Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frumvarp um takmörkun á framsali veiðiheimilda Að minnsta kosti 80% kvót- ans séu veidd ÞINGMENN jafnaðarmanna hafa lagt fram frumvarp til laga um tak: mörkun á framsali veiðiheimilda. I frumvarpinu er kveðið á um að veiði fiskiskip minna en 80% af samanlögðu aflamarki sínu, í þorsk- ígildum talið, tvö fískveiðiár í röð falli veiðileyfi þess og aflahlutdeild niður og skuli aflahlutdeild annarra skipa í viðkomandi tegundum hækka sem þvínemur. Fyrsti flutn- ingsmaður er Ágúst Einarsson. I núgildandi lögum eru ákvæði þess efnis að hafi útgerðaraðili ekki nýtt sjálfur a.m.k. 50% af veiði- heimildum samanlagt í tvö ár í röð fellur úthlutun hans niður og veiði- heimildirnar koma öðrum til góða. Greiða gjald til annarra í greinargerð með frumvarpinu segir að nýir aðilar sem hefji út- gerð hér við land komist ekki til veiða nema með því að kaupa veiði- heimildir af aðilum sem fyrir eru og hafa fengið þeim úthlutað ókeyp- is af ríkisvaldinu. Þannig greiði nýir aðilar þegar veiðileyfagjald í útgerð en einungis til þeirra útgerða sem fengu þessum leyfum áður út- hlutað af hálfu ríkisvaldsins. í greinargerðinni segir einnig að gagnrýnisvert sé að handhafar veiðiheimilda skuli geta leigt frá sér árlega stóran hluta úthlutaðra heimilda og lifað góðu lífi á hinum ókeypis úthlutuðu veiðiheimildum. Þetta særi réttlætistilfinningu margra og sé ein af röksemdunum fyrir veiðileyfagjaldi. Einnig hafi verið gagnrýnt þegar aðilar leigja frá sér kvótann en leigja til sín aftur kvóta frá öðrum aðilum og láta sjómenn taka þátt í þeim við- skiptum. Þetta sé lögbrot sem grun- ur leiki á um að sé stundað í ein- hverjum mæli. í lok greinargerðarinnar segir: „Með samþykkt þessa frumvarps er að mestu leyti komið í veg fyrir að útgerðaraðilar leigi árlega frá sér stóran hluta úthlutaðra veiði- heimilda og stundi ekki veiðar í samræmi við úthlutaðan kvóta. Frumvarpið tekur þannig á veiga- miklum þætti í gagnrýni á framsal veiðiheimilda í núverandi fískveiði- stjórnunarkerfi." *; •> •rr??7,5tíf«í% -¦*&?*&& "¦fi^gá^"--¦<?-¦'"•-¦-¦¦ Sjö tilboð í nýja álmu Rimaskóla TILBOÐ í byggingu nýrrar stjórn- unarálmu Rimaskóla voru opnuð hjá Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar á miðvikudag. Kostnaðaráætlun verksins hljóð- ar upp á rúmlega 181,5 milljónir króna. Alls bárust sjö tilboð og var það lægsta frá Byrgi ehf., 147,6 milljónir, sem eru 81,3% af kostnað- aráætlun. Næstlægsta tilboðið kom frá Sveinbirni Sigurðssyni hf., 148 milljónir eða 81,5% af kostnaðar- áætlun. Þarnæst kom tilboð Ár- mannsfells hf., 149,9 milljónir eða 82,6% kostnaðaráætlunar. Viðbyggingin verður á tveimur hæðum Byggingin verður á tveimur hæð- um, alls 1600 fermetrar að gólfflat- armáli, og eru verklok áætluð eigi síðar en 15. ágúst á næsta ári. Ákvörðunar um hver hreppir verkið er að vænta í byrjun næstu viku, en málið verður lagt fyrir stjórnar- fund hjá Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar á mánudag og borgar- ráð á þriðjudag. Hæstiréttur dæmir Hafnarfjarðarbæ til greiðslu bóta Einarsreitur bættur með 31 milljón kr. HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Hafnarfjarðarbæ til að greiða Einari Þorgilssyni & Co. hf. tæpar 15 millj- ónir króna, auk dráttarvaxta frá mars 1995, vegna eignarnáms á Einarsreit við Reykjavíkurveg. Hæstiréttur lækkaði dæmda upphæð frá dómi Héraðsdóms Reykjaness í mars, sem taldi bæturnar eiga að vera rúmar 18 milljónir. Hafnar- fjarðarbær hefur þegar greitt rúmar 16 milljónir fyrir reitinn og bætast 15 milljónirnar við þá upphæð. Árið 1991 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að taka Einarsreit eignarnámi og greiða eigendum lóð- arinnar rúmar 16 milljónir sam- kvæmt ákvörðun matsnefndar eign- arnámsbóta. Samkvæmt mati undir- matsnefndar er heildarverðmæti lóð- arréttinda og mannvirkja rúmar 21,8 millj. Eigendur Einarsreits fóru fram á að skipuð yrði yfirmats- nefnd, sem komst að þeirri niður- stöðu að verðmæti eignarinnar væri Lægri bætur en í héraðsdómi 37,4 milljónir og byggði héraðsdóm- ur á því mati. Ekki fallið til fiskverkunar Hæstiréttur lítur einnig til yfir- matsnefndar, en telur bætur fyrir fasteignir, aðrar en fiskreitinn, hæfi- lega ákveðnar 26 milljónir og vísar til þess að fyrirtækið hafí verið hætt útgerð og fiskvinnslu og lóðirn- ar, sem nú eru inni i miðri íbúðar- byggð, ekki lengur fallnar til físk- verkunar í hefðbundnum stíl. Þá beri að líta til ástands húsanna á reitnum og óvissu um markað fyrir þau. Hæstiréttur tekur undir rök hér- aðsdóms um að greiða skuli bætur fyrir fiskreitinn, en hafnar áliti yfir- matsnefndar um að þær skuli vera 9,4 milljónir. „Fiskreit þennan á að vernda samkvæmt skipulagi sem sögulegar minjar komandi kynslóð- um til uppfræðslu um forna atvinnu- hætti. Þegar litið er til fyrirhugaðra nota mannvirkisins og aldurs þess þykir ekki eðlilegt að byggja á þeim kostnaði nema að hluta," segir Hæstiréttur og lækkar töluna í 5 milljónir. Samtals vill Hæstiréttur því bæta Einarsreit með 31 milljón króna. Þar sem búið var að greiða rúmar 16 milljónir skal Hafnarfjarðarbær nú reiða af hendi tæpar 15 milljónir í bætur. Að auki gerir Hæstiréttur bænum að greiða rúmar 3,3 milljón- ir í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti, þar með taldar rúmlega 1,8 milljónir í matskostnað. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Morgunblaðið/RAX Gulslikja yfír höfuð- borginni MENGAÐ loft hefur verið áber- andi í höfuðborginni ogjiáj grenni síðustu daga, ekki síst í gær eins og margir sáu. Stafar mengunin af því hvað loft hefur verið stöðugt, bæði vegna þess hvað vindur hefur verið hægur og vegna svokallaðra hita- hvarfa, að sögn Magnúsar Jóns- sonar veðurstofustjóra. Hita- hvörf er það kallað þegar hitinn eykst eftir því sem ofar dreg- ur, öfugt við það sem algengast er. Það veldur því að mengun frá útblæstri bíla og verksmiðja safnast mikið fyrir í tiltölulega litlu loftrými, innan við hundr-, að metra hæð, og kemst ekki burtu. Margir höfuðborgarbúar sáu þannig gula slikju yfir borginni í gær. Skilyrðin hafa nú breyst, blástur er meiri og úrkoma, og telur Magnús að við það dragi mjög úr menguninni og hún hverfi jafnvel alveg í þetta skiptið. Forseta- hjónin til Noregs ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir hafa þegið boð Haralds V. Noregs- konungs og Sonju drottningar um að koma í opinbera heim- sókn til Noregs dagana 11. til 13. febrúar á næsta ári. Þetta verður önnur opinber heimsókn forsetahjónanna. Sú fyrsta var til Danmerkur í síðasta mánuði. Hagkaup býður hrein- dýrakjöt frá Svíþjóð SÆNSKT hreindýrakjöt er á boð- stólum í öllum verslunum Hagkaups frá og með deginum í dag. Samtals hefur Hagkaup fiutt inn þrjú og hálft tonn af kjötinu og er það allur sá innflutningur sem landbúnaðar- ráðuneytið gaf leyfí til. Innflutn- ingskvótinn var boðinn út. Allt kjötið er af hreindýrakálfum, bæði læri og hryggur. Hagkaup hef- ur einnig flutt inn rúmlega tonn af sænskum svínahamborgarhryggj- um. f fyrra var aðeins leyfður inn- flutningur á hreindýrakjöti frá Grænlandi en að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra í Landbúnaðarráðuneytinu, er nú minna framboð af kjöti þaðan og því var ákveðið að leyfa innflutning frá fleiri löndum. Verð á sænska hreindýrakjötinu er nokkru lægra en á því íslenska. Kílóið af sænsku hreindýralæri kost- ar 2378 krónur en af íslensku 2795 krónur. Sænskur hreindýrahryggur kostar 2689 krónur en íslenskur 2985 krónur. Svínakjötið er á svip- uðu verði og það íslenska. Að sögn Arna Ingvarssonar, kjöt- innkaupamanns hjá Hagkaupi, hefur þegar verið töluvert hringt og spurt um hreindýrakjötið. Morgunblaðið/Ásdís ÁRNI Ingvarsson kjötinnkaupamaður hjá Hagkaupi heldur á sænsku hreindýrslæri og hrygg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.