Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR *3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Er áfellisdóm- urinn fallinn? KÆRI menntamálaráðherra. Ég vil mótmæla. Mótmæla þeim dómi sem við grunnskólanemendur höf- um fengið undanfarna daga. Hverj- ar eru rökfærslur dómsins? Jú, þær eru alþjóða saman- burðarrannsókn TIMSS. Rannsókn sem mælir hvað? Já, kæri menntamálaráðherra, hvað er könnun og hvað er próf yfir höfuð? Á hún eða það ekki að mæla þekkingu nem- anda og væri því ekki æskilegt að meirihluti prófsins væri úr kennsluefni hans þann- ig að rétt mynd sé dregin af stöðu hans í viðkomandi fagi? Þess vegna væri ekki hægt að prófa viðkomandi í einu grunnfagi og frá útkomunni að dæma stöðu nemend- ans í öllum fögum námskrár hans, sérstaklega þegar það fag er ein- , ungis 18% af kennslustundum hans. 18% í raungreinar Kæri menntamálaráðherra, nið- urstaða mín er sú að stefna þíns ráðuneytis sé að raungreinarnar sem eru stærðfræði, eðlisfræði, líf- fræði, efnafræði, jarðfræði, landa- fræði, veðurfræði, umhverfisfræði og stjörnufræði fái einungis 18% af kennslutíma á námsári 4.-10. bekkjar eða tæpar tvær stundir í ! náttúrufræði og fjórar í stærðfærði á viku. Hvernig getur skóli kennt allar þær undirgreinar náttúru- fræðinnar þegar svo lítill tími gefst í þær, samkvæmt stefnu mennta- málaráðuneytisins, þinni stefnu um aðalnámskrá grunnskóla? í henni fá íslenska og önnur tungumál um 29% eða að meðaltali 9 stundir á viku, en aðrar námsgreinar 36% eða 12 stundir á viku. Ráðstöfunar- stundir eru svo 17% eða 6 stundir á viku, reyndar eyða skólar að meðaltali einni stund af ráðstöfun- arstundum sínum í náttúrufræði samkvæmt umræddri könnun. Nið- urstaða TIMSS könnunarinnar um námskrá grunnskóla sýndi m.a. ^v, fram á að kennslustundum í nátt- úrufræði á íslandi á unglingsstigi hefur fækkað á undanförnum árum úr fjórum í þrjár stundir á viku, gagnstætt tilhneigingu annarra landa. Ég sem nemandi tel því að könn- unin endurspegli ekki menntun í grunnskólum á íslandi. Ég, kæri menntamálaráðherra, tel að þessi könnun mæli einungis hluta af kunnáttu grunnskólanemenda og fullyrði að það sé kunnáttuleysi og heimska að segja annað. Ranglátar túlkanir Ég vil sjá breytingu. Breytingu \- á þinni stefnu, sem gefur raungrein- um litla sem enga aðhlynningu en öðrum námsgreinum s.s. mynd- og handmennt, kristinfræði, tónmennt, íþróttum, heimilsfræði og samfé- lagsfræði helmingi fleiri kennslu- stundir eða 36%. Þetta kallar vissu- lega á breytingar. Breytingar sem felast í því að efla raungreinar með t.d. að bæta aðstöðu til kennslu og hækka kennslustundir í aðalnám- skrá án þess að það sé á kqstnað annarra námsgreina, svo að Island dragist ekki enn meira aftur úr í þessum tæknivædda heimi. Umræða í þjóðfélaginu um niður- stöður TIMSS könnunarinnar er yfir höfuð ekki sanngjörn gagnvart íslenskum grunnskólanemendum vegna þess að þar er verið að mæla einungis 18% af þekkingu nemandans. Heldur er hún ekki ,. sanngjörn þar sem verið að bera okkur við Asíuþjóðir sem hafa aðra Jónas Ketilsson menningu en vestrænar þjóðir. Þar er menntun lífsnauðsynlegur lykill að velgengni einstaklingsins. Þar leggja menn meiri áherslu á raun- greinar og leggja aðra merkingu í orðin aga og agaleysi en íslendingar. Eða eins og Agústínus mælti forðum: „Frjáls forvitni orkar meir í námi en hótanir og nauðung. En ögun temur ótaminn hug." Nám erlendis Fréttir um slæman árangur íslenskra grunnskólanemanda í námi erlendis hafa verið áberandi, t.d. ís- lendingurinn sem fór til ítalíu og var settur í yngri bekkjardeild miðað við viðkomandi aldur. En er hér um að ræða heilag- an sannleika? Hefur komið fram staða nemandans hér á íslandi áður en hann fór út? Því í okkar grunn- skólakerfi geta skólayfirvöld ekki sett nemendur í yngri bekkjardeild- ir. Nemandi getur komist upp með að læra aldrei heima, trufla Umræðan í þjóðfélag- inu, segir Jónas Ketils- son, er ekki sanngjörn gagnvart grunnskóla- nemum. kennslustund og falla á hverju ein- asta prófi sem iagt er fyrir hann í heil tíu ár, eða allan grunnskólafer- ilinn án þess að tekið sé almenni- lega í taumana. Ég fór til Kanada síðastliðið haust og var þar við nám í eina önn. Þrátt fyrir að hafa verið í enskumælandi skóla virtist það ekki há mér því ég yar með mjög háa meðaleinkunn. í raun var námið léttara í Kanada en hér á íslandi. Kanadísku kennurunum fannst ég lífga upp á kennsluna með því að skapa umræður sem ekki voru til staðar í bekknum. En kanadíska menntamálakerfið leggur einmitt of mikla áherslu á að nemendurnir meðtaki kennsluefnið og þeir kunna þ.a.l. ekki að tjá sig og miðla því almennilega frá sér þannig að sam- félagið hafi einhver not af. Því spyr ég; hvaða gagn er að menntun ein- staklingsins sem fer út í atvinnulíf- ið ef hann kann einungis að með- taka upplýsingar en ekki að miðla þeim almennilega frá sér þannig að samfélagið hagnist raunverulega á menntuninni? En að þessu leyti tel ég íslenska skólakerfið standa framar hinu kanadíska þrátt fyrir að Kanada hafi komið betur út í umræddri könnun. Staðreyndaþekking er ekki nóg „Sá sem hefur ekki vit á neinu nema efnafræði, hefur ekki vit á henni heldur" (G.C. Lichtenberg). Þetta er minn boðskapur. Stað- reyndaþekking er ekki nóg. Ein- staklingurinn þarf að læra sjálf- stæði í hugsun, hæfni til að túlka og tjá sig, frumlega hugsjón, þraut- seigju, sköpunargetu, framtaksemi og víðsýni. Þettaeru kostir sem mig grunar að Íslendingar hafi umfram margar þær þjóðir sem stóðu sig betur en við í umræddri TIMSS könnun. Vei þeim sem kunna ekki að meta þá kosti sem æska þjóðarinnar hefur. Höfundur er nemandi í ÍO.AKÞ, Olduselsskóla. Skiptir kynlíf kannski engu máli? UMFJOLLUN um kynlíf hefur aukist mjög í nágrannalönd- unum síðustu áratugi. Kvikmyndagerðar- menn, rithöfundar og leikskáld fylgja sögu- hetjum sínum innfyrir luktar dyr svefnher- bergjanna, upp í rúm og lýsa því sem fram fer. Menn hafa gert sér grein fyrir því að kyn- hvötin er óaðskiljan- legur förunautur mannsins á storma- samri vegferð hans, mótar hann, stýrir hon- um og rekur hann Ottar Guðmundsson áfram. Það er ekki hægt að lýsa veruleikanum án þess fjalla um kynlífið og áhrifamátt þess til góðs og ills. Á liðnum árum hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að gera íslenska kynlífsumræðu frjálslegri og færa hana nær alþjóðlegri samtíð sinni. Kynlífsfræðsla í skólum hefur verið færð í nútímalegri búning og fagur- lega myndskreyttar bækur hafa verið gefnar út um kynnautnina. Nokkrir tónlistarmenn hafa auk þess fært í rím og tóna kynferðis- legan veruleika nútímans. Þrátt fyrir þetta virðast margir fá léttan roða á kinn þegar kynlíf kemur til umræðu. Um þessi jól og þau síðustu hafa komið út nokkur skáldverk þ'ar sem fjallað hefur verið um kynlíf á ber- orðan hátt. Kynnautnin hefur verið jafnsjálfsagður hluti af hvunndeg- inum og matur og drykkur. Sögu- hetjurnar eru kynverur sem veltast í fjöruborðinu fyrir áhrif flóðs og fjöru í hormónastreyminu. Það hef- ur vakið mikla furðu mína hversu neikvæðir sumir gagnrýnendur eru gagnvart þessum hluta bókanna. Má í þessu sambandi nefna nýlega umfjöllun um bók Hall- grims Helgasonar í sjónvarpi og ýmsa bók- menntaumfjöllun i ákveðnum blöðum. Gagnrýnendur fetta mjög fingur útí ber- sögli og kynlífsumfjöll- un sem þeir segja að dragi verkin niður á lágt plan. Greinilegt er að rit- höfundar landsins eiga að leggja stund á bók- menntalega sagnfræði og fjalla sem mest um basl og baráttu íslend- inga fyrri alda í skugga Stóra dóms. Nútímaskáldverk sem fylgja kyn- verum inn undir sængurhlýjuna eiga ekki uppá pallborðin enda skrifa slíkir höfundar um veruleika nútímafólks. Sumir gagnrýnendur og bókmenntafræðingur hafa reyndar komið sér upp sérstöku málfari þegar þessi mál ber á góma. Öll umfjöllun karla um kynlíf flokk- ast undir karlrembu eða kvenhat- ur/kvenfyrirlitningu en skrif kvenna um þessi sömu mál eru sögð flöt, órómantísk eða jafnvel dóna- leg. Mórallinn er einfaldur; kynlíf er tabú sem við hvorki skrifum ná ræðum opinberlega. Þessi stefna er auðvitað í algjörri mótsögn við þá skoðun að þessi umræða eigi að vera sem frjálslegust og almennust svo að fólk, átti sig á þeirri lífs- nautn sem gott kynlíf er. Mér varð hugsað til þessa nú á dögunum þegar ég sat fund um gagnsemi nýrra geðlyfja sem mikið eru notuð hérlendis. Um er að ræða svokölluð serótóninaukandi lyf; (Fontex, Seról, Seroxate, Zoloft, Tingus o.fl.) Þessi lyf virka frábær- lega vel á þunglyndi og margs kon- ar þráhyggjuhegðun en hafa því miður mikinn ókost hjá sumum sjúklingum. Þau eiga það nefnilega til að drepa niður kynhvöt hjá báð- um kynjum og valda auk þess veru- legri truflun á sáðláti karla. Þetta er alvarleg aukaverkun enda telja flestir að kynlíf skipti venilegu máli fyrir lífshamingju fólks. íslend- ingar eiga Norðurlandamet í neyslu þessara lyfja enda er nú svo komið að margir sem kvarta um einhverja vanlíðan, kvíða eða lífsleiða ganga frá lækninum sínum með lyfseðil uppá eitthvert þessara kynlífshemj- andi gleðilyfja. Það auðveldar mjög þessa atlögu að kynlífinu ef öll kynlífsumfjöllun er af hinu vonda og kynlífið sjálft Kynnautnin hefur verið jafnsjálfsagður hluti af raunveruleikan- 3 um, segir Ottar Guð- mundsson, og matur og drykkur. algjört tabú í ræðu og riti. Tepru- skapur rennir auðvitað stoðum und- ir þessa stefnu. Kynhvöt karlmanna ber jú bara vott um karlrembu eða kvenfyrirlitningu og kynhvöt kvenna vitnar um skort á rómantík. Fólk veigrar sér meira að segja við því að kvarta undan aukaáhrifum lyfjanna. Það er alveg eins gott að sleppa þessu algjörlega og fá sér eina gleðipillu. Eða eins og einum kollega mínum varð að orði þegar ég sagðist þurfa að skipta um lyf á tilteknum sjúklingi vegna þess að kynlífið hans væri í rústum. „Skiptir þetta kvnlíf einhverju máli?" Höfundur er læknir. Um gerð og búnað veiðarfæra UTHAFSRÆKJUVEIÐARNAR norður af landgrunninu, voru í mörg ár stunduð með venjulegum rækjut- rollum án veiðiskilju. Þá barst mikill meðafli um borð, bæði þorskur, ýsa og grálúða, þau skip sem áttu kvóta fyrir þessum meðafla lönduðu oft tugum tonna af honum í túr, en þau sem ekki áttu kvóta virtust ekki fá þennan meðafla þótt þeir drægju samskonar veiðarfæri á sömu slóð- inni. Hvað varð af hon- um? Það má ekki segja að honum hafi verið hent fyrir borð nema maður hafi verið á staðnum og haft vitni með sér sem segir ráð- herra. Loks þremur árum eftir að Norðmenn höfðu lögleitt aflaskiljur í rækjutroll að afloknum tilraunatímabili sem leiddi til þess að hún var lögleidd var hún lögleidd í íslenskum skipum. Síðan er meðafli á úthafsrækjuveið- um og það brottkast af fiski, sem þeim fylgdi algjörlega horfið úr veið- unum. Á sama hátt er hægt að stærðar- flokka þann afla sem trollið tekur þannig að stærri fiskurinn fari í pokann en smáfiskurinn út aftur. Ég fékk siæman hnút í magann þegar ég heyrði í útvarpinu um dag- Pétur Bjarnason inn að opnað væri fyrir veiðar með öllum gerðum veiðarfæra án nok- kurrar hömlunar á afkastagetu þeirra á Kögurgrunni og við Þverál. Þetta svæði er eitt af viðkvæm- ustu smáfiskasvæðun- um á öllu Vestfjarða- grunninu, sem kemur til af því að þegar þorskklak tekst sæmi- lega vel við landið berst mikið magn af smáseiðum inn í ísa- fjarðardjúp og elst þar upp í yfirborðinu sum- arlangt og lifir á svif- lægum þörgunum. Þegar haustar og yfir- borðið kólnar verða þau botnlæg og lifa þá á smárækju næstu árin, að þeim liðnum leggja þau upp í leiðina löngu út á Vestfjarða- grunnin. Á sama tíma flæðir smáloðnan norðan úr hafinu upp í Kögurgrunnið og býr þeim veglega veislu, þau hnappa sig þá saman í ætinu og eru þá auðveld bráð þeim stóru flottrollum, sem nú eru í notkun. Á fyrstu árum skuttogaranna var mikið veitt með flottrolli á þessu svæði, þá var enginn kvóti og engum fiski hent, allt kom í land enda var þá algengt að meðalvigt úr hundrað tonna túr væri 1-1,5 kg og jafnvel undir einu kílói. Ég er því ansi hræddur um að eftir þeim sögum, sem maður heyrir í dag um brottkast á smáfiski hafi það verið alldrjúgt, sem fór út um lensportin en ekki í lestina. Eftir að hafa unnið með allskonar togveiðarfærum í yfir 50 ár, bæði að veiða með þeim úti á sjó og í landi við gerð þeirra og búnað, er ég sannfærður um það að notkun Það á alls ekki að leyfa nein togveiðar- færi, segir Pétur Bjarnason, sem ekki eru búin skiljum. slíkra skilju á Kögurgrunni hefði útilokað smáfiskadrápið, sem leiddi til þess að það varð að loka svæðinu aftur. Það hlýtur að vera lykilatriði að sú þekking sem skapast um gerð og búnað veiðarfæra sem leiðir til betri umgengni um fiskistofnana sé tekin í notkun sem fyrst, en ekki látin bíða í mörg ár eftir að aðrir hafa hafið notkun slíks búnaðar með góðum árangri. Það ætti alls ekki að leyfa nein togveiðarfæri, sem ekki eru búin slíkri skilju til verndar óæskilegum meðafla og til varnar gegn óæski- legu ungviðsdrápi. Höfundur ergamall fiskimaður -r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.