Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 3H**8iiitIrfafeifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MERKINGAR Á KJÖTI NEYTENDUR eiga fyllsta rétt á öllum upplýsingum um þær vörur, sem þeir kaupa, og á það ekki sízt við um matvörur. Augljóst er, að við framleiðslu matvara leyn- ast ýmsar hættur og getur það því skipt öllu um líðan og heilsu fólks, að ítarlegar og réttar upplýsingar séu aðgengi- legar. í samantekt á neytendasíðu Morgunblaðsins í gær komu fram upplýsingar um hangikjöt og svínakjöt, sem sýna glögglega, að neytendur geta keypt svikna og gallaða vöru og jafnvel hættulega. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins rannsakaði jólasteik- ina í fyrra og kom þá í ljós, að gæði hamborgarhryggja voru mjög misjöfn. í þeim beztu var 95-100% magurt kjöt, en fyrir kom, að kjötið var ekki nema 70%. í skinku getur verið frá 50% kjöt upp í 100%. Þarna er að sjálfsögðu ekki um sambærilega vöru að ræða. í kjötminni skinkunni er bætt við sojapróteini, bindiefni og vatni. „Kjöt með háu vatnsinnihaldi hefur lítið geymsluþol miðað við kjöt verkað á annan hátt. Ef jólasteikin er keypt með löngum fyrirvara geta neytendur endað með skemmda vöru um jólin," segir Guðjón Þorkelsson, matvælafræðingur hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. Hann ráðleggur neytendum, sem hyggjast borða hrátt hangikjöt, að gæta fyllstu varúðar, því mikil hætta sé á örveiruvexti í pækilsöltuðu kjöti og jafnvel þótt það sé sett í frysti áður. Gert sé ráð fyrir, að pækilsaltað kjöt sé soðið fyrir neyzlu. Guðjón bendir á, að Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hafi fyrir fimm árum unnið tillögur fyrir Hollustuvernd ríkisins um merkingar á kjötvörum, en ennþá sé engin niður- staða komin í málið. Ásmundur Þorkelsson, matvælafræð- ingur hjá Hollustuvernd, segir að engir opinberir staðlar séu til um kjötvörur og því hafi framleiðendur sjálfdæmi í nafngiftum á unnum kjötvörum. Að hans sögn hefur ver- ið unnið að sérstakri reglugerð „sem tekur á þessum mál- um, finnur heiti yfir kjötvörur og setur reglur um samsetn- ingu þeirra". Illskiljanlegt er, að það hafi tekið Hollustuvernd ríkisins fimm ár að vinna úr tillögum um merkingar á kjötvöru. Heilsufar fólks er í húfi og því verður að ráða hér bót á hið fyrsta. Annað er óviðunandi fyrir allan almenning. HIMNASENDINGAR GUÐJÓN Guðmundsson, alþingismaður Sjálfstæðis- flokks fyrir Vesturlandskjördæmi er að verða einn sterkasti talsmaður fyrir breytingum á fiskveiðistjórnunar- kerfinu innan stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. I grein hér í Morgunblaðinu í gær sagði þingmaðurinn m.a.: „Ég lít svo á, að þessi mikla verzlun með óveiddan fisk í sjónum samrýmist illa 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, en þar segir, að auðlindir hafsins séu sameign þjóðarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart hefur það svo verið úrskurð- að að greiða beri erfðafjárskatt af fiskikvóta, eða m.ö.o. að kvóti skuli ganga í arf. Það er trú mín að þetta kerfi hljóti að láta undan. Þjóðin mun ekki sætta sig við óbreytt ástand með öllum þeim aðferðum, sem menn hafa þróað til að braska með fiskinn í sjónum, sem er svo kórónað með því, að veiðiheimildirnar, sem voru afhentar útgerð- inni án endurgjalds, skuli vera verzlunarvara og síðan ganga í arf." í framhaldi af þessum ummælum segir Guðjón Guð- mundsson í grein sinni: „1. september sl. var línutvöföldun aflögð og steinbítur settur í kvóta. Við þessa breytingu fengu ýmsir góðan glaðning. Þannig eru dæmi um fyrrver- andi útgerðarmenn, sem höfðu selt allar sínar aflaheimild- ir en ekki tekizt að selja bátinn sinn, þeir fengu himnasend- ingu - kvóta upp á tugi milljóna króna til að verzla með, þótt þeir hefðu ekki gert út í langan tíma. Svona dæmi og fjölmörg önnur særa réttlætiskennd fólks og eru með öllu óverjandi." Það er fagnaðarefni, að einn af þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins skuli sjá þessa alvarlegu þróun í svo skýru Ijósi. Raunar er Guðjón Guðmundsson ekki einn um slík sjónar- mið í þingflokki Sjálfstæðismanna. Guðmundur Hallvarðs- son, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fyrir Reykjavíkur- kjördæmi, hefur ásamt Guðjóni Guðmundssyni lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða. Væntanlega eiga umræður á vettvangi flokksins eftir að aukast um þetta stórmál í framhaldi af svo afdrátt- arlausum yfirlýsingum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Stéttarfélagsaðild starfsmanna Pósts og sím PÉTUR Reimarsson, formað- ur undirbúningsnefndar um hlutafélagsvæðingu Pósts og síma, segir að innan nefndarinnar sé áhugi á að gera kjarasamning við félög Alþýðu- sambands íslands, en engin formleg ákvörðun hafi verið tekin um hvort slíkur samningur verði gerður. Þuríður Einarsdóttir, formaður Póst- mannafélagsins, segist telja líklegt að það muni koma í ljós um helgina hvort félög ASÍ og Póstmannafélag- ið og Símamannafélagið ná sam- komulagi um þetta mál. Ágreiningur milli ASÍ og BSRB um félagsaðild starfsmanna Pósts og síma blossaði upp í síðustu viku þegar miðstjórn ASÍ ályktaði um málið. Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, brást mjög hart við álykt- uninni og sagði hana fallna til að grafa undan réttindabaráttu starfs- manna Pósts og síma á viðkvæmum tíma. Viðræður hafa staðið milli Póst- mannafélagsins og Félags síma- manna annars vegar og nokkurra aðildarfélaga ASÍ hins vegar frá því í sumar um hvernig eigi að fara með félagsaðild starfsmanna Pósts og síma eftir að fyrirtækinu hefur verið breytt í hlutafélag, en það gerist um næstu áramót. Viðræðurnar hafa ekki skiiað árangri fram að þessu og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að þess vegna hafi miðstjórnin samþykkt þessa ályktun. I ályktuninni segir: „Fundur mið- stjórnar ASÍ lýsir þeirri skoðun sinni að með breytingu ríkisfyrirtækja í hlutafélög séu ekki framar til staðar þær lagalegu hindranir sem hafa staðið í vegi fyrir að aðildarfélög ASÍ geti farið með samnings- rétt fyrir hönd þeirra félags- manna fyrirtækjanna sem starfa í starfsgreinum þeirra. Miðstjórn ASÍ hvetur aðildar- félög sín til að ganga til samn- inga við þau félög sem kunna að verða stofnuð við einkavæð- ingu ríkisfyrirtækjaog stofn- ana. Miðstjórna ASÍ lýsir því sem sinni skoðun að félög sem starfa á grundvelli laganna nr. 94/1986 um kjarasamning op- inberra starfsmanna geti ekki verið lögformlegur samnings- aðili fyrir hönd starfsmanna slíkra hlutafélaga." Tvískiptur vinnumarkaður I áratugi^ hefur vinnumark- aðurinn á íslandi verið gróft sagt tvískiptur, annars vegar í almenna markaðinn, sem starf- ar samkvæmt vinnulöggjöfinni frá árinu 1938, og hins vegar í launamenn sem starfa sam- kvæmt lögum um kjarasamning op- inberra starfsmanna frá árinu 1986. Á síðustu árum hefur ýmislegt gerst sem hefur verið fallið til að riðla þessari tvískiptingu. Einkavæðing opinberra fyrirtækja er eitt af því sem skekur það skipulag sem verið hefur á vinnumarkaðinum. Hingað til hefur stéttarfélögunum tekist að leysa ágreining um stéttarfélagsað- ild starfsmanna þessara fyrirtækja án verulegra átaka. Nú standa menn frammi fyrir því að eitt stærsta fyrirtæki landsins, Póstur og sími, með um 2.400 starfs- menn, er að færa sig af opinbera vinnumarkaðinum yfir á almenna vinnumarkaðinn. í dag fara Póst- mannafélagið og Félag símamanna með samningsumboð fyrir samtals um 1.900 starfsmenn Pósts og síma. Rafiðsiaðarsambandið semur fyrir um 100 starfsmenn, Verkamanna- sambandið fyrir um 250 starfsmenn og BHM fyrir rúmlega 100. Póst- mannafélagið og Félag símamanna eru hvort tveggja meðal ________ elstu stéttarfélaga á land- inu. Þau hafa sérstaka stöðu á vinnumarkaðinum að því leyti að félagsmenn þeirra vinna allir hjá sama fyrirtækinu. Innan þess- ——— ara félaga er auk símamanna og póstmanna afgreiðslu- og skrifstofu- fólk, rafeindavirkjar o.fl. ASÍ er hins vegar byggt upp af starfsgreinafé- lögum. KrafaVR veldur mestum ágreiningi Krafa Verslunarmannafélags Reykjavíkur um að Póstur og sími gerí kjarasamning við félagið vegna skrífstofu- og afgreiðslumanna sem starfa hjá fyrirtækinu virðist hafa ráðið mestu um þann harða ágreining sem er á milli ASÍ og BSRB um félagsaðild starfs- manna Pósts og síma. Formaður VR sagði --------------------------------------------------3------------------------------------------------------------------------- í samtali við Egil Olafsson að VR gerði kröfu um forgangsrétt VR að skrifstofu- og afgreiðslustörfum hjá Pósti og síma. Póst- og símamenn hafa opnað félög sín Ekki er í sjálfu sér ágreiningur um að með hlutafélsgavæðingu Pósts og síma er fyrirtækið að fær- ast yfír á almenna vinnumarkaðinn. Fyrirtækið mun eftir áramót lúta sjálfstæðri stjórn, sem verður ábyrgt fyrir rekstri þess á sama hátt og önnur hlutafélög. Þó hlutafélagið verði að öllu leyti í eigu ríkissjóðs er óvíst hvað það verður lengi. Agreiningur er hins vegar um hvort þessi breyting kalli á breytta stéttar- félagsaðild starfsmanna. Formaður BSRB segir ekkert í lögum koma í veg fyrir óbreytta félagsaðild, en framkvæmdastjóri ASÍ segir að BSRB-félög geti ekki samið um kjör launafólks á almenna vinnumarkað- inum. Ekki ágreiningur við VMSÍ og Rafiðiiaðarsambandið Nú standa yfir viðræður milli Pósts og síma og stéttarfélaganna um gerð nýrra kjarasamninga. Ekki er ágreiningur um að Póstur og sími ________ kemur tiJ með að gera kjarasamninga við Verka- mannasambandið og Raf- iðnaðarsambandið þar eð samböndin eru þegar með í gildi samninga við fyrir- ~""— tækið. Að sjálfsögðu verð- ur einnig gerður samningur við Póst- mannafélagið og Félag símamanna. Að sögn talsmanna þessara félaga og sambanda er ekki verulegur aðild. Snær Karlsson, hjá Verka- mannasambandinu, sagði að það væri nokkuð skýrt hvaða starfsmenn Pósts^ og síma væru verkamenn. VMSÍ væri ekki að fara fram á að fá póstmenn til sín. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnáðarsambandsins, sagði sömuleiðis að ekki væri ágreiningur um félagsaðild milli Rafiðnaðarsam- bandsins og Félags símamanna. Símsmiðir og rafeindavirkjar hjá Pósti og síma hefðu á undanförnum árum sóst eftir því í töluverðum mæli að komast í Rafiðnaðarsam- bandið. Það hefði hins vegar verið ákveðin tregða af hálfu Pósts og síma og BSRB að verða við þessum óskum. Ágreiningur um kröfur VR Það sem virðist hins vegar valda mestum ágreiningi er krafa Verslun- armannafélags Reykjavíkur um að Póstur og sími geri kjarasamning ivið félagið. Félagið hefur efcki haft slíkan samning við fyrir- ________ tækið, en nú hefur það óskað eftir að gerður verði kjarasamningur vegna skrifstofu- og afgreiðslu- fólks sem starfar hjá Pósti og síma. ^—— „VR er lögformlegur samningsað- ili vegna skrifstofu- og afgreiðslu- fólks sem vinnur á hinum almenna markaði. Með breytingu á Pósti og VRh< ekki< samnii Póst 0| ágreiningur milli þeirra um félags- síma núna um áramótin verður þetta i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.