Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 20

Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÚR VERIIMU Fólk Breytingar hjá ÍSAL • DR. CHRISTIAN Roth, for- stjóri íslenska álfélagsins hf., læt- ur að eigin ósk af því starfí 31. desember 1996. Eins og áður hefur verið til- kynnt tekur Rannveig Rist við starfi for- stjóra ÍSAL frá 1. janúar 1997. Dr. Roth mun um mitt ár 1997 taka við for- mennsku í stjórn ÍSAL af Ragnari S. Halldórssyni, fyrrverandi for- stjóra ÍSAL. Dr. Roth hefur starf- að nærfellt 30 ár hjá Alusuisse- Lonza. Eftir starf um alllangt ára- bil hjá Alusuisse Singen í Þýska- landi hafði hann með höndum tæknilega framkvæmdastjórn ÍSAL á árunum 1977-79. Að því loknu tók hann við starfi sem tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Leichtmetall-Gesellschaft í Essen og árið 1988 var hann skipaður forstjóri þess fyrirtækis. Síðan sumarið 1988 hefur Dr. Roth gegnt forstöðu framkvæmda- stjómar ÍSAL. • SIGURÐUR Þór Ásgeirsson tekur við starfi steypuskálastjóra íslenska álversins hf. (ISAL) frá og með 1. jan. 1997 af Rann- veigu Rist. Sig- urður Þór lauk prófi í vélaverk- fræði frá Há- skóla íslands 1985 og M.Sc. prófi í iðnaðar- verkfræði frá Stanford University 1987. Að námi loknu hóf hann störf hjá ISAL og hefur síðustu 7 ár gegnt starfi forstöðumanns fyrir rekstri steypuskálans. Sigurður er kvænt- ur Olöfu Rún Skúladóttur frétta- manni og eiga þau 4 börn. • ÞORSTEINN Eggertsson tekur við starfi sem forstöðumaður steypuskála 1. janúar 1997. Þor- steinn lauk námi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík og Vélsmiðjunni Héðni árið 1964. Hann fór síðan í Tækniskóla ís- lands og lauk námi í véltækni- fræði frá tækni- skólanum í Bergen i Noregi (BTS) árið 1968. Hann hóf störf hjá ISAL 4. nóvember 1968. Fyrst hjá bygg- ingadeild Alusuisse (CMA) við upp- byggingu ISAL en fluttist til verkáætlanadeildar ISAL í júlí 1969. Hann starfaði í verkáætlana- deild til 1989, þar af sem yfirmað- ur frá 1972. Þorsteinn er forstöðu- maður véltæknideildar frá nóvem- ber 1988 til ársloka 1996. Eigin- kona Þorsteins er Ágústa Birna Árnadóttir símavörður. Þau eiga tvær dætur og tvo syni. • ÁRNI Stefánsson tekur við starfí forstöðumanns framleiðslu- eftirlits í steypuskála. Hann út- skrifaðist sem iðnrekstrar- fræðingur frá Tækniskóla ís- lands 1987. Frá þeim tíma hefur hann gegnt starfi umsjónar- manns litrófs- deildar rann- sóknarstofu ISAL. Hann hefur einnig starfað sem einn af úttektarmönnum á gæðastjómunarkerfi fyrirtækisins. Arni er kvæntur Öldu Ásgeirs- dóttur og eiga þau þijú börn. Ríkisbréf fyrir 210 milljónir ALLS bárust sjö gild tilboð að fjár- hæð 290 milljónir króna í óverð- tryggð ríkisbréf til þriggja og fimm ára í útboði hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Tekið var tilboðum í ríkis- bréf til fimm ára fyrir 210 milljónir króna að nafnverði. Ekki var tekið tilboðum í þriggja ára ríkisbréf. Meðalávöxtun samþykktra til- boða í fimm ára ríkisbréf er 9,37% og er það í samræmi við ávöxtunar- kröfu á Verðbréfaþingi íslands í dag. Næsta útboð ríkisverðbréfa er útboð á ríkisvíxlum þriðjudaginn 17. desember. LXTASE »ooi aii FYRIR STRAKA 0G STELPUR Kœrum vinum og vandamönnum, sem glöddu mig með nœrveru sinni og gjöfum á 70 ára afmœli mínu, sendi ég mínar hjartans þakkir og bið guð að gefa ykkur gleðileg jól. Ebba Þorgeirsdóttir. Búið að salta meira en á allri vertíðinni í fyrra Síldarvinnslan bætti sín fyrri síldarsöltunarmet SÍLDARVINNSLAN hf. í Neskaup- stað setti met í síldarsöltun í fyrra- dag þegar þar var saltað í 45 þús- undustu síldartunnuna sem er það mesta sem saltað hefur verið hjá einni söltunarstöð á einni vertíð. Haldið var upp á daginn með pomp og prakt, en þrátt fyrir metsöltun nú, er vertíðinni ekki nærri lokið. Að sögn Gunnars Jóakimssonar, framkvæmdastjóra síldarútvegs- nefndar, má búast við því, eins og staðan er í dag, að vertíðin, bæði veiði og vinnsla, standi út janúar- mánuð en um 40 þúsund tonn af útgefnum síldarkvóta eru enn óveidd. Þar með má jafnframt gera ráð fyrir að Síldarvinnslunni takist að salta í allt að 50 þúsund tunnur ef fram heidur sem horfir. Sé litið til gömlu síldaráranna á Hafaldan á Seyðisfirði söltunarmetið af einstaka stöðvum þegar þar náð- ist að salta í 23 þúsund tunnur á einni vertíð árið 1963. Gunnar sagði að það segði ekki alla söguna því í þá daga hefði ekki aðeins verið ein söltunarstöð í bæ á borð við Seyðis- fjörð, heldur margar fleiri og það ætti jafnframt við um alla helstu söltunarbæina fyrir austan og norð- an._ í lok áttunda áratugarins náði Fiskimjölsverksmiðja Hornafjarðar tvö ár í röð, 1978 og 1979, að salta í um 30 þúsund tunnur. Síðan náði Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað því að bæta um betur árið 1994 og hef- ur haldið forskotinu síðan. Á vertíð- inni 1994 var þar saltað í 38 þús. tunnur. Árið 1995 í 42 þús. tunnur og nú er búið að salta í rúmlega 45 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal HEIMIR Ásgeirsson, verkstjóri í síldarsöltun hjá Síldarvinnslunni hf., stendur hér við skreytta 45 þúsundustu tunnuna sem saltað er í á vertíðinni. Starfsfólkið tók sér í tilefni dagsins langan kaffi- tíma þar sem boðið var upp á kræsingar og harmonikuspil. þegar farið var úr miðstýrðu inn- kaupakerfi yfir í fijálst markaðs- kerfi.“ Verðið tekur mið af ástandi á mörkuðum Gunnar segir að að langstærstum hluta sé búið að semja um sölu á því magni sem fyrirsjáanlegt er að verði saltað á yfirstandandi vertíð og þrátt fyrir metsöltun nú, væri enn eftir að salta í um það bil 15 þúsund tunnur upp í þegar gerða samninga. „Það er því búið að semja um meira magn heldur en nú er búið að salta. Allt sem eftir er að salta, fer á markaði í Vestur-Evrópu, en við söltum ekki meira fyrir markaðinn í Austur-Evrópu, ekki í bili að minnsta kosti.“ Gunnar sagði erfitt að spá um horfur í síldarmálum í ailra næstu framtíð. „Mikið framboð er á síld í heiminum og við erum bara að reyna að standa okkur í mikilli sam- keppni. Verðið tekur óneitanlega mið af ástandinu á mörkuðunum, en er þó svipað og í fyrra." þús. tunnur. Búið að salta í 148 þús. tunnur Gunnar sagði að það sem af væri þessari síldarvertíð væri nú þegar búið að salta í 148 þús. tunnur og þar með búið að slá heildarsöltunina út frá því í fyrra, en þá var samtals saltað í 141 þúsund tunnur á vertíð- inni allri, 139 þúsund tunnur árið 1994, 95 þúsund tunnur árið 1993 og 61 þús. tunnu árið 1992. „Við höfum verið að smábæta við okkur. Bæði kemur Austur-Evrópa inn í þetta og eins höfum við verið að bæta við okkur á vestrænu mörkuð- unum,“ segir Gunnar. Megnið af þeirri saltsíld, sem unn- in er hér á landi, fer í útflutning á vegum síldarútvegsnefndar. „Stærstu markaðirnir okkar hafa verið í Norður-Evrópu, í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Þýskalandi og svo erum við líka að selja mikið til Austur-Evrópu þar sem mikil breyting hefur orðið í sölumálum Eignaraðild verði rýmkuð LAGT hefur verið fram á Alþingi stjómarfrumvarp um að rýmkuð verði eignaraðild útlendinga að ís- lenskum skipum til samræmis við þá eignaraðild, sem útlendingar mega eiga í íslenskum fiskvinnslu- stöðvum og útgerðarfélögum. „I dag er fortakslaust bann við því að útlendingar eigi í fískiskip- um, en fyrir nokkrum árum var lögum breytt þannig að útlendingar geta átt lítinn hlut í fiskvinnslu- stöðvum og útgerðum, en eftir sátu skipin. Þannig að við erum í raun- inni með þessari breytingu að heim- ila útlendingum að eiga ákveðinn lágmarkshlut í fiskiskipum á sama ■Xtk DKENGJAKORINN "uÁg O OG SIGNY Jólatónleikar Drengjakórs Laugarneskirkju verða í Langholtskirkju sunnudagínn 15. desember kl. 20.00. % Einsöngvari: Signý Sœmundsdóttir. Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Undirleikari: Gunnar Gunnarsson. Fram koma einnig fyrrverandi Drengjakórsfélagar. Miðasala í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, og við innganginn. hátt og þeir mega eiga í fiskvinnsl- unni og útgerðinni. Það er í reynd verið að samræma þetta þrennt og úr því að búið var að opna fyrir eignaraðild útlendinga að fisk- vinnslu og útgerð, þá var talið eðli- legt að þeir mættu líka eiga hlut í skipunum," sagði Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í sam- gönguráðuneytinu. Lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, sem sett voru árið 1991, var breytt sl. vor á þann hátt að rýmkuð var heimild útlend- inga til þátttöku í íslenskum at- vinnurekstri með óbeinni hlutdeild, þar á meðal með þátttöku í hlutafé- lögum sem aftur voru eigendur lög- aðila er útgerð stunda. Erlendir aðilar mega skv. þeim lögum ekki eiga meira en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Fari eignarhlut- ur íslensks lögaðila, sem stundar veiðar í efnahagslögsögu íslands eða vinnslu sjávarafurða hér á landi, ekki yfir 5% má eignarhlutur erlendra aðila þó vera allt að 33%. j )

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.