Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Suður-Afríka Nefnd Tutus náðar til ræðis- menn Höfðaborg. Reuter. SANNLEIKSNEFNDIN svo- kallaða í Suður-Afríku ákvað í gær að veita sjö mönnum sakaruppgjöf og þeirra á með- al eru fjórir hægrimenn, sem höfðu verið dæmdir fyrir sprengjutilræði skömmu eftir að viðræðurnar um afnám að- skilnaðarstefnunnar hófust árið 1990. „Þeir ganga nú lausir eins og glæpurinn hafi aldrei verið framinn," sagði Alex Boraine, varaformaður nefndarinnar, og bætti við að fórnarlömbin gætu ekki höfðað einkamál gegn mönnunum. „Sakarupp- gjafir eru það verð sem við þurfum að greiða fyrir frið og lýðræði í landinu." Þrír blökkumenn, sem börð- ust gegn aðskilnaðarstefn- unni, voru einnig náðaðir. Nefndin er undir stjórn Desmonds Tutus erkibiskups og hefur heimild til að veita sakaruppgjafir vegna pólití- skra glæpa sem framdir voru í þágu aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans eða baráttu blökkumanna gegn henni. Markmiðið er að koma á sátt- um milli kynþáttanna og leiða í ljós sannleikann um pólitíska glæpi sem framdir voru fyrir afnám aðskilnaðarstefnunnar. Náðunarbeiðnum hafnað Nefndin neitaði að náða níu aðra menn á þeirri forsendu að glæpir þeirra gætu ekki talist pólitískir. Þeirra á meðal eru tveir hægrisinnaðir Búar sem sögðust félagar í póli- tískri hreyfingu en nefndin komst að því að hún var að- eins skipuð fjórum mönnum og gæti því ekki talist stjórn- málaflokkur. Frestur til að sækja um sak- aruppgjöf á að renna út á miðnætti á morgun en Nelson Mandela forseti ákveður í dag hvort hann verði framlengdur. „Umsóknunum hefur fjölgað gífuríega síðustu daga. Þær nálgast nú 4.000," sagði Böra- ine. Samtök og þrýstihópar í þriðja heiminum lýsa óánægju Finnst WTO hunsa hags- muni þróunarlanda Singapore. Reuter. SAMTÖK ýmissa sjálfstæðra sam- taka í mörgum löndum þriðja heims- ins, Þriðjaheimsnetið (TWN), sögðu í gær að „græðgi fyrirtækja" væri að ná undirtökunum á ráðstefnu Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Singapore. Afleiðingin yrði sú að ekki myndi verða tekið tillit til hagsmuna fátækra ríkja í ákvörð- unum ráðstefnunnar og þjáningar almennings í löndunum myndu auk- ast. Samtökin hafa aðsetur í Malasíu og halda fulltrúar þeirra ráðstefnu á sama tíma og ráðherrar WTO. Þau fordæmdu einnig það sem þau nefndu „leyndarhyggju og andlýðræðislegt eðli" samkundu WTO og fullyrtu að mörg fátæk ríki hefðu verið útilokuð frá mikilvægum samningaviðræðum. „Það er líklegt að ríku þjóðirnar muni... enn og aftur ná fram þeim vilja sínum að hunsa þarfir og vanda- mál ríkjanna í suðri," segir í yfirlýs- ingu TWN. „Þegar upp er staðið mun græðgi fyrirtækjanna sigra en enn minna tillit verður tekið til hagsmuna almennings en áður, einkum í þró- unarlöndunum." Sjónarmið af þessu tagi hafa kom- ið fram hjá mörgum fulltrúum þró- unarlandanna og ríkja þar sem efna- hagsvöxtur hefur verið mjög hraður síðustu árin, nýiðnvæddu landanna svokölluðu, á ráðstefnu WTO. Reuter LEON Brittan, sem situr í framkvæmdastjórn Evrópusambands- ins og Charlene Barshefsky, fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnu WTO, ræðast við í gær. Fulltrúi frá stóru Asíuríki benti á að í upphafi hefðu allir verið sam- mála um að mikilvægast væri að hrinda í framkvæmd ákvæðum um tollalækkanir og ákveða reglur um viðskipti með þjónustu, landbúnað- arafurðir, fatnað og aðrar vefnaðar- vörur auk reglna um hugverkarétt- indi. Þróunarlöndin vilja mörg fá ýmsar undanþág^ir frá flóknum lagabreytingum sem þau segjast eiga mun erfiðara með að taka upp en auðugu löndin. í sumum tilvikum vilja fátæk ríki, sem óttast stór- hækkun á matvælaverði, fá að bíða með að leyfa frjáls viðskipti með matvæli. „í staðinn hafa ráðherrarnir ein- beitt sér að [frjálsum viðskiptum með] upplýsingatækni og öðrum nýjum málum sem stórveldin vilja þröngva upp á okkur og munu að- eins auka vanda okkar," sagði einn af samningamönnunum frá Asíu. Ákærum á hendur Elio Di Rupo hafnað Brus.se!. Reuter. BELGÍSK þingnefnd ákvað í gær að leggja til að þing Belgíu heimilaði ekki ákæru á hendur Elio Di Rupo aðstoðarforsætisráðherra, sem hefur verið sakaður um að hafa haft kynm- ök við drengi undir lögaldri. „Nefndin telur að miðað við þau gögn sem þingið hefur fengið að ekkert bendi til sektar og því sé ekkert sem réttlæti ákæru," sagði formaður nefndarinnar, Raymond Langendries, við fréttamenn. Búist var við að þingið kæmist að sömu niðurstöðu í gærkvöldi. í umræðunum kom fram ágrein- ingur meðal fulltrúa stjórnarflokk- anna í nefndinni og stjórnarand- stæðingar sökuðu stjórnina um að hylma yfir með aðstoðarforsætisráð- herranum. „Þetta er fyrst og fremst pólitísk ákvörðun," sagði Didier Reynders, þingmaður Frjálslynda flokksins, sem er í stjórnarandstöðu. „Þetta er ekki það sem landsmenn væntu." Mál Di Rupos hefur dregið enn frekar úr tiltrú almennings á hinum ráðandi öflum í samfélaginu. Margir telja að spilltir stjórnmálamenn og embættismenn í dómskerfínu hafi haldið hlífiskildi yfir barnaníðingn- um Marc Dutroux, sem var handtek- inn í ágúst og er sakaður um að hafa orðið fjórum stúlkum að bana eftir að hafa rænt þeim og misnotað þær kynferðislega. Tvær ungar stúlkur til viðbótar fundust á lífí í kjallaraklefa á heimili hans. Þinghelgin takmörkuð Til að vega upp á móti samþykkt- inni í máli Di Rupos ákvað þing- nefndin að leggja blessun sína yfir drög að frumvarpi sem takmarkar þinghelgina og gerir æðsta dómstól landsins kleift að rannsaka ásakanir á hendur ráðherrum án þess að þurfa til þess heimild frá þinginu. Sam- kvæmt frumvarpinu verður þó þing- ið eftir sem áður að samþykkja ákærur á hendur ráðherrunum. Frumvarpið felur ennfremur í sér að dómstóllinn getur haldið áfram að rannsaka mál Di Rupos. Hæsti- réttur Belgíu hafði áður úrskurðað að ásakanir á hendur aðstoðarfor- sætisráðherranum, sem voru hafðar eftir einum manni, væru tilhæfu- lausar. Nýjar upplýsingar um málið voru lagðar fram á mánudag og þingnefndin komst að þeirri niður- stöðu að þær réttlættu ekki ákæru. Þótt nýja frumvarpið takmarki þinghelgina gæti það komið í veg fyrir fjölmiðlafár eins og í máli Di Rupos. Vísa gagnrýni ábug KRÓATÍSK stjórnvöld vísuðu í gær á bug gagnrýni Banda- ríkjamanna vegna orðuveit- ingar til ákærðs stríðsglæpa- manns. Vörðu þau ákvörðun sína með því að ákveðið hefði verið að veita manninum heið- ursmerki áður en stríðsglæpa- dómstóllinn í Haag birti ákæru á hendur honum. Lávið árekstri MINNSTU munaði að tvær flugvélar, með 126 manns inn- anborðs, rækjust á yfir borg- inni Mombasa í Kenýa í gær. Voru aðeins 15 metrar á milli vélanna þegar minnst var. Flugumferðarstjórar í Kenýa hafa verið í verkfalli í sex daga en þeir krefjast 50-faldr- ar launahækkunar. Fengnir voru menn til að hlaupa í skarðið, ýmist kennarar og yfirmenn í flugumferðarstjórn, sem eru komnir úr æfingu. Mótmæli bar- in niður í Búrma HERSTJÓRNIN í Búrma var- aði í gær við því að hún mýndi ekki þola „meiriháttar borg- aralegar truflanir" og voru mótmæli námsmanna í höfuð- borginni Rangoon barin niður af hörku. 15árafang- elsi fyrir njósnir NJÓSNARI frá Norður-Kóreu, sem starfaði í Seoul í S-Kóreu undir því yfírskini að hann væri filippeyskur háskóla- kennari, var í gær dæmdur í 15 ára fangelsi. Átti maðurinn yfir höfði sér dauðadóm, m.a. fyrir að senda upplýsingar um þyrlur og vopn s-kóreska hers- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.