Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 3um þær í gluggann þ Verð ftá kr. 3,060 Margar stærðir - mikið úrval: Beyki, mahogany, kirsuberja Z- brautir & gluggatjöld hf Faxafeni 14,108 Reykjavík © 533 5333 > o 01 a E ■o HD 1488 Gufustraujárn ■hí kr. 3.990 HR 2845 Blandari • 1,5 lítra • 3 hraðastillingar TJ X ■Q VI Toastissimo-brauðrist • Falleg hönnun Handþeytari • Kraftmikill m/3 hraðastillingum Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt. <8> MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Metum menntun að verðleikum SVO VIRÐIST sem allur þorri landsmanna sé nú þeirrar skoðunar að menntun og þekking séu þjóðinni afar mikil- væg, enda blasa sann- anir þess alls staðar við. Meirihluti nýrra starfa byggist beint eða óbeint á menntun og þekkingu og má nefna sjávarút- veg sem dæmi, en mörg ný störf þar byggjast meðal annars á tækni- þekkingu, markaðs- þekkingu og þekkingu á lífríki sjávar. Atburðirn- ir fyrir og eftir Skeiðar- árhlaupið sýndu vel hve þekking getur skipt landsmenn miklu máli, en mikil þekking á jarðfræði og verkfræði var forsenda þess að rof hringvegarins varaði eins stutt og raun bar vitni. Með rannsóknum vinnast stöðugt sigrar á ýmsum sjúk- Er einhver hissa á því, spyr Snjólfur Ólafs- son, að Háskóla íslands gengur illa að fá hæft fólk til starfa? dómum og þekking sem ekki var til fyrir 10 árum gerir mörgum kleift að iifa eðlilegu lífi í dag. Halda mætti þessari upptalningu áfram en það ætti að vera óþarfi. Margt bendir til að við séum að dragast aftur úr mörgum þjóðum hvað varðar hagsæld og má færa sterk rök fyrir því að ein af orsökum þess sé skortur á vissri þekkingu. Má þar nefna tækniþekkingu sem er af skornum skammti hér á landi miðað við heistu samkeppnislönd og er slæm niðurstaða í nýlegri könnun á menntun íslenskra skólabarna angi af því máli. Einnig má nefna skort á menntun á sviði stjórnunar og skipulagningar, sem veldur til að mynda umtalsverðri sóun í ríkis- rekstri, þótt vissulega hafi orðið framfarir á þessu sviði á síðustu árum. Stjórnvöld hafa mikil bein áhrif á menntun þjóðarinnar, meðal annars með reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og með því hvernig menntun er metin til launa hjá ríkis- starfsmönnum. Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur stuðlað að jafnrétti til háskóla- náms síðustu þijá áratugi eða svo. Þó varð nokkur afturför með þeim breytingum sem voru gerðar á sjóðnum árið 1992 og vegur tvennt þyngst. Annars vegar voru lán skert til þeirra sem ná ekki að stunda nám á eðlilegum hraða. Hins vegar voru endur- greiðslur námslána þyngdar þannig að margir eiga í veruleg- um erfiðleikum með að greiða lánin til baka með þeim launum sem háskólamenntuðu fólki er víða boðið. Reynslan hefur sýnt að í mörgum tilvikum getur langt háskólanám gert einstaklingum mjög erfitt að eignast þak yfir höfuðið, vegna þess hve menntun er litið metin til launa. Þolinmæði þeirra sem hafa lifað á lánum í mörg ár til að mennta sig, og hlustað á fögur orð stjórnmála- manna um mikilvægi menntunar, er þrotin. Sumir hópar hafa á síðustu árum náð að rétta hlut sinn nokkuð með harðri baráttu og ýmsir geta verið nokkuð sáttir við sinn hlut. Stórir hópar eru hins vegar ennþá mjög ósáttir og ef ráðamenn þijósk- ast við að rétta hlut þeirra má búast við hörðum deilum á næstunni. Hvernig skyldi nú fjármálaráð- herra, fyrir hönd ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, hafa metið menntun til launa í síðustu samningum við Félag háskólakennara? Byijunarlaun ein- staklings, sem lýkur fimm ára há- skólanámi 25 ára gamall og gerist lektor við Háskóla íslands eru 91.268 kr. Til að verða dósent við háskólann þarf að hafa lokið doktorsprófi sem tekur gjarnan 3-4 ár í viðbót. 28 ára doktor sem fær dósentstöðu hefur 106.832 kr. í mánaðarlaun. Ætli þetta sé í samræmi við þau skilaboð sem ráðherrar Framsóknarfiokksins fengu á nýafstöðnu flokksþingi sínu um mikilvægi menntunar? Er einhver hissa á því að Háskóla íslands gangi illa að fá hæft fólk á mörgum sviðum og haldist illa á því? Er einhver hissa á því að margt ungt menntafólk kýs nú að setjast að í útlöndum? Ætla stjórnvöld að halda áfram að meta menntun að verðleikum í orði en ekki á borði? Munu árgangarnir sem lentu í kenn- araverkföllum í grunn- og mennta- skóla einnig lenda í verkföllum í háskóla? Höfundur er dósent! Háskóla íslands. Snjólfur Ólafsson FYRIRLI6GJANDI: GfiLFSLÍFIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - D/ELUR - STEYPUSA6IR - HRJERIVÉLAR - SA6ARBLÖB - Vonfluö (ramleiðsla. t 4 «1MPiH0Fie Kínverskt veitingahús Nýbýlavegi 20, Kópavogi, sími 554 5022, fax 554 2333 Takið með heim: 5 rétta máltíð kr. 1.100 2ja rétta máltíð kr. 790 Borðað á staðnum: 5 rétta máltíð kr. 1.250 Veisluþjónusta Frí heimsending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.