Morgunblaðið - 13.12.1996, Side 31

Morgunblaðið - 13.12.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 31 LISTIR SKÓLALÚÐRASVEITIR í Reykjavík halda jólatónleika í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar á laugardaginn. Skólalúðrasveitir í Reykj a- vík halda jólatónleika SKÓLALÚÐRASVEITIR í Reykjavík halda jólatónleika í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar laug- ardaginn 14. desember ki. 17. Að þessu sinni skipa lúðrasveitina u.þ.b. eitt hundrað hljóðfæraleik- arar, sem eru eldri nemendur úr þremur sveitum, þær eru; Lúðra- sveit Árbæjar og Breiðholts,. Lúðrasveit Laugarnesskóla og Lúðrasveit Vesturbæjar. A tónleikunum verða leikin inn- lend og erlend jólalög, nokkur suður-amerísk lög, einnig verða leikin lög úr kvikmyndum. Aðgangur er ókeypis. VERK eftir Cheo Cruz, en hann opnar sýningu á Sóloni íslandus á laugardag. Cheo Cruz sýnir á Sóloni MADONNUR Cheo Cruz verða á Sóloni íslandus við Bankastræti frá laugardeginum 14. desember fram til 6. janúar, en þar sýnir hann 12 olíumáiverk. Cheo Cruz bjó í Reykjavík frá 1989-1992 og fékk þá íslenskt ríkis- fang og nafnið Sindri Þór Sigríðar- son. Kólumbía er annars ættland Cheos og þar stundaði hann listnám. Síðan lærði hann á Spáni og hefur starfað í Hollandi. Cheo er nú búsettur í París. Sýningin á Sóloni er opin alla daga frá kl. 12-19. Sýning í Hornstofu TRAUSTI Bergmann Óskarsson og Kristján Heiðberg sýna rennda list- muni úr tré í Hornstofu Heimilisiðn- aðarfélags íslands, Laufásvegi 2, laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. desember. Trausti og Kristján eru meðlimir í Rennismiðafélagi ís- lands. Stefanía Björk Gylfadóttir sýnir handpijónaðar barnahúfur og fleira og Polly Guðmundsdóttir handverks- kona sýnir handpijónaðar hyrnur. Sýningin er opin á laugardag frá kl. 10-20 og á sunnudag frá kl. 13-20. Ljóð-tónlist JÓNAS Þorbjarnarson les úr nýút- kominni bók sinni, Villiland, og Álf- heiður Hanna Friðriksdóttir les úr ljóðabók móður sinnar heitinnar, Jó- hönnu Sveinsdóttur, Spegill undir fjögur augu, sem út kom í vor, á sunnudag í Súfistanum, Strandgötu 9, Hafnarfirði. Fléttað verður léttum tónlistaratr- iðum inn í lesturinn. Dagskráin hefst kl. 21.30. OLÍUVERK eftir Kjartan Guðjónsson. Jólasýning í Galleríi Fold JÓLASÝNING er nú í baksal Gali- erís Foldar við Rauðarárstíg. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru Bragi Ásgeir, Haraldur Bilson, Jóhannes Geir, Jóhannes Jóhannesson, Jón Reykdal, Kjartan Guðjónsson, Sigrún Eldjám, Sigríður Gísladóttir, Sigur- bjöm Jónsson, Soffla Sæmundsdótt- ir, Sossa og Tryggvi Ólafsson. Sýningin verður opin fram yfir hátíðirnar. Arkitektar sýna SÝNING níu nýútskrifaðra og nýlega útskrifaðara arkitekta verður opnuð í Höfðaborg, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, laugardaginn 14. des- ember. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru; Anna Kristín Hjartardóttir, Ama Mathiesen, Birgir Jóhannesson, Guð- rún Þorsteinsdóttir, Karl Magnús Karlsson, Margrét Leifsdóttir, Sig- ríður Maack, Sigrún Guðmundsdóttir og Sigurður Kolbeinsson. Sýningin er opin til og með 5. jan- úar alla daga frá kl. 14-18 að undan- skildnum lögbundnum frídögum. Sjónþingi Guð- rúnar að ljúka SJÓNÞINGI Guðrúnar Kristjánsdótt- ur á Sjónarhóli, Hverfísgötu 12, lýk- ur á sunnudag, en sýning hennar í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi hefur verið framlengd til 31. janúar. Sjónarhóll er opinn frá kl. 14-18. Jólatónleikar tónlistarskólans í Keflavík TÓNLISTARSKÓLINN í Keflavík stendur fyrir þrennum opinbemm jólatónleikum fyrir þessi jól; í kvöld, föstudagskvöld, mánudag og þriðju- dag. Allir fara þeir fram í Keflavíkur- kirkju og heíjast kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Á fyrstu tónleikunum í kvöld leika forskólanemendur á aldrinum 6-8 ára og fiðlunemendur sem læra eftir svonefndri Suzuki-aðferð, en þeir eru á aldrinum 5-11 ára. Stjórnendur eru Steinunn Karlsdóttir, Helle Alhof og Kjartan Már Kjartansson. Jólaleikur í Gerðubergi BRÚÐULEIKHÚS Helgu Arnalds, 10 fingur, sýnir á sunnudag kl. 14 „Jólaleik" í Gerðubergi í síðasta sinn fyrir þessi jól. Þar veiðir Leiðindaskjóða Jólaguð- spjallið upp úr pökkum sínum. Miða- sala hefst kl. 14. Nína Margrét í Kringlunni Nína Margrét Grímsdóttir píanóleik- ari ieikur í dag verk af nýútkomnum geisladiski sínum í Kringlunni frá kl. 14 til 17. Málverka- sýning Bjarna MÁLVERKASÝNINGU Bjama Jónssonar í Gistiheimilinu Bergi, Bæjarhrauni 4 í Hafnarfirði, lýkur sunnudaginn 22. desember. Boðið til tónleika Tónlistarskólarnir í Reykjavík bjóða þér á jólatónleika samkvæmt meðfylgjandi tónleikaskrá og um leið óskum við öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Tónlistarskólinn í Reykjavik Nýi Tónlistarskólinn Tónlistarskóli Do Re Mi 14. desember kl. 17.00 á Laugavegi 178, 4. hæð: Óperan Amahl og næturgestirnir. 16. desember kl. 20.30 í Grensáskirkju: Strengjasveit TR. 17. desember kl. 17.00 í sal Skipholti 33: Nemendur söngdeildar. 18. desember kl. 17.00 í sal Skipholti 33. Nemendur söngdeildar. 18. desember kl. 20.30 á Laugavegi 178. Söngskólinn í Reykjavik Jólasamkoma og jólatónleikarverða 20. desember kl. 20.00 í tónleikasal skólans á Hverfisgötu 44. Fram koma nemendur á öllum stigum söngnámsins. Einsöngur, samsöngur, kórsöngur og fjöldasöngur. Boðið verður upp á veitingar. 14. desember kl. 14.00: Hljóðfæranemendur á 4.-9. stigi. 17. desember kl. 20.00: Hljóðfæranemendur á 4.-9. stigi. 19. desember kl. 20.00: Söngnemendur á 4.-9. stigi. 20. desember kl. 18.00: Nemendur á forstigum. Allir tónleikarnir verða naldnir á Grensásvegi 3. Tónlistarskóli íslenska Suzukisambandsins Tónleikar verða í Bústaðakirkju 14. desember kl. 11.00 og 13.00. Á fyrri tónleikunum koma fram yngri fiðlu- og sellóhópar og píanónemenaur og kl. 13.00 eldri nemendur. Tónleikar skólans verða 15. desember kl. 15.30 í Neskirkju. Tónskóli Sigursveins 13. desember kl. 20.00 í Hraunbergi 2. Nemendur söngdeildar. 14. desember kl. 14.00 í Hraunbergi 2. 14. desember kl. 17.00 í Norræna húsinu. 20. desember kl. 17.00 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar: Framhaldsdeild. Tónlistarskóli FÍH 15. desember kl. 13.30 og 16.00 í Rauðagerði 27. Tónskóli Eddu Borg 14. desember kl. 11.00,13.00, 14.00 og 16.00 í Seljakirkju 20. desember kl. 20.00 verður Kósí"-kvöld í félagsmiðstöðinni Hólmaseli, þar sem unglingar koma og spila fyrir unglinga. Tónlistarskólinn í Grafarvogi Vikuna 2.-7. desember voru haldnir fernir jólatónleikar. Skólinn óskar Grafarvogsbúum gleðilegra jóla og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Tónmenntaskólinn í Reykjavík 14. desember kl. 11.00 í sal skólans á Lindargötu 51, 3. hæð. e a Við óskum öllum gleðilegrajóla og farsœls komandi árs. Ageeti Reykvíkingur! Tónlistarlíf okkar ágætu ogfallegu borgar sendur nú með miklum blóma. Tónlistarmenn hennar eru duglegir að skreyta umhverfi okkar meðfiölskrúðugum tónum sínum og hrífa okkurfrá hversdagsleikanum meðfierni sinni ogframkomu. Þeir hafa náðfiramúrskarandi árangri hérlendis sem erlendis og verið landi okkar til sóma. Má par nefna Sinfóníuhljómsveit Islands, fiölda söngvara, sem stafa á erlendrignmd og Björk Guðmundsdóttur, sem nýlega hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Undirstaða þessararfiölbreyttu tónlistarflóru eru tónlistarskólarnir, sem hafa verið starfnektir undanfarna áratugi af miklum metnaði. Þar hefur verið lyft Grettistaki ogeru nú þessar stofhanir að skila menningarlegum arði. Þúsundir nemenda hafa stundaðþar nám sér til ánœgju ogþroska. Erlendar rannsóknir sýna að markvisst tónlistarnám skilar einstaklingum, sem hafa hœfileika, oggeta tekið að sér margvísleg verkefhi í samfélagi, þar sem kröfur eru gerðar til skipulags og hugmyndaauðgi. Árið 2000 verour borgin okkar ein af níu menningarborgum Evrópu. Það er mikilvœgt að borgaryfirvöld séu sér vel meðvituð um þá ábyrgð, sem á þeim hvílirþetta ár, og að ekkert verði gert sem verði til þess að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í tónlistarmenntun. Nauðsynlegt er að ennfiekar verði hlúð aðþessari starfsemi svo að árið 2000 beri Reykjavíkurborg nafn með rentu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.