug, en allt fór betur en á horfð-
ist, hættan leið hjá á fáum andartök-
um án nokkurs óskunda og geisla-
fræðingurinn kom upp úr skurðin-
um, dustaði þurra mold af skónum
sínum og benti mér á vasaúrið sem
hann hélt í hendi sinni: það hafði
aðeins tekið flugdrekann fjóra og
hálfa mínútu að fljúga yfír túnið,
maðurinn var með sigurbros á vör,
sýnilega stoltur af því að hafa gert
svo vísindalega athugun þrátt fyrir
yfirvofandi hættu, en þá var silfur-
gljáandi loftfarið að hverfa í lands-
uðri yfír Bláfjöllum.
Á þessum áram var andrúmsloft-
ið á fjöldafundum og torgum Evrópu "
blandið stéttahatri eða þjóðrembu (
sem margir blésu glæðum að og
fantar spiluðu á, svo að fólk hélt
að frelsið væri bölvun nútímans sem
yrði að vísa frá sér eins og freisting-
um þess í neðra.
Þetta var galdraöld risin upp úr
gröf sinni í nýju veldi pólitískrar
ofsatrúar, þar sem skilgreiningin
gilti að sá sem ekki er með mér er j
á móti mér.
Stúdentspróf var mikill áfangi í
mínum huga. Ég hafði þá um tíma (
látið mig dreyma um að komast á
blaðamannaskóla, helst að innritast
í Columbíuháskólann í New York.
Ég hafði hrifist mikið af bók Hem-
ingways, Vopnin kvödd og vissi að
hann var stríðsfréttaritari í borga-
rastyijöldinni á Spáni. Fyrir utan
frægð fyrir bækur sínar lýsti af
honum hetjuljómi svo að hann var
dáður meira af ungum mönnum á
þeim áram en nokkur annar rithöf-
undur samtímans. I
En þetta vora þá allt tómar hill-
ingar, ég var með lélegt stúdents-
próf og kom því ekki til greina sem
styrkþegi, auk þess myndi vera erf-
itt að komast í gegnum útlendinga-
eftirlitið í Bandaríkjunum með ófull-
komið heilbrigðisvottorð. í þriðja
lagi var einskis styrks að vænta frá
foreldram mínum, Sveinn bróðir
minn hafði þá um árabil verið við
doktorsnám í eðlisfræði við háskól-
ann í Jena og hafði notið til þess
stuðnings föður okkar, sem nú var
óvígur. Samt var ég sannfærður um
að mér myndu einhvern veginn opn-
ast leiðir þar sem ég trúði á jákvæð
öfl mér til handa.
Ég var þá orðinn nokkuð hand-
genginn enskunni af skáldsagna-
lestri, auk þess sem ég hafði þá um
nokkur ár verið í bréfaskiptum við
hálfjapanska stúlku, tveim áram
yngri en ég. Móðir hennar var frá
Boston í Bandaríkjunum en faðir
hennar tannlæknir í Osakaborg,
einni af stórborgum Japans, þar sem
fjölskyldan bjó. Stúlkan hét Amilda
Kyoko Tachibana, eina dóttirin af
fjóram systkinum, með mikla þörf
fyrir sálufélaga, þar sem móðir
hennar var óhamingjusöm í hjóna-
bandinu og þráði átthagana í Nýja—
Englandi. Skrifaði Amilda mér á
bleikan næstum gagnsæjan skraut-
pappír sem undinn var upp í rúllur
og fylgdi bréfunum sterkur ilmur
úr austurlensku hári hennar sem
ég fékk lokk úr í lakkaðri rauðviðar-
öskju. Hún sendi mér ævintýrasögur
sem höfðu birst eftir hana í skóla-
blaði og málaði vatnslitamynd af sér
í ballettstellingum við fjallavatn í
Japan með rauða trébrú í fjarska
og þéttklippt dvergtré og sólblóm í
bakgranni.
Hún trúði á holla vætti í fögrum
lundum, kletta vafða limgróðri sem
eins og héldu steininum í örmum
sér og landvætti í drekalíki sem
reist höfðu verið hof til heilla, alls
staðar í umhverfinu væru vættir
sem ekki mætti styggja, virðing
hennar fyrir náttúrunni, fuglum og
skógardýram snerti hjá mér strengi
sem ég heillaðist af.
Þá sendi hún mér ljósmyndir af
sér og fjölskyldu sinni, en ég reyndi
að tjá mig á móti á minni frum-
stæðu ensku, oft með tilvitnunum
úr sonnettum Shakespeares. Við
vorum ástfangin hvort af annars
draummyndum af því við vorum
umlukt einsemd og lifðum í óska-
heimi sem var aðeins í lausum
tengslum við veraleikann. Ég trúði
henni fyrir áhuga mínum að komast
í blaðamannaskóla einhvers staðar
í Ameríku og gerast síðan blaða-
maður og rithöfundur á heimsmáli.
Þetta voru veraleikafirrtar óskir
ungmenna, sem hvísluðu vonum sín-
um og þrám út í vindinn og töldu
sér trú um að örlög þeirra myndu
fléttast saman fyrir einhvers konar
töfra. Þessi rómantísku bréfaskipti
gáfu mér lífsfyllingu á ýmsan hátt,
auk þess sem ég liðkaðist við að tjá
mig á enskunni.
Dagarnir Iiðu í eftirvæntingu
næsta bréfs sem aldrei olli vonbrigð-
um og hreif mig til upphæða, og
þegar kvíði leitaði á japönsku
draumadís mína vegna misklíðar
foreldranna fannst mér ég standa
við hlið hennar.