Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEiMT Friður í Guatemala Madrid. Reuter. STJÓRNVÖLD í Guteamala skrif- uðu í gær undir samning við vinstrisinnaða skæruliða í landinu og á hann að tryggja, að þeir geti tekið upp venjulegt, borgaralegt líf. Samningurinn er síðasti áfang- inn í friðarviðræðum skæruliða og stjórnarinnar og formlegur friðar- samningur verður undirritaður 29. þessa mánaðar. Með honum á að binda enda á 36 ára óöld í land- inu, sem kostað hefur 100.000 mannslíf en 40.000 manns er saknað. Reuter Atlaga að ósiðseminni KINVERJAR fara ekki varhluta af auglýsingamennskunni frek- ar en aðrir. Hér er verið að kynna almanak næsta árs með mynd af Maó heitnum formanni og við hliðina á honum er mynd af ungu og ástföngnu pari. Held- ur maðurinn, sem er ber að ofan, á stúlkunni í fangi sér. Þetta þykir mörgum fulllangt gengið og kínverska stjórnin hefur ákveðið að skera upp herör gegn hvers konar ósiðsemi og hefja aftur til vegs og virðingar fornar dyggðir. Sprengju- tilræði í Dushanbe TVÆR sprengjur sprungu í miðborg Dushanbe, höfuð- borgar Tadsíkístans, í gær með þeim afleiðingum, að einn maður lést og annar særðist. Átti atburðurinn sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé gekk í gildi milli stjórnarhersins og skæruliða. Borgarastríð hefur geisað í landinu í fjögur ár og hafa Rússar stutt stjórnina með ráðum og dáð. Vopna- hléið, sem tók gildi í fyrri- nótt, átti að vera undanfari friðarsamninga, sem til stend- ur að undirrita í Moskvu 18. þ.m. Handtökur í Frakklandi FRANSKA lögreglan handtók níu múslima víða um Frakk- land í gær, viku eftir að sprenging í neðanjarðarlest í Paris varð fjórum mönnum að bana. Handtökurnar nú og fyrr í vikunni eru ekki beint tengdar sprengingunni nú, heldur almennt þeim sprengju- tilræðum, sem verið hafa í Frakklandi síðustu misserin. Alls hafa 160 manns verið yfirheyrðir vegna sprenging- arinnar í síðustu viku. Ottast aukið sóttarfár HÆKKI hitastig um heim all- an vegna gróðurhúsaáhrifa er hætta á, að svokölluð bein- brunasótt verði miklu illvígari og algengari en nú er. Berst hún manna á milli með mosk- itóflugum og skýtur oft upp kollinum eftir flóð í hitabelt- islöndum. Hefur faröldrunum fjölgað mikið eftir 1970 og einkanlega þeirri tegund sótt- arinnar, sem veldur blæðing- um innvortis og er oftast ban- væn. Klassís Mozarts-Kv 361. Nú er þessi fallega tónlist loks fáanleg með íslenskum flytj- endum. Fjögur hundruð ára veraldlegir söngvar Musica Antiqua eru fluttir á upp- runaleg hljóð- færi. Söngvarar eru Marta Hall- dórsdóttir og Sverrir Guðjóns- son. V'öíniud fonlist í fíuíningi fsgfólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.