Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 38
.38 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ FYRIR um það bil 120 árum áttum við íslendingar lítið sem ekki neitt annað en ofurlitla bjart- sýni. Um þetta leyti fóru að sjást veikburða frjóangar í þjóðlífmu, og þótt þjóðin yrði enn fyrir þung- ► um áföllum héldu þeir lífi og döfn- uðu smátt og smátt. Eitt gerðist af öðru, og hver áfangi fram á við jók bjartsýni þjóðarinnar og hvatti menn til meiri afreka. Heima- stjórninni fylgdi svo mikið átak, tæknibylting í grundvallaratvinnu- grein okkar, undur sem líkja mátti við hin annáluðu þýsku og jap- önsku undur. Fólk, með takmark- aða tæknilega þekkingu yfirgaf róðrarskipin og kom upp stórum vélbáta- og togaraflota á örfáum árum. Þar með voru efnahagslegar undirstöður sjálfstæðisins treystar og þjóðin var reiðubúin til að taka við fullveldinu. Ég er viss um að engum íslend- * ingi datt í hug á fullveldisárinu 1918, að innan aldarinnar mundi koma fram áhrifafólk, sem berðist fyrir skerðingu fullveldis þjóðar- innar, og jafnvel afnámi þess. Ég læt mér detta í hug hvaða nafn- gift slíkt fólk hefði fengið fyrir sjö áratugum en læt vera að nefna hana hér. En það var einmitt full- veldið, vitundin um eigin vald, sem efldi fullveldiskynslóðina til svo mikilla átaka. Þessi kynslóð byggði ^upp skólakerfið, heilbrigðiskerfið, vegakerfíð o.s.frv., skóp allan þann aðbúnað sem við njótum allt að því úr engu, og þar með urðu til þau tækifæri, sem við nú eigum völ á. Ánægja þingmanna Siv Friðleifsdóttir, Alþingismaður, skrif- aði grein í Tímann á sl. sumri. Það eina sem ég man úr grein- inni var sú tilkynning Sivjar að framkvæmd EES samningsins gengi vel. Þetta til- kynnti Siv sem gleði- lega frétt. Svipuð ánægja með EES samninginn hefur komið fram hjá fleiri framsóknarmönnum. Þetta fólk er greinilega sátt við samninginn og þá fullveldisskerð- ingu sem honum fylgir. En er samningurinn þá svo hagkvæmur fyrir okkur að ekki sé áhorfsmál að þola hans vegna mikla skerð- ingu og jafnvel afnám fullveldis- ins? EES samningnum var á sínum tíma þröngvað upp á íslendinga. Það áróðursstríð var byggt á gömlu jesúítareglunni að tilgang- urinn helgaði meðalið. Höfuðpaur talsmannanna, þáverandi utanrík- isráðherra, var í meira lagi óvand- ur að meðölum þegar hann var að sannfæra annarsvegar misvitra alþingismenn og hinsvegar blá- saklausa þjóðina. Löngu er í ljós komið að meginhluti stórfeng- legra lýsinga hans á Evrópuhrað- lestinni og öllu sem henni tengdist er fleipur eitt og að samningurinn hefur ekki gefið okkur nema brotabrot af því sem hann sagði okkur að í vændum væri. Enn er fréttaflutningur af EES samningnum afar takmarkaður hér á landi og einkennist hann fyrst og fremst af einhliða fréttatil- kynningum frá yfir- völdum í Brussel eða frá heilaþvegnum ís- lendingum þar í borg eða hér heima. Grund- vallaratriði er, að EES samningur- inn er ekki venjulegur viðskipta- samningur heldur einnig samning- ur um meiriháttar valdaafsal Al- þingis og ríkisstjórnar. Ennþá halda íslenskir alþingismenn og fleiri því samt fram að samningur- inn sé jafngóður og haldið var fram þegar mest var um hann deilt. Én ég fullyrði hinsvegar, að efnahagslegur ávinningur Islend- inga af þessum samningi sé sára- lítill, enginn eða jafnvel neikvæð- ur. Varla er hægt að búast við öðru því Evrópuhraðlestin hefur ekki fundist enn. Flestar þjóðir Evrópusambandsins eiga nú í miklum efnahagslegum erfiðleik- um og atvinnuleysi víðast hvar mjög mikið og fer vaxandi. Sárast er hið mikla atvinnuleysi ungs fólks, en fyöldi evrópskra ung- menna getur ekki vænst þess að fá nokkru sinni vinnu. Hreppsnefnd í stað Alþingis Ein höfuðástæða þess að ESB var stofnað var, að Evrópa gat ekki staðist samkeppni Bandaríkj- anna og Asíuríkja í fjölmörgum atvinnugreinum. ESB varð sem sé til sem hræðslubandalag. Óttin var og er á rökum reistur og á næstu árum mun efnahagslegt bil á milli flestra ESB þjóða annarsvegar og hinsvegar Bandaríkjanna og Asíu- ríkjanna, halda áfram að breikka. í fyrri greinum mínum um EES og ESB benti ég oft á, að við ætt- um miklu fleiri möguleika til ábata- samra utanríkisviðskipta en ein- ungis við Evrópu og við þyrftum því ekki að færa óeðlilegar fórnir Efnahagslegur ávinn- ingur íslendinga af EES-samningnum, seg- ir Bjami Einarsson, er sáralítill, enginn eða jafnvel neikvæður. til þess eins að öðlast rétt til eðli- legra viðskipta við þessa nágranna okkar. Samt voru fórnirnar færðar án ávinnings. Síðan það gerðist hafa tilskipanir og reglugerðir bor- ist til Alþingis í stórum stíl og all- ar yfírlýsingar Jóns Hannibalsson- ar um raunhæft neitunarvald okk- ar hafa, eins og við Samstöðufólk héldum fram á sínum tíma, reynst þvaður. Svívirðing Alþingis verður augljósari með hveijum degi sem líður. í Morgunblaðinu þann 16. nóvember sl. var stutt „Evrópu- grein“ um hinn þekkta enska lá- varð Tebbit, en hann hafði þá hót- að stofnun nýs flokks ESB-and- stæðinga. Hann færði rök fyrir stofnun slíks flokks og í tilefni af vinnutímatilskipun ESB, sem þröngvað er upp á Breta með dómi, sagði hann, að breska þingið væri „þing, sem að stórum hluta er sam- sett af þingdvergum og samþykkir að verða smátt og smátt lítið meira en héraðssamkunda með löggjaf- arvald á lægra stjórnsýslustigi, sem setur lög um æ smærri hluta landsmála okkar“. Þessi lýsing á að sjálfsögðu fyllilega við Alþingi íslendinga. Þessi forna grundvall- arstofnun íslensks fullveldis og lýð- ræðis er á sömu leið og næstelsta þjóðþingið, það enska, og á sömu þróunarbraut og Alþingi var eftir gerð Gamla sáttmála. En sá er núna munurinn, að við erum ekki lengur í vandræðum með siglingar til og frá Islandi og að við erum ekki í neinu eftirbátar þjóðanna í Vestur-Evrópu. Nú er íslensk þekk- ing orðin söluvara víðsvegar um heim og íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki veita aðstoð og fjárfesta í fjölda fjarlægra landa. íslenskur hugbúnaðariðnaður er að blómstra og tekur t.d. hugbúnaðariðnaði Þjóðveija langt fram. Viðskipti okk- ar við Asíuþjóðir vaxa ár frá ári. Með þetta allt í huga er aug- ljóst, að við höfum enga þörf fyrir evrópsk fyrirmæli, tilskipanir og reglugerðir heldur munu þessi af- skipti hefta okkur. Enn fráleitara er, að íslendingar gerist aðilar að Evrópusambandinu og einangri sig þar. Niðurstaða þessarar greinar er því, að Samstöðu um óháð Is- land sé skylt að taka nú þegar upp harða baráttu fyrir uppsögn samn- ingsins um evrópskt efnahags- svæði. Þetta verður að gerast nokkuð fljótt til Jsess að fyrir- byggja að Alþingi Islendinga verði orðið að hreppsnefnd innan fárra ára. Höfundur erfv. aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar. Endurheimtum fullveldi Islands Bjarni Einarsson RAÐAUGIYSINGAR Kennsla í stærðfræði Flensborgarskólinn óskar að ráða kennara í stærðfræði á vorönn 1997. Starfið hefur áður verið auglýst, en umsóknar- frestur er hér með framlengdur til 18. desember. Laun eru samkvæmt kjarasamningum kennarafélaganna. Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 565 0400 eða 555 0560. Skólameistari. ^ ^ Fíö,brautaskó,i Suðurnesja Kennara í netagerð Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja er laus til umsóknar IV2 staða kennara í sérgreinum netagerðar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum framhaldskólakennara. Frekari upplýsingar um stöðurnar veitir skólameistari í síma 421 3100. Umsóknir þurfa að berast skólameistara fyrir 27. desember. Skólameistari. Kokkur óskast á íslenskan veitingastað sem verður opnaður í Svíþjóð í mars 1997. Umsóknir, ásamt meðmælum, sendist í síð- asta lagi 16. desember til Café Glasblásar- en, Tornbyvágen 1, 582 73 Linköping. Upplýsingar í síma 0046 13121554. TILKYNNINGAR Tollkvótar vegna innflutnings á unnum kjötvörum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til reglugerðar útgefinni 10. des- ember 1996, er hér með auglýst eftir um- sóknum um tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðu- neytinu á skrifstofutíma frá kl. 9.00-16.00. Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða símbréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrír kl. 15.00 fimmtudaginn 19. des- ember 1996. Landbúnaöarráðuneytið, 10. desember 1996. Tollkvótar vegna innflutnings á smjöri, ostum og eggjum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til reglugerðar útgefinni 10. des- ember 1996, er hér með auglýst eftir um- sóknum um tollkvóta vegna innflutnings á smjöri, ostum og eggjum. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðu- neytinu á skrifstofutíma frá kl. 9.00-16.00. Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða símbréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 15.00 fimmtudaginn 19. des- ember 1996. Landbúnaðarráðuneytið, 10. desember 1996. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Handverkssýning laugardaginn 14. desember frá kl. 10, sunnudaginn 15. desember frá kl. 12. Tónleikar og verslanir opnar Garðatorg, Garðabæ. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1 = 17812138'/? = Jv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.