Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ beurer beurer 1 i_____r—----1 þýsk gæðavara seurer) rafmagnshitapúðar, hnakkapúðar og hitateppi. Yfir 40 ára reynsla hér á landi. Fæst í apótekum, kaupfélögum og raftækjaverslunum um allt land. 75 ára reynsla ©eeurer) á framleiðslu. sími 55 20 300. Vaiulaðir skartgripir á góðu veröi. heiiclversiun, íími ú l í 1 (liiilhúdun + Nikkeiíríti # Icrskv;tins|K:r 'ift Krístalstfimu' Allar sendingar fara með DHL NOATUN NÓATÚN117, HRINGBRAUT 121, AUSTURVERI, ROFABÆ 39, KLIIFARSELI 18, LAUGAVEGI 116.HAMRAB0RG KDP., FURUGRUND KDP., MOSFELLSBÆ. Öll viljum við halda í okkar jólahefðir. Láttu okkur aðstoða þig við að senda þínu fólki í útlöndum eitthvað virkilega gott sem minnir þau á jólillheima. ÍDAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í fyrstu einvígisskák þeirra Júditar Polgar (2.665), Ungverjalandi, sem hafði hvítt og átti leik og Gil- bertos Milos (2.605), Bras- ilíu, sem fram fór í Sao Paulo nýlega. Svartur lék síðast 32. — Db6—c7 í erf- iðri stöðu. 33. Dh5! - Bf8 (Eftir 33. fl'órðu og síðustu eins og fram kom hér í þættinum á þriðjudaginn. Um helgina: Helgarskák- mót hjá Taflfélagi Reykja- víkur hefst kl. 19.30 á föstudagskvöldið í félags- heimili TR Faxafeni 12 og lýkur á sunnudagskvöldið. Hellir _og Skolernes Skakklub, Árósum keppa á Intemetinu á laugardaginn. Teflt verður á 10—15 borð- um. Upplýsingar á verald- arvefnum eftir slóðinni: http://www.vks.is/skak/ hellir/hessk96.html — exf4 34. De8+ er svartur mát í næsta leik) 34. gxf6! og Milos gaf. Eftir 34. — exf4 35. De8 — Dd6 36. Df7 er stutt í mátið. Mi- los náði að jafna metin í annarri skákinni, þeirri þriðju lauk með jafntefli, en Júdit tryggði sér sigur með glæsilegum vinningi í þeirri HVÍTUR Ieikur og vinnur. Pennavinir NÝGIFT bandarísk hjón, bæði 25 ára, langar að eign- ast pennavini um heim allan. Áhugamálin kvikmyndir, ferðalög, íþróttir o.fl.: Charmain og Dexter Palmer Sandy, 1454 Rockawa Parkway, Apt. 364, Brooklyn, New York 11234, U.S.A. TUTTUGU og tveggja ára Tékki með mikinn Islandsá- huga, einnig áhuga á ferða- lögum og tónlist: Jan Severa, Slevacska 37, CZ-615 00, Brno 15, Czech Republic. Farsi tþa&Liíurút forirobþú sert o&&zra. urfi'Jnrvu." VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Tapað/fundið Gæludýr Tína er týnd TÍNA er þrílit, svört, hvít og rauðbrún læða sem villtist frá Lindargötu 6 í Reykjavík miðvikudags- kvöldið 27. nóvember sl. Þegar hún hvarf var hún með rauða hálsól. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann beðinn að hringja í síma 551-9243 og leggja inn skilaboð á símsvara, eða í síma 566-8186. Gleraugu töpuðust GLERAUGU í brúnni umgjörð töpuðust sl. mánudag í Hafnarstræti eða Austurstræti. Finnandi vinsam- lega hafi samband við Ólöfu Viktorsdóttur í síma 552-2631. Gleraugu töpuðust FÖSTUDAGINN 22. nóvember töpuðust kvengull- spangargleraugu í Reykjavík. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 567-2088. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, niðjamót o.fl. lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudags- blað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og eða nafn ábyrgðar- manns og símanúm- er. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er 'nægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Víkveiji skrifar... SEXTÍU mínútur" er áhuga- verður þáttur, sem sýndur er á sunnudagskvöldum á Stöð 2. Um síðustu helgi var fjallað um sveitarfélag í Bandaríkjunum, þar sm dádýr voru orðin verulegt vandamál. Dádýrin eru friðuð og því óheimiit að drepa þau, þrátt fyrir að þau séu farin að valda verulegum vandræðum vegna of- fjölgunar í stofninum. I bænum New Haven voru 600 dýr, sem ganga um og éta allt sem fyrir er af gróðri, svo að fólk getur ekki ræktað garðinn sinn með eðlilegum hætti. Ekki hafa íbúarn- ir náð samkomulagi um að fækka dádýrunum og sumir gefa þeim rétt eins og þetta væru gæludýr. Búizt er við að á næsta ári muni fjöldi dýra í þessu sveitarfélagi ná allt að 800 dýrum. Steve Croft, einn fréttamann- anna hjá 60 mínútum sagði að fyrir nokkrum áratugum hefði dádýrið með ljósleita dyndilinn verið nær útdautt. Þá hafi Walt Disney gert söguna um Bamba með þeim afleiðingum að sérhver Bandaríkjamaður tók ástfóstri við þetta fallega dýr og nú er svo komið að dádýrin valda miklum usla um allt skóglendi í þessari miklu álfu. Dýrin hlaupa út á hrað- brautirnar og verða fyrir bílum. Gífurlegt tjón verður af þeirra völdum um öll Bandaríkin árlega og jafnvel dauðaslys. Samt sem áður má ekki spyrna við fótum og takmarka fjölgun dýranna, af því að Bandaríkjamenn líta á dýr- ið sem Bamba. xxx ESSI saga um Bamba og of- fjölgun dádýranna í Banda- ríkjunum leiðir hugann að því hveiju sögur sem Bambasagan geta áorkað meðal almennings og hvernig þær geta mótað álit hans. Önnur saga, sem ekki síður hefur mótað almenningsálitið í Banda- ríkjunumn er sagan af Moby Dick, hvalnum, sem háði baráttu sína við skipstjórann og var lýst sem einhvers konar vitsmunaveru á borð við manninn. Þessa sögu les hver einasti Bandaríkjarmaður í skóla sem barn og áreiðanlegt er að þarna er ástæðan fyrir því hvers vegna náttúruverndarsamtök, sem sjá rautt þegar minnst er á hval- veiðar, eiga svo greiðan aðgang að almenningi í Bandaríkjunum. Höfundurinn Herman Melville sló í gegn með sögunni, rétt eins og Walt Disney með Bamba. Þar með hafa myndast að því er virðast óyfirstíganlegir þröskuldar, þar sem ekki er hægt að koma nokkr- um vörnum við. XXX OG ÞAR sem Víkverji er nú farinn að ræða sjónvarpsefni og góð vísa er aldrei of oft kveðin, þá verður hann að segja að hann skilur ekki enn tilganginn með sýn- ingu þeirra tveggja „skemmti- þátta“, sem sýndir eru í sjónvörpum landsmanna nú um stundir. Þar á Víkveiji við þættina „Örninn er setztur" og „Gott kvöld með Gísla Rúnari“. Hvorugur þáttanna er þess eðlis, að mönnum stökkvi bros. Þættirnir eru allt í senn lágkúruleg- ir, leiðinlegir og hallærislegir. Það eitt má telja þeim til gildis, að léleg- ustu B-myndir virðast glóa eins og gull í samanburði við þá. Enginn, sem Víkveiji þekkir og umgengst, skilur tilganginn með sýningu þess- ara tveggja þátta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.