Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sjúkrahúsin bjóða út lyf Sparar 35 millj- ónir á þessu ári ÚTBOÐ á lyfjum hafa sparað Rík- isspítölunum og Sjúkrahúsi Reykja- víkur um 35 millj. kr. á þessu ári. Alls hafa sex sjúkrahús sameinast um að bjóða út innkaup á lyfjum en sá sparnaður, sem önnur sjúkra- hús en Landspítalinn og Sjúkrahús Reykjavíkur hafa náð fram, er ekki inni í áðurnefndri upphæð. Inga Arnardóttir, lyfjafræðingur hjá Samstarfsráði sjúkrahúsa, sér um faglegan undirbúning og úr- vinnslu útboðanna í samvinnu við lyfjafræðinga sjúkrahúsanna en Ríkiskaup annast, í samvinnu við Innkaupastofnun Reykjavíkurborg- ar, formlegan þátt þeirra. Fyrsta opna útboðið á innkaupum á lyfjum fyrir sjúkrastofnanir fór fram í mars á þessu ári og segir Inga út- boð á lyfjum vera hluta af hagræð- ingu í innkaupum á lyfjum fyrir sjúkrahúsin. „Yfirleitt eru einungis boðin út innkaup fyrir sjúkrahúsin á þeim lyíjum þar sem um fleiri en einn innflutningsaðila er að ræða. Flestir lyfjainnflytjendur hafa tekið vel í það að innkaupin séu boðin út og taka þátt í útboðunum. Aftur á móti hafa engin erlend tilboð borist þrátt fyrir að útboðin gildi fyrir ríki innan Evrópska efnahags- svæðisins." Inga segir að vonast sé til að fleiri sjúkrastofnanir komi til með að taka þátt í sameiginlegum lyfjaútboðum því um töluverðan sparnað sé að ræða fyrir ríki og sveitarfélög. *_ Stórkaupmenn og A TVR deila um útlit flaskna FÉLAG íslenskra stórkaupmanna hefur sent forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins bréf þar sem fram kemur að félagið telji ÁTVR hafa brotið samkeppnislög með því að hafna viðtöku á 100 kössum af Bailey’s líkjör af inn- flutningsfyrirtækinu Júlíusi P. Guðjónssyni ehf. vegna gjafa sem fylgi hverri flösku af líkjörnum. Gróftbrotájafn- ræðisreglum í bréfinu kemur fram að ÁTVR hafi kosið að líta á gjöfina sem auglýsingu og beri fyrir sig ákvæði í sölusamningi þar sem það er talið óheimilt að láta auglýsingar eða kynningarrit fylgja með vöru. Innflytjandi líkjörsins hafni því Ber ekki saman um forsögu málsins alfarið að um auglýsingu sé að ræða og bendir á að í verslunum ÁTVR sé að finna fjölda áfengis- tegunda þar sem auglýsingar og kynningarefni fylgi með. „Félag íslenskra stórkaup- manna lítur það mjög alvarlegum augum að mönnum sé mismunað með þessum hætti. Telur félagið hér vera um gróft brot á jafnræðis- reglum að ræða sem gangi í bága við góða viðskiptahætti. Það er álit félagsins að framangreind málsmeðferð sé brot á 20 gr. sam- keppnislaga. Skorar félagið á for- stjóra og stjórn stofnunarinnar að endurskoða afstöðu sína í máli þessu án tafar.“ Verður að vera í samræmi við sýnishorn Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir að ÁTVR hafi tekið líkjörinn í sölu en fjarlægt skraut sem fylgdi með. „Það er grundvall- aratriði í innkaupareglum ÁTVR að vara sem tekin er til sölu í verslunum ÁTVR verði að vera í samræmi við sýnishorn sem ÁTVR hefur metið fullnægjandi. Þegar líkjörinn var samþykktur til sölu hjá ÁTVR var umrætt skraut ekki á flöskunum og því hefur það ver- ið fjarlægt. Hvað varðar aðrar tegundir, þá eru þær í samræmi við samþykkt sýnishorn." Flugleiðir kynna nýjungar í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir Nýtt og lægra fargjald fyrir farþega í viðskiptaerindum Morgunblaðið/Halldór SIGURÐUR Helgason, forsljóri Flugleiða hf., ásamt starfsmönn- um í hinni nýju söluskrifstofu félagsins i Kringlunni. SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða hf. kynnti í gær á fundi með mörgum af stærstu við- skiptavinum félagsins ýmsar nýj- ungar í þjónustu við þá farþega sem ferðast í viðskiptaerindum. Kynningin fór fram á hinni nýju söluskrifstofu félagsins í Kringl- unni, en þar er sérstök þjónusta í boði fyrir fyrirtæki og stofnan- ir sem hafa fólk í tíðum ferðum á milli landa. Sigurður sagði m.a. frá þvi að til stæði að bjóða nýtt og lægra fargjald með sérstökum ferða- skilmálum fyrir fólk í viðskipta- erindum undir heitinu „Heim í kvöld“-fargjaldið. Kemur það til viðbótar við Saga 2-fargjaIdið sem kynnt var á síðasta ári. Hið nýja fargjald er ætlað þeim sem þurfa að ferðast til útlanda að morgni, t.d. vegna stuttra funda, og vilja komast heim um kvöldið sama dag. Hægt verður að bóka flug á þessu far- gjaldi án fyrirvara. Fargjaldið verður í boði til fimm áfanga- staða félagsins á sérstökum kjör- um í vetur og er á bilinu 57.200- 58.400 kr. Þá hyggjast Flugleiðir frá og með 1. april nk. bjóða Saga Class- farþegum hér á landi að innrita sig i flug á öllum söluskrifstofum félagsins um leið og þeir kaupa farseðilinn sólarhring fyrir brottför. Þeir farþegar sem ferð- ast á „Heim í kvöld“-fargjaldinu geta innritað sig í flug báðar leiðir. Meðal annarra nýjunga má nefna að hægt verður að bóka fyrirfram ákveðin sæti á Saga Class við kaup á farmiða. Sagðist Sigurður vita til þess eftir viðtöl við ótal farþega að margir ættu sér sitt uppáhaldssæti. Ýmsar breytingar eru síðan fyrirhugaðar á þjónustu um borð í vélum félagsins til að auka þægindi farþega sem ferðast á Saga Class-farrými. í maí og júní verða sett svonefnd breytanleg sæti í Boeing 737-400 vélarnar sem að mestu eru notaðar í Evr- ópuflugi. Hér er um að ræða sæti sem hægt er að nota á al- mennu farrými, en má breyta í breiðari og þægilegri sæti fyrir Saga Class-farþega. I stað sex sæta á almennum farrými verða fimm sæti í hverri röð á Saga Class þannig að olnbogarými eykst um a.m.k. 20%. Sigurður sagði sæti á Saga Class í Boeing 757-vélum félagsins, sem notaðar væru á lengri Ieiðum yfir Atl- antshafið, hafa vakið athygli fyr- ir þægindi, en munurinn milli þeirra og sæta í Saga Class í Boeing 737 hefði verið nokkuð áberandi. Nýtt postulín um borð Þá kom fram hjá Sigurði að aðbúnaður og viðgjörningur við Saga Class-farþega um borð er í stöðugri endurskoðun. Þess mun sjá merki um borð á næsta ári með nýjupostulíni og nýjum matseðlum. Á hinum nýju mat- seðlum verður gefinn kostur á þremur aðalréttum, þar af einum heilsurétti ásamt vali um fleiri víntegundir. „Markmið okkar er skýrt: að uppfylla þarfir og væntingar við- skiptavina, þarfir þeirra fyrir mikla ferðatiðni, sveigjanleika i ferðatilhögun, sanngjörn far- gjöld, hnökraiausa og þægilega þjónustu í bókun og innritun og vellíðan og þægindi um borð,“ sagði Sigurður Helgason. Breytingar hjáSkýrrhf. • STEFÁN Kjærnested við- skiptafræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar deildar hjá Skýrr, AGRESSO deildar. Hlut- verk deildarinnar er að sjáum markaðssetn- ingu, sölu, fagr- áðgjöf og þjón- ustu fyrir fjár- málastjórnun- ar/starfsmann- astjórnunarkerfið AGRESSO og kostnaðarstjómunarkerfíð NETPROPHET. Stefán er við- skiptafræðingur og hóf störf hjá Skýrr 1982 sem skrifstofustjóri og síðast forstöðumaður stjórn- unardeildar. Hann er jafnframt staðgengill forstjóra. Eiginkona hans er María Eyjólfsdóttir skrif- stofumaður og eiga þau þijú börn. • SIGURJÓN Pétursson við- skiptafræðingur hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður stjórnunar- deildar en undir hana heyra m.a. íjármál, starfs- mannahald og hagmál. Siguijón útskrifaðist sem viðskiptafræð- ingur frá Háskóla íslands árið 1974 o g lauk síðan MBA-prófi frá The Graduate School for Business Administrati- on, New York University árið 1977. Siguijón var aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf. frá 1989 til 1995 og framkvæmdastjóri markaðs- og samningamála Fjarhönnunar ehf. frá 1996. Hann var formaður Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga 1990-1995 ogformaður Skýrslutæknifélags íslands 1983 til 1987. Eiginkona hans er Þóra Hrönn Njálsdóttir og eiga þau þijú börn. Selur helmings- hlut í Glófaxa hf. BENEDIKT Ólafsson, fram- kvæmdastjóri og annar stofn- andi blikksmiðjunnar Glófaxa hf., hefur selt helmings eignar- hlut sinn í fyrirtækinu til meðeig- enda sinna, Aðalheiðar Bjarn- mundsdóttur og fjölskyldu henn- ar. Aðalheiður er ekkja hins stofnanda Glófaxa, Björgvins Ingibergssonar. Þeir Benedikt og Björgvin stofnuðu Glófaxa árið 1950, þannig að Benedikt á að baki 46 ára starf hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í smíði á eldvarnahurðum, annast innflutning á bílskúrshurðum og iðnaðarhurðum ásamt smíði úr ryðfríu stáli. Glófaxi hefur verið til húsa í Ármúla 42 frá árinu 1955 og var þá eitt af fyrstu fyrirtækj- unum til að hefja starfsemi á því svæði. eykjavík >33 2323 (3 2329 tjor@itn.is .Tölvukjör ToLvUr ú/leiriháttar jólatilboð heimuanna gerrr góða ferð trf okkarí ^Stóra margmiðlunartölvan á tilboðsverði! SoundWave 240 hátalarar Windows 95 1280 MIj diskur 2 Mb S3 Virge 3D skjákort 16 bita hljóókort 8 hraóa yeisladrif Trust Pentium 166 16 Mb ED0 minni Intel Triton HX kubbasett 15" PV litaskjár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.