Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ +, Guðmundar Arasonar mótið hefst í dag SKAK íþróttahúsið við Strandgötu 2. GUÐMUNDAR ARASONAR MÓTIÐ Haldið í íþró ttaliúsinu við Strand- götu i Hafnarfirði 13.-21. desember. Tefltfrák). 17 virkadagaenfrá kl. 14 um helgar. Aðgangur ókeypis. LAS PALMAS XXI. styrkleikafl. Stig 1 2 3 4 5 6 VINN: 1 Karpov, Anatólí RÚS 2.775 XX % % % VÁ 2 Anand, Viswanathan IND 2.735 V2 XX % 1 2 3 Topalov, Veselin BÚL 2.750 % XX 0 yx 1 4 Kasparov, Gary RÚS 2.785 1 XX y* % 2 5 Kramnik, Vladimir RÚS 2.765 % '/2 1/2 XX 1% 6 fvantsjúk, Vasílí ÚKR 2.730 y2 0 !4 XX 1 Á MÓTINU tefla 20 íslenskir skákmeistarar, þar af átta yngri en tyítugir og tíu erlendir. Guðmundur Arason, 77 ára, fyrrverandi forseti Skáksambands íslands, gerir það ekki endasleppt við unga og upprennandi íslenska skákmenn. Hann heldur nú alþjóða- mót sitt í annað sinn í samvinnu við Skákfélag Hafnarfjarðar, sem sér um framkvæmdina. Mótið í fyrra heppnaðist frábærlega vel og nú var hægt að fjölga keppendum. Guðmundur hefur fengið til liðs við sig hollenska fyrirtækið Smitfort Staal B/V, en stór hluti af ryðfríu stáli sem flutt er inn til landsins kemur frá því. Erlendu keppendurnir á mótinu eru mun hærri á stigum en þeir íslensku og flestallir atvinnumenn. Það er þó spá skákþáttarins að sumir þeirra muni ekki riða feitum hesti frá viðskiptum við okkar menn. Tækifæri eins og þetta eru alltof sjaldgæf fyrir íslenska skák- menn á uppleið og þeir sem ætla sér stóra hluti verða að grípa tæki- færið. íslensk skákhreyfmg hefur lengi notið velvildar Guðmundar Arason- ar. Stuðningur hans og annarra bakhjarla hefur reynst henni lífs- nauðsynlegur. Þrátt fyrir frábæra afrekaskrá hefur skákíþróttin verið troðin undir af öðrum keppnis- greinum í baráttu um opinberan stuðning. Það virðist vænlegast til árangurs á þeim vettvangi að láta meðalmennskuna duga í alþjóðleg- um keppnum en beita fremur ork- unni í að stunda lobbýisma í opin- berum stofnunum og gera út at- vinnumenn til þess, en ekki í eigin- lega keppni. Anand náði Kasparov Indverjinn Anand vann glæsileg- an sigur á Vasflí ívantsjúk frá Ukraínu í þriðju umferð „sterkasta móts allra tíma" í Las Palmas á Kanaríeyjum. Þar með er Anand kominn í efsta sætið ásamt Gary Kasparov, PCA-heimsmeistara, sem gerði jafntefli við Kramnik. Þeir Anatólí Karpov, FTJDE heims- meistari, og Búlgarinn Topalov Guðmundur Arason skildu einnig jafnir. Ivantsjúk beitti fremur sjaldgæfu af- brigði af spánska leiknum gegn Anand, en kom þó ekki að tómum kofunum. Indverjinn endur- bætti fyrri skákir með glæsilegri skipta- munsfórn í fjórtánda leik. Hann hélt síðan vel á spöðunum og eftir 20 leiki var ljóst að hann myndi vinna meira en nægilegt lið til baka. Ivantsjúk lenti í endatafli með þrjú peð fyrir mann, en hann hafði ekkert mótspil. Hann gaf þegar ljóst var að peðin myndu falla eitt af öðru. Hvítt: Anand Svart: ívantsjúk Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. O-O - Bc5 6. Rxe5 - Rxe5 7. d4 - Rxe4 8. Hel - Be7 9. Hxe4 - Rg6 10. c4 - O-O 11. Rc3 - d6 12. Rd5 - Bh4 13. Dh5! í skákinni Smirin-Izeta í Las Palmas 1993 var hér leikið 13. g3 - c6 14. Rf4 og staðan var u.þ.b. í jafnvægi. 13. - c6 Þráinn Guðmundsson 14. Hxh4!! - Dxh4 15. Dxh4 - Rxh4 16. Rb6 - Hb8 17. Bf4 - Rf5 18. d5 - He8 19. Kfl - h6 20. h3 - He4 21. Bh2 - cxd5 22. g4 - Hxc4 23. Rxc4 - dxc4 24. Hel - Be6 25. gxf5 - Bxf5 26. Bxd6 - Bxh3+ 27. Kgl - Hd8 28. He8+ - Hxe8 29. Bxe8 - Be6 30. a4 - g5 31. a5 - Kg7 32. Ba4 - Kg6 33. Bdl - Bd5 34. Bc2+ - Kf6 35. Bc7 - Ke6 36. Bh7 - Bf3 37. Kh2 - Kd5 38. Bc2 - Be4 39. Bdl - Kd4 40. Be2 - Bd3 41. Bb6+ - Kd5 42. Bdl - f5 43. Kg3 - Ke5 44. Bc5 - Kf6 45. Bh5 - f4+ 46. Kh2 og ívantsjúk gafst upp. Jólagjðf skák- áhugamanna 70 ára afmælisrit Skáksambands íslands er nýkomið út. Þráinn Guðmundsson, fyrrverandi forseti SÍ, hefur haft veg og vanda af samningu ritsins sem er yfirgripsmikið og ýtarlegt. Það er 310 síður að stærð og er prýtt miklum fjölda mynda. Þarna er rakin saga sambandsins frá stofnun þess 1925. Ekki er um þurra upptalningu á staðreyndum að ræða, heldur skyggnst bak við tjöldin. í bókarauka er lífleg frásögn frá Ólympíuskákmótinu í Moskvu 1994 og skákir þaðan. Þetta er rit sem enginn skák- áhugamaður getur látið fram hjá sér fara. „Skáksamband íslands í 70 ár, 1925-1995", er aðeins fáanlegt á skrifstofu Skáksambands íslands, Faxafeni 12. Það má fá þar eða panta í síma 568 9141 á milli kl. 10 og 13 daglega. Verð bókarinnar er kr. 5.900, sem verður að teljast hóflegt þegar tekið er mið af umfangi ritsins. Margeir Pétursson JÉL FLÍSASKERAR ^rOGFLÍSASAGIR Jw W$4 -i J tlKii- m+zx'* ^?«5k-¥l$ JE1»k s|i l"4r 1 3: T Stórhötða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opiö daglega frá kl. 10-18. ¦ kjarni málsins! Giljagaur. Giljagaur á Þjóðminjasafni GOMLU íslensku jólasveinarnir koma í heimsókn einn af öðrum á Þjóðminjasafn íslands eins og verið hefur undanfarin ár. Giljagaur er annar og verður í safninu í dag kl. 14. BRIDS Umsjón: Arnór 6. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 10. desember var spilaður tvímenning- ur og varð lokastaðan á þessa leið: Böðvar Þórisson - Þorbergur Hauksson 135 GuðmundurMagnússon-JónasJónsson 127 Auðbergur Jónsson - Hafsteinn Larsen 125 Ásgeir Metúsalemsson - Kristján Kristjánsson 123 Félag eldri borgara í Kópavogi Spilaður var Mitchell-tvímenn- ingur föstud. 6.12. sl. 20 pör mættu. Úrslit: NS RafnKristjánsson-OliverKristófersson 271 EysteinnEinarsson-SævarMagnússon 264 BaldurÁsgeirsson - Magnús Halldórsson 252 Þórhildur Magnúsd. - Halla Ólafsd. 233 HannesAlfonsson-GarðarSigurðsson 233 AV Alfreð Kristjánsson - Lárus Arnórsson 255 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðsson 233 HelgaHelgad.-ÁmiJónasson 230 EggertEinarsson-KarlAdolfsson 226 Meðalskor 216. Matur og matgerð Frómas Börnin mín vilja bara arianasfrómas á jólunum, sem þau kalla ömmufrómas segir Krístín Gestsdóttir, sem býr til kaffífrómas handa sjálfri sér. OKKUR hefur verið innprentað frá blautu barnsbeini að gefa með okkur um jólin, en ekki hitta gjafirnar alltaf í mark. Við áttum góðan vin, sem bjó hér í nágrenninu við ákaflega frum- stæð skilyrði. Ég bakaði oft smákökur og færði honum fyrir jólin og eitt sinn báðu börnin mín mig um að gefa honum ömmufrómas líka, en þau vor- kenndu þessum góða vini sínum og hugsuðu mikið til hans um jólin. Eg setti frómasið í skál og gaf honum með smákökun- um. Að afliðnum jólum hitti ég hann og spurði hvernig honum hefði líkað kræsingar. Hann svaraði: „Kökurnar voru góðar, en ég borðaði ekki grautinn heldur gaf fuglunum hann." Vonandi hefur fuglunum orðið gott af. Ég held þó ekki að ég setji út skál með frómas handa músarindlunum sem nokkuð er af hér í kringum mig núna, en gef þeim heldur korn eða hristi brauðmola úr plastpokunum sem brauðin koma í. Kaffifrómas 4dllútsterktkaffi 3. Hrærið saman eggjarauður og kaffi/sykurlöginn þar til það er ljóst og létt. Hellið matarlím- skaffinu varlega út í og blandið vel saman. 4. Þeytið rjómann. Þeytið eggjahvíturnar sér. Setjið hvort tveggja varlega út í og blandið saman, hellið síðan í skál. Látið stífna í kæliskáp í minnst 3 klst. 5. Þeytið rjóma og sprautið í toppa ofan á skálina, setjið eina súkkulaðikaffibaun í hvern rjómatopp. Næsta uppskrift er úr bók minni 220 gómsætir ávaxta- og berjaréttir. Ananasfrómas 1 heildós bragðsterkur _________ananas i bitum_________ _________8 blöð matarlím_________ ___________'A dl sykur___________ safi úr 'A sítrónu 2 pelar rjómi 2 eggjahvítur ldl sykur 8 blöð matarlím 2 pelar rjómi 4 eggjarauður 2 eggjahvítur þeyttur rjómi til að skreyta með nokkrar súkkulaðikaffibaunirtil að skreyta með (fást tilbúnar í plastpokum) 1. Byrjið á að búa til lút- sterkt kaffí, geymið 'A dl af því en hellið hinum 3 'A dl í lítinn pott ásamt sykrinum og sjóðið niður um helming. Kælið. Þegar soðið er niður er lögurinn soðinn við háan hita þar til hann minnkar verulega. Þetta á að verða þykk kvoða. 2. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. Hitið í potti kaffíð sem þið tókuð frá ('A dl), vindið matarlímið upp úr vatninu og bræðið í heitu kaffinu, takið pottinn af hitan- um áður. Kælið án^þess að hlaupi saman. þeyttur rjómi og ananasbitar til að skreyta með 1. Opnið dósina, hellið á sigti og síið safann frá. Takið frá nokkra bita til skrauts. 2. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. 3. Setjið 1 dl af ananassafan- um í pott og hitið að suðu, tak- ið þá pottinn af hellunni og bræðið matarlímið í heitum saf- anum. Hellið honum síðan sam- an við hinn safann ásamt sítrón- usafanum. 4. Hrærið eggjarauður með sykri þar til það er ljóst og létt. Þeytið rjómann og þeytið eggja- hvíturnar sér. 5. Hellið köldum ananassaf- anum út í eggjaarauðuhræruna, setjið síðan rjómann og stíf- þeyttar hvíturnár varlega út í með sleikju. 6. Látið þetta byrja að stífna en setjið þá ananasbitana út í. Hellið í skál. Setjið í kæliskáp í 2-3 klst. 7. Þeytið rjóma og sprautið toppa ofan á skálina, skreytið með ananasbitunum sem þið tókuð frá. i1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.