Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 55

Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 55
r ! | ) I > 1 I I J I 9 I i 4 4 4 4 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 55 FRETTIR TRÚBROT kemur fram á Hótel íslandi eftir langt hlé. Sljörnu- kvöld á Hót- el Islandi HÓTEL ísland efnir til svokallaðra Stjörnukvölda fyrir jólin, í kvöld, annað kvöld og föstudagskvöldið 20. desember. Boðið er upp á jólahlaðborð með yfir 30 réttum. Klukkan 21 hefst tónlistardagskrá þar sem fram koma Ríó Tríó, söngsveitin Snör- urnar, Rúnar Júlíusson og hljóm- sveit og söngvararnir Bjarni Ara- son, Ari Jónsson, Pálmi Gunnarsson og Einar Júlíusson. Þá kemur hljómsveitin Trúbrot fram eftir áratuga hlé, en hana skipa Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Gunnar Jökull Hákonar- son og Magnús Kjartansson. Loks leikur stórsveit Gunnars Þórðarson- ar undir dansi til klukkan 03. Verð- ið er kr. 2.800 fyrir manninn fyrir jólahlaðborðið og skemmtiatriðin. BÓK Gunnlaugs er prýdd 200 litmyndum. Sýning hjá Bíla- búð Benna NÝJA bókin um akstursíþróttir á Islandi, Meistarar eftir Gunnlaug Rögnvaldsson, er komin út. Hún verður kynnt á sýningu hjá Bílabúð Benna nk. laugardag. Sýndir verða keppnisbílar úr tor- færunni, ökumenn veita eiginhand- aráritanir, jólasveinar mæta til leiks og ýmsar veitingar verða í boði. Sýningin stendur frá kl. 114-17 og lýkur með flugeldasýningu Hjálparsveita skáta í Reykjavík. Verslunin verður opin frá kl. 9. Bók Gunnlaugs Rögnvaldssonar, Meistarar, er prýdd 200 litmyndum og viðtöl eru við helstu keppnis- menn á síðustu árum. Þá er rakin vinningaskrá helstu greina ís- •enskra bifreiðaíþrótta frá upphafi. Sjö jólatón- leikar JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskóla ísafjarðar eru að þessu sinni sjö talsins. A Isafirði eru tónleikarnir haldnir í sal Grunnskólans á ísafirði og verða sem hér segir: Föstudags- kvöld kl. 20.30, laugardagskvöld kl. 17, sunnudagskvöld kl. 15 og 17. Á tónleikunum kemur fram hátt á annað hundrað nemenda, ýmist einir eða í samleik með öðrum. Hljómsveit skólans flytur nokkur lög og bamakór syngur á síðustu tónleikunum. Jólatónleikar á Suðureyri verða í Suðureyrarkirkju mánudagskvöld- ið 16. desember kl. 20.30. Þar leika nemendur á píanó og blásturshljóð- færi og einnig verður söngur á efn- isskránni. Jólatónleikarnir í útibúi skólans í Súðavík verða þriðjudagskvöldið 17. desember. Þar verður tónleikum nemendanna slegið saman við jóla- hátíð grunnskólans og er dagskráin samfelld með tónlistar- og söngatr- iðum, upplestri og jólagríni. Alliance Frangaise býð- ur í bíó ALLIANCE Frantjaise í Reykjavík býður í bíó föstudaginn 13. desem- ber kl. 20.30. Sýnd verður kvikmyndin „Le grand blond avec une chaussure noire“ eftir sögu Yves Robert og Francis Veber í leikstjóm Yves Roberts. Myndin sem er grínmynd, er frá árinu 1972. Aðalhlutverk em í höndum Pierre Richard, Mireille Darc, Bernard Blier og Jean Roc- hefort. Myndin fjallar um háttsetta menn hjá frönsku leyniþjónustunni sem lenda í vanda og verða að fínna sér blóraböggul. Alliance Francaise er í Austur- stræti 3 og er gengið inn frá Ingólf- storgi. LEIÐRÉTT Ekki Erla Hjaltested í MYNDARTEXTA með frétt á bls. 6 í gær, Tengt framhjá áverka á mænu, var Hulda Sveinbjörg Gunn- arsdóttir hjúkrunarfræðingur rang- lega sögð heita Erla Hjaltested. Beðist er velvirðingar á þessu. Leyft að flytja haf- beitarlax í Norðlinga- fljót LEIGUTAKAR stangaveiðirétt- inda í Norðlingafljóti í Borgarfírði hafa á ný fengið undanþágu til þess að flytja villta hafbeitarlaxa í ána á komandi sumri. Slíkir laxa- flutningar vom bannaðir á nýliðnu sumri vegna smithættu eftir að kýlaveiki gaus upp í Elliðaánum og Fiskeldisstöð ríkisins í Kolla- fírði. Aðeins ein umsókn hefur verið til afgreiðslu enn sem komið er og verða undantekningar aðeins gerð- ar þar sem algerlega laxlausar ár eiga í hlut. Gísli Jónsson físksjúkdómafræð- ingur er ráðgjafí Fisksjúkdóma- nefndar og staðfesti hann í sam- tali við Morgunblaðið að gerð hefði verið undanþága með Norðlinga- fljót. „Það em strangari reglur að þessu sinni og aðeins kemur til greina að veita undanþágur þar sem enginn lax er fyrir. Þetta var bannað á liðnu sumri. Kýlaveikin gaus upp sumarið 1995 og meðal þeirra aðgerða sem gripið var til var að banna flutninga hafbeitar- laxa í laxlausar og laxlitlar ár vegna smithættu. Menn vom ekki á eitt sáttir um hvort þær ráðstaf- anir sem gripið var til gengu nógu langt eða öfugt, en út frá sjúk- dómahliðinni er ekkert sem mælir á móti því að leyfa þetta aftur með þessum formerkjum. Veikin lét ekki á sér kræla og laxinn virð- ist hafa verið hreinn í hafí,“ sagði Gísli. Eftirlit verður aukið Gísli upplýsti enn fremur, að aukið eftirlit verði með laxi sem fluttur verður í Norðlingafljót. Ákveðið úrtak fari í rannsókn bæði í upphafi vertíðar og aftur um miðbik sumarsins. „Þessi und- antekning miðast við þær forsend- ur sem við gefum okkur núna. Ef það fínnst svo mikið sem einn kýla- veikur lax næsta sumar verður allt afturkallað og endurskoðað,“ bætti Gísli við. - kjarni málsins! Uilíu tryggja þér Hringdu núna og tryggðu þér skattaafslátt með kaupum f Almenna hlutabréfasjóðnum. Þér býóst að greiða aðeins 10% út og eftirstöðvar á boðgreiðslum til 12 mánaða. Við svörum í símann til kl. 23.30 alla virka daga til áramóta. Þú getur einnig staðfest kaupin á heimasíðu Fjárvangs: www.fjarvangur.is Aiinrtmi hlutabrvfmjóduriim FJÁRVANGUR ilum iiiiii[mmiiiii Laugavegi 170, sími 5 40 50 60 ! fl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.