Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 41
§
í
<
g
4
4
i
i
i
i
i
i
i
<
<
(
<
(
(
(
(
(
(
AÐSENDAR GREINAR
*
Islenskt háskóla-
sjúkrahús
ENDA þótt íslenska
heilbrigðiskerfið sé lít-
ið verður það engu að
síður að grundvallast á
þekkingu eins og önn-
ur heilbrigðiskerfi.
Þetta hafa margir ís-
lenskir læknar og líf-
vísindamenn skilið og
lagt í metnað, eins og
sjá má af 180 ágripum
vísindarannsókna sem
kynntar verða á reglu-
bundinni ráðstefnu um
rannsóknir í lækna-
deild 3. og 4. janúar
næstkomandi.
Slíkur þekkingar-
grunnur byggist á aka-
demísku umhverfi sem getur aflað
og miðlað nýrri þekkingu. í öllum
heilbrigðiskerfum er slíkri staifsemi
komið fyrir á háskólaspítala og eru
þarfir Islendinga þar í engu frá-
brugðnar. Segja má að Landspítal-
inn sé vísir að háskólaspítala og að
Sjúkrahús Reykjavíkur hafi vissa
möguleika í þá átt, en hvorugt get-
ur kallast háskólasjúkrahús sam-
kvæmt viðteknum alþjóðlegum
viðmiðum.
Hins vegar má vel hugsa sér að
þessi sjúkrahús þróist á þann veg
að úr verði bærilega öflugt háskóla-
sjúkrahús sem gæti í senn verið
þekkingargrundvöllur íslenska heil-
brigðiskerfisins, kennslustofnun
heilbrigðisstétta og aðalsjúkrahús
landsins.
Til þess að slík þróun geti orðið
verður að þróa skynsamlega hug-
Einar
Stefánsson
Sigurður
Guðmundsson
mynd um íslenskt háskólasjúkrahús
og um leið verður fagfólk, stjórn-
endur og stjórnvöld að sameinast
um stuðning við slíka þróun.
Nýjar hugmyndir um háskóla-
spítala þurfa að njóta stuðnings
bæði á Landspítala og Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og um slíkar hugmynd-
ir þarf að vera sæmileg sátt meðal
fagfólks, enda þótt aldrei sé hægt
að reikna með því að allir verði
sammála. Sömuleiðis þurfa slíkar
hugmyndir að njóta stuðnings póli-
tískra yfirvalda og þá sérstaklega
í heilbrigðismálum og menntamál-
um.
íslenskt háskólasjúkrahús
Hugmynd um skipulag háskóla-
spítala hefur verið til umræðu innan
læknadeildar Háskóla íslands að
undanförnu (mynd). Hún byggist
að vissu leyti á hugmyndum um
svæðisstjórn sem settar voru fram
í frumvarpi sem lagt var fram á
Alþingi á síðasta vori. Hugmyndin
gengur út á að líta á stærri fræða-
svið sem rekstrareiningar. Þannig
væru t.d. geðlækningar ein rekstr-
areining og undir einni stjórn, enda
þótt starfsemi geðlækninga færi
hugsanlega fram á mörgum stöðum
í húsakynnum Landspítala, Sjúkra-
húss Reykjavíkur og e.t.v. á fleiri
stöðum.
Annað dæmi um fræðasvið sem
rekstrareiningu eru bamalækning-
ar o.s.frv. Hvert fræðasvið ákvæði
hvort starfsemi þess færi fram í
Þetta er fyrst og fremst
endurskipulagning á því
sem þegar er til, segja
þeir Einar Stefánsson
og Sigurður Guð-
mundsson, í þessari síð-
ari grein sinni, og mark-
miðið er háskólaspítali
sem rís undir nafni.
einu húsi, tveimur húsum eða á
fleiri stöðum. Það segir sig sjálft
að starfsemin í heild yrði að nýta
sér það spítalahúsnæði sem til er,
það er að segja á Landspítala og
HÁSKÓLASPÍTALAr
R Á p ' :ÍV'Ú:
SJÚKRAHÚS^
REYKJAVÍKUR
RÍKISSPÍTALA
GEC
BARNA
LÆI N,
LÆKN
EINSTÖK FRÆÐASVIÐ
Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þannig
yrði háskólaspítalastarfsemi i báð-
um húsum, sum svið á öðmm staðn-
um en önnur á báðum.
Á hinum einstöku sviðum yrði
fest saman stjórnskipulag fyrir
rekstur og akademíska stjómun,
rétt eins og tíðkast í flestum há-
skólasjúkrahúsum. Læknar og ann-
að fagfólk slíkrar stofnunar yrði
þannig ráðið sem akademískt
starfsfólk, sem hefði skyldur varð-
andi þjónustu, þekkingaröflun og
kennslu. Hvert svið og allir sérfræð-
ingar og yfirlæknar hefðu þannig
skyldur við hið þríeina hlutverk
háskólaspítala, en ekki eins og það
er í dag, þar sem sumir læknar eru
ráðnir til þjónustustarfa, en fáeinir
hafa þar að auki akademískar
skyldur og titla.
Háskólaspítalinn yrði eins konar
regnhlífarstofnun yfir þessum til-
tölulega sjálfstæðu rekstrareining-
um, en hefði eftirlits- og samræm-
ingarhlutverk, ræki aðalskrifstofu
pg þar sæti stjórn háskólaspítalans.
í slíkri stjórn þyrftu að vera fulltrú-
ar háskólans, heilbrigðismála og
hins pólitíska valds.
Hin nýja stofnun myndi nýta sér
húsnæði og starfsfólk sjúkrahús-
anna í Reykjavík. Það má reikna
með því að nokkur samræming '
myndi fara fram á hveiju sviði. Það
má t.d. telja ólíklegt að mönnum
þætti skynsamlegt að reka tvær litl-
ar taugalækningadeildir í þriggja
kílómetra íjarlægð hvor frá ann-
arri, eða að vera með þvagfæra-
skurðlækningar á mörgum stöðum
á svæðinu. I einhveijum tilvikum
yrði vafalaust að halda í vissa tvö-
földun í einhveijum hlutum starf-
seminnar sem menn telja að verði
að vera í báðum húsunum. Þó ber
hins að gæta að fjarlægðin milli
Borgarspítala og Landspítala er
vart meiri en milli enda í stórum
háskólasjúkrahúsum.
Þótt þessi hugmynd sé enn á
umræðustigi og ekki settar fram
nákvæmar hugmyndir um útfærslu
eða tímatöflu hyggjum við að flest-
ir munu sjá að hér er hugmynd sem
í eðli sínu er framkvæmanleg. Hún
krefst ekki nýrra húsbygginga, ekki
stórra fjárframlaga og ekki veru-
legrar röskunar á högum manna.
Þetta er fýrst og fremst endurskipu-
lagning á því, sem þegar er til,
undir formerkjum háskólaspítala.
Einar er forseti læknadeildar
Háskóla íslands og Sigurður er
dósent við læknadeild.
UPPGJÖR
ÉG HEFI áhyggjur
og vil deila þeim með
lesendum Morgun-
blaðsins. Það er unnið
skipulega að því að
breyta þjóðfélagsgerð-
inni á þann veg að auð-
ur og uppruni verði þau
leiðarhnoð sem vísa
veginn til framtíðar, en
aðrir eiginleikar verði
látin vega minna. Það
hefur verið sjónarmið
hluta launamanna á
íslandi og þá jafnframt
skoðun fjölmargra for-
ystumanna þeirra að
hægt væri að skilja á
milli stjórnmálaskoð-
ana og afstöðunnar til skiptingar
þjóðarauðsins. Ástæðan fyrir þess-
um sjónarmiðum var sú staðreynd
að flaggskip borgaralegra afla á
íslandi, Sjálfstæðisflokkurinn, mót-
aði sér þá stefnu að á íslandi væri
hægt að skapa öllum þegnum lands-
ins jafna möguleika án tillits til
uppruna, auðs eða valda. Á sama
tíma var flokkurinn öflugur mál-
svari einkareksturs og lagði áherslu
á ábyrgð hvers og eins á velferð
sinni. Flokkurinn var boðberi fijálsr-
ar hugsunar og opinna samskipta
við aðrar þjóðir. Þótt vafalaust megi
deila um hversu vel hafi á hveijum
tíma tekist að framfylgja þessum
markmiðum sýnir stöðugt kjörfylgi
Sjálfstæðisflokksins að hann hefur
skapað trúverðuga mynd af sér sem
stjómmálasamtök víðsýnna og
frelsisunnandi einstaklinga sem
sýndu í verki að þeir virtu rétt hvers
einstaklings til að fá að njóta hæfí-
leika sinna. Af þessum sökum hafa
fjölmargir einstaklingar sem í ná-
grannalöndunum hafa skipað sér í
raðir jafnaðarmanna fylkt sér undir
merki SjálfstæðisflokksinS.
Ég er í hópi þessara hægri krata
og hefi ekki farið í
launkofa með að ég
væri jafnaðarmaður en
taldi mig finna innan
Sj álf stæðisflokksins
fleiri samheija en með-
al annarra stjómmála-
samtaka. Enda var fyr-
ir því hefð allt frá
stofnun Sjálfstæðis-
flokksins að virða og
taka tillit til launþega-
arms flokksins.
Á þessu hefur orðið
veruleg breyting á síð-
ustu árum, en keyrt
hefur um þverbak eftir
að flokkurinn tók upp
samstarf við Fram-
sóknarflokkinn i ríkisstjórn. Ég
lagðist gegn því stjórnarsamstarfí á
flokksráðsfundi þegar stjómarsátt-
máli var borinn upp, ég óttaðist að
þau öfl innan beggja flokka sem
vilja öll félagsleg viðhorf feig næðu
yfírhöndinni. Að mér hvarflaði þó
aldrei að vending Sjálfstæðisflokks-
ins yrði jafn afgerandi og raun ber
vitni. Aðfarir ríkisstjórnar Davíðs
Oddssonar á síðasta vetri voru með
þeim hætti að öllum gat verið ljóst
að Sjálfstæðisflokkurinn var að
hafna samstarfí við launþegaarm
flokksins. Ekkert samráð var haft
við forystumenn í verkalýðshreyf-
ingunni sem fýlgdu fiokknum að
máli og engu varð þokað sem skipti
máli eftir að félagsmálaráðherra
hafði lagt fram frumvarp sitt um
breytingar á vinnulöggjöfinni.
Það var þó trú mín að forystu
flokksins þætti nóg að gert og ég
treysti því að flokkurinn myndi
halda sig við þau gildi sem ég lýsti
hér að framan. Að hann héldi áfram
að vera málsvari ftjálsrar hugsunar,
opinna samskipta við aðrar þjóðir
og héldi í heiðri að hver og einn
ætti að fá tækifæri án tillits til auðs,
Hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn skilgreint sig upp
á nýtt? spyr Hrafnkell
Jónsson, sem telur að
flokkurinn hafi kúvent
yfir í verkalýðsfjand-
samlega afstöðu.
valda og uppruna. Ég komst að því
á aðalfundi Kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins á Austurlandi á síð-
asta hausti að þarna óð ég í villu
og svíma. Þar kom leiðtogi flokksins
á Austurlandi, Egill Jónsson, fram
með eigin skoðanir sem ekki leyfðu
nokkurt frávik fyrir önnur sjónar-
mið. Hann kom þar fram sem hags-
munagæslumaður óbreyttrar sjáv-
arútvegsstefnu, óbreyttrar landbún-
aðarstefnu, sem sýnir neytendum
algert tilitsleysi og að sjálfsögðu
kom hann fram sem varðhundur
fyrir Byggðastofnun.
Eftir þessa samkomu tók ég þá
ákvörðun að mæta ekki á landsfund
Sjálfstæðisflokksins m.a. af hollustu
við forystu flokksins sem ég bar enn
traust til. Ég taldi farsælast að bera
ekki ágreining minn við Egil Jóns-
son á torg, það myndi aðeins skaða
flokkinn.
Vonbrigði mín með niðurstöðu
landsfundarins urðu mikil. Formað-
ur Sjálfstæðisflokksins talaði í sinni
setningarræðu eins og hann hefði
fengið hana frá leiðtoga flokksins á
Austurlandi. Frá landsfundi hefur
hann síðan verið að skýra þá stefnu
sem fundurinn mótaði. Hann hefur
staðfest að stórfelld tilfærsla eigna
í kvótakerfínu er stefna Sjálfstæðis-
flokksins. Auðlindin, sem í dag er
Hrafnkell A.
Jónsson
komin í hendur örfárra voldugra
aðila, á að færast á enn færri hend-
ur. Það er bannað að spyija áleit-
inna spurninga um samskipti okkar
við aðrar þjóðir. Sjálfstæðisflokkur-
inn vill ekki að samskipti við Evrópu
verði könnuð framyfir það sem við
búum við í dag. Sjónarmiðum neyt-
enda er kastað á haf út vegna þess
að veija þarf landbúnaðarstefnu
Egils Jónssonar, stefnu sem er að
koma stórum hluta bændastéttar-
innar á vonarvöl og er fjandsamleg
neytendum í landinu. Byggðastefna
flokksins felst í því að slá skjald-
borg um sóunina og sukkið sem
Byggðastofnun hefur staðið fyrir
og Ríkisendurskoðun hefur staðfest
í úttekt.
Það er þó ekki fyrr en nú á allra
síðustu vikum sem mælirinn er full-
ur hjá mér. Enn etur ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar félagsmálaráð-
herranum á þá sem minnst mega
sín í samfélaginu. í menntamálum
er stundaður hernaður gegn náms-
mönnum og ráðist er af fullkomnu
tillitsleysi gegn menntastofnunum á
landsbyggðinni. Menntamálaráð-
herra virðist þess albúinn að fylgja
sérhagsmunastefnu ríkisstjórnar-
innar í efnahags- og atvinnumálum
eftir með því að gera nám að forrétt-
indum afkomenda þeirra sem hafa
fengið auðlindir þjóðarinnar á silfur-
fati.
Ég tel að orðið hafi vatnaskil í
stjónimálaþróun á íslandi. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur skilgreint
sig upp á nýtt. Hann telur sig ekki
SjÓNVARP UH
GERVIHNÖTT
VERTU NNN EIGIN DAGSKRÁRSTJÓRI
Einst.iklingsbiin.iöur
1.2 mtr. diskur, DIGITAL Ready nemi, 0.7 dB.
Fullkominn stereo móttakari m/íjarstýringu og
truflanasíu fyrir veikar sendingar.
Verð frá kr. 39.900,- stgr.
Erum einnig með búnað fyrir raðhús og
Qölbýlishús á góðu verði
elnet
Auóbrekka 16,200 Kop.r. .:i.. - S .n'. 5SA - 2727
lengur hafa þörf fyrir stuðning laun-
þega og þeirra flokksmanna sem
aðhyllast jöfnuð og réttlæti í samfé-
laginu fram yfír það að hann mun
væntanlega biðla til þeirra í kosn-
ingum, en áhrifaleysi þeirra á stefnu
flokksins er algert. Við þessu er lít-
ið að gera annað en sætta sig við
niðurstöðu forystu Sjálfstæðis-
flokksins. Hún er tekin og staðfest
á landsfundi.
Ég treysti mér ekki til að starfa
í samtökum sem hafna öllum grund-
vailarsjónarmiðum mínum. Ég tel
þessvegna tímabært að skoða nýttu
umhverfi. Er jafnaðarmönnum á
íslandi alvara í því að mynda öflug
samtök sem byggjast á lýðræði og
virðingu fyrir einstaklingnum? Ég
tel að sá stóri hópur sem Sjálfstæð-
isflokkurinn er að úthýsa og aðhyll-
ist félagsleg viðhorf og vill samfélag
jöfnuðar, þar sem einstaklingamir
taka ábyrgð á gerðum sínum, verði
að láta til sín taka í þeirri þróun
sem farin er af stað um samtök
jafnaðarmanna á íslandi. Við hljót-
um að vilja gera okkur gildandi í
því hvernig við viljum móta samfé-
lag okkar.
Skrifað á fullveldisdegi 1996.
Höfundur er héraðsskjalavörður
ogfyrrv. varaþingmaður
SjAIfstæðisflokks.
Kringlunni 8-12 •Sími 568 9066
- Þarfæröu gjöfina -