Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÚR VERIIMU Fólk Breytingar hjá ÍSAL • DR. CHRISTIAN Roth, for- stjóri íslenska álfélagsins hf., læt- ur að eigin ósk af því starfí 31. desember 1996. Eins og áður hefur verið til- kynnt tekur Rannveig Rist við starfi for- stjóra ÍSAL frá 1. janúar 1997. Dr. Roth mun um mitt ár 1997 taka við for- mennsku í stjórn ÍSAL af Ragnari S. Halldórssyni, fyrrverandi for- stjóra ÍSAL. Dr. Roth hefur starf- að nærfellt 30 ár hjá Alusuisse- Lonza. Eftir starf um alllangt ára- bil hjá Alusuisse Singen í Þýska- landi hafði hann með höndum tæknilega framkvæmdastjórn ÍSAL á árunum 1977-79. Að því loknu tók hann við starfi sem tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Leichtmetall-Gesellschaft í Essen og árið 1988 var hann skipaður forstjóri þess fyrirtækis. Síðan sumarið 1988 hefur Dr. Roth gegnt forstöðu framkvæmda- stjómar ÍSAL. • SIGURÐUR Þór Ásgeirsson tekur við starfi steypuskálastjóra íslenska álversins hf. (ISAL) frá og með 1. jan. 1997 af Rann- veigu Rist. Sig- urður Þór lauk prófi í vélaverk- fræði frá Há- skóla íslands 1985 og M.Sc. prófi í iðnaðar- verkfræði frá Stanford University 1987. Að námi loknu hóf hann störf hjá ISAL og hefur síðustu 7 ár gegnt starfi forstöðumanns fyrir rekstri steypuskálans. Sigurður er kvænt- ur Olöfu Rún Skúladóttur frétta- manni og eiga þau 4 börn. • ÞORSTEINN Eggertsson tekur við starfi sem forstöðumaður steypuskála 1. janúar 1997. Þor- steinn lauk námi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík og Vélsmiðjunni Héðni árið 1964. Hann fór síðan í Tækniskóla ís- lands og lauk námi í véltækni- fræði frá tækni- skólanum í Bergen i Noregi (BTS) árið 1968. Hann hóf störf hjá ISAL 4. nóvember 1968. Fyrst hjá bygg- ingadeild Alusuisse (CMA) við upp- byggingu ISAL en fluttist til verkáætlanadeildar ISAL í júlí 1969. Hann starfaði í verkáætlana- deild til 1989, þar af sem yfirmað- ur frá 1972. Þorsteinn er forstöðu- maður véltæknideildar frá nóvem- ber 1988 til ársloka 1996. Eigin- kona Þorsteins er Ágústa Birna Árnadóttir símavörður. Þau eiga tvær dætur og tvo syni. • ÁRNI Stefánsson tekur við starfí forstöðumanns framleiðslu- eftirlits í steypuskála. Hann út- skrifaðist sem iðnrekstrar- fræðingur frá Tækniskóla ís- lands 1987. Frá þeim tíma hefur hann gegnt starfi umsjónar- manns litrófs- deildar rann- sóknarstofu ISAL. Hann hefur einnig starfað sem einn af úttektarmönnum á gæðastjómunarkerfi fyrirtækisins. Arni er kvæntur Öldu Ásgeirs- dóttur og eiga þau þijú börn. Ríkisbréf fyrir 210 milljónir ALLS bárust sjö gild tilboð að fjár- hæð 290 milljónir króna í óverð- tryggð ríkisbréf til þriggja og fimm ára í útboði hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Tekið var tilboðum í ríkis- bréf til fimm ára fyrir 210 milljónir króna að nafnverði. Ekki var tekið tilboðum í þriggja ára ríkisbréf. Meðalávöxtun samþykktra til- boða í fimm ára ríkisbréf er 9,37% og er það í samræmi við ávöxtunar- kröfu á Verðbréfaþingi íslands í dag. Næsta útboð ríkisverðbréfa er útboð á ríkisvíxlum þriðjudaginn 17. desember. LXTASE »ooi aii FYRIR STRAKA 0G STELPUR Kœrum vinum og vandamönnum, sem glöddu mig með nœrveru sinni og gjöfum á 70 ára afmœli mínu, sendi ég mínar hjartans þakkir og bið guð að gefa ykkur gleðileg jól. Ebba Þorgeirsdóttir. Búið að salta meira en á allri vertíðinni í fyrra Síldarvinnslan bætti sín fyrri síldarsöltunarmet SÍLDARVINNSLAN hf. í Neskaup- stað setti met í síldarsöltun í fyrra- dag þegar þar var saltað í 45 þús- undustu síldartunnuna sem er það mesta sem saltað hefur verið hjá einni söltunarstöð á einni vertíð. Haldið var upp á daginn með pomp og prakt, en þrátt fyrir metsöltun nú, er vertíðinni ekki nærri lokið. Að sögn Gunnars Jóakimssonar, framkvæmdastjóra síldarútvegs- nefndar, má búast við því, eins og staðan er í dag, að vertíðin, bæði veiði og vinnsla, standi út janúar- mánuð en um 40 þúsund tonn af útgefnum síldarkvóta eru enn óveidd. Þar með má jafnframt gera ráð fyrir að Síldarvinnslunni takist að salta í allt að 50 þúsund tunnur ef fram heidur sem horfir. Sé litið til gömlu síldaráranna á Hafaldan á Seyðisfirði söltunarmetið af einstaka stöðvum þegar þar náð- ist að salta í 23 þúsund tunnur á einni vertíð árið 1963. Gunnar sagði að það segði ekki alla söguna því í þá daga hefði ekki aðeins verið ein söltunarstöð í bæ á borð við Seyðis- fjörð, heldur margar fleiri og það ætti jafnframt við um alla helstu söltunarbæina fyrir austan og norð- an._ í lok áttunda áratugarins náði Fiskimjölsverksmiðja Hornafjarðar tvö ár í röð, 1978 og 1979, að salta í um 30 þúsund tunnur. Síðan náði Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað því að bæta um betur árið 1994 og hef- ur haldið forskotinu síðan. Á vertíð- inni 1994 var þar saltað í 38 þús. tunnur. Árið 1995 í 42 þús. tunnur og nú er búið að salta í rúmlega 45 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal HEIMIR Ásgeirsson, verkstjóri í síldarsöltun hjá Síldarvinnslunni hf., stendur hér við skreytta 45 þúsundustu tunnuna sem saltað er í á vertíðinni. Starfsfólkið tók sér í tilefni dagsins langan kaffi- tíma þar sem boðið var upp á kræsingar og harmonikuspil. þegar farið var úr miðstýrðu inn- kaupakerfi yfir í fijálst markaðs- kerfi.“ Verðið tekur mið af ástandi á mörkuðum Gunnar segir að að langstærstum hluta sé búið að semja um sölu á því magni sem fyrirsjáanlegt er að verði saltað á yfirstandandi vertíð og þrátt fyrir metsöltun nú, væri enn eftir að salta í um það bil 15 þúsund tunnur upp í þegar gerða samninga. „Það er því búið að semja um meira magn heldur en nú er búið að salta. Allt sem eftir er að salta, fer á markaði í Vestur-Evrópu, en við söltum ekki meira fyrir markaðinn í Austur-Evrópu, ekki í bili að minnsta kosti.“ Gunnar sagði erfitt að spá um horfur í síldarmálum í ailra næstu framtíð. „Mikið framboð er á síld í heiminum og við erum bara að reyna að standa okkur í mikilli sam- keppni. Verðið tekur óneitanlega mið af ástandinu á mörkuðunum, en er þó svipað og í fyrra." þús. tunnur. Búið að salta í 148 þús. tunnur Gunnar sagði að það sem af væri þessari síldarvertíð væri nú þegar búið að salta í 148 þús. tunnur og þar með búið að slá heildarsöltunina út frá því í fyrra, en þá var samtals saltað í 141 þúsund tunnur á vertíð- inni allri, 139 þúsund tunnur árið 1994, 95 þúsund tunnur árið 1993 og 61 þús. tunnu árið 1992. „Við höfum verið að smábæta við okkur. Bæði kemur Austur-Evrópa inn í þetta og eins höfum við verið að bæta við okkur á vestrænu mörkuð- unum,“ segir Gunnar. Megnið af þeirri saltsíld, sem unn- in er hér á landi, fer í útflutning á vegum síldarútvegsnefndar. „Stærstu markaðirnir okkar hafa verið í Norður-Evrópu, í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Þýskalandi og svo erum við líka að selja mikið til Austur-Evrópu þar sem mikil breyting hefur orðið í sölumálum Eignaraðild verði rýmkuð LAGT hefur verið fram á Alþingi stjómarfrumvarp um að rýmkuð verði eignaraðild útlendinga að ís- lenskum skipum til samræmis við þá eignaraðild, sem útlendingar mega eiga í íslenskum fiskvinnslu- stöðvum og útgerðarfélögum. „I dag er fortakslaust bann við því að útlendingar eigi í fískiskip- um, en fyrir nokkrum árum var lögum breytt þannig að útlendingar geta átt lítinn hlut í fiskvinnslu- stöðvum og útgerðum, en eftir sátu skipin. Þannig að við erum í raun- inni með þessari breytingu að heim- ila útlendingum að eiga ákveðinn lágmarkshlut í fiskiskipum á sama ■Xtk DKENGJAKORINN "uÁg O OG SIGNY Jólatónleikar Drengjakórs Laugarneskirkju verða í Langholtskirkju sunnudagínn 15. desember kl. 20.00. % Einsöngvari: Signý Sœmundsdóttir. Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Undirleikari: Gunnar Gunnarsson. Fram koma einnig fyrrverandi Drengjakórsfélagar. Miðasala í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, og við innganginn. hátt og þeir mega eiga í fiskvinnsl- unni og útgerðinni. Það er í reynd verið að samræma þetta þrennt og úr því að búið var að opna fyrir eignaraðild útlendinga að fisk- vinnslu og útgerð, þá var talið eðli- legt að þeir mættu líka eiga hlut í skipunum," sagði Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í sam- gönguráðuneytinu. Lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, sem sett voru árið 1991, var breytt sl. vor á þann hátt að rýmkuð var heimild útlend- inga til þátttöku í íslenskum at- vinnurekstri með óbeinni hlutdeild, þar á meðal með þátttöku í hlutafé- lögum sem aftur voru eigendur lög- aðila er útgerð stunda. Erlendir aðilar mega skv. þeim lögum ekki eiga meira en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Fari eignarhlut- ur íslensks lögaðila, sem stundar veiðar í efnahagslögsögu íslands eða vinnslu sjávarafurða hér á landi, ekki yfir 5% má eignarhlutur erlendra aðila þó vera allt að 33%. j )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.