Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÉRLEIMT ^ÆNWOOD** & *" Chef hrærivél %* |l%. meö hakkavél j** íí!<ENWOOD*, * *Matvinnsluvél 400 V\^* *M. meöávaxta-og j*# ^a# grænmetispressu z~& J<ENWOOD> ^Matvinnsluvél 400Wgf«* *3<ENWOOD> X%Matvinnsluvél öOOWrW ^U» Kennslumyndband*^ 0'Z áíslenskufylgir. +~ #*1<ENW00D< Handþeytari ** fjL_______________ Gro hafði augastað á NATO Ymis bitastæð atriði er að finna í nýrri bók Arne Olav Brundtland um lífið með fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland GRO Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætis- ráðherra Noregs og formaður Verkamanna- flokksins hafði mikinn áhuga á stöðu fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hafði sig ekki nægilega í frammi, til að koma raunverulega til greina, segir eiginmaður hennar tiJ 36 ára, Arne Olav Brundtland í nýrri bók, sem ber heitið „Giftur Gro" og sagt er frá í Aftenposten. Arne Olav er einn helsti sérfræðingur Norð- manna í öryggis- og varnarmálum og starfar við Norsku utanríkismálastofnunina. í bók sinni fjallar hann um árin með Gro, eigið hlutverk sem maki ráðamanns, um vonir og væntingar eigin- konunnar og fjölskyldulífið en einn þriggja sona Brundtland-hjónanna svipti sig lífi fyrir nokkrum árum. Beðið símatals frá Clinton Lesendum gefst kostur á því að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast afstöðu Gro til hluta sem hún hefur lítið sem ekkert viljað tjá sig um, m.a. umræður um framkvæmdastjóraskipti hjá Sameinuðu þjóðunum og NATO. Af lestri bókar- innar má merkja að Gro hefur áhuga á alþjóða- starfi en hefur ekki sýnt nægilegan baráttuvilja. Fyrir réttu ári, þegar leitað var eftirmanns Willy Claes í stól framkvæmdastjóra NATO, segir eiginmaðurinn að Gro hafi ekki útilokað að hún myndi gefa kost á sér, ef einhugur myndi ríkja um málið. Arne Olav segir ástæðu þess að Solana var valinn en ekki Gro, hafa verið þá að hún hafi „ekki haft nógu mikinn áhuga á stöðunni til að vilja berjast fyrir henni... Eg er sannfærður um að Gro hefði sagt já [hefði henni ARNE Olav Brundtland kynnir bókina „Giftur Gro". verið boðin staðan]." Segir Arne Olav að afstaða Bill Clintons Bandaríkjaforseta hefði ráðið þar miklu um en hann hafði rætt við Gro og gekk málið raunar svo langt að kvöld eitt sat fjölskyld- an heimavið á nálum og velti því fyrir sér hvort að Clinton myndi hringja. Það gerði hann ekki. Arne Olav nefnir ennfremur að Gro hafi talið átökin í Verkamannaflokknum á síðasta áratug svo hatrömm að hún hafi íhugað að segja af sér. Þakkir og skammir til fjölmiðla Arne Olav Brundtland ræðir hispurslaust um einkalífið. Segist fyrir misskilning hafa ýtt und- ir sögusagnir um ástarsamband Gro við Reiulf nokkurn Steen í upphafi síðasta áratugar en hann segir blaðamenn hafa misskilið og -túlkað orð sín um málið. ítarlega er fjallað um sjálfsmorð sonarins Jorgen árið 1992 en þá héldu norskir fjölmiðlar sig nær algerlega til hlés. Segir Arne Olav að missir sonarins hafi verið mesti missir sinn en Jargen átti við geðræn vandamál að stríða. Lýst er líðan sonarins og fjölskyldunnar er hann var veikastur, m.a. sagt frá því þegar Jorgen gegndi herþjónustu í Norður-Noregi en þá rændi hann eitt sinn sjúkrabíl, tók með sér hlaðna byssu og brá sér í bæinn. Öðru sinni ruddist hann inn á nokkrar rit- stjórnir dagblaðanna til að hefna sín á móður sinni. „Við urðum að ræða við nokkra ritstjóra sem reyndust þagmælskir." Eiginmaður Gro fer þó ekki alltaf jafn fögrum orðum um fjölmiðla, sem hann segir hnýsast í einkalífið og ekki kunna sér nein takmörk. Það getur þó átt sér skondnar hliðar, Arne Olav segir frá því að þegar Gro hafði sagt af sér sem forsætisráðherra, héldu hjónin í sumarhús sitt til að hvflast. Þar bankaði upp á blaðamaður frá Arbeiderbladet og spurði Arne Olav hvort hann vissi hvar bústaður forsætisráðherrans fyrrver- andi væri. Nei, það vissi hann ekki. Netspjall við fram- kvæmdastjórnarmann EVRÓPUSAMBANDIÐ gengst næstkomandi þriðjudag fyrir „spjalli" á alnetinu við Marcel- ino Oreja, einn af fram- kvæmdastjórnarmönnum sam- bandsins, og starfslið hans. Umræðuefnið verður vænt- anlegar breyt- ingar á ESB og stofnunum þess og geta allir Evr- ópubúar, sem hafa rétta hug- búnaðinn á tölv- um sínum, „spjaliað" við Oreja. Spjallstundin, sem er sú fyrsta á vegum Evrópu- sambandsins, hefstkl. 17að íslenzkum tíma og stendur í tvær klukkustundir. Meginumræðu- efnin verða stækkun Evrópu- sambandsins, ESB sem „svæði frelsis og öryggis" og vanda- málin, sem fylgja frjálsri fðr fólks innan sambandsins, at- vinnumál og hagur hins al- menna borgara af sameiginleg- um gjaldmiðli. Spyrja má spurninga á öllum opinberum tungumálum Evr- EVROPA1 Marcelino Oreja ópusambandsins nema grísku, þar sem Grikkland notar annað stafróf en ðnnur ESB-ríki. Spurningunum verður svarað á tungumálinu, sem spurt er á, auk þess sem ensk þýðing birt- ist jafnóðum. Nánari upplýsingar er að finna á alnetinu: http://europa. eu.int/chat.htmen. Reuter KENNETH Clarke fjármálaráðherra (t.h.) á reglubundnum fundi með Eddie George, Imnkastjóra Englandsbanka, áður en hann flutti ræðu sína í þinginu. Clarke styður hug- myndina um EMU London. Reuter. KENNETH Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, hóf tveggja daga umræður um Evrópumál í þinginu í Westminster með því að reita and- stæðinga ESB-aðildar í þingflokki íhaldsmanna til reiði. Clarke sagðist hliðhollur hugmyndinni að baki Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU) og hann sagði að með aðild að EMU væru Bretar ekki að ganga inn í evrópskt ofurríki. „Ég hef sagt skýrt og greinilega að ég er hliðhollur hugmyndinni að baki Efnahags- og myntbandalag- wmJmmSk JOLJ%1 Síðustu ár hefur skátahreyfing'm selt sígræn eðaltré, í hæsta gæðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. *«- 10 ára ábyrgð **. Eldtraust ^ 10 stærðir, 90 - 370 cm ti Þarfekki að vökva **¦ Stálfótur fýlgir »- fslenskar leiðbeiningar }*¦ Ekkert barr að ryksuga i* Traustur söluaðili t± Truflar ekki stofublómin >*¦ Skynsamleg fjárfesting '&ðltf1'.¦'¦t»!l;]:IJJ:W>if.!íMI BANÐAIAG ÍSLENSKRA SKÁTA •IPP cmi inu," sagði Clarke. „Hvað, sem við ákveðum, hvort sem við verðum inn- an eða utan EMU, mun það hafa áhrif á okkur. Það er Bretlandi í hag að taka áfram þátt í undirbúningi EMU og tryggja að hagsmunir Bret- lands séu varðir." Clarke sagðist hlynntur því að rfkisstjórnin héldi fast við þá stefnu sína að útiloka ekki EMU-aðild, heldur bíða og sjá hvernig mynt- bandalagið þróaðist. „Það að ræða um EMU eins og menn væru að ræða um að setja á stofn [evrópskt] ofurríki hræðir al- menning og heldur skynsamlegum, málefnalegum upplýsingi frá hinum almenna borgara," sagði Clarke. „Að mínu mati telja færri og færri á meginlandinu að EMU sé verkfæri til að koma á frekari pólitískum sam- runa." EMU endalok þjóðríkisins ESB-andstæðingar í röðum íhaldsmanna voru ekki ánægðir með ræðu fjármálaráðherrans. „Af hverju haldið þið að mikill meirihluti íhaldsflokksins sé á móti sameigin- legum gjaldmiðli?" spurði íhalds- þingmaðurinn Tony Marlow. „Það er einmitt vegna þess að hann yrði endalok þjóðríkisins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.