Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996" MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ellu Stínu- bækurnar BOKMENNTIR Ö rsögu r LÚÐRASVEIT ELLU STÍNU eftir Elísabetu Jökulsdóttur 88 bls. Mál og menning 19%. FYRIR þremur árum gaf Elísa- bet Jökulsdóttir út safn ríflega 50 „hjartasagna" í bók sem hún nefndi Galdrabók Ellu Stínu, og nú er komin út Lúðrasveit Ellu Stínu sem hefur að geyma hátt í sjötíu sögur sömu ættar. Fyrir margra hluta sakir er eðlilegt að bera saman þessar tvær bækur því skyldleiki þeirra kemur fram í fleiru en nöfnunum. Nafnið á nýju bókinni kveikir reyndar grun um að Ellu Stínu bækurnar eigi eftir að verða fleiri. Elísabet tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í Galdrabókinni og heldur áfram að fást við örsög- una (eins og flestir vilja kalla fyrir- bærið) form þar sem „í senn er sögð saga og spunnið ljóð" eins og segir á bókarkápu, og er vissu- lega vandmeðfarið. Á meðan böm, og þá sérstaklega alls konar stelp- ur, voru í aðalhlutverkum í Galdra- bókinni eru menn og konur, full- orðið fólk, meira áberandi í Lúðra- sveitinni. Sögurnar standa á mörk- um raunsæis og absúrdisma og lýsa ýmist undarlegu lífi persón- anna eða einangruðum atvikum þar sem tilfinningar skipta gjarna höfuðmáli. Það sem einkennir sög- urnar kannski öðru fremur er fjör- ugt ímyndunarafl og fjölskrúðugt persónusafn. Ádeilutónninn er sterkari en í Galdrabókinni, hlut- skipti nútímamannsins og inni- haldsleysi neyslusamfélagsins er viðfangsefni fleiri sagna og fram- setningin raunsæislegri: „Nútímakonan kom þjótandi inn úr dyrunum og það hljómaði eins og hugur fylgdi máli þegar hún sagðist verða að gera eitthvað fyr- ir sjálfa sig en hún vissi ekkert hver hún var svo það var ósköp lítið sem hún gat gert nema þotið í ljós, í nudd, í reiki, í heilun, í háskól- ann, í ættfræði, í indíánagufubað, í sál- fræðitíma, í litgrein- ingu, í jóga, í leirinn, í líkamsrækt, í kór, í flísgalla eftir lauga- veginum og í gúmmí- bát niður hvítá og allt þetta sem allir eru að gera því þeir vita ekki hverjir þeir eru. Hún var að sökkva upp fyr- ir haus ofan í mógröf Elísabet Jökulsdóttir þegar hún reif sig upp og er nú eins og þeytipíka um allt, leitandi að því eins og logandi ljósi hvernig hún geti slökkt á sér." (Vinnukon- an, bls. 22.) Persónurnar eru eins og í Galdrabókinni nafnlausar, per- sónusköpunin keimlík en í Lúðra- sveitinni dregnar skýrari dráttum. Líf þeirra einkennist af leit og oft á tíðum eru þær haldnar einhvers konar þráhyggju eða fíkn sem mótar tilveru þeirra. Elísabetu tekst að fá þær til að draga and- ann þótt svigrúmið sem hún gefur sér sé lítið. „Kona ein varð vitni að morði á hverri nóttu. Hún vann i banka á bak við gler á daginn en á kvöld- in þegar hún lagðist til svefns heyrði hún að brotist var inn á efri hæðinni, nágranni hennar drepinn í svefni, líkið bútað niður og troðið í svartan plastpoka sem síðan var dreginn eftir gólfinu og komið fyrir í ruslatunnu á bak við hús. Konan heyrði þetta greinilega á hverri einustu nóttu og henni varð ekki um sel. Svitinn spratt út á líkamanum, andlitið stirnaði af skelfingu og hún festi eMri svefn fyrr en undir morgun. Á daginn fór hún á bak við glerið í bankan- um og brosti til viðskiptavinanna, sama brosinu og maður brosir framan í þá sem maður grunar um morð." (Konan með brosið, bls. 10.) Stundum standa þessar persónur Elísa- betar fyrir einhverja þætti í skaplyndi fólks og minna þá að sumu leyti á þær aumkunar- verðu persónur sem lýst er í bókinni Heyrnarvottinum eftir Elias Canetti sem kom út fyrir tveimur árum í íslenskri þýðingu Gunnars Harðarsonar. Þannig er það til dæm- is með manninn sem kaupir öll fjöllin í heiminum (bls. 12), konuna sem átti vopnabúrið (bls. 38) og konuna sem safnaði beinunum (bls.68) svo einhver dæmi séu nefnd. Bygging flestra sagnanna er svipuð og greinilegt að formið hef- ur tilhneigingu til að verða dálítið einstrengingslegt. Hugmyndirnar eru trúlega jafnmargar og sögurn- ar en framvindan sem jafnan er nýstárleg og óvænt verður óvænt á sama hátt í fullmörgum sögum. Sú hugsun læðist oftar en ekki að lesandanum þegar styttist í enda textanna að einmitt hér verði kú- vent! Og það gerist! Sögurnar verða kannski aldrei fyrirsjánlegar en samt kunnuglegar fyrir vikið. Elísabet er ör og ófeimin við að láta hlutina flakka, hún fer stund- um yfir strikið, segir of mikið - og í þeim sögum vill ljóðræni þráður- inn í vefi textans verða dálítið trosnaður. Að öðru leyti eru sög- urnar hennar vel heppnaðar, og þeir sem kunnu að meta Galdrabók Ellu Stínu verða ekki fyrir von- brigðum með Lúðrasveitina henn- ar. Lúðrasveitin er hljómmeiri, textinn að mörgu leyti vandaðri og stíllinn þroskaðri, líkt og í sam- ræmi við aldur persónanna. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í næstu Ellu Stínu-bók! Kristján Kristjánsson Ekki bara slor „SAGA Soffaníasar Cecilssonar er marg- þætt. I henni tvinnast saman ævisaga manns sem brýzt úr örbirgð til áhrifa, byggðasaga Grundarfjarðar og saga fiskvinnslu og útgerðar á þessari öld. Mér var það afar lærdómsríkt að kynn- ast Soffa og fjöl- skyldu hans og skrá sögu hans á bók. Mér þykir einnig líklegt að aðrir geti dregið af henni nokkurn lær- dóm. Það er í raun Hjörtur ótrúlegt hve miklar breytingar hafa orðið á högum íslenzku þjóð- arinnar á þessari öld," segir Hjört- ur Gíslason, höfundur endurminn- inga Soffaníasar Cecilssonar, út- gerðarmanns og fiskverkanda á Grundarfirði. Sagan um Soffa er fimmta bók Hjartar Gíslasonar, en allar fjalla bækur hans um áberandi menn í sjávarútvegi og eru í viðtalsformi. Hvers vegna hefur hann valið sér þetta viðfangsefni? „Svarið við því er einfalt. Ég þekki sjávarútveginn orðið nokk- uð vel eftir að hafa skrifað um hann sem blaðamaður á Mqrgun- blaðinu í meira en áratug. Ég var einnig sjálfur á sjó og í fiski á köflum sem réðust af efnahag míiium hverju sinni. Þá var nefni- lega. hægt að þéna vel á sjónum. Á þessum tíma hef ég kynnzt því hve sjávarútvegurinn er þjóðinni mikilvægur og hve ríkulega sjó- sóknin hefur mótað margan merk- Gíslason ismanninn. Mér hefur fundizt það ómetan- legur lærdómur að stunda sjóinn þó ég næði aðeins einum jólatúr á gömlum síðutogara og færi aldrei í siglingu. Það er líka lærdómur að vera á skuttogurum og bátum. Með skrifum mínum um sjávarútveginn er ég að reyna að miðla þekkingu um undir- stöðuatvinnuveg þjóð- arinnar, en síðast en ekki sízt að segja frá því fólki, sem ber þennan atvinnu- veg uppi. Þarna er um að ræða sögu atvinnuvegar og fólks, sem á fullt erindi til þeirra, sem aldrei hafa mígið í saltan sjó, ekki síður en sjómanna og fiskverkafólks. Jafnvel þeir, sem biðja um fiskinn með svörtu röndinni á hliðinni og halda að þorskurinn og ýsan séu „hjón", gætu haft af því bæði gagn og gaman að lesa um þá sem draga þessa fiska að landi og færa á diska fólks um allan heim. Eftir þessa romsu er kannski rétt að árétta það, að bókin um Soffa er ekki þurr staðreyndaþula um mikilvægi íslenzks sjávarút- vegs. Hún er fyrst og fremst saga manns, sem hefur alizt upp í brim- róti sjávarútvegsins. Soffi hefur reynt margt um dagana, líklega meira en flestir aðrir. Það er hreinlega ótrúlegt að kynnast þeim aðstæðum sem hann ólst upp við og baráttu hans við sjóinn. Þetta er ekki bara slor." AAFMÆLISDAGINN minn, þriðja maí 1935, gerðistþað um klukkan 10 um morguninn, að fimm höfrungar komu æðandi á land og lentu upp í stórgrýtinu fyrir neðan bæinn hjá okk- ur. Okkur var mikill búhnykkur að þessum hvalreka, en sáum jafnframt að þessi björg myndi tapast út aftur, þegar félli að á ný, yrði ekkert að gert. Við Bæring, 11 og 12 ára gamlir, sóttum því reipi og bundum höfrungana, sem voru 5 til 6 metrar að lengd, saman á sporðun- um svo þeir slyppu síður út. Við þetta bjástur náði einn höfrungurinn að vinda vel upp á sig og slá með sporðinum á mig miðjan svo ég þeyttist nokkra metra í burtu. Mér varð þó ekki meint af og við sóttum svo ljá til að skera hvalina, því nægilegan stóra hnífa áttum við ekki. Fregnir af þessu bárust svo út og voru margir sem nutu þessarar lífsbjargar. Kjötið var salt- að og spikið brætt í stórum ullarþvottapotti. Rengið var soðið og súrsað í tunnu og lýsið var geymt á tunnu og notað á lampa. Þá notuðum við lýsið líka saman við málningarduft til að mála húsið. Duftið var rautt og eigin- lega samlitt ryðguðu járninu á húsinu og passaði því vel. Hins vegar varð sá hængur á þessari blöndu að hún dró til sín mikinn flugnasverm og varð þessi húsamálning því einn allsherjar flugnabani. Úr Soffa - í særoki söltu BOKMENNTIR Ljóðaþýðingar AUSTURLJÓÐ Ljóð frá Indlandi, Kina og Japan í íslenskum búningi Steingríms Gauts Krisrjánssonar. Afdrepehf. 1996-264 bls. Austræn ljóð AUKINN áhugi á Austurlandaljóðlist birtist með ýmsu móti. Algengt er að skáld láti fljóta með stöku þýðingar á hækum eða kínverskum ljóðum í ljóðabókum sínum og nokkrir höfund- ar hafa beinlínis gefið út ljóðaþýðingar sérstak- lega. Má í þessu sambandi nefna þá Helga Hálfdanarson og Óskar Árna Óskarsson. Þó hygg ég að engir hafí verið jafnstórtækir og Steingrímur Gautur Kristjánsson sem birtir um þessar mundir ljóðaþýðingar sínar frá Ind; landi, Kína og Japan í bókinni Austurljóð. I henni eru 233 ljóð, allt frá þremur hendingum til 228 vísuorða. Við sögu koma fjölmargir höfundar, þeir þekktustu Bengalbúinn Rabindranath Tagore, Kínverjarnir Lí Bæ (Lí Pó), Dú Fú (Tú Fú) og Sú Dongpo og Japanarnir Marsúó Bassó, Tanigútsí Búson og Kobjassi Issa en auk þeirra fjöldamargir fleiri. Ljóst er því að hér er yfir- gripsmikið verk á ferð og fengur í því að fá á íslensku mörg þekkt ljóð sem helst hefur verið hægt að náígast f enskum og þýskum þýðingum. Ég hygg að rétt sé að flokka útgáfu Stein- gríms sem fræðilega útgáfu fremur en listræna þótt vitaskuld sé vafasamt að hengja slíkan merkimiða á ljóðasafn. Margt styður þá fullyrð- ingu þótt höfundur lýsi því yfir að tilgangur hans sé „tilraun til ritunar fagurbókmennta, ekki eiginlegs fræðirits ..." Þannig víkur þýð- andinn að menningarlegum og trúarlegum bakgrunni verkanna í inngangi, afstöðu sinni til þýðingarvinnunnar og að ýmsum þeim vanda sem að þýðanda sækir. Þá ritar hann eftir- mála sem er brot úr hugmynda- og bókmenntasögu þeirra mál- svæða sem þýðingar eru frá auk höfundatals og heimildarskrár. Með ljóðunum fylgja enn fremur gjarnan skýringar, hugleiðingar og túlkanir þýðandans. Þýðandinn gerir sér grein fyrir takmörkunum þýðinga: „Með samanburði þykist þýðandinn hafa komist að því að listrænar þýðingar, felldar í form evrópskra bragarhátta leiði lengst frá frum- gerð ljóðanna, þótt hún sé að sínu leyti háttbundin. Telur hann væn- legustu leiðina til að skila því besta, sem í ljóðunum býr, vera aðferð Biblíuþýðenda sem aldrei reyndu að fella ljóðaljóðin í rím og hljóðstafi." Athyglisvert er að þýðandinn gerir stundum margar atrennur að sumum kvæðunum. Stund- um eru meira að segja sumar gerðirnar á dönsku, ensku og frönsku. Má það heita óvenju- legur gerningur. En auk þess birtir Steingrím- ur jafnhliða hækuþýðingum sínum þýðingar annarra höfunda, jafnt íslenskra sem erlendra. Allt þjónar þetta Ýitaskuld þeim tilgangi að nálgast sem mest frumgerð verkanna og er gott eitt um það að segja. Margar þýðingar Steingríms eru í senn trú- ar frumgerðinni og ágætur skáldskapur. Ég nefni sem dæmi um hin lengri ljóð Ódauðlega ást eftir Bæ Djújí, Fimm hundruð orð frá Tsangan og Föngsjen eftir Dú Fú og Fyrri ferð Sú Dongpo að Rauðanúpi, en við þá þýð- ingu kveðst þýðandi hafa stritað mörg ár. Víða Steingrímur Gautur Kristjánsson tekst einnig vel til um hin styttri ijóð. Nefna má t.d. hæku eftir Issa: Ó, brekkusnigill gakktu á Fútsífjallið, en hægt, góði, hægt. Ennfremur kemur tilfinninga- þrunginn tærleiki og einfaldleiki kvæðis Marabæ, Ást, vel fram í þýðingunni: Ef ég hefði vitað að ást væri þjáning hefði ég látið berja bumbur og tilkynna út um allan bæ að það væri bannað að elska. Aðferð Steingríms við þýðingar gengur víða vel upp. í ljósi erlendra þýðinga annarra á austrænum ljóðum er ekki unnt að bera brigð- ur á þýðingar hans. Þær virðast nákvæmar og þar sem vafi er á túlkun gerir þýðandinn fleiri en eina atrennu að kvæðunum. Þessari nákvæmni fylgir þó ákveðin hætta. Kínversk og japönsk ljóð eru rituð með mynd- letri þannig að smáorð, einkum forsetningar og samtengingar, eru ekki augljós í frumgerð- unum. Mér finnst höfundur stundum ekki taka nægilegt tillit til þessa munar á hinum aust- rænu tungumálum og móðurmálinu þótt fram komi að hann sé sér meðvitaður um hann. Fyrir bragðið éinkennast sumar þýðingarnar af stuttaralegum málsgreinum. Stundum geng- ur þetta að vísu allvel upp, t.d. í Kvöldljóði eftir Sú Dongpo, en mér fínnst það hins vegar ekki alltaf fara vel í ljóðrænum skáldskap því að textinn verður allt að þvf sundurhöggvinn og sviptur eðlilegri hrynjandi slíks skáldskapar sem hljómar best þegar hann er kliðmjúkur og samfelldur. En vitaskuld er allt þetta álita- mál og smekksatriði. Kvæði eftir Lí Bæ, Drykkjulag 1 er þannig: Ég lyfti krúsinni og býð mánanum að stíga til jarðar. Ég vona að hann þiggi boðið. Ég lyfti krúsinni og bið blómgaðar trjágreinar að drekka með mér. Ég óska þeim langlífis qg lofa að tína ekki af þeim blómin. Ég verð drukkinn í félagsskap tungls og blóma. Við hirðum hvorki um skömm eða heiður. Ekki er á margra færi að skilja gleði okkar. Ég hef vín, tunglskin og blóm. Er nokkurt drykkjulag ákjósanlegra? Mér finnst einnig hæpið að taka ekki tillit til íslensks ljóðmáls og hefðar í slíkum þýðing- um, jafnvel þótt ég geti fallist á meginreglu Steingríms um að þýða í anda Biblíuþýðenda. Ofstuðlun er t.a.m. aldrei falleg, hvorki í bundnu máli né óbundnu en hana þykist ég kenna, t.d. í fyrsta ljóði bókarinnar: Púhérað er umlukt háum fjöllum en að sunnanverðu eru öll fjöllin frábærlega formfógur og vaxin grænum skógi. Mikilvægast er þó að með Austurljóðum höfum við eignast nokkuð góða innsýn inn í ljóðaheim Austurlanda. Bókin er yfirgripsmikil og vandað til þýðinganna þótt sum Ijóðin mættu hljóma betur. Skafti Þ. Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.