Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 53
ruot NWMOffOM MORGUNBLAÐIÐ <?? FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 53— FRETTIR YFIRBYGGÐ göngugata í Mjóddinni. Breytingu á yfirbyggingu göngugötu í Mjódd lokið LOKIÐ er fyrri hluta breytinga við yfirbyggingu göngugötu í Mjódd. Hönnuður breytinganna er Gísli Petersen. Allir veggir er snúa að göngu- götu eru málaðir í litum, lýsing bætt og smíðaðir sölu- og kynning- arbásar sem leigðir verða til fyrir- tækja, samtaka og einstaklinga til sölu og kynningar á vöru og þjón- ustu. I desember verður markaðs- torg alla daga til jóla. Göngugatan er um 2.500 m2 að flatarmáli. í síðari áfanga, sem farið verður í eftir áramót, verður komið fyrir upphækkuðum, yfirbyggðum skála sem notaður verður fyrir uppákom- ur og kaffihús. Þá verður komið fyrir söluturni sem kallaður verður „Púlsinn í bænum". í Mjóddinni starfa um 70 verslun- ar- og þjónustufyrirtæki. Hljóðgerningur í niðamyrkri í Hinu húsinu I HINU húsinu verður síðdegis- uppákoma kl. 17 í dag, föstudag. Stilluppsteypa flytur hljóðgerning fyrir tvö hljóðkerfi í niðamyrkri. Stilluppsteypan fær sérstaka að- stoð hjá japanska listamanninum Juntare Ymanouchi sem meðal ann- ars starfrækir hljómsveitina Geri- gerigegege. Aðgangur er ókeypis. Jól liðins tíma í Byggðasafni Hafnarfjarðar BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar stendur nú, eins og undanfarin ár, fyrir jóladagskrá í Sívertsens-hús- inu, Vesturgötu 6. AUa virka daga fram að jólum er dagskrá fyrir leikskólabörn bæj- arins og kemur íslenskur jólasveinn þess dags í heimsókn auk þess sem börnin eru frædd um jólahald fyrr á tímum. Um helgina 14. og 15. desember verður húsið opið fyrir almenning og verður þá sagt og sýnt hvernig jólahald var fyrr á tímum og einnig koma jólasveinar í heimsókn uppúr kl. 13.30. Safnið er opið almenningi kl. 13-17 laugardag og sunnudag og er aðgangur ókeypis. Jólaskemmtun skátakórsins JÓLASKEMMTUN skátakórsins verður haldin laugardaginn 14. des- ember og hefst kl. 16. Skemmtunin fer fram í sal Skáta- sambands Reykjavíkur í skátahúsinu við Sribrrabraut. Húsið er opið öllum sem hafa unun af góðum söng og vilja lyfta sér á kreik í jólaerilnum. Á staðnum verða seldar léttar veit- ingar til styrktaf skátakórnum. Á dagskrá eru jólalög, skátalög og gömul sígild þjóðlög. Stjórandi kórsins er Steingrímur Þórhallsson. Skemmtikvöld nýbúa MIÐSTÖÐ nýbúa stendur fyrir al- þjóðlegu skemmtikvöldi, á morgun, Á MYNDINNI er Sigurður Pétursson, formaður sýningarstjórnar Nordia 96, með vinningshöfunum, f.v. Yrja Kristinsdóttir, Ólafía Ágústsdóttir og Hlynur Örn Ingason. laugardag kl. 19, í Faxafeni 12. Skemmtikvöldið kallast „Ljós í myrkri" og er haldið árlega til að undristrika vel heppnað starfsár. „Miðstöðin hvetur alla áhuga- menn til að mæta, sértaklega með- limi hinna fjölbreyttu útlendingafé- lag sem og aðra nýbúa. Allir taka með sér einhvern þjóðlegan rétt fyrir hina til að smakka á og út- búið verður stórt hlaðborð. Tilvalið að koma saman í skammdeginu og gera sér dagamun innan um fjöl- breytta menningarhópa, borða góð- an mat, syngja og dansa," segir í tilkynningu frá miðstöðinni. ¦ Á SIR Oliver skemmta Laddi og Hjörtur H. Sverris píanóleikari föstudag og laugardag. Sir Oliver er ný og breytt krá í Ingólfsstræti, gegnt Islensku óperunni. Þar er seldur matur í hádeginu og á kvöld- in. Heitt súkkulaði og kaffi fæst allan daginn ásamt meðlæti. ¦ ÞRÍR unglingar í Reykjavík hlutu Panasonic ferðahljómflutningstæki í verðlaun í happdrætti sem efnt var til í tengslum við norrænu frímerkja- sýninguna Nordia 96. Gestir á sýn- ingunni settu miða með nöfnum sín- um í sérstakan póstkassa á sýning- unni og var nýlega dregið úr tæplega 8 þúsund miðum sem komu í kass- ann. Jólaveisla Félags nýrra íslendinga FÉLAGAR í Félagi nýrra íslendinga, SONI, heldur árlegt fjölskyldujólaboð sunnudaginn 15. desember kl. 15- 17b 1 Faxafeni 12, á 2. hæð í Mið- stöð nýbúa. SONI er félagsskapur fyrir útlend- inga og velunnara. Aðalmarkmið fé- lagsins er að efla skilning milli fólks af öllum þjóðernum, sem býr á ís- landi, með auknum menningarlegum og félagslegum samskiptum. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.