Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR J MAÐUR ÍVIKUNNAR ÞÚ verður bara að láta dallinn hérna við dyrnar, hr. KVÓTAKRÆKIR. Við eigum ekki lengur neinn skó til að láta í gluggann. Uttekt gerð á öryggismálum í íþróttamannvirkjum Yfir 60 hús skoðuð STARFSMENN Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur munu á næstunni skoða íþróttahús og skóla á höfuð- borgarsvæðinu til að kanna ástand öryggismála og gera tillögur um úrbætur þar sem þeirra er þörf. Kveikja þessa eftirlits er óhapp sem varð í íþróttahúsinu við Austurberg í seinustu viku, en þar féll hand- boltamark ofan á tíu ára gamla stúlku og meiddist hún talsvert. Haukur Haraldsson, sviðsstjóri heilbrigðissviðs stofnunarinnar, segir húsin á milli 60 og 70 tals- ins, og verði farið í öll íþróttahús skóla og íþróttafélaga, auk þess sem útivellir verði einnig kannaðir. Eftirlitið er unnið í samstarfi við Hollustuvernd ríkisins og Slysa- varnafélag íslands, í samræmi við staðla frá síðastnefnda aðilanum. Nauðsynlegt eftirlit „Öryggismálin hafa verið ögn fljótandi, en ég geri ráð fyrir að þau færist á okkar hendur í auknum mæli. Við höfum eftirlit með heil- brigðismálum í öllu skólahúsnæði og íþróttamannvirkjum, þannig að ekki er óeðlilegt að verksviðið stækki að þessu leyti. Við bíðum eftir nýjum öryggisstaðli fyrir leik- velli og fleiri svæði, og munum í kjölfar þess skoða þau mál grannt," segir Haukur. Hann segir að skorti eitthvað á frágang tækja og búnaðar í íþrótta- mannvirkjum verði farið fram á við forráðamenn hverrar stofnunar, for- stöðumenn eða skólastjóra, að gerð- ar verði úrbætur hið fyrsta. Hann kveðst gera ráð fyrir að nokkurn tíma taki að skoða öll mannvirkin, en þó megi búast við að eftirlitinu verði lokið skömmu eftir áramót. „í fyrrasumar var gerð könnun sem náði til útivalla og sýndi að ástandið var þokkalega gott, þótt á einstaka stað hafi þurft að gera aðfinnslur. Við vitum ekki enn sem komið er hvort misbrestur sé á nauðsynlegum öryggiskröfum en við teljum þessa könnun brýna samt sem áður og má gera ráð fyrir að við munum útbúa samantekt að henni lokinni," segir Haukur. HRAÐBUÐi allttilalls Gagnvegi • Skógarseli • Stórahjalla • Ægisiðu • Lækjargötu Hafnarfirði H é i 'Mb f 111b 0 ð Satnkortshatar fá aó auki 3% aíslátt ípunktum. Verdlaun í ritqerðasamkeppni Getum ekki alltaf hjálpað ÍW.I'l'I-il 79 kr. 59 kr. HKH 295 kr. MjÓikl lítri 63 kr. Mandarínur z.skq 499 kr. ADÖGUNUM hlaut Guðrún Einarsdóttir önnur verðlaun í al- þjóðlegri ritgerðasamkeppni en verðlaunin veitti sviss- neski Rauði krossinn í sam- vinnu við geðvefrænu- og félagsfræðilegu læknastofn- unina í Ascona í Sviss en fulltrúar þessara stofnana skipuðu dómnefndina. - Hvernig stóð á því að þú ákvaðst að taka þátt í ritgerðasamkeppninni? „Þegar ég sá samkeppn- ina auglýsta í tímariti hjúkr- unarfræðinga í desember 1995 ákvað ég strax að taka þátt í henni. Ritgerðin átti að fjalla um samband skjól- stæðings og hjúkrunarfræð- ings, hvernig það hefði þró- ast og hvað hjúkrunarfræð- ipgurinn hefði lært af því. Ég hafði einmitt gengið í gegnum ákveðið ferli með einum af skjólstæðingum mínum sem mér fannst gefa tilefni til skrifa. Einn- ig fannst mér þarna gefast ágætt tækifæri til að skrifa mig frá þeirri reynslu. Þessi ritgerðasamkeppni er kennd við þekktan austurrískan geðlækni sem hét Balint en hann vann út frá því að ekki væri nægi- legt að greina vanda sjúklingins eingöngu heldur þyrfti læknirinn að vera sér vel meðvitandi um eig- in tilfinningar og viðbrögð gagn- vart sjúklingnum meðan á meðferð stæði." - Hvert er innihald ritgerðar- innar? „Ritgerðin segir frá sambandi mínu við aldraða konu sem stóð yfir í fjögur ár. Samskipti mín og konunnar hófust þegar ég fór að annast manninn hennar sem var veikur en þegar hann dó tveim árum síðar hélt ég áfram að styðja konuna í sorginni og myndaði við hana náið tilfinningalegt samband. Fyrir ári áttaði ég mig á því að ég gat ekki stutt konuna lengur vegna þess að ég hafði tekið vanda hennar of mikið inn á mig. Það var erfitt fyrir mig að viðurkenna að ég var ekki fær um að annast hana og að það þurfti að fá annan til þess. í ritgerðinni lýsi ég því hvernig samband mitt við skjól- stæðing minn þróaðist, hvernig mér leið á meðan á því stóð en mér var farið að þykja mjög vænt um konuna. Ég var samt alltaf meðvituð um að hjálpsemi mín og umhyggja var farin út í öfgar. Inn í frásögnina fléttast svo líðan skjól- stæðings míns og aðstandenda hans. Einnig fjalla ég um sam- starfsfólk mitt en þegar ég var komin í þrot með skjólstæðing minn fannst mér ég ekki fá þann stuðning sem ég þurfti á að halda." - Er hjúkrunarfólki boðið upp á áfallahjálp í starfí sínu? „Þeir sem vinna á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og þeir sem vinna á krabbameinsdeildum og geðdeildum sjúkrahúsanna fá slíka hjálp en aðrir ekki. Þetta er mjög slæmt því þeir sem vinna hjálparstörf eru í meiri hættu að fá tilfínningaleg áföll. Það er því nauðsynlegt að þörfin fyrir þennan stuðning sé viður- kennd." - Hvað gerðir þú til þess að fá þann stuðnings sem þú þurftir á að halda? „Ég leitaði mér sjálf hjálpar og greiddi fyrir hana úr eigin vasa. Það hjálpaði mér einnig að skrifa um reynslu mína. Það er mjög mikilvægt að við sem vinnum í heilbrigðisgeiranum áttum okkur á að þó að við virðum sjúklinginn og þarfir hans höfum við okkar Guðrún Einarsdóttir ?Guðrún Einarsdóttir er fædd 30. mars 1951 í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Hjúkrunar- skóla íslands árið 1973. Stund- aði hún nám í Nýja Hjúkrunar- skólanum, 1976-77 ogí Kenn- araháskóla íslands, 1978-79. Guðrún vann sem deildarstjóri á lyflæknisdeild Landspítalans 1974-76, við barnadeild Landakots Í980-83 oggeð- deild Landspítalans 1984-87. Á læknastofu Hallgríms Þ. Magnússonar vann hún á árun- um 1988-92. Um tíma kenndi hún við Hjúkrunarskóla ís- lands eða 1977-79. Nú starfar hún á Heilsgæslustöð Sel- tjarnarness og við skólahjúkr- un í Mýrarhúsaskóla. Tilfinningarn- ar sögöu eitt og skynsemin annað eigin þarfir og takmarkanir. Það er ekki alltaf sem við getum leyst öll mál. Við verðum að vera órög að viðurkenna það og átta okkur á að það er ekkert skipbrot." - Er í námi hjúkrunarfræðinga kennd viðtalstækni og framkoma við sjúklinga? „Já, það er gert í einhverjum mæli en mér finnst að það þyrfti að leggja ríkari áherslu á þá þætti í náminu." - / umsögn dómnefndar um rit- gerð þína er meðal annars sagt að þú sýnir einlægni í frásögn þinni, að þú hafír sýnt skjólstæð- ingi þínum virðingu og vinnu- brögðin hafí verið fagleg. Þar seg- ir einnig að þú hafír verið meðvit- uð um þróun sambands þíns og skjólstæðings þíns allan tímann, hvers vegna leitaðir þú ekki fyrr hjálpar fyrst þú gerðir þér grein fyrír að samband ykkar þróaðist ekki á jákvæðan hiátt? „Tilfinningarnar sögðu eitt og skynsemin annað. Það var ekki fyrr en ég varð að viðurkenna að ég var ekki tilfinningalega í stakk búin til að höndla vanda skjólstæð- ings míns að ég lét af þeirri trú að ég gæti hálpað hon- um en þá fór ég að hlúa að sjálfri mér. Síðastliðið ár hef ég velt þessum málum mikið fyrir mér og unnið markvisst með þessa upplifun og er nú reynslunni ríkari." - Þú fórst utan til að taka við verðlaununum? „Já, ég fór til Ascona í Sviss þar sem verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu sem bar yfirskriftina, þunglyndi, sjúkdómur vorra tíma. Ég vissi ekki hvaða sæti ég hafði hreppt svo spennan var mikil. Ég er afar glöð og þakklát fyrir þessa viðurkenningu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.