Morgunblaðið - 13.12.1996, Side 53

Morgunblaðið - 13.12.1996, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 53- FRÉTTIR YFIRBYGGÐ göngngata í Mjóddinni. Breytingu á yfirbyggingu göngugötu í Mjódd lokið Á MYNDINNI er Sigurður Pétursson, formaður sýningarstjórnar Nordia 96, með vinningshöfunum, f.v. Yrja Kristinsdóttir, Ólafía Ágústsdóttir og Hlynur Orn Ingason. LOKIÐ er fyrri hluta breytinga við yfírbyggingu göngugötu í Mjódd. Hönnuður breytinganna er Gísli Petersen. Allir veggir er snúa að göngu- götu eru málaðir í litum, lýsing bætt og smíðaðir sölu- og kynning- arbásar sem leigðir verða til fyrir- tækja, samtaka og einstaklinga til sölu og kynningar á vöru og þjón- ustu. I desember verður markaðs- Hljóðg'erningiir í niðamyrkri í Hinu húsinu I HINU húsinu verður síðdegis- uppákoma kl. 17 í dag, föstudag. torg alla daga til jóla. Göngugatan er um 2.500 m2 að flatarmáli. í síðari áfanga, sem farið verður í eftir áramót, verður komið fyrir upphækkuðum, yfirbyggðum skála sem notaður verður fyrir uppákom- ur og kaffíhús. Þá verður komið fyrir sölutumi sem kallaður verður „Púlsinn í bænum“. í Mjóddinni starfa um 70 verslun- ar- og þjónustufyrirtæki. Stilluppsteypa flytur hljóðgerning fyrir tvö hljóðkerfi í niðamyrkri. Stilluppsteypan fær sérstaka að- stoð hjá japanska listamanninum Juntare Ymanouchi sem meðal ann- ars starfrækir hljómsveitina Geri- gerigegege. Aðgangur er ókeypis. Jól liðins tíma í Byggðasafni Hafnarfjarðar BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar stendur nú, eins og undanfarin ár, fyrir jóladagskrá í Sívertsens-hús- inu, Vesturgötu 6. Alla virka daga fram að jólum er dagskrá fyrir leikskólabörn bæj- arins og kemur íslenskur jólasveinn þess dags í heimsókn auk þess sem börnin eru frædd um jólahald fyrr á tímum. Um helgina 14. og 15. desember verður húsið opið fyrir almenning og verður þá sagt og sýnt hvernig jólahald var fyrr á tímum og einnig koma jólasveinar í heimsókn uppúr kl. 13.30. Safnið er opið almenningi ki. 13-17 laugardag og sunnudag og er aðgangur ókeypis. Jólaskemmtun skátakórsins JÓLASKEMMTUN skátakórsins verður haldin laugardaginn 14. des- ember og hefst kl. 16. Skemmtunin fer fram í sal Skáta- sambands Reykjavíkur í skátahúsinu við Snorrabraut. Húsið er opið öllum sem hafa unun af góðum söng og vilja lyfta sér á kreik í jólaerilnum. Á staðnum verða seldar léttar veit- ingar til styrktar skátakómum. Á dagskrá em jólalög, skátalög og gömul sígild þjóðlög. Stjórandi kórsins er Steingrímur Þórhallsson. Skemmtikvöld nýbúa MIÐSTÖÐ nýbúa stendur fyrir al- þjóðlegu skemmtikvöldi, á morgun, laugardag kl. 19, í Faxafeni 12. Skemmtikvöldið kallast „Ljós í myrkri" og er haldið árlega til að undristrika vel heppnað starfsár. „Miðstöðin hvetur alla áhuga- menn til að mæta, sértaklega með- limi hinna fjölbreyttu útlendingafé- lag sem og aðra nýbúa. Allir taka með sér einhvern þjóðlegan rétt fyrir hina til að smakka á og út- búið verður stórt hlaðborð. Tilvalið að koma saman í skammdeginu og gera sér dagamun innan um fjöl- breytta menningarhópa, borða góð- an mat, syngja og dansa,“ segir í tilkynningu frá miðstöðinni. ■ Á SIR Oliver skemmta Laddi og Hjörtur H. Sverris píanóleikari föstudag og laugardag. Sir Oliver er ný og breytt krá í Ingólfsstræti, gegnt Islensku óperunni. Þar er seldur matur í hádeginu og á kvöld- in. Heitt súkkulaði og kaffi fæst allan daginn ásamt meðlæti. ■ ÞRÍR unglingar í Reykjavík hlutu Panasonic ferðahljómflutningstæki í verðlaun í happdrætti sem efnt var til í tengslum við norrænu frímerkja- sýninguna Nordia 96. Gestir á sýn- ingunni settu miða með nöfnum sín- um í sérstakan póstkassa á sýning- unni og var nýlega dregið úr tæplega 8 þúsund miðum sem komu í kass- ann. Jólaveisla Felags nýrra Islendinga FÉLAGAR í Félagi nýrra íslendinga, SONI, heldur árlegt íjölskyldujólaboð sunnudaginn 15. desember kl. 15- 17b í Faxafeni 12, á 2. hæð í Mið- stöð nýbúa. SONI er félagsskapur fyrir útlend- inga og velunnara. Aðalmarkmið fé- lagsins er að efla skilning milli fólks af öllum þjóðemum, sem býr á ís- landi, með auknum menningarlegum og félagslegum samskiptum. ARCTIC CAT , árgerð '97 Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi þegar ARCTIC CAT kynnir nýja árgerð. Verið velkomin að Ármúla 13 SYNINGIN ER OPIN föstudag kl. 9 - 18 laugardag kl.10 -16 Kjofis býður þann græna ARMULA 13, SlMI: 568 1200, BEINN SIMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.