Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skiptar skoðanir á stjórnarfrumvarpi um samningsveð Veðsetning kvóta útilokuð eða heimiluð í reynd? Talsmenn lánastofnana segja komið til móts við sjónarmið sín í frumvarpi ríkisstjórnarínnar um samningsveð. Þorgeir Örlygsson, lagaprófessor og höfundur frumvarpsins, segir að ekki sé með óbeinum hætti verið að heimila veðsetningu aflaheimilda. Sigurður Líndal lagaprófessor telur hins vegar að með frumvarpinu sé verið að heimila veðsetningu á aflaheimildum með skipum en ekki einar og sér. Þingmenn úr stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarpið og segja það í reynd heimila að veðsetja kvóta. Morgunblaðið/Þorkell ÓHEIMILT er að veðsetja sérstaklega nýtingarréttindi sem stjórnvöld úthluta, samkvæmt frumvarpinu. TALSMENN lánastofnana telja að með ákvæði frumvarps ríkisstjórnar- innar um samningsveð, þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að veðsetja nýtingar- réttindi í atvinnurekstri sem stjórn- völd úthluta, t.d. aflahlutdeild fiski- skips og greiðslumark bújarðar, og að óheimilt sé að skilja réttindin frá veðsettu fjárverðmæti nema með þinglýstu samþykki veðhafa, sé fyllilega komið tií móts við þau sjón- armið sem lánastofnanir hafa haft uppi hvað þetta varðar. Björn Björnsson, framkvæmda- stjóri Islandsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið að samkvæmt ákvæði frumvarpsins sé ljóst að þeg- ar um aflaheimildir sé að ræða verði ekki skilið á milli þeirra réttinda og fiskiskips og á það hafi bankarnir lagt áherslu. „Þetta hindrar hins vegar ekki að menn á síðari stigum kunni að gera einhverjar breytingar á kerfinu. Ég held að það sé mjög skýrt að það er ekki verið að heimila veðsetningu á kvóta og það er sagt beinum orð- um, en það er hins vegar verið að tryggja það að útgerðir flytji ekki aflaheimildir að veðhöfum forspurð- um af fiskiskipum," sagði Bjðrn. Hann sagði að hvað þetta varðar hefðu bankarnir aðlagað sig þeim staðreyndum sem fyrir hefðu Íegið á hverjum tíma, en ef frumvarpið yrði að lögum myndi það einfalda ýmislegt varðandi lánveitingar. „Menn hafa skuldbundið eigendur og fyrirtæki til þess að flytja ekki aflaheimildir án samþykkis, en slík yfiriýsing hefur auðvitað allt aðra réttarstöðu en ákvæði af þessu tagi í lógum," sagði hann. „Styrkir stöðu lánveitenda" Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, sagði að í þeim tilvik- um sem komið hefðu upp hjá SPRON hefði verið Iitið svo á að ekki væri hægt að telja aflaheimildir veðhæfar og ekki hefðu verið veitt lán með tilliti til þeirra verðmæta. „Við teljum að það sé nokkuð Ijóst að því fyrirkomulagi kunni að verða breytt á einhverju stigi, og þess vegna væri ákaflega óvarlegt að veita lán sem byggir á slíkum veð- setningum," sagði Guðmundur. „Ég held að frumvarpið staðfesti það sjónarmið að menn geti ekki lit- ið til þessara verðmæta sem veðand- lags. Vissulega styrkir þetta frum- varp, ef að lógum verður, stöðu lán- veitenda, en það sem skiptir höfuð- máli þegar menn eru að lána er að fá lánið endurgreitt og það á réttum tíma. Þá er þetta til þess fallið að tryggja það að verðmætin, sem er sú eign sem lánað er út á, skili þeim tekjum sem menn eru að stefna að. Þannig að þetta styrkir stöðu þeirra aðila sem á annað borð lána til þess- ara fyrirtækja með veði í skipum eða jörðum." „Verið að heimila dulbúna veðsetningu kvóta" Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sagðist geta verið sammála þeirri túlkun að óheimilt sé að veðsetja aflaheimildir eða bú- mark eitt og sér, og að þinglýsta heimild veðhafa þurfi til að flytja þessi réttindi frá hinni veðsettu eign. „Til dæmis varðandi bújarðir höf- um við lögfræðiálit um að það sé tekið veð í jörðum með gögnum og gæðum og þar með talið framleiðslu- rétti. Það segir ekkert um að það sé ekki hægt að flytja það, en það er ekki hægt að flytja það nema með leyfi veðhafa. Þetta á líka við um báta og skip, og ef þetta er það sem þingið er að afgreiða núna þá get ég verið sammála þessari máís- meðferð," sagði Stefán. Hann sagði að samkvæmt frum- varpinu um samningsveð væri hins vegar verið að heimila á dulbúinn hátt veðsetningu á kvóta, en það væri reyndar það sem þegar hefði verið gert. „Það hefur alla tíð verið tilhneig- ing til þess að reyna að halda kvótan- um utan við veðsetningu og verð- mæti innan fískveiðigeirans, en síð- an þetta varð að verðmætum er þetta auðvitað metið inn. Það er erfitt að segja að þetta sé alþjóðar- eign og síðan verði það eign einstakl- inga. Staðreyndin er að þetta er eign einstaklinga, og það er fjöldi manns sem gerir ekki neitt og á bát og leigir kvótann og lifir í vellysting- um." Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, sagði að frumvarpið um samningsveð væri nú til athugunar hjá lögfræðingum bankans og á meðan þeirri athugun væri ekki iokið vildi bankinn ekki tjá sig um frumvarpið. „Ekki verið að fara neinar bakdyraleiðir" Þorgeir Örlygsson, prófessor í eigna- og veðrétti og höfundur frumvarpsins um samningsveð, seg- ir að með frumvarpinu sé ekki með neinum óbeinum hætti verið að heimila veðsetningu aflaheimilda fiskiskipa. Þorgeir segir að með ákvæðinu um að óheimilt sé að veð- setja nýtingarréttindi í atvinnu- rekstri sem stjórnvöld úthluta sé fyrst og fremst verið að tryggja að réttindi séu á þeirri eign sem þau eru úthiutuð og skráð á, og hins vegar að það þurfi samþykki þeirra veðhafa sem eiga veðrétt í viðkom- andi eign ef það eigi að skilja þetta Björn Björnsson Guðmundur Hauksson Stefán Pálsson _Þorgeir Örlygsson Sigurður Líndal Steingrímur J. Sigfússon Sighvatur Björgvinsson Ágúst Einarsson Guðný Guðbjörnsdóttir Umdeilt ákvæði „EIGI er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnu- rekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverð- mæti og stjórnvöld úthluta lög- um samkvæmt, t.d. aflahlut- deild fiskiskips og greiðslumark bújarðar. Hafi fjárverðmæti það, sem réttindin eru skráð á, verið veð- sett, er eiganda þess óheimilt að skilja réttindin frá fjárverð- mætinu, nema með þinglýstu samþykki þeirra, sem veðrétt- indin eiga í viðkomandi fjár- verðmæti." frá. „Ég lít svo á að það sé alls ekkert verið að fara neinar bakdyra- leiðir þarna," segir hann. „Það er fyrstog fremst verið að tryggja tvennt. í fyrsta lagi er ver- ið að tryggja það að réttindin séu ekki veðsett, en jafnframt að þau séu ekki skilin frá því fjárverðmæti sem réttindin eru skráð á. Það leið- ir af lögum að aflaheimild á að skrá á skip og hún á þá að nýtast á skipi, og greiðslumark er skráð á bújörð og á þá að nýtast' á bújörð, og þá er eingöngu verið að tryggja það að þetta verði ekki skilið frá skipinu eða jörðinni og fjárverð- mætin þar með rýrð," sagði Þorgeir. „Líka verið að veðsetja aflahlutdeild" Sigurður Líndal lagaprófessor sagðist ekki hafa haft aðstöðu til að rannsaka frumvarpið um samn- ingsveð, en miðað við þann texta sem hann hefði séð sýndist sér að með ofangreindu ákvæði væri verið að lögheimila sérstaklega heimild til að veðsetja aflahlutdeild með skipi, en þá með þeirri takmörkun að ekki mætti veðsetja aflahlutdeildina eina sér. „Ég held að það geti ekki farið á miíli mála að það er verið að veð- setja aflahlutdeildina líka. Mér finnst skrýtið að segja að það sé bannað að veðsetja aflahlutdeildina og síðan segir rétt á eftir að það megi veð- setja fjárverðmætið sem réttindin eru skráð á og þá megi ekki skilja aflahlutdeildina frá. Fyrri málsgrein- ina sýnist mér að verði að skilja þannig að það einfaldlega megi ekki veðsetja aflahlutdeildina eina og sér. Það má því ekki veðsetja hana eina út af fyrir sig heldur verður að gera það með skipinu. Ég hefði viljað orða þetta einfaldar og mér hefði alveg fundist hægt að gera það," sagði Sigurður. „Frumvarpið mótsagnakennt" Frumvarpinu hefur enn ekki verið dreift á Alþingi en nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna harðlega ákvæði þess, sem greint hefur verið frá. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir frumvarpið mót- sagnakennt. „Annars vegar á að banna að veðsetja veiðiheimildir sjálfstætt og sérstaklega en á hinn bóginn á að fá veðhöfunum lögvarða stöðu svo að þeir geti haft neitunar- vald um að veiðiheimildir séu fluttar af skipi sem þeir hafa lánað til. Mér sýnist að þarna sé verið að gera hið ómögulega, bæði að leyfa og banna sama hlutinn í svo gott sem sömu setningunni," segir hann. „Ég áskil mér rétt til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.