Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Saknaðarljóð ELEGIA heitir nýútkominn hljóm- diskur sem inniheldur tuttugu saknaðarljóð fyrir selló og píanó en flytjendur á diskinum eru Gunn- ar Kvaran og Selma Guðmunds- dóttir. „Ég missti son minn fyrir tveim- ur árum," segir Selma Guðmunds- dóttir um tilkomu þessa disks, „það var óbærilegur missir og eiginlega langaði mig ekki til að spila neitt aftur. En síðan kom þessi hugsun til mín að gera þennan disk sem eins konar kveðju, kannski ekki til að tjá sorg mína heldur til að umvefja minningu sonar míns hlýju og fegurð. Lögin eru valin með þetta í huga; þetta er mjög falleg og mild tónlist, hlý og róleg. Hún er bæði styrkjandi og huggandi og ætti því að höfða til allra næmra sálna. Fegurð í hvaða formi sem hún birtist, ekki síst í tónlist, fær- ir fólki bæði styrk og huggun." Innri kraftur og innri kyrrð Orðið elegía er komið úr grísku og hefur fengið merkinguna sakn- aðarljóð í íslensku. í stuttri umfjöll- un í disksbæklingi segir Halldór Hansen: „Söknuðurinn hefur órðið innblástur margra skapandi lista- manna, hvort sem þeir tjá sig í orðum, tónum, litum eða formi. Engum er söknuður með öllu ókunnugur og því höfðar tjáning hans til alls, sem lifir og man. Þess vegna hitta lögin á þessari geislaplötu beint í mark. Þau eiga það sameiginlegt að vera hæglát og innhverf tónaljóð með trega- blöndnum undirtóni, en blær lag- anna er þó afar ólíkur." Gunnar Kvaran tekur undir það með Selmu að tónlistin geti hjálpað fólki á erfiðum stundum. „Það er mikill kraftur í tónlistinni, innri kraftur sem alltaf er hægt að leita til. Tónlistin getur líkatjáð það sem ekki verður sagt með orðum og talar þannig beint til tilfinninga Morgunblaðið/Golli GUNNAR Kvaran og Selma Guðmundsdóttir leika tuttugu saknaðarljóð á diski sínum, Elegíu. fólks. Ég vona að þessi diskur geti hjálpað einhverjum við að finna innri kyrrð því hraðinn og spennan í þjóðfélaginu eru svo mikil og áreitið gegndarlaust." Talar skýrt til mannssálarinnar Lögin á diskinum eru bæði eftir innlenda og erlenda höfunda, öll eru þau stutt og aðgengileg og mörg hver vel þekkt, svo sem Lita- nei og Nacht und Tráume eftir Franz Schubert, Nótt eftir Árna Thorsteinsson og Ave Maria eftir Bach-Gounod. Selma og Gunnar segja að það hafi tekið þau dálítinn tíma að komast að niðurstöðu um lagavalið en þau væru bæði afar sátt við diskinn eins og hann er. Selma segir að hún hefði ekki getað verið heppnari með sam- starfsmann. „Gunnar er frábær tónlistarmaður og svo er sellóið líka svo sérstakt hljóðfæri, hefur þessa hlýju og mildi sem ég var að leita að. Sellóið er sennilega það hljóðfæri sem talar skýrast til mannssálarinnar." Sérstakt samstarf Gunnar segir að samstarf þeirra Selmu við þennan disk hafi verið mjög sérstakt. „Undirbúningurinn stóð lengi. Við lékum lögin á tón- leikum víða um land og fengum þannig reynslu við flutning þeirra. Síðan gengu upptökurnar sjálfar eins og í sögu. Það ríkti mjög sér- stakt og gott andrúmsloft á meðan þær stóðu; ég held mér hafi aldrei liðið jafn vel við upptökur og á þessum diski." Selma tekur undir með Gunnari og segir að það megi að stórum hluta þakka upptöku- stjórunum, Bjarna Rúnari Bjarna- syni og Hreini Valdimarssyni, hvað upptökurnar gengu vel. „Það skipt- ir gríðarlega miklu máli að viðmót þessara fagmanna sé gott og hlýtt á meðan verið er að taka upp tón- list því flytjendur eru undir miklu álagi og þurfa því gott andrúms- loft til að geta gert vel." Englar eru engir stílistar Wislawa Szymborska er skelfingu lostin yfir nýfenginni frægð POLSKA skáldkonan Wislawa Szymborska hefur heillað Svía upp úr skónum. Við afhendingu Nóbelsverðlaunanna fyrr í vik- unni virtist hún feimin og telpu- leg, lítillát og heillandi. í viðtölum sem birst hafa við hana hefur hún haldið fast um handtösku sína og sagst skelfingu lostin yfir hinni nýfengnu frægð. Blaðamaður Svenska dagblad- et lýsir henni sem heimsdömu, sem sé þægilegt að vera nálægt en erfitt að spyrja spurninga. Szymborska er af junkera-ætt- um en afi hennar var sendur í fangabúðir í Síberíu vegna and- stöðu sinnar við Rússakeisara um miðja síðustu öld. Faðir hennar var búfræðingur og ráðsmaður, víðlesinn maður sem gaman var að ræða við. Móðirin sá um að dótturina skorti ekkert í verald- legum skilningi. „Ég var ekkert sérstaklega tilfinninganæmt barn, teiknaði menn í líki kýk- lópa. Hvort augað er hinu Iíkt og hví að endurtaka sig," segir Szymborska. Hún kveðst muna lítið úr barn- æsku sinni og hafa tilhneigingu til að breyta endurminningunum. Dæmi um það sé kvikmynd eftir Bunuel sem hún sá fyrir löngu, um gamla, ljóta og skítuga konu sem hafi saumað út ægifagrar myndir í slitna treyju. Þetta hafi haft geysileg áhrif á sig en þegar Szymborska sá myndina aftur fyrir skömmu, áttaði hún sig á því að konan var ung og falleg og lyfti útsaumuðu brúðarslörinu upp að auganu. Hún gerir enga tilraun til að útskýra þessa sér- HÚN lærði að lesa fjögurra ára og fór þá að skrifa ljóð sem hún seldi foreldrunum. kennilegu og táknrænu umbreyt- ingu. Szymborska lærði að lesa fjög- urra ára ogfór að yrkja um svip- að leyti. „Ég leit á ljóðin sem söluvöru, seldi foreldrum mínum þau ... Svo fór ég að lesa, las allt, því vitneskjan er svo mikil- væg. Bækur gera mig hæfa til að taka þátt í veröldinni." Szymorska segir að skáld þurfi ekki endilega að vera góð mann- eskja. „Englar eru engir stílistar. Sjáið bara Opinberunarbókina. En skáld á að reyna að sjá sjálft sig eins og það er. Maður getur gert þá kröfu til ljóðskálds að það sé sjálfu sér gramt." Nýjar bækur Af silunga- og laxaslóðum ISLENSKA stangaveiðiár- bókin kemur út í annað sinn og heitir nú Af silunga- og laxaslóðum - íslenska stangaveiðiárbókin 1996. Bók þessi er arftaki árbók- arinnar sem hóf göngu sína 1988. Höfundur og ritstjóri er Guðmundur Guðjónsson blaðamaður sem hefur séð um stangaveiðiskrif Morg- unblaðsins um árabil. Guð- mundur var einn annar tveggja ritstjóra upphaflegu árbók- arinnar og hefur því séð um rit- stjórn stangaveiðiárbóka í níu ár. „Þetta er árbók með tilheyrandi tölum og fléttum. En bókin er einn- ig annað og meira. Þessi bók er einn- ig ætluð sem skemmtilestur fyrir alla áhugamenn um stangaveiði. í Guðmundur Guðjónsson bókinni eru fleiri veiðisög- ur en nokkru sinni fyrr og eru flestar að finna und- irnýjum kaflatitli, „Hvað bar hæst?", en þar greina nafngreindir og ónafn- greindir veiðimenn, reynd- ir og lítt reyndir, frá því sem minnisstæðast er frá sumrinu," segir í kynn- ingu. Meðal efnis er kafli um sjóbirtingsrannsóknir og annar um það umdeilda fyrirbæri „veiða-sleppa". Þá er tæmandi út- tekt á veiðisumrinu á ensku og birt- ur er „lárviðarsveigslisti" Orra Vig- fússonar og Laxakvótasjóðs hans. Einnig er að finna ítarlega kynningu á SVFR á starfsemi félagsins. Útgefandi er Sjónarrönd. Aðventustund á Bessastöðum TONLIST Bessastaðakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Bachsveitin í Skálholtí fluttí jóla- sálma í raddsetningu eftir Hans Leo Hassler og J.S. Bach. og kammer- verk eftír Cazzatí, Telemann og Bi- ber. Þriðjudagurinn 10. desember, 1996. Tilti&vi$þig istþjonustan Leirlist Handunnin gjafa og jólakort Vatnslitamyndir Kertastjakar úr íslenskum steini og járni Olíumálverk Myndlistarvörur á hagstæðu verði Glerhst Myndvarpar f/ljósmyndir og fl./-—yn u pturar Myndlistarsýningar /yjstþjónustan Skartgripir oc_^ Hverflsgötu 105 2. hæð • Simi 561 2866 Opið virka daga frá 12-18 og um helgar frá 14-18 • Lokað á mánudögum. AÐVENTUTONLEIKAR Dægradvalar, er yfirskrift að- ventutónleika, sem Bachsveitin í Skálholti hélt í Bessastaðakirkju sl. þriðjudagskvöld. Tónleikarnir hófust á því að leiknar voru tvær raddsetningar á sálminum In dulce jubilo (Sjá himins opnast hlið), fyrst eftir Hans Leo Hassler (1564-16129) og þá J.S. Bach. Það var 100 ára munur á þessum raddsetningum en Hassler var merkilegt tónskáld, er auk þess að læra hjá föður sínum, Isaak Hassler (1530—91) stundaði hann framhaldsnám hjá Andrea Gabrieli og þess vegna var tónmál hans oft á tíðum mjög ítalskt, sérstaklega í madrigölunum. Tveir bræður hans, Kaspar (1562-1618) og Jak- ob (1569-1622) voru báðir orgel- leikarar og tónskáld. Fyrsta verkið var „La Ghisigli- era", eins konar konsert eftir Maurizio Cazzati (1620-77), ít- alskan orgelleikara og tónskáld, er starfaði við miklar vinsældir í Mantua, Ferrara og Bologna. Það sem einkennir mörg barokkverk, sérstaklega framan af, er slök formskipan og er tvenndarformið nær alls ráðandi og ávallt unnið aðeins úr einu stefi. Konsert þessi er áheyrilegt verk, svolítið laus í formi og var þokkalega fluttur. Annað verkið á efnisskránni var sónata í A-dúr, eftir Telemann, skemmtilegt verk, sem var ágæt- lega leikið. Jólasálmurinn af „Himnum ofan boðskap ber", var leikinn í radd- setningum eftir Hassler og Bach en á eftir var sónata nr. 12, eftir Heinrich Ignaz Franz von Biber (1644-1704), en hann starfaði hjá erkibiskupnum í Salzburg, 75 árum á undan Mozart og var fræg- ur fiðlarí og tónskáld. Sónata Bi- bers er skemmtilega verk og var nokkuð vel flutt. Tónleikunum lauk með „La Lyra", svítu fyrir kamm- ersveit eftir Telemann. Svítan ber heiti sitt af fjórða kaflanum, La Vielle, en þetta er einnig nafn á Hurdy-gurdy (organistrum), sem er hjólfiðla. Haydn samdi 5 duo- konserta fyrir tvö hurdy-gurdy og til eru tilraunaverk eftir önnur tón- skáld, fyrir þetta skýtna hljóðfæri. Raddsetning kaflans byggir á sí- felldum „bordúnleik" á meðan 1. fiðla leikur hurdy-gurdy stefið. Margt var vel gert í þessu verki en flytjendur, sem allir léku á bar- okkstrengjahljóðfæri, voru Rut Ingólfsdóttir og Lilja Hjaltadóttir, er skiptust á að leika 1. fiðlu, Sarah Buckley á lágfiðlu, Sigurður á selló og Helga Ingólfsdóttir sembal. Samkvæmt venju eru tveir menúettar (I og II), sem voru leikn- ir sem sjálfstæðir kaflar. Nú var sá fyrsti endurtekinn og einnig í Bourrée I, sem líklega var ekki ætlan tónskáldsins. Endurtekning- in á menúett I (og bourrée og gavott þáttum) varð upphaf á nýju tónformi. Menúett II, varð að millikafla, oft andstæðum menúett I, að tónskipan og í annari tónteg- und. Um síðir nefnt var hann nefndur „trío". þannig að til varð tveggja stefja verk í A-B-A formi. Þetta var alger nýjung, miðað við eins stefja tvenndarformið, sem var nær alls ráðandi í barokkinni og þessi nýja formskipan (menúett og tríó) var fullmótuð við lok bar- okktímans og tengdist síðan sónöt- um og sinfóníum klassíska tímans. Flutningur Bachsveitarinnar var um margt góður, sérstaklega í A-dúr sónötu Telemanns og Biber- sónötunni. Tónleikunum lauk með því að tónleikagestir, sungu með Bachsveitinni, jólasálminn Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns og Einar Sigurðsson frá Heydölum og lauk þar með fal- legri aðventustund í litlu kirkjunni á Bessastöðum. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.