Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR13.DESEMBER19S6 45 AÐSENDAR GREINAR ig varpað fyrir próflausa að tækju þeir þetta próf yrðu þeir sérstaklega verðlaunaðir fyrir það með launa- hækkun, og það umtalsverðri. Þannig eru hámenntaðir leiðbein- endur því einnig mögulega á lægri launum en kennarar sem hafa minni menntun og eru launin þó nógu lág fyrir. Allir þeir sem ætla sér að hafa kennslu að aðalstarfí, t.d. í framhaldsskólum, eru því skyldaðir til þess að taka þetta próf, og eyða til þess heilu ári, og skiptir þá engu hversu mörg ár sérnám viðkomandi hefur tekið. Þetta jaðrar auðvitað við ofbeldi og menn eins og dr. Áskell rekast á þennan vegg þegar þeir koma til íslands úr löngu og erfiðu námi og ætla að hasla sér völl í skólakerfinu. Nei, ætli þeir sér eitthvert atvinnuöryggi og ein- hverja framtíð, en ekki ráðningu til árs í senn, þurfa þeir að gjðra svo vel og klára sig af „ofbeldis- og kennslufræðinni". Annað sem er umhugsunarvert í þessu sambandi er eftirfarandi: Svo virðist sem menntun í uppeldis- og kennslufræðum skili sér ekki í betri frammistöðu nemenda, a.m.k. ef tekið er mið af þessari könnun á stærðfræðikunnáttu grunnskóla- nema. Svo yfirgripsmikið kennslu- réttindanám ætti hins vegar að gera það væri einhver skynsemi í því. Enginn virðist þó ætla sér að endurskoða, hvað þá breyta því í ljósi þessara niðurstaðna. Getur verið að aðrir þættir hafi meira að segja um frammistöðu nemenda en það hvort kennarinn viti eitt og annað um þroska barna og unglinga og nám og námsáhuga, eins og sum námskeiðin heita víst á hinni of- metnu námsbraut, nú eða það hvort kennarinn hafi einhvern þann kæk sem truflað gæti nemendur í kennslunni og nauðsynlegt reynist að lagfæra (myndbandsnámskeið). Svo er það auðvitað álitsefni hvort þetta nám bæti í raun nokkru við þá kunnáttu sem menn verða sér úti um með reynslu, almennri skyn- semi og ályktunum í lífinu sjáífu. Ég er nokkurn veginn viss um að það hafa ekki verið gerðar neinar kannanir á því. Ég þekki allnokkra sem hafa orðið sér úti um þessi réttindi og það er eftirtektarvert að það virðist samdóma álit þeirra að námið bæti litlu við þá þekkingu sem þeir höfðu fyrir, en: Þeir urðu að taka þetta próf til þess að eiga sér einhverja framtíð í kennslu. Hér hefur nokkuð verið rætt um afleiðingar svonefnds kennslurétt- indanáms fyrir íslenskt mennta- kerfi. Auðvitað á að vera megin- markmið slíks kerfis að laða það fólk að skólunum hverju sinni sem hefur mesta hæfni og fagmenntun til að bera. Vísasta leiðin til þess að fæla það frá er hins vegar að þvinga það til náms í uppeldis- og kennslufræðum, eins og gert er í dag. Auðvitað fæla líka önnur at- riði frá; t.d. skammarlega lág laun kennara, sem oft vinna sín verk við erfíðustu aðstæður, og yfirvöld þurfa að taka á því máli jafnframt. Það er hins vegar óþarfi að gera því fólki, sem þó vill kenna og hef- ur til þess ágæta fagmenntun, enn erfiðara fyrir með prófi eins og því sem mér hefur orðið tíðrætt um hér. Ýmsar leiðir eru færar til þess að losa um höftin í íslensku skólakerfi á þessu sviði. Við háskól- ann hér í Björgvin er kennara- menntun eða kennslureynsla t.d. ekki gerð að skilyrði við ráðningu í kennarastöður, en þeir sem ekki hafa slíkt fyrir, þurfa að ljúka grunnnámi í kennslufræðum fyrsta starfsveturinn, sem samanstendur af þremur þriggja daga námskeið- um. Ef til vill væri ekki úr vegi að taka upp eitthvert slíkt fyrirkomu- lag við ráðningar í kennarastöður í íslenskum framhaldsskólum, þ.e. að menn geti lokið einhverju grunn- námi í kennslufræðum á fyrsta starfsári, sem teldist fullnægjandi. Umfang þess yrði þó eðli máls sam- kvæmt að vera mun minna en um- fang þess kennsluréttindanáms sem nú er boðið upp á við Háskóla ís- lands og um Ieið markvissara og sérstaklega bundið framhaldsskóla- stiginu. Eg bind nokkrar vonir við að breytingar í þessa átt geti orðið á næstu misserum eða árum, ef marka má þau orð sem höfð voru eftir Birni Bjarnasyni menntamála- ráðherra í Morgunblaðínu á dögun- um, í þá veru að skoða þyrfti hvort landslög stæðu á einhvern hátt í veginum fyrir því að hæft fólk feng- ist til kennarastarfa hverju sinni. Höfundur er lektor við háskólann IBjörgvin. myndbandstækin með Pro-Ðrum myndhausnum 'L eru bylting frá eldrí gerðum. 40% fæni hlutir, minni bilunartíðni, skarpari mynd. Toshiba PrO-Drum nr 1 á topp 10 lista What Video. Verð frá kr. 38.610 star. ma Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900 -ffct JOLAASh \N er bók sem á erindi til allra foreldra sem eiga börn á unga aldri. Þetta er saga sem hægt er að lesa aftur og aftur. Jólaaskjan er bók með boðskap. MILLIVINA Framúrskarandi hlý og tilfinningarík saga eftir höfund sjónvarpsmyndaflokksins "The Rector'sWife". Skýr persónusköpun og skilningur á tilfinningalífi fólks, væntingum þess, gleði og vonbrigðum. FRÓDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Tvær verslanir, fullar af vörum sem eru hannaðar í jólapakkana Habitat, stórar og fallegar verslanir f Kringlunni og á Laugavegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.