Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SVEINDIS OSK GUÐMUNDSDÓTTIR + Sveindís Ósk Guðmundsdótt- ir fæddist í Reykja- vík 30. júlí 1979. Hún lést af slysför- um laugardaginn 7. desember síðastlið- inn. Foreldrar Sveindísar eru Kristín Sveinsdótt- ir, sölumaður, fædd 22. mars 1956, og .Guðmundur Unn- arsson, bifreiða- stjóri, fæddur 27. mai 1949. Systkini hennar eru Unnar Þór Guðmundsson, bifreiða- stjóri, fæddur 21. janúar 1975, unnusta hans er Berglind Gísla- dóttir, nemi, f. 13. okt. 1978. Brynjar Már Guðmundsson, nemi, fæddur 27. nóvember 1983. Hálfbróðir Sveindísar er Kristján Geir Guðmundsson, fæddur 8. ágúst 1973, lager- maður, í sambúð með Sólborgu Þórisdóttur bankastarfsmanni, fædd 24. maí 1973. Utför Sveindísar Óskar verð- - ur gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.. Elsku litla stelpan mín, við elsk- uðum þig svo mikið, og við eigum svo mikið af fallegum minningum um þig, það er ekkert nema svo gott og fallegt allt sem við eigum eftir, því það var ekki hægt að hugsa sér yndislegri dóttur og elskulegri systur. Þú varst svo falleg og hjartahlý, elskan mín, við vitum að þú ert í góðum hönd- um og Guð mun geyma þig þar til við hittumst öll aftur. Nú ertu komin nær stjörnunum sem þér þótti svo fallegar, elskan min, við ætlum að hugsa vel um skjaldbök- una þína og froskana. Við elskum þig öll. Mamma, pabbi, Unnar og Brynjar. Elsku litla systir mín, mig lang- ar að skrifa þér nokkrar línur, það er eiginlega það að ég elska þig af öllu mínu hjarta. Þú verður með mér dag og nótt, hefði ég bara getað tekið utanum þig og sagt þér hvað ég elskaði þig rosalega heitt. Það er eiginlega ekki mikið meira sem ég get sagt við þig núna, Sveindís mín. Ég mun hafa þig í hjarta mínu og allar þær minningar sem ég á,um þig, þar til ég hitti þig aftur. Þinn stóri bróðir, Unnar Þór. Þegar skammdegismyrkrið er sem svartast lýsum við upp í kring- um okkur með birtu aðventuljós- anna og búum okkur undir komu hátíðar Ijóss og friðar. Það er erf- itt að lýsa þeim hugsunum og til- fmningum sem brutust um í mér þegar ég frétti að Sveindís mág- kona mín hefði dáið af slysförum. Þá lagðist dimmur skuggi myrkurs og sorgar yfir og bjarmi ljósanna náði ekki að lýsa inn í huga minn. Ég eins og fleiri spyr: hvers vegna er hún hrifin burt svo hastarlega frá foreldrum sínum og bræðrum? Það er skrítin tilhugsun að þú sért ekki hér lengur meðal okkar og erfitt að sætta sig við að fá ekki að hitta þig aftur og tala við pjg- Lífið virðist óréttlátt, en það er gott að hugsa til baka um allar þær stundir er við áttum saman. Blessuð sé minning þín, Sveind- ís mín. Öllum þú vildir ástúð sýna. Við leiði þitt mun ljós Guðs skína. • Ljós þinnar trúar aldrei dvína. Ég mun sakna þín sárt. Þín mágkona, Berglind. Ástkær frænka okkar, Sveindís Ósk, er látin og viljum við minnast hennar með þessum fátæklegu orðum. Þau eru fá orð- in sem maður á þegar svo ung stúlka í blóma lífsins er hrifsuð frá okkur og við fáum þig aldrei aftur séð né snert, en minningarnar um þig eigum við og þær tekur enginn frá okkur. Þær voru ófáar stundirnar sem við dvöldum hjá þér og fjölskyldu þinni er leið okkar lá suður. Þetta voru góðar stundir og var ætíð setið að spjalli og hlegið. Okkur munu ávallt vera minnisstæð fjöl- skyldumótin sem haldin hafa verið á sumrin og hafa þau ætíð verið fjölmenn og á þeim verið. góð- mennt. í minnum okkar hefur þú ávallt verið indæl, hljóðlát og góð við menn og málleysingja. Barn- góð hefur þú ætíð verið og minn- umst við ánægjunnar þegar Hann- es Hólm, litli frændi þinn, kom í heiminn, 30. júlí, á afmælisdaginn þinn, fyrir rúmu ári. Við trúum því og treystum að Guð hafi ætlað þér mikilvægt verkefni fyrir hand- an og þökkum í senn fyrir þau forréttindi að hafa fengið að eiga þig fyrir frænku og góða vinkonu. Elsku Kidda, Gummi, Unnar Þór, Bella, Brynjar Már og Gísli Freyr, vinir og aðrir aðstandend- ur. Ykkur vottum við okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvfld að hafa hörmung" og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól, unan og eilíf sæla er þín hjá lanbsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Péturss.) Þín frændsystkin, Sigurður, María Ólöf og Sóley Sigurðarbörn, og Hannes Hólm Maríuson. Elsku Sveindís mín. Ég vil þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman, ég mun geyma þær í hjarta mínu. Ég kveð þig með sárum söknuði. I faðmi haustsins fagra rósin deyr og fallin laufblöð hríslast mér um fætur. Við söknum margs sem við sjáum aldrei meir, ég hlusta, mér heyrist að hún grætur. (Sigrún Guðmundsdóttir, Hlíðartungu.) Elsku Kidda, Gummi, Unnar og Brynjar. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið að algóður Guð verði hjá ykkur og veiti ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Pétur Bjarki. Ég vakna laugardagsmorgun- inn 7. desember svona rétt eins og venjulega og var nú svona að koma mér í það að takast á við annir dagsins. Ég var, eins og svo margir aðrir, að undirbúa jólakom- una. En þegar klukkan er rétt um ellefu hringir síminn og pabbi ber mér þær hræðilegu sorgarfréttir að hún Sveindís Osk, dóttir hans Gumma bróður, sé dáin. Mér hefði ekki geta brugðið meira og ætlaði ekki að trúa þessu og hugsaði: þetta er einhver hræðilegur mis- skilningur. Hvernig getur þetta verið, þvílík sorg sem lögð er á unga fjölskyldu. Sveindís Osk var sprellfjörugur krakki sem alltaf var til í að takast á við karlpening- inn í fjölskyldunni. Þeim fannst nú stundum nóg um fjörið í litla krílinu sem alltaf var til í að tusk- ast. En tíminn líður og litlu ung- arnir vaxa úr grasi og verða að ungu og fallegu fólki. Og samveru- stundunum hjá stækkandi fjöl- skyldum fækkar en maður reynir að fylgjast með þegar unga fólkið fer út í lífið. Sveindís var að stíga sín fyrstu skref út í lífið þegar hún er tekin burt og getur ekki verið með okkur lengur. En ég trúi því að henni hafi verið ætlað eitthvað meira og sé nú að byrja á að tak- ast á við önnur verkefni á nýjum stað. Sveindís var yndislegt barn og fallegur unglingur sem skilur eftir sig margar og ljúfar minning- ar. Elsku Gummi, Kidda, Unnar og Brynjar, megi algóður Guð vera með ykkur á þessum erfiðum tímum og gefi að þið finnið frið í hjarta ykkar og, eins og þið vitið, minningarnar eigið þið um hana elsku Sveindísi og þær getur eng- inn tekið frá ykkur. Elsku Svein- dís Ósk, ég veit að það verður tekið vel á móti þér á nýja staðnum þínum af því elskulega fólki sem horfið hefur frá okkur. Guð geymi þig og varðveiti. Ég kveð þig nú að sinni með orðunum hans Bubba sem var al- gjör hetja í þínum augum. Eitt andartak stóð tíminn kyrr æddi síðan inn um glugga og dyr hreif burt vonir, reif upp rætur einhvers staðar engill grætur. Tárin eru leið til að lækna undir lífið er aðeins þessar stundir Gangverk lífsins þau látlaust tifa og við lærum með sorginni að lifa. Unnur og fjölskylda. Vertu, guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Laugardagurinri 7. desember var erfiðasti dagur í lífi mínu, tveir menn komu til mín kl. 11 um morguninn og sögðu mér að Sveindís Ósk, besta vinkona mín, væri látin, farin frá mér. Hvað hugsar maður þegar maður fær svona fréttir, eitt af því fyrsta sem ég hugsaði var „þeir deyja ungir sem guðirnir elska". Hárteygjan í hárinu þínu var eitt af því sem enginn mátti taka. Hún var eins og gæludýrið þitt og eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði var að taka hana og láta þig elta mig út um allt, en þegar maður náðist fékk maður þetta auðvitað hundraðfalt til baka. Manstu smíðatímann þegar við fundum upp á MOGS og við sögð- um við alla að þetta væri nýtt merki, alveg nýtt á markaðinum en í raun og veru var þetta Mæja og Sveindís. Svo þegar þú varst á leiðinni í tíma og ég festi fótinn í niðurfalli, vá, það var ekkert smá- mikið gert grín að því og er enn. Og allar þessar vandræðalegu að- stæður sem við vorum alltaf að koma okkur í, til dæmis í bíó þeg- ar ég var að segja þér eitthvað og það voru rosaleg læti. Svo datt allt í dúnalogn og allir heyrðu hvað við vorum að segja og gláptu á okkur eins og við værum eitt- hvað ruglaðar. Við vorum ekkert smá klókar þegar við vildum vera saman í handavinnu og sögðum að ég þyrfti að passa þannig að ég kæmist ekki í fyrri tímann og við vorum saman í handavinnu eftir það. Útilegurnar, tvær útileg- ur og í bæði skiptin til Þingvalla; þótt það hafi ekki verið gaman þá skemmtum við okkur og sem betur fer fékk ég hálsbólgu svo við „neyddumst" til að fara heim, en auðvitað héldum við bara áfram að skemmta okkur. Það er eitt sem við vorum góðar í. Jólin voru mjög sérstök. Við fórum í Kringluna en þá var nú aðallega verið að vonast eftir að Bubbi Morthens væri að spila eða árita og við töluðum um að ef við mundum hitta hann þá mundum við bugta okkur fyrir honum. Strákar voru eitt af áhugamálunum okkar; þegar við vorum að spá í einhverja stráka urðum við að fá stjörnugjöf hvor hjá annarri. Margar stjörnur voru gefnar því við höfðum svo góðan smekk! Vinir að eilífu, það var það sem þú sagðir alltaf og það erum við, og við allar. Þegar ég lít yfir far- inn veg sé ég að rétt nammi hefur verið valið í pokann. Elsku Sveindís mín, ég vil að þú vitir að mér þykir alveg rosa- lega vænt um þig. Ég elska þig allan hringinn og svona góð vin- kona er ekki auðfengin. Elsku Gummi, Kidda, Brynjar, Unnar, Bella og allir ættingjar. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar og mér þykir rosalega vænt um ykkur. Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Spámaðurinn.) Þín vinkona að eilífu, elsku Dís- in mín, Maria Lilja Viðarsdóttir. „Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi." Sunnudaginn 8. desember var mér tilkynnt að Sveindís vinkona mín væri farin. Það var mér mikið áfall að frétta að ein af mínum bestu vinkonum væri farin frá okkur. Ég kynntist Sveindísi fyrir nokkrum árum. Hún var mér góð vinkona. Þegar við vinahópurinn fórum eitthvert, til dæmis í bíó eða niður í bæ, vorum við oft samferða og töluðum um allt milli himins ogjarðar. Þegar við komum saman var alltaf gaman og við skemmtum okkur mjög vel. Sveindís var mjög stríðin. Ef maður sagði eitthvað vitlaust eða mismælti sig var hún strax búin að grípa það og sneri upp í grín. En undir niðri var allt saklaust. Mér þykir rosalega sárt að þessi rólega og heiðarlega stelpa, sem öllum þótti svo vænt um, skuli vera farin frá mér. Sveindís, ég á alltaf eftir að minnast þín þegar ég kem í Engi- hjallann. Þú varst mér mjög sér- stök og góð vinkona. Bergþóra (Begga). Allar hamingjustundir við upplifðum þær, en af merkingu misstum. Sé á merkingu litið lifnar reynslan að nýju. (T.S. Eliot) Það er erfitt að trúa því að Sveindís sé farin. Við höfum verið vinkonur í mörg ár, og upplifðum margt saman. Nú þegar hún er farin, hugsar maður um lítið annað en hana. Það er erfitt að ímynda sér að lífið haldi áfram án henn- ar, en það gerir það samt. Það er ennþá erfiðara að sleppa henni, leyfa henni að fara, en það verð ég samt að gera. Sveindís var yfirleitt í jafnvægi, róleg og yfirveguð, látlaus og heið- arleg í framkomu. Hún var vinsæl og vinamörg, og ég er svo lánsöm að hafa verið í hópi nánustu vina hennar. Foreldrum hennar, systkinum og öðrum skyldmenn- um votta ég samúð mína. Elsku Sveindís, ég óska þér alls hins besta þar sem þú ert stödd núna. Ég mun alltaf muna eftir þér og þykja vænt um þig. Þú varst sérstök og yndisleg og ég kem alltaf til með að vera vinkona þín. Ein hreyfing, eitt orð, - og á örskotsstund örlaga vorra grunn vér leggjum. Á óvæntum hverfulum farandfund, við flím og kerskni, hjá hlustandi veggjum. Hvað vitum vér menn? Eitt vermandi ljóð, ein véig ber vort líf undir tæmdum dreggj- um. Hvað vill sá sem ræður? (Einar Ben.) Hildur Ýr. Hví fölnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar bamið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? (Björn Halld. frá Laufási) Mitt í amstri jólaundirbúnings- ins, þegar allt er á fullri ferð og eftirvæntingin ríkir stendur tíminn skyndilega í stað. Spurningar hrannast upp, en fátt er um svör. Hvernig er hægt að kveðja svo ungan vin? Kveðjan er stutt en minningin um Sveindísi Ósk verður ávallt nálægt hjarta okkar og erfitt að skilja að þær verði ekki fleiri. Efst í hugum okkar er sorg og tregi yfir því að sjá þig ekki aftur, bros- ið þitt bjarta og finna hlýjuna og útgeislunina sem frá þér stafaði. Elsku Gummi, Kidda og synir, við biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa á þessum erfiða tíma og gæða lífi allar fögru minning- arnar sem þið eigið um yndislegu stúlkuna ykkar. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Dagbjört amma og fjölskylda. Okkur setti hljóð er sú harma- fregn barst okkui að Sveindís væri látin. Sveindís var bekkjar- systir okkar flestra frá því við vorum sex ára gömul og áttum við samleið upp allan grunnskól- ann. Sveindís var hlédræg en naut engu að síður virðingar innan bekkjarins. Við fyrstu sýn virtist hún alvörugefin en þeir sem kynntust henni nánar komust fljótt að því að hún var alveg ein- stök. Ávallt var stutt í húmorinn hjá Sveindísi og var hún mikill prakk- ari í sér. Sveindís lét ekki vaða yfir sig og ósjaldan tók hún í lurg- inn á bekkjarbræðrum sínum. Margt annað mætti tína til en við látum nú staðar numið. Sveindísar verður sárt saknað og hún skilur eftir sig stórt skarð í hópnum. Margur er tálminn á leið fljóts- ins; þó nær vatnið allt sem kvísl- ast um eyrar og björg að renna saman að nýju. (Japönsk speki.) Við sendum fjölskyldu og ást- vinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bekkjarfélagar úr Hjallaskóla. Nú er elsku vinkona mín látin. Sveindís, þú varst alltaf svo lítil og hljóðlát að það er ótrúlegt hversu stórt skarð er í hjarta mínu. Við söknum þín öll svo mikið. Ég trúi því ekki að nú sértu horfin, það var kippt undan mér fótunum á einu andartaki er ég fékk frétt- irnar. Síðast er ég sá þig varstu svo hress, lífsglöð og lifandi, en allt er í heiminum hverfult. Elsku Sveindís, viltu vaka yfir okkur þar sem þú hvílir í faðmi Jesú. Viltu hjálpa okkur og fjöl- skyldu þinni að komast yfir sorg- ina. Ég sendi þér hér með hinstu kveðju, vinkona mín, og mundi FF. Þín vinkona, Hildur Bergmann. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.