Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 19 VIÐSKIPTI Peugeot hugleiðir uppsagnir París. Reuter. FRANSKI bílaframleiðandinn PSA Peugeot Citroén kann að neyðast til að segja upp starfsmönnum, ef stjórnvöld samþykkja ekki starfs- lokasamninga eins og franski bfla- iðnaðurinn leggur til, að sögn Jacqu- es Calvets stjórnarformanns. „Ef þeir neyða okkur til að segja upp starfsmönnum, sem getur hugs- azt, mun það kosta okkur minna en starfslokasamningar og ég mundi samþykkja það því að ég hefði ekki um annað að velja," sagði Calvet blaðamönnum . Hann sagði að útlitið í greininni væri svart. Gert væri ráð fyrir að sala á frönskum bflum mundi minnka um 9-10 af hundraði á næsta ári í 1,93 milljónir bíla á sama tíma og Evrópumarkaðurinn stæði líklega í stað. Calvet lét þess ekki getið hve mörgum þyrfti að segja upp. Frönsk blöð hermdu í síðasta mánuði að hann og stjórnarformaður Renaults, Louis Schweitzer, leituðu eftir sam- þykki stjórnarinnar við því að samið yrði um starfslok 40.000 starfs- manna á fimm árum gegn því að 14.000 ungir starfsmenn yrðu ráðn- ir í staðinn. Þar með yrði ráðizt gegn atvinnu- leysi ungs fólks í Frakklandi og meðalaldur starfsmanna yrði lækk- aður. Starfsmenn PSA eru 139.900, þar af 112.200 í Frakklandi. Starfsmenn Renaults eru 139.950, þar af 99.884 í Frakklandi. Hrun blasir viðstöðinnií Gdansk Gdansk. Reuter. ENDANLEGT hrun hinnar gjald- þrota skipasmíðastöðvar í Gdansk virðist blasa við þar sem banki í borginni telur ólíklegt að fyrirtækinu verði veitt nauðsynlegt lán. Lánið er að upphæð 120-150 millj- ónir dollarar og mundi tryggja hluta 5.000 manna starfsliðs næga vinnu við smíði fimm skipa fyrir þýzkan fjárfesti meðan leitað væri að nýjum fjárfesti til að bjarga stöðinni. Þýzka tilboðið er runnið út og án þess hefur stöðin lítið að gera. Stöð- in, sem ríkið ræður yfir, hefur verið rekin samkvæmt gjaldþrotareglum síðan í ágúst og nema skuldir henn- ar 415 milljónum zlotýa eða 148 milljónum dollara. Starfsmennirnir, sem efndu til mótmælaherferðar gegn hruni skipasmíðastöðvarinnar f síðustu viku, fá laun úr sérstökum sjóði rík- isins fram í miðjan febrúar. Gdansk-banki, sem skiptaráðandi fyrirtækisins hefur reynt að semja við um lán, segir að núverandi sam- starf um samning um smíði eins skips hafi verið óviðunandi og fælt bankann frá frekari samningum um skipasmíði. 3L ... Húnvaldi skartgripi frá SilfurbúÖinni ^SILFURBÚÐIN VX/ Kringlunni 8-12 »511111568 9066 - Þarfœröu gjöfina - fr'Míaftí Fhnftía *ft, ver-0ah^i G-et'Mía^í Þeir sem stefna hátt þurfa að hafa greiðan aðgang að upplýsingamiðlun nútímans, og þvífyrr- því betra. More margmiðlunartölvan frá Boðeind er öflug tölva fyrir alla, jafnt verðandi geimfara eins og hana Emilíu, sem aðra meðlimi fjölskyld- unnar. 133 MHz örgjörvi, 16 MB vinnsluminni, 1280 MB harður diskur, geisladrif, hátalarar og margt fleira. Nú er rétta tækifærið til að uppfylla ^f^^ óskir allra í fjölskyldunni. More tölvan ' ^ J e r ' ' ACTIVE er öflug og varanleg heimilistölva JgS? fyrir alla í fjölskyldunni, börnin líka. E*2i dag og á morgun fá krakkarnir að kynnast nýjustu Disney leikjunum í Boðeind. Pocahontas, Toy Story, Hringjarinn frá Notre Dame og margt, margt fleira. Fyrstu viðskiptavinirnir fá glaðning. Veitingar fyrir alla á staðnum og óvæntur gestur kemur í heimsókn. Opið er í dag frá 9-18 og ó morgun frá 10-16. : » •EIND Tölvuverslun - þjónusta ¦ Mörkinni 6 Sími: 588 2061 • Fax: 588 2062 Frá kr. 129.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.