Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 51 MINNINGAR NIELS BJARNASON ¦J- Níels Bjarnason ' fæddist á Keldu í Reykjafjarðar- hreppi í Norður- ísafjarðarsýslu 6. janúar 1913. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 6. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Jóns- son,f. 24.júní 1871, d. 30. október 1926, og kona hans Ólöf Einarsdóttir, f. 23: september 1891, d. 22. febrúar 1979. Níels ólst upp á Deildará í Múlahreppi lijá Jóni Jónssyni og Ástríði Ásbjörnsdóttur. Hann stundaði bókbandsnám í Flatey á Breiðafirði 1936 og <4k,' Haustið 1942 kom Níels Bjarnason til starfa við Héraðsskólann í Reykja- nesi að ósk föður míns, Aðalsteins Eiríkssonar. Hann kenndi bókband og gegndi þar ýmsum störfum á næstu árum. Þar lærði ég bókband hjá honum og umgekkst hann mikið. Mér er það mjög minnisstætt þegar hann bauð okkur bræðrum, ellefu og þrettán ára gömlum, í langt og skemmtilegt ferðalag suður í Múla- hrepp í Austur-Barðastrandarsýslu. Farið var á hestum frá Reykjanesi inn fyrir ísafjörð, upp Gervidal og yfir Kollafjarðarheiði. Níels var kunnugur þessari leið og lýsti vel örnefnum og kennileitum. Eg man vel að þegar við komum að brattri brekku frammi í Gervidal, Butralda- brekku, gaf það Níels tilefni til að segja okkur frá viðskiptum þeirra Þorgeirs Hávarssonar og Butralda. Þegar ég kom til starfa 1952 í Reykjanesi endurnýjaði ég kunnings- skap við Níels er hann réðst til kennslu og annarra starfa við skól- ann. Jafnframt kennslunni stundaði Níels búskap í Gervidal. Á sumrin annaðist hann gæslu við mæðiveiki- girðingu sem náði frá ísafjarðar- botni, yfir Kollafjarðarheiði að Kolla- fírði. Þessu starfi ásamt öðrum gegndi Níels af mikilli trúmennsku. Hann var traustur starfsmaður og átti gott með að umgangst nemendur og starfsfólk. Slíkt er mikils virði, ekki síst í heimavistarskóla þar sem tugir nemenda búa í heimavist mán- uðum saman án helgarfría sem nú tíðkast. Því trausti brást Níels aldrei. Eftir að vegasamband var komið í Reykjanes var það alltaf tilhlökk- unarefni okkar Guðrúnar og barn- arina að heimsækja Lóu og Níels í Gervidal. Það voru margar ferðir farnar í Gervidal á góðviðrisdögum á þessum árum og til berja er leið að hausti. Níels og Lóa fluttu í Mosfellssveit 1968 og hann keypti sér fokhelt hús í Markholti 20. Hann gerði þetta hús að fallegu heimili fyrir sig og móður sína og bjó þar til æviloka. Níels gerðist starfsmaður hjá Mosfells- hreppi og síðan hjá Álafossi. Áhuga- mál hans voru mörg, lestur góðra bóka, ljósmyndun og steinasöfnun. Hann fór margar ferðir vítt um land- ið og safnaði fágætum, fallegum steinum, sem hann kom haganlega fyrir í stofu sinni. Safnið er stórt og fagmannlega uppsett. Eftir að Ólöf, móðir Níelsar, lést hefur Bjarni Jónsson fóstbróðir hans búið með honum og annast hann síð- ustu árin. Að leiðarlokum vil ég þakka Níels langa og góða vináttu við mig og fjölskyldu mína. Guð blessi minningu hans. Páll Aðalsteinsson. Nú er minn kæri Níels horfinn á braut. Ég þakka honum góðar stund- ir sem ég mun ætíð minnast með þakklæti. Það er ótrúlegt en satt að þegar Níels var að alast upp á öðrum tug þessarar aldar fór hann á mis við venjulega skólagöngu, en eðlis- læg athygli og góðar gáfur gerðu honum kleift að afla sér staðgóðrar framhaldsnám í Stykkishólmi. Níels var stundakennari við Héraðsskólann f Reykjanesi 1942 og fastur kennari frá 1961 til 1968. Hann varð jafn- framt bóndi í Gervidal í ísafirði 1943 og fulltrúi hjá Sauðfjársjúkdóma- vörnum frá 1960. Árið 1968 fluttist hann í Mosfellssveit ásamt móður sinni og settist að í Mark- holti 20. Hann starfaði lengst af hjá Álafossi í Mosfellssveit. Útför Níelsar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þekkingar á bókmenntum og sögu og sérstaklega á náttúru landsins og umhverfi, sem hið mikla steinasafn hans ber vitni um. Það var fyrir 13 árum sem ég kom fyrst inn á heimili hans með fóstur- syni hans Bjarna Ólafi en Bjarni Ó. hafði verið hjá honum í sveit í Gervi- dal við ísafjörð í mörg sumur og flutti svo alfarið til Níelsar 15 ára gamall, þegar Níels var kominn til Mosfells- bæjar. Þá fékk ég strax að kynnast steinasafni hans og undir hans leið- sögn opnuðust ævintýraheimar þeg- ar skyggnst var inn í steinbrotin. Ófáar sögur hafa síðan verið sagðar um það, þegar Bjarni Ó. fylgdi hon- um í margra tíma steinaferðir upp á fjöll og inn í gljúfur berandi fullan bakpoka af steinum, þá mjög ungur. Síðan hafa ferðir okkar í Mosó verið fastur liður í tilveru okkar, fyrst áður en við Bjarni eignuðumst börn, en þá gátum við setið og spilað brids allan daginn, langt fram á kvöld, en þegar litlar manneskjur voru mættar líka var minni friður til spila. Þó að Níels hafí ekki eignast börn sjálfur, var hann mjög barngóður og hann var svo sannarlega afí barna okkar. Það var okkur mikil ánægja að geta gefíð honum alnafna, Níels Bjarnason, fyrsta barnið okkar, og dóttirin var skírð Ólöf eftir móður hans. Við munum sakna alls þess fróðleiks sem við fengum frá honum um liðna tíð, sögur og kvæði sem hann fór með fyrir okkur. Það var líka gaman hvað Níels nafni hans hafði gaman að hlusta á hann segja frá steinum, fróðleik um þá og frá- sögur hans af fundi þeirra. Og bræð- urnir, Níels og nú Óskar áttu góðar stundir þegar Níels afi bauð upp á myndakvöld með skyggnum. Það var orðið fastur liður í jóla- haldi okkar, að Níels afi væri hjá okkur á aðfangadagskvöld, en nú verður hans sárt saknað. Já, söknuðurinn er mikill, en við munum minnast hans með þakklæti í huga. Gyða Einarsdóttir. Kær frændi er kvaddur í dag, en það er Níels Bjarnason fósturbróðir pabba míns. Níels var á mínum bernskuárum einn af heimilisfólki á Deildará í Múlasveit en hann var þar alinn upp af afa mínum og ömmu, Jóni og Astríði, frá þnggja ára aldri. Þau áttu tvo syni, Ásbjörn og Jón, og var alla tíð mjög kært með þeim og fóstbróður þeirra og báru þeir alla tíð mikla umhyggju hver fyrir öðrum. Níels reyndist fósturforeldrum sin- um sem besti sonur og sagði mamma mín að hann hefði vakað yfir fóstru sinni og varla vikið frá henni þegar hún lá banaleguna en hún lést úr krabbameini 3. desember 1937 á Deildará, þá 65 ára. Fóstri Níelsar, afí minn, dvaldi líka hjá honum í Gervidal síðustu þrjú æviárin, þá orðinn veikur af sama sjúkdómi og kona hans hafði látist úr 15 árum áður. Níels lét ekkert standa í vegi fyrir því að koma fóstra sínum aftur á Múlanesið, þó yfír erfiða fjallvegi væri að fara. Allt til að hann gæti hvílt við hlið konu sinnar í kirkju- garðinum á Skálmarnesmúla. Níels var heimilisfastur á Deildará til ársins 1946. Hann fór þó suður í vinnu suma vetur og var einnig í bókbandsnámi í Flatey. Þá var hann farinn að vera um tíma norður við ísafjarðardjúp áður en hann fluttist þangað alveg og hóf búskap með móður sinni og stjúpa í Gervidal. Ólöf, móðir hans, hafði þá misst mann sinn Bjarna Jónsson og gifst aftur, Bjarna Steinssyni frænda hans. Þau eignuðust ekki börn en hjá þeim ólst upp Bjarni Jónsson, systursonur Bjarna Steinssonar. Ólöf átti annan son með fyrri manni sín- um, Guðmund Bjarnason kaupmann í Reykjavík. Hann er látinn fyrir nokkrum árum. Guðmundur var kvæntur Kristínu Þórarinsdóttur og eignuðust þau þrjá syni. Engan mann þótti mér vænna um í æsku en Níels frænda minn. Hann hafði alltaf tíma fyrir litla stúlku eins og hún væri barnið hans og margar yndislegar bernskuminning- ar á ég frá þessum tíma. Níels átti tjald sem hann setti upp efst í túninu nálægt bæjarlæknum á Deildará. Kringum það ræktaði hann falleg blóm eins og prýða flesta garða í dag. Sum þeirra vaxa reyndar enn þann dag í dag á sama stað. Níels var mikið snyrtimenni og reyndi allt- af að hafa snyrtilegt í kringúm sig og það má með sanni segja að hann hafi í raun verið mjög sérstakur maður. Níels var sérstaklega fróður maður um marga hluti og hefði ör- ugglega átt gott með að læra meira ef aðstæður hefðu boðið upp á slíkt. Það má meðal annars merkja á hinu einstaka steinasafni sem hann kom sér upp. Fáa menn hef ég þekkt heiðar- legri og áreiðanlegri en Níels frænda og prúðmenni var hann mikið. Það þurfti oft ekki nema hann liti á okk- ur frændsystkini sem þá vorum börn á Deildará til að lætin hljóðnuðu en hann gat gert að gamni sínu og hafði góðan húmor fyrir spaugilegu hliðunum á hlutunum. Alltaf man ég eftir atviki einu er gerðist síðla einn vetur. Níels var þá að fylgja mér yfir Skálmardalsheiði og hafði Grána sinn með til að hvíla mig á göngunni. Ég vildi sitja lengur á klárnum en ráðlegt var og valt svo fram af eins og frostkúla. Níels sagði þá brosandi að blessuð skepnan hún bara glotti. Gráni var mikill uppáhaldshestur hjá Níels enda fóru þeir saman margar ferðir yfír fjallveginn milli Breiða- fjarðar og ísafjarðardjúps. Aðallega vegna þess að Níels sá um gæslu mæðiveikisgirðingarinnar á þeirri leið árum saman á móti Sæmundi bónda á Kletti í Kollafirði. Þegar Níels hætti búskap í Gervi- dal fluttu hann og móður hans út í Reykjanes þar sem Níels kenndi bók- band við skólann hjá Páli Aðalsteins- syni en Páll og hansfólk var mikið vinafólk Níelsar. r Úr Reykjanesi fluttu svo Níels og Ólöf suður í kring- um 1967 og settust að í Mosfellsbæ, Markholti 20, húsi sem Níels byggði að mstu leyti sjálfur. Þar bjó Níels allar götur síðan. Fyrst með móður sinni, meðan hún lifði, og síðan með frændum sínum, þeim feðgum Bjarna Ólafi Bjarnasyni og Bjarna Jónssyni. Ólöf lést árið 1979 og hafði hún þá alltaf staðið fyrir búi hjá syni sínum. Nokkrum árum eftir að þau mæðgin fluttu suður kom Bjarni Ólafur til þeirra og bjó hjá þeim, fyrst báðum og síðan Níelsi eftir andlát Ólafar, þangað til hann kvæntist og stofnaði eigið heimili. Hugsuðu þau Bjarni og Gyða ávallt vel um Níels. Þegar Bjarni Ólafur flutti úr Markholtinu flutti faðir hans aftur til Níelsar og bjuggu þeir sam- an, frændurnir, upp frá því. Níels vann á Álafossi eftir að hann flutti suður, alveg fram að starfslok- um. Hann fór alltaf eitthvað um land- ið í sumarfríum sínum, annað hvort til steinasöfnunar eða til ættingja. Mörg sumur fór hann vestur á Pat- reksfjörð til systur minnar og var þar um tíma. Mig langar að lokum að þakka Bjarna Jónssyni frænda mínum fyrir að flytja aftur til Níelsar og gera honum kleift að búa í húsinu sínu í Mosfellsbænum til síðasta dags. En úr húsinu sínu gat Níels ekki hugsað sér að flytja og þar fékk hann að sofna í síðasta sinn og vakna aftur í öðrum heimi. Þar hafa tekið á móti honum allir þeir ástvinir sem á undan eru farnir. Ég þakka Níels frænda mínum fyrir allt sem hann var mér frá fyrstu tíð og bið guð að blessa minningu hans. Badda, Bjarna, Gyðu og fj'öl- skyldu Guðmundar votta ég samúð mína Ásta Jónsdóttir. Níels Bjarnason frá Deildará, síð- ar bóndi í Gervidal verður jarðsung- inn í dag frá Lágafellskirkju. Níels ólst upp á Deildará og dvaldi þar að mestu fram yfir þrítugsaldur eða þar til hann flutti að Gervidal og hóf þar búskap ásamt móður sinni og stjúpa. Ég kynntist Níels fyrst upp úr 1930. Hann átti þá stundum leið yfir Kollafjarðarheiði, kom þá við hjá okkur sunnan heiðar og svo bar fundum okkar saman annað slagið. Ég kunni strax vel við þenn- an unga mann. Hann var svo ftjáls- legur og hafði eitthvað svo gott við sig eins og sagt var. Svo hóf hann búskap í Gervidal eins og áður seg- ir. Hann stundaði að einhverju leyti kennslu í bókbandi við Reykjanes- skólann með búskapnum. Níels gerði ýmsar umbætur í Gervidal og byggði meðal annars gott íbúðarhús sem stendur þar enn. Á sumrin gegndi hann á móti öðrum sauðfjárveikivörslu á fj'all- lendinu milli ísafjarðar og Kolla- fjarðar. Á þeim árum fór hann að gefa gætur ýmsum steinum og stundaði hann þá leit vítt og breitt um stór svæði og safnaði að sér fjöl- mörgum tegundum steina svo úr varð mikið steinasafn, með þeim bestu á landinu. Hann þekkti nöfn allra þessara steintegunda, eðli þeirra og gerðir og jafnvel við hvaða hitastig þeir hefðu myndast. Hann var orðinn sjálfmenntaður steina- fræðingur og er það þó mikil náms- grein. Níels flutti suður í Mosfellsbæ árið 1967. Þar byggði hann fallegt íbúðarhús ásamt fallegum trjágarði, allt í snyrtimennsku og myndarskap. Þar setti hann upp sitt fallega steina- safn. Það klæðir að minnsta kosti heilan vegg í stofunni. Þangað kom ég stundum til hans sumarið sem ég var í Mosfellsbæ að vinna við dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur. Þar fékk ég hlýjar móttökur að vanda. Ég skipti mér lítið af steinasafninu, hafði lítið vit á því en hafði alltaf gaman af viðræðum við vin minn Níels Bjarnason. Hann var svo greindur maður og hafði skemmti- legar skoðanir og öfgalausar. Ég sagði stundum við hann í þessu kvöldrabbi að hann hefði átt að vera prófessor í steina- og jarðfræði. Hann tók aldrei undir það. Löngu seinna var ég á ferð suður í Mosfellsbæ ásamt konu að norðan. Ég stakk upp á því að við kæmum við hjá Níels og litum á steinasafnið og var það samþykkt. Níels tók á móti okkur með sinni alkunnu prúð- mennsku, safnið var skoðað undir handleiðslu hans. Þar var stans góðu lengri en ætlað var. Fóstbróðir Níels- ar, Bjarni, sá um veitingarnar ems og venjulega af myndarskap. Ég spurði þessa ágætu konu eftir að við vorum farin hvernig henni hefði líkað að koma til Níelsar. Hún taldi safnið með miklum ágætum, það besta sem hún hafði séð en bætti svo við að það hefði ekki verið allt, henni leið svo vel í návist hans. Hún fann það þó hún þekkti Níels ekki neitt. Þannig var Níels Bjarnason. Hann átti svo góða geisla ef ég má orða það svo. Og nú er hann Níels vinur minn Bjarnason horfinn af sjónarsviðinu. Ég get ekki lengur hringt í hann eða heimsótt og spjallað við hann yfir kaffibolla um gátur lífsins og okkar ágætu skáld. Ekki síst Krist- ján Fjallaskáld. Ég votta hans nánustu mína sam- úð og þakka vini mínum Níels fyrir indæl kynni á liðnum árum. Ég kveð hann með erindi úr fallegu kvæði eftir Davíð Stefánsson: Við hlutum þá gæfu að gista gróandi jörð um skamma stund en leiðin þar aðeins byrjar inn blikandi hnattasund. Við finnum í eðli og anda útþrá sem bæði seiðir og knýr til hugboða um eitthvað horfíð sem hinum megin býr. Jóhannes Arason, Seljalandi. t ^W^V ' ^Ím Ástkær móðir okkar, amma og W-f. i« | langamma, GUÐRÚN BJARNADÓTTIR B^K *' frá Grímsey, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju ^hk| JB laugardaginn 14. desember kl. 11.00 Bjarni Sigmarsson, Guðrún Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tendafaðir og afi, SNORRI GUNNLAUGSSON, Aðalstræti 83, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 14. des- ember kl. 14.00. Lára H. Kolbeins, Lára Ágústa Snorradóttir, Hjörtur Sævar Steinason, Helga Snorradóttir, Ásbjörn Helgi Árnason, Halldór Snorrason Kolbeins, Joanne Kolbeins og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFÍU FINNBOGADÓTTUR, Bálkastöðum, Hrútafirði. Jóhanna Jónsdóttir, Gunnar A. Haraldsson, Eiríkur Jónsson, Sigríður G. Magnúsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.