Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 1
92 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 286. TBL. 84. ARG. FOSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Jólasveinn í Beirút JÓL AS VEINNINN er kominn til Beirút og er hér verið að stilla honum upp milli pálmatrjáa. Þessi uppblásni jólasveinn var fluttur til Líbanons frá Bandaríkjunum og á að standa fyrir utan stórversl- un í höfuðborg landsins. Góður árangur á fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar Frjáls viðskipti með upplýsingatækni Singapore. Reuter. TÍMAMÓTASAMKOMULAG náðist á ráðstefnu Heimsviðskiptastofnun- arinnar, WTO, í Singapore í gær um frjáls viðskipti með upplýsingatækni og -búnað auk þess sem málamiðlan- ir voru gerðar í erfiðum deilum um reglur á vinnumarkaði. „Allt gekk upp," sagði framkvæmdastjóri WTO, Renato Ruggiero, er lokafundur hans með leiðtogum sendinefndanna 128 hófst, þar sem ganga skyldi frá texta lokayfirlýsingar. Hún verður staðfest er ráðstefnunni lýkur í dag. Samningurinn um upplýsinga- tæknina, sem tekur gildi árið 2000, er stærsta skref sem tekið hefur verið til að koma á algeru frelsi á ákveðnu sviði viðskipta. Hann er einkum talinn geta komið Bandaríkj- unum til góða vegna styrkrar stöðu þeirra í slíkri framleiðslu. Gert er ráð fyrir að verð á hvers kyns hátæknibúnaði muni lækka en einnig á vörum á borð við bíla, Ijós- myndavélar og þvottavélar. Við- skipti með vörurnar sem samning- urinn tekur til nema um 40.000 milljörðum króna á ári. Charlene Barshefsky, viðskipta- fulltrúi Bandaríkjanna, sagði að já- kvæðu áhrifin af tollalækkunum, sem samþykkt var að framkvæma í áföngum á næstu árum, myndu vega langtum þyngra en tekjutap aðildar- landanna vegna breytinganna. Leon Brittan, aðalfulltrúi Evrópu- sambandsins (ESB), taldi að samn- ingurinn um upplýsingatæknina myndi virka sem öflugur hvati á hagvöxt. í ríkjum ESB eru tollar víða mjög háir og lengi var veruleg andstaða þar við að lækka þá. Óánægja þróunarríkja Þróunarríki voru mjög andvíg því að settar yrðu reglur um aðbúnað á vinnustöðum og báru því við að þau hefðu ekki efni á að gera sömu kröfur og auðugu iðnríkin. Banda- ríkjamenn beittu sér mjög í málinu en talsmenn fátækra ríkja töldu að með hertum ákvæðum væru iðnveld- in aðeins að reyna að vernda eigin framleiðslu fyrir ódýrari vörum frá þróunarlöndum. ¦ FinnstWTO/26 Tilræði viðson Saddams Bagdað. Reuter. UDAY Saddam Hussein, syni Sadd- ams Husseins, forseta Iraks, var í gær sýnt banatilræði, að því er greint var frá 1 íraska sjónvarpinu í gær. Talsmaður skrifstofu forsetaemb- ættisins í írak sagði að skotið hefði verið á Uday þar sem hann var á ferð í bjfreið sinni um hverfið al- Mansour í Bagdað í gærkvöldi. Hann hefði særst, en væri ekki í hættu. „Rannsókn er hafin á þessum grimmilega glæp," sagði talsmaður- inn. Formlega ber Uday_ titilinn For- maður ólympíunefndar fraks, en völd hans eru sýnu meiri en það embætti segir til um. Sjónvarpsfréttastöðin CNN hafði eftir bandarískum embættismanni að ætla mætti að tilræðinu hefði verið beint að stjórn Saddams og gæti grafið undan henni. Hins vegar væri ekki hægt að útiloka að fjöl- skylduerjur lægju að baki. Netanyahu bregst við árás á gyðinga Lofar að efla gyðingabyggðir Beit El. Reuter. ÞÚSUNDIR manna komu saman í Beit El, byggð gyðinga á Vestur- bakka Jórdanar, vegna útfarar Ettu Tzur og Efraims, 12 ára sonar henn- ar, sem palestínskir hermdarverka- menn skutu til bana á miðvikudag. Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, ávarpaði fólkið og sagði að hvergi yrði hvikað frá því að stækka byggðir gyðinga á Vest- urbakkanum. „Fyrsta svar okkar til þessara morðingja og skepna er að Israelar verða hér um kyrrt, halda áfram að byggja og búa hérna," sagði forsæt- isráðherrann. Þjóðfrelsisfylking Palestínu (PFLP) lýsti tilræðinu á hendur sér og hótaði fleiri árásum á gyðinga. Tilræðismennirnir skutu á bíl gyð- ingakonunnar og sonar hennar og særðu einnig eiginmann hennar og fjögur börn. Netanyahu og fleiri ráð- herrar í stjórn hans voru viðstaddir útförina til að sýna samstöðu með 130.000 gyðingum sem búa á Vest- urbakkanum. Skaut Palestínumann ísraelskur bóndi í suðurhluta ísraels skaut í gær til bana Samir Abu Shaqfa, fertugan palestínskan verkamann, sem hann kvaðst fyrst hafa grunað um að vera innbrots- þjófur, en sagði síðar að hann hefði talið manninn hryðjuverkamann. Fjölskylda Abus Shaqfas sagði að hann hefði verið myrtur til að hefna fyrir morðið á gyðingakon- unni og syni hennar. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna fordæmdi morðið á Palestínumanninum. PLO gagnrýnt/23 Reuter FJOLDI manns var viðstaddur útför gyðingakonu og tólf ára gamals sonar hennar á Vesturbakkan- um í gær, þar á meðal Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels. Sameinuðu þjóðirnar Annan líklegastur Sameinuðu þjóðunum. Reuter. TALIÐ er að Kofi Annan frá Ghana hafi færst skrefi nær því að verða næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eftir að öryggisráð stofnun- arinnar gekk í tvígang til óforrnlegr- ar atkvæðagreiðslu í gær. I bæði skiptin greiddu fulltrúar 14 ríkja Annan atkvæði. Aðeins Frakkar lögðust gegn honum. Egyptar studdu því Annan, en þeir hafa verið á bandi núverandi framkvæmdastjóra, Bout- ros Boutros-Ghali. Talið er að nú verði lögð áhersla á að snúa Frökkum á sveif með Annan. Fækkar um 400.000 í flóttamannabúðum í Tanzaníu Hútúar flykkjast til Uganda Ncara. Nairnbi. Reuter. " W^ ^ ' ' Ngara, Nairnbi. Reuter. UM 400.000 flóttamenn af þjóðerni Hútúa hafa flúið búðir í norðvestur- hluta Tanzaníu og haldið til Úganda til að komast hjá því að verða send- ir til heimkynna sinna í Rúanda, að sögn talsmanns Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna, WFP, í gær. Skæruliðar Tútsa í Zaire boðuðu í gær einhliða vopnahlé. Mestur var straumurinn frá Benaco-búðum, sem voru stærstar, en þaðan var talið að um 180.000 manns hefðu þegar lagt land undir fót og fáir væru eftir. Sagði fulltrúi Flóttamannahjálpar SÞ að brottfórin virtist vandlega skipulögð. Talsmaður WFP, Julie Johnson, sagði fyrr um daginn að 80% flótta- manna í svonefndum Lumasi-búð- um, þar sem 113.000 manns voru, væru farnir. Stjórnvöld í Tanzaníu eru staðráð- in í að sjá til þess að allt flóttafólkið verði farið úr landi fyrir, áramót. Þungvopnað herlið um 10.000 Tanzaníumanna er í grennd við flóttamannabúðirnar en hefur ekki reynt að beita valdi til að koma fólk- inu úr landi. Embættismenn segja að orsök flóttans úr búðunum núna sé að liðsmenn Interahamwe, vopn- aðra öfgasamtaka Hútúa er stóðu fyrir fjöldamorðum á Tútsum í Rúanda árið 1994, ógni þeim sem hyggist fara heim. Interahamwe- menn vilja ekki fara til Rúanda af ótta við hefndir Tútsa, er nú ráða Rúanda, vegna fjöldamorðanna. Einhliða vopnahlé Leiðtogi hinna sigursælu uppreisn- armanna Tútsa í austurhluta Zaire, Laurent Kabila, lýsti í gær yfir ein- hliða vopnahléi í átökunum við stjórnarher Zaire og sagði þetta gert vegna þrýstings annarra ríkja. Hann hvatti stjórn Zaire til að gera slíkt hið sama en hótaði því að ef stjórnin vildi hvorki gefast upp né ganga til samninga yrði baráttunni haldið áfram. Skæruliðarnir hafa tekið margar borgir í héruðunum. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að flogið yrði með neyðargögn handa 100 þúsund rúandískum flóttamönnum 1 Zaire.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.