Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 55
11 -J-- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 55 0> 4 4 4 4 4 4 4 4 i 4 \ FRETTIR TRÚBROT kemur fram á Hótel íslandi eftir langt hlé. Stjörnu- kvöld á Hót- el Islandi HÓTEL ísland efnir til svokallaðra Stjörnukvölda fyrir jólin, í kvöld, annað kvöld og föstudagskvöldið 20. desember. Boðið er upp á jólahlaðborð með yfír 30 réttum. Klukkan 21 hefst tónlistardagskrá þar sem fram koma Ríó Tríó, söngsveitin Snör- urnar, Rúnar Júlíusson og hljóm- sveit og söngvararnir Bjarni Ara- son, Ari Jónsson, Pálmi Gunnarsson og Einar Júlíusson. Þá kemur hljómsveitin Trúbrot fram eftir áratuga hlé, en hana skipa Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Gunnar Jökull Hákonar- son og Magnús Kjartansson. Loks leikur stórsveit Gunnars Þórðarson- ar undir dansi til klukkan 03. Verð- ið er kr. 2.800 fyrir manninn fyrir jólahlaðborðið og skemmtiatriðin. prfeB-i BÓK Gunnlaugs er prýdd 200 litmyndum. Sýning hjá Bíla- búð Benna NÝJA bókin um akstursíþróttir á íslandi, Meistarar eftir Gunnlaug Rögnvaldsson, er komin út. Hún verður kynnt á sýningu hjá Bílabúð Benna nk. laugardag. Sýndir verða keppnisbílar úr tor- færunni, ökumenn veita eiginhand- aráritanir, jólasveinar mæta til leiks og ýmsar veitingar verða í boði. Sýningin stendur frá kl. 114-17 og lýkur með flugeldasýningu Hjálparsveita skáta í Reykjavík. Verslunin verður opin frá kl. 9. Bók Gunnlaugs Rögnvaldssonar, Meistarar, er prýdd 200 litmyndum og viðtöl eru við helstu keppnis- menn á síðustu árum. Þá er rakin vinningaskrá helstu greina ís- lenskra bifreiðaíþrótta frá upphafi. Sjöjólatón- leikar JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskóla ísafjarðar eru að þessu sinni sjö talsins. Á ísafirði eru tónleikarnir haldnir í sal Grunnskólans á ísafirði og verða sem hér segir: Föstudags- kvöld kl. 20.30, laugardagskvöld kl. 17, sunnudagskvöld kl. 15 og 17. Á tónleikunum kemur fram hátt á annað hundrað nemenda, ýmist einir eða í samleik með öðrum. Hljómsveit skólans flytur nokkur lög og barnakór syngur á síðustu tónleikunum. Jólatónleikar á Suðureyri verða í Suðureyrarkirkju mánudagskvöld- ið 16. desember kl. 20.30. Þar leika nemendur á píanó og blásturshljóð- færi og einnig verður söngur á efn- isskránni. Jólatónleikarnir í útibúi skólans í Súðavík verða þriðjudagskvöldið 17. desember. Þar verður tónleikum nemendanna slegið saman við jóla- hátíð grunnskólans og er dagskráin samfelld með tónlistar- og söngatr- iðum, upplestri og jólagríni. Alliance Francaise býð- ur í bíó ALLIANCE Fran?aise í Reykjavík býður í bíó föstudaginn 13. desem- ber kl. 20.30. Sýnd verður kvikmyndin „Le grand blond avec une chaussure noire" eftir sögu Yves Robert og Francis Veber í leikstjórn Yves Roberts. Myndin sem er grínmynd, er frá árinu 1972. Aðalhlutverk eru í höndum Pierre Richard, Mireille Darc, Bernard Blier og Jean Roc- hefort. Myndin fjallar um háttsetta menn hjá frönsku leyniþjónustunni sem lenda í vanda og verða að finna sér blóraböggul. Alliance Francaise er í Austur- stræti 3 og er gengið inn frá Ingólf- storgi. LEIÐRETT Ekki Erla Hjaltested í MYNDARTEXTA með frétt á bls. 6 í gær, Tengt framhjá áverka á mænu, var Hulda Sveinbjörg Gunn- arsdóttir hjúkrunarfræðingur rang- lega sögð heita Erla Hjaltested. Beðist er velvirðingar á þessu. Leyft að flytja haf- beitarlax í Norðlinga- fljót LEIGUTAKAR stangaveiðirétt- inda í Norðlingafljóti í Borgarfirði hafa á ný fengið undanþágu til þess að flytja villta hafbeitarlaxa í ána á komandi sumri. Slfkir laxa- flutningar voru bannaðir á nýliðnu sumri vegna smithættu eftir að kýlaveiki gaus upp í Elliðaánum og Fiskeldisstöð ríkisins í Kolla- fírði. Aðeins ein umsókn hefur verið til afgreiðslu enn sem komið er og verða undantekningar aðeins gerð- ar þar sem algerlega laxlausar ár eiga í hlut. Gísli Jónsson fisksjúkdómafræð- ingur er ráðgjafi Fisksjúkdóma- nefndar og staðfesti hann í sam- tali við Morgunblaðið að gerð hefði verið undanþága með Norðlinga- fljót. „Það eru strangari reglur að þessu sinni og aðeins kemur til greina að veita undanþágur þar sem enginn lax er fyrir. Þetta var bannað á liðnu sumri. Kýlaveikin gaus upp sumarið 1995 og meðal þeirra aðgerða sem gripið var til var að banna flutninga hafbeitar- laxa í laxlausar og laxlitlar ár vegna smithættu. Menn voru ekki á eitt sáttir um hvort þær ráðstaf- anir sem gripið var til gengu nógu langt eða öfugt, en út frá sjúk- dómahliðinni er ekkert sem mælir á móti því að leyfa þetta aftur með þessum formerkjum. Veikin lét ekki á sér kræla og laxinn virð- ist hafa verið hreinn í hafi," sagði Gísli. Eftirlit verður aukið Gísli upplýsti enn fremur, að aukið eftirlit verði með laxi sem fjuttur verður í Norðlingafljót. Ákveðið úrtak fari í rannsókn bæði í upphafi vertíðar og aftur um miðbik sumarsins. „Þessi und- antekning miðast við þær forsend- ur sem við gefum okkur núna. Ef það finnst svo mikið sem einn kýla- veikur lax næsta sumar verður allt afturkallað og endurskoðað," bætti Gísli við. L I I ¦ ¦¦¦¦ l\ I ¦ étm (tmm i VVÍ I |\V \J Ivl í versluniim okkar við Holtagarða BÖNUS -»»vO " þar sem gíiði, þjónusla cg goll -Cerd fara saman l'ar sem Hlln og stórn hkitiniir (ásl. 3 stk.kt. 49.900 ofoutíUi Suðurlondsbraut 54, sími 568 2866 Mikið úrval - kjarni málsins! Uilíu íryggja þér mBð bíhu símtali? s- 5 40 50 60 | y Hringdu núna og tryggðu þér skattaafslátt með kaupum í Almenna hlutabrefasjóðnum. Þér býðst að greiða aðeins 10% út og eftirstöðvar á boðgreiðslum til 12 mánaða. Við svörum í símann til kl. 23.30 alla virka daga til áramóta. Þú getur einnig staðfest kaupin á heimasíðu Fjárvangs: www.fjarvangur.is Umitini liliilahivfaýMitritiit FJÁRVANGUR LlltÍU lillllffAfYIIIUII Laugavegi 170, sími 5 40 50 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.