Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR13.DESEMBER1996 31 LISTIR VERK eftir Cheo Cruz, en hann opnar sýningu á Sóloni íslandus á laugardag. Cheo Cruz sýnir á Sóloni MADONNUR Cheo Cruz verða á Sóloni íslandus við Bankastræti frá laugardeginum 14. desember fram til 6. janúar, en þar sýnir hann 12 olíumálverk. Cheo Cruz bjó í Reykjavík frá 1989-1992 og fékk þá íslenskt ríkis- fang og nafnið Sindri Þór Sigríðar- son. Kólumbía er annars ættland Cheos og þar stundaði hann listnám. Síðan lærði hann á Spáni og hefur starfað í Hollandi. Cheo er nú búsettur í París. Sýningin á Sóloni er opin alla daga frá kl. 12-19. Sýning í Hornstofu TRAUSTI Bergmann Óskarsson og Kristján Heiðberg sýna rennda list- muni úr tré í Hornstofu Heimilisiðn- aðarfélags íslands, Laufásvegi 2, laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. desember. Trausti og Kristján eru meðlimir í Rennismiðafélagi ís- lands. Stefanía Björk Gylfadóttir sýnir handprjónaðar barnahúfur og fleira og Polly Guðmundsdóttir handverks- kona sýnir handprjónaðar hyrnur. Sýningin er opin á laugardag frá kl. 10-20 og á sunnudag frá kl. 13-20. Ljóð-tónlist JONAS Þorbjarnarson les úr nýút- kominni bók sinni, Villiland, og Álf- heiður Hanna Friðriksdóttir les úr ljóðabók móður sinnar heitinnar, Jó- hönnu Sveinsdóttur, Spegill undir fjögur augu, sem út kom í vor, á sunnudag í Súfistanum, Strandgötu 9, Hafnarfirði. Fléttað verður léttum tónlistaratr- iðum inn í lesturinn. Dagskráin hefst kl. 21.30. OLIUVERK eftir Kjartan Guðjónsson. Jólasýning í Galleríi Fold JÓLASÝNING er nú í baksal GaJl- erís Foldar við Rauðarárstíg. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru Bragi Ásgeir, Haraldur Bilson, Jóhannes Geir, Jóhannes Jóhannesson, Jón Reykdal, Kjartan Guðjónsson, Sigrún Eldjárn, Sigríður Gísladóttir, Sigur- björn Jónsson, Soffía Sæmundsdótt- ir, Sossa og Tryggvi Ólafsson. Sýningin verður opin fram yfir hátíðirnar. SKÓLALÚDRASVEITIR í Reykjavík halda jólatónleika í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar á laugardaginn. Skólalúðrasveitir í Reykja- vík halda jólatónleika SKÓLALÚÐRASVEITIR í Reykjavík halda jólatónleika í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar laug- ardaginn 14. desember kl. 17. Að þessu sinni skipa lúðrasveitina u.þ.b. eitt hundrað hjjóðfæraleik- arar, sem eru eldri nemendur úr þremur sveitum, þær eru; Lúðra- sveit Árbæjar og Breiðholts,. Lúðrasveit Laugarnesskóla og Lúðrasveit Vesturbæjar. Á tónleikunum verða leikin inn- lend og erlend jólalög, nokkur suður-amerísk lög, einnig verða leikin lög úr kvikmyndum. Aðgangur er ókeypis. Arkitektar sýna SYNING níu nýútskrifaðra og nýlega útskrifaðara arkitekta verður opnuð í Höfðaborg, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, laugardaginn 14. des- ember. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru; Anna Kristín Hjartardóttir, Arna Mathiesen, Birgir Jóhannesson, Guð- rún Þorsteinsdóttir, Karl Magnús Karlsson, Margrét Leifsdóttir, Sig- ríður Maack, Sigrún Guðmundsdóttir og Sigurður Kolbeinsson. Sýningin er opin til og með 5. jan- úar alla daga frá kl. 14-18 að undan- skildnum lögbundnum frídögum. Sjónþingi Guð- rúnar að ljúka SJÓNÞINGI GuðrúnarKristjánsdótt- ur á Sjónarhóli, Hverfísgötu 12, lýk- ur á sunnudag, en sýning hennar í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi hefur verið framlengd til 31. janúar. Sjónarhóll er opinn frá kl. 14-18. Jólatónleikar tónlistarskólans í Keflavík TÓNLISTARSKÓLINN í Keflavík stendur fyrir þrennum opinberum jólatónleikum fyrir þessi jól; í kvöld, föstudagskvöld, mánudag og þriðju- dag. Allir fara þeir fram í Keflavíkur- kirkju og hefjast kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Á fyrstu tónleikunum í kvöld leika forskólanemendur á aldrinum 6-8 ára og fiðlunemendur sem læra eftir svonefndri Suzuki-aðferð, en þeir eru á aldrinum 5-11 ára. Stjórnendur eru Steinunn Karlsdóttir, Helle Alhof og Kjartan Már Kjartansson. Jólaleikur í Gerðubergi BRÚÐULEIKHÚS Helgu Arnalds, 10 fingur, sýnir á sunnudag kl. 14 „Jólaleik" í Gerðubergi í síðasta sinn fyrir þessi jól. Þar veiðir Leiðindaskjóða Jólaguð- spjallið upp úr pökkum sínum. Miða- sala hefst kl. 14. Nína Margrét í Kringlunni Nína Margrét Grímsdóttir píanóleik- ari leikur I dag verk af nýútkomnum geisladiski sínum í Kringlunni frá kl. 14 til 17. Málverka- sýning Bjarna MÁLVERKASÝNINGU Bjarna Jónssonar í Gistiheimilinu Bergi, Bæjarhrauni 4 í Hafnarfirði, lýkur sunnudaginn 22. desember. Boðið til tónleika Tónlistarskólarnir í Reykjavík bjóða þér á jólatónleika samkvæmt meðfylgjandi tónleikaskrá og um leið óskum við öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Tónlistarskólinn í Reykjavík 14. desember kl. 17.00 á Laugavegi 178, 4. hæð: Óperan Amahl og næturgestirnir. 16. desember kl. 20.30 í Grensáskirkju: Strengjasveit TR. 17. desember kl. 17.00 í sal Skipholti 33: Nemendursöngdeildar. 18. desember kl. 17.00 í sal Skipholti 33. Nemendur söngdeildar. 18. desember kl. 20.30 á Laugavegi178. Söngskólinn í Reykjavik Jólasamkoma og jólatónleikar verða 20. desember kl. 20.00 í tónleikasal skólans á Hverfisgötu 44. Fram koma nemendur á öllum stigum söngnámsins. Einsöngur, samsöngur, kórsöngur og fjöldasöngur. Boðið verður upp á veitingar. Tónskóli Eddu Borg 14. desember kl. 11.00,13.00, 14.00 og 16.00 í Seljakirkju 20. desember kl. 20.00 verður Kósí"-kvöld í félagsmiðstöðinni Hólmaseli, þar sem unglingar koma og spila fyrir unglinga. Nýi Tónlistarskólinn 14. desember kl. 14.00: Hljóðfæranemendur á 4.-9. stigi. 17. desember kl. 20.00: Hljóðfæranemendur á 4.-9. stigi. 19. desemberkl. 20.00: Söngnemendur á 4.-9. stigi. 20. desember kl. 18.00: Nemendur á forstigum. Allir tónleikarnir verða naldnir á Grensásvegi 3. Tónlistarskóli íslenska Suzukisambandsins Tónleikar verða í Bústaðakirkju 14. desember kl. 11.00 og 13.00. Á fyrri tónleikunum koma fram yngri fiðlu- og sellóhópar og píanónemendur og kl. 13.00 eldri nemendur. Tónlistarskólinn í Grafarvogi Vikuna 2.-7. desember voru haldnir fernir jólatónleikar. Skólinn óskar Grafarvogsbúum gleðilegra jóla og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem erað líða. Tónlistarskóli Do Re Mi Tónleikar skólans verða 15. desember kl. 15.30 í Neskirkju. Tónskóli Sigursveins 13. desember kl. 20.00 í Hraunbergi 2. Nemendur söngdeildar. 14. desember kl. 14.00 í Hraunbergi 2. 14. desember kl. 17.00 í Norræna húsinu. 20. desember kl. 17.00 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar: Framhaldsdeild. Tónlistarskóli FIH 15. desember kl. 13.30 og 16.00 í Rauðagerði 27. Tónmenntaskólinn í Reykjavík 14. desember kl. 11.00 í sal skólans á Lindargötu 51,3. hæð. Við óskum ull.mii gleðilegra jóla ogfarsals komandi drs. Agati Reykvíkingur! Tónlistarllf okkar dgatu ogfallegu borgar sendur nú með miklum blóma. Tónlistarmenn hennar eru duglegir að skreyta umhverfi okkar með frölskrúðugum tónum sínum og hrífa okkurfrd hversdagsleikanum með færni sinni ogframkomu. Þeir hafa náðframúrskarandi árangri hérlendis sem erlendis og verið landi okkar tilsóma. Mdþar nefna Sinfóniuhljómsveit Islands, frölda söngvara, sem starfa d erlendri grund og Björk Guðmundsdóttur, sem nýlega hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Undirstaða þessararfrölbreyttu tónlistarflóru eru tónlistarskólarnir, sem hafa verið starfraktir undanfarna áratugi af miklum metnaði. Þar hefur veríð lyft Grettistaki og eru núþessar stofhanir að skila menningarlegum arði. Þúsundir nemenda hafa stundaðþar ndm sér til dnagju ogþroska. Erlendar rannsóknir sýna að markvisst tónlistarndm skilar einstaklingum, sem hafa hœfileika, oggeta tekiðaðsér margvískg verkefhi í samfélagi, þar sem kröfur eru gerðar tilskiputags og hugmyndaauðgi. Árið 2000 veröur borgin okkar ein af níu menningarborgum Evrópu. Það er mikilvagt að borgaryfirvöld séu sér vel meðvituð um þd dbyrgð, sem áþeim hvílirþetta dr, ogað ekkert verði gert sem verði tilþess að draga úrþeim drangri sem ndðst hefur í tónlistarmenntun. Nauðsynlegt er að ennfrekar verði hlúð aðþessari starfremi svo að árið 2000 heri Reykjavíkurborg nafri með rentu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.